Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 33

Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 33 „ÉG hef stutt þessa framkvæmd frá upphafi. Við þurftum að fá þetta álver og mér finnst mjög spennandi að vinna hérna,“ segir Heba Rut Kristjóns- dóttir, 22 ára starfsmaður í steypuskála Fjarðaáls. Heba Rut var talsímavörður hjá 118 á Egilsstöðum, þar sem hún er bú- sett, en sú starfsemi var lögð niður sl. haust. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og allir voru að tala um álverið. Þetta er spennandi starf og launin eru góð. Ég lít á þetta sem framtíðarstarf.“ Konur eru um þriðjungur starfsmanna Fjarðaáls. Heba Rut er ekki sú eina sem starfar í steypuskálanum og hún segir allmarga starfsmenn vera frá Egilsstöðum. Sjálf er hún í sambúð þar og reiknar með að búa þar áfram. Hún brosir þegar hún er spurð um álit sitt á andstæðingum álvera, en segir ekkert, ítrekar bara að þörf hafi verið á álverinu. „Hérna eru nær eingöngu Austfirðingar. Þetta skilar sér í störfum til heimamanna, eins og ætlunin var.“ „Þurftum að fá þetta álver“ Morgunblaðið/ÞÖK Nauðsyn Heba Rut Kristjónsdóttir er sannfærð um að álverið hafi verið nauðsynlegt fyrir atvinnulífið á Austfjörðum. Jóhann Bjarni Einarsson úti- lokar ekki að flytja á heimaslóðir á Húsavík komi álver þangað. BMW1 lína www.bmw.is Sheer Driving Pleasure BMW Sound Machine Ný útgáfa af BMW 1 línunni með HIFI Professional hljóðkerfi og BMW Radio System ásamt 30 GB Apple iPod spilara. Með bílinn handa þér B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is Nánari upplýsingar um BMW Sound Machine hjá söludeild BMW í síma 575 1210. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.