Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ rjú ensk knattspyrnu- félög, Chelsea, Liverpool og Manchester United, marseruðu inn í undan- úrslit Meistaradeildar Evrópu í vikunni í fyrsta skipti í fimmtán ára sögu þessa sterkasta sparkmóts í heimi. Líkurnar á ensk- um sigri þann 23. maí næstkomandi eru því verulegar – algjörar myndu sumir segja því fjórða félagið í und- anúrslitunum, AC Milan frá Ítalíu, var stofnað af Englendingnum Alf- red Edwards á því herrans ári 1899. Það hefur tvívegis gerst áður að þrjú félög frá sama landi hafa leikið til undanúrslita í Meistaradeildinni. Árið 2000 skiluðu spænsku félögin Barcelona, Real Madrid og Valencia sér þangað og þremur árum síðar voru það ítölsku liðin AC Milan, Ju- ventus og Internazionale. Í tvígang hafa félög frá sama landi leikið til úrslita um Evrópubikarinn, þessi sömu ár. Árið 2000 lagði Real Madrid Valencia 3:0 og árið 2003 vann AC Milan Juventus í víta- spyrnukeppni eftir einn tíðinda- minnsta kappleik mannkynssögunn- ar. En það er allt önnur Ella. Hvert öðru sigurstranglegra Ensku liðin eru hvert öðru sigur- stranglegra í vor. Manchester Unit- ed gekk yfir Rómverja frá Ítalíu í átta liða úrslitunum eins og fíll yfir maur og segja sagnfróðir menn að þeir síðarnefndu hafi ekki séð það svartara frá því þýskar og spænskar hersveitir Karls keisara 5. tóku borg þeirra og rændu árið 1527. Þá eirir öndvegismaður Rauðu djöflanna, Portúgalinn Cristiano Ronaldo, engu í seinni tíð. Er í peléskum ham. Rauði herinn frá Liverpool vippaði sér yfir hina hollensku áskorendur sína, PSV Eindhoven, líkt og Peter Crouch yfir fábrotna fjallasprænu. Það var engu nær en að Hollending- arnir væru ekki á staðnum í fyrri leiknum í Eindhoven. Síðari leikurinn þjónaði þeim til- gangi einum að leyfa téðum Crouch að teygja úr skönkum sínum. Eins og allir vita mynda þessi tvö félög, Liverpool og Manchester United, innsta kjarna enskrar knatt- spyrnu, erkifjendur frá upphafi vega sem fá aldrei nóg af því að lemja hvor á öðrum. Áhugamenn um eitruð ein- vígi halda því ekki vatni yfir þeirri hugmynd að Liverpool og United glími til úrslita. Það yrði úrslitaleik- ur aldarinnar enda þótt hún sé ný- hafin. Þetta gæti gerst því gömlu fjand- vinunum er haldið í sundur í næstu lotu. United býður Mílanó-mönnum upp í dans meðan Liverpool fær aft- ur, nýbúið að kljást við nýveldið í ensku knattspyrnunni, Chelsea. Al- ræmd er rimma þessara liða á sama stigi Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum, þegar Rauði herinn hafði betur með marki sem aldrei átti að vera mark. Vart má á milli Chelsea og Liverpool greina því enda þótt Rafa Benítez hafi enn ekki fund- ið leiðina að Englandsbikarnum er hann útsmognari en andskotinn á Evrópumótunum. Skemmst er að minnast sigurs Liverpool í Meistara- deildinni fyrir tveimur árum þegar liðið beitti Jekyll og Hyde-bragðinu á AC Milan. Margir myndu raunar fagna þeim endurfundum. José Mourinho, hinn bjargfasti leiðtogi Chelsea, er vitaskuld ekki í þeim hópi. Hann ætlar sér sigur og ekkert annað – eins og á öllum mót- um sem hann tekur þátt í. Raunar á Chelsea enn möguleika á fáheyrðri fernu á yfirstandandi leiktíð. Liðið hefur þegar landað enska deildabik- arnum og mætir Blackburn Rovers í undanúrslitum bikarkeppni enska knattspyrnusambandsins í dag. Þá berast Chelsea og Manchester Unit- ed á banaspjót á toppi úrvalsdeild- arinnar. Flestir eru sammála um að Chelsea hafi ekki leikið jafn vel í vet- ur og tvö undanfarin ár en reynslan lekur af leikmönnum liðsins, líkt og Valencia fékk að kenna á í uppbót- artíma í vikunni. Þeir bláklæddu gef- ast aldrei upp. Þá hafa gulldrengirn- ir Andriy Shevchenko og Michael Ballack staðið fyrir sínu í Evrópu- leikjunum enda þótt þeir hafi verið vofum líkir á heimavígstöðvunum. Mourinho gerir sér því vonir um að verða annar knattspyrnustjórinn til að vinna Meistaradeildina með tveimur liðum en eins og kunnugt er leiddi hann Porto til öndvegis 2004. Ottmar Hitzfeld stýrði Borussia Dortmund til sigurs 1997 og Bayern München 2001. Rauðu djöflarnir eru örugglega fegnir því að örlög Chelsea eru í þeirra höndum, a.m.k. á mótunum heima fyrir (bikarleiknum gegn Wat- ford var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun), því þeir freista þess nú sjálfir að endurtaka leikinn frá 1999, þegar þeir unnu þrennuna frægu, Meistaradeild, deild og bikar. Héldu þá helstu hugsuðir á vettvangi fót- menntar að sá leikur yrði aldrei end- urtekinn. En menn afskrifa aldrei Sir Alex Ferguson. Það er ekkert nýmæli að enskum liðum vegni vel á Evrópumótum. Á átta ára tímabili, frá 1977 til 1984, fóru ensk lið sjö sinnum með sigur af hólmi í Evrópukeppni meistaraliða, eins og virðulegasta keppni álfunnar hét á þeim tíma. Liverpool sigraði fjórum sinnum (1977, 1978, 1981 og 1984), Aston Villa einu sinni (1982) og Nottingham Forest tvisvar sinn- um (1979 og 1980). Það er raunar merkilegt að Forest hefur oftar orðið Evrópumeistari en Englandsmeist- ari, eini sigur félagsins heima fyrir var 1978. Það segir sitt um yfirburði Englendinga í Evrópu á þessum tíma. Það var þýska félagið Hamburger Sport-Verein sem laumaði sér inn á milli árið 1983. Eftir Heysel-slysið hörmulega 1985, þegar 39 áhorfendur týndu lífi þegar milliveggur í stúkunni hrundi fyrir úrslitaleik Liverpool og Juven- tus um Evrópubikarinn, var enskum félagsliðum vísað úr keppni á Evr- ópumótunum. Ensku meisturunum var ekki hleypt inn á ný fyrr en að sex árum liðnum. Lengi á eftir áttu ensku liðin erfitt uppdráttar og það var ekki fyrr en með sigri Manchest- er United 1999 að ísinn var loksins brotinn. Liverpool vann svo, eins og fyrr var getið, 2005 og í fyrra komst Arsenal alla leið í úrslitaleikinn, þar sem það laut í lægra haldi fyrir Barcelona. Þriðja árið í röð leikur því a.m.k. eitt enskt lið til úrslita í Meist- aradeildinni. Það bendir því allt til þess að ris- inn sé vaknaður af værum blundi. Risinn er upprisinn Þrjú ensk knattspyrnufélög, Chelsea, Liverpool og Manchester United, eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og það fjórða, AC Milan frá Ítalíu, var á sínum tíma stofnað af Englendingi Reuters Skytturnar þrjár Hver þeirra verður Evrópumeistari þann 23. maí næstkomandi, Cristiano Ronaldo (Manchester United), Steven Gerrard (Liverpool) eða Frank Lampard (Chelsea) eða missa þeir allir af þeim stóra? KNATTSPYRNA» Í HNOTSKURN»Liverpool hefur fimm sinn-um orðið Evrópumeistari, fyrst 1977 og síðast 2005. »Man. United vann Evrópu-bikarinn 1968, fyrst enskra liða, og aftur 1999. »Tvö önnur ensk lið hafalyft Evrópubikarnum, Aston Villa og Nott’m Forest. »Chelsea hefur aldrei orðiðEvrópumeistari en tvíveg- is áður komist í undanúrslit. »AC Milan er sexfaldurEvrópumeistari. »Spænsk lið hafa oftast lyftEvrópubikarnum, 11 sinn- um, ensk lið 10 sinnum og ítölsk lið 10 sinnum. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is L EIKFIMISFÖT af nýj- ustu gerð eða dýrt kort í líkamsræktarstöð er ekki nauðsynlegt til að halda sér í formi sam- kvæmt nýjustu tísku. Hvorki er það dansjóga eða heræfingar sem átt er hér við heldur ganga. Já, daglegar gönguferðir eru eitthvað það allra besta sem fólk getur gert fyrir heils- una. Þetta hljómar kannski of auð- velt og kostar ekki mikið, skuldbind- ingu og ákveðni frekar en peninga. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times lýsti því yfir í grein fyrr á árinu að ganga ætti eftir að verða stærsta heilsutískubylgjan á árinu og líkir þessu við skokkæðið sem varð á áttunda áratugnum vestra. Breska dagblaðð The Guardian tók í sama streng og skrifaði lærða grein þar sem góð áhrif daglegrar göngu eru tíunduð. Rætt er við Lucy Knight höfund bókarinnar Walking for Weight Loss, sem leggur áherslu á að ganga sé frábær líkamsrækt sem fari betur með líkamann en hlaup en gegni á sama tíma svipuðu hlutverki. Bók þessi er til sölu á Amazon og kemur í ljós þegar titill- inn er sleginn inn að búið er að gefa út fjölmargar svipaðar bækur. Settumst skyndilega niður James Levine, prófessor hjá Ma- yo Clinic-læknaháskólanum í Minne- sota, hefur rannsakað áhrif dag- legrar göngu á líkamlega líðan. „Við eyddum sjö milljónum ára af sögu okkar í að ganga og núna höfum við skyndilega sest niður. Það hefur stórvægileg áhrif á heilsu okkar.“ Daglegar gönguferðir minnka hættu á hjartasjúkdómum, krabba- meini, beinþynningu og sykursýki. JoAnn Manson, prófessor í lækn- isfræði við Harvard, segir að „ef það væri til pilla sem minnkaði hættuna á sjúkdómum jafn mikið og ganga, væri barist hart um hana“. Ganga er líka talin hafa góð áhrif á andlega heilsu, hjálpa þeim sem vilja hætta að reykja, bætir minnið og göngu- garpar fá síður kvef. Síðast en ekki síst er gangan hjálpleg í því að halda aukakílóunum í skefjum. Ekki er þó alveg sama hvernig gangan er, réttri tækni verður að beita. Það dugar ekki að rölta með- fram búðargluggum heldur er betra að fá svolítinn kraft í þetta. Mik- ilvægt er að draga inn naflann, ein- beita sér að miðjunni, horfa fimm til sex metra framfyrir sig og hafa axlir afslappaðar, beygja olnbogana í 90 gráða horn og sveifla höndunum fram og til baka í göngunni. Þeir sem komnir eru skrefi lengra geta tileinkað sér viðbótartækni til að fá meira út úr gönguferðunum. Hægt er að stunda bæði kraftgöngu (sjá nánar á kraftganga.is og grein á doktor.is) og stafgöngu. Hægt er að lesa sér til um stafgöngu á olympic- .is, vef Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands, og þar kemur margt forvitnilegt fram. Brennslan getur verið 20% meiri en í venjulegri göngu og stafgangan styrkir líkam- ann að auki allt að 40% meira en venjuleg ganga. Í stafgöngu virkjast vöðvar efri hluta líkamans meira en í venjulegri göngu og það losnar um spennu í hálsi og herðum. Passa þarf að stafirnir séu í réttri hæð. Með hækkandi sól fjölgar ástæð- unum til að drífa sig út í gönguferð. Kraftmikil ganga í Elliðaárdalnum er endurnærandi og sömuleiðis skemmtiganga í Heiðmörk. Gott getur verið að taka þátt í skipulögð- um göngum til að byrja með eða jafnvel stofna sinn eigin hóp. Nú er bara að leggja af stað. Ganga á dag kemur öllu í lag Morgunblaðið/Golli Krafur Daglegar gönguferðir eru eitthvað það allra besta sem fólk getur gert fyrir heilsuna. Hér má sjá Láru Ingólfsdóttur í kraftgöngu. HEILSA» »Ef það væri til pilla sem minnkaði hætt- una á sjúkdómum jafn mikið og ganga, væri barist hart um hana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.