Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi ÞórBjarnason fæddist á Skaga- strönd 24. ágúst 1949. Hann lést á sjúkrastofnun í Øksfjord í Noregi 1. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ás- mundur Bjarni Helgason skipstjóri f. 30. nóvember 1903, d. 30. desem- ber 1983 og Lilja Brynhildur Ás- mundsdóttir f. 23. september föður sínum á Stíganda HU 9 á sumrin, hann lærði snemma að vinna. Helgi lauk vélstjóra- og skipstjóranámi með góðum námsárangri. Einnig lauk hann einkaflugmannsprófi um sama leyti. Eftir nám var Helgi vél- stjóri á fiski- og fraktskipum bæði hér heima og erlendis. Þá vann hann í landi við trygg- ingamat á skipum í nokkur ár. Helgi fluttist til Øksfjord í Nor- egi fyrir nokkrum árum og síðan til Nuvsvåg en þar var hann vél- stjóri á norskum bát til dauða- dags. Útför Helga var gerð í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 4. apríl síðastliðinn. Jarðsett var við hlið systur hans í Gufuneskirkju- garði. 1923, d. 2. apríl 1990. Helgi ólst upp á Skagaströnd ásamt fjórum systk- inum sínum, þeim Maríu f. 1948, d. 1984, Skúla f. 1952, Kjartani f. 1954 og Birnu f. 1956. Helgi kvæntist Sjöfn Ragnarsdóttur 15. júní 1985 og eiga þau saman son- inn, Smára Helga- son f. 1. ágúst 1985. Þau slitu samvistum. Helgi byrjaði ungur á sjó með Elsku Helgi minn. Nú fæ ég ekki lengur símtöl frá Noregi, þar sem sagt er: Blessuð elsku Binna mín, er ekki allt gott að frétta, ég hef það gott, bið að heilsa öllum. Þau voru ekki margorð sím- tölin okkar systkinanna því að þú varst yfirleitt úti á sjó þegar þú hringdir en við skildum hvort annað og hugsuðum þess meira. Eftir að Helgi fluttist til Noregs höfðum við gott samband eins og alltaf áður. Alltaf var hann á leiðinni heim til Ís- lands í heimsókn og var ákveðinn í að fara heim á Skagaströnd í sinn fæð- ingarbæ þar sem foreldrar okkar hvíla. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Helgi lést á sjúkrastofnun í Øks- fjord 1. mars síðastliðinn mjög óvænt, aðeins 57 ára gamall. Við héldum að við ættum meiri tíma saman. En vonandi ert þú kominn í hópinn með Maju, mömmu og pabba sem öll eru látin og taka örugglega vel á móti þér. Elsku bróðir, ég þakka öll árin sem við áttum saman. Guð geymi son þinn Smára og vaki yfir honum. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni, láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Elsku bróðir minn, takk fyrir öll símtölin og góðu stundirnar. Þín systir Birna. Kæri bróðir, nú er komið að kveðjustund og ég vil þakka allar þær stundir sem við höfum átt sam- an í blíðu og stríðu. Margs er að minnast, minning um glaðlyndan bróður, alltaf stutt í hláturinn og barngóður mjög. Ekki vorum við alltaf sammála, stundum hvessti en alltaf lygndi um síðir. Við áttum sam- an margar ævintýraferðir bæði til sjós og lands, þú byrjaðir ungur til sjós, sennilega alltof ungur en hörku sjómaður. Góður námsmaður og hafðir mikinn áhuga á öllu vélknúnu, þúsundþjalasmiður, fórst í Vélstjóra- og stýrimannaskólann þegar þú hafðir aldur og reynslu til og kláraðir með stæl, um sama leyti tókstu einkaflugmannspróf og hafðir gam- an af að fljúga um landið. Eftir nám varst þú vélstjóri bæði á fiski- og fraktskipum innanlands og utan, síð- ustu árin í Noregi þar sem þú kunnir vel við þig. Ekki datt mér í hug þegar ég heyrði í þér á þorranum að það yrði okkar síðasta samtal en svona er lífið. Takk fyrir allt, hvíl í friði. Kveðja, Skúli. Kæri mágur. Ég átti góða samverustund með þér og fleirum kvöldið áður en þú fluttist til Noregs. Ég keyrði þig á Blönduós morguninn eftir í veg fyrir rútuna og við spjölluðum mikið sam- an á leiðinni. Þú ætlaðir að ná flugi til Noregs daginn eftir. Ekki datt mér í hug að þetta væri í síðasta skipti sem við myndum sjást og kveðjast. Megi Guð geyma þig og styrkja þína fjöl- skyldu í þessari sorg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði. Níels. Helgi á mótorhjólinu með mig í fanginu. Helgi sem bauð mér í bíó að sjá myndir með Charlie Chaplin. Helgi sofandi í íbúðinni hjá ömmu Lilju og ég læddist um til að vekja hann ekki. Helgi sem gaf mér pening og huggaði mig þegar ég var önnum kafin við að telja krónurnar og gekk á stöðumæli. Helgi sem átti flottu kaggana og bauð mér á rúntinn. Helgi sem vann á millilandaskipi og færði okkur gjafir sem lyktuðu af einhverju dularfullu og óþekktu. Helgi sem reykti eins og strompur og drakk eins og þyrstur maður ný- kominn úr eyðimörk. Helgi sem var alltaf að velta fyrir sér alheimsspurningunni en fann aldrei alveg rétta svarið. Helgi sem var til staðar þegar mamma dó. Helgi sem fór með Sjöfn til Tyrk- lands og ættleiddi barn. Helgi sem tileinkaði sér tölvuvæð- inguna og setti upp kerfi fyrir vinn- una. Helgi sem var snillingur. Helgi sem var sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, flugmaður, fluggáfaður. Helgi sem hringdi á aðfangadags- kvöld og vildi fá mig til að reikna ýmsar jöfnur í stærðfræði í bland við hagfræði. Helgi sem var alltaf að leita að sannleikanum um lífið. Helgi sem hafði svo marga með- fædda hæfileika og gáfur. Helgi sem dó einn erlendis, fjarri okkur öllum. Helgi sérvitringur, skapofsamað- ur, hugsjónamaður, frændi, vinur. Helgi sem átti sér stað í hjarta mínu. Helgi sem lifir í minningum okkar. Anna Bryndís Sigurð- ardóttir (Dísa). Elsku Helgi. Við trúum því varla ennþá að þú sért farinn frá okkur. Í okkar huga ertu enn í Noregi og við bíðum eftir því að fá fréttir af þér hjá mömmu. En kallið er komið og sár raunveru- leikinn hellist yfir okkur. Þú fórst alltof fljótt og óvænt frá okkur en við huggum okkur við að nú sért þú sátt- ur og kominn í ljósið. Við vitum að það var tekið vel á móti þér og að þú ert í góðum félagsskap með afa Bjarna, ömmu Lilju og Maju frænku. Við áttum margar góðar og eftir- minnilegar samverustundir þar sem mikið var spjallað um allt milli him- ins og jarðar og gert að mörgu gam- an. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá þér og glettnina. Það blundaði nú líka í þér stríðnispúki sem kom ósjaldan í ljós. En umfram allt annað varstu okkur alltaf svo góður og það var gott að eiga þig að. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Elsku frændi, við kveðjum þig með trega og söknuði. Takk fyrir þær stundir sem við áttum saman og fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Guð vaki yfir þér og geymi þig þang- að til við sjáumst aftur. Særún, Sveinn og Rebekka Sunna, Bjarnhildur og Friðrik, Heiðrún, Róbert, Silja og Sædís. Helgi Þór Bjarnason Ég kom heim eftir fárra vikna dvöl er- lendis í þann mund er Grímur Gíslason var lagður til hinstu hvílu. Hann var í hópi nokkurra samferðamanna minna sem ég hefði kosið að fylgja síðasta spölinn ef aðstæður hefðu Grímur Gíslason ✝ Grímur Gíslasonfæddist í Þór- ormstungu í Vatns- dal 10. janúar 1912. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 31. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Blönduóskirkju 10. apríl. leyft. Gríms hefur ver- ið minnst myndarlega. Þó langar mig til að senda fáein kveðjuorð. Grímur átti farsæl- an feril í fæðingarsveit sinni, bæði sem bóndi og forystumaður í fé- lagsmálum. Áreiðan- lega hefur hann notið sín vel í því hlutverki. Samt tók hann þá ákvörðun ásamt Sess- elju konu sinni, sem varla hefur verið auð- veld, að rýma jörðina þegar elsta dóttir þeirra festi ráð sitt og veita þannig ungu hjónunum og framtíð þeirra svigrúm. Þau hjónin fluttu til Blönduóss þar sem Grímur tók við starfi á skrifstofu Kaup- félagsins. Grímur var félagsmálamaður af lífi og sál, átti ótal hugðarefni og ræktaði tengsl við fjölmarga, bæði innan héraðs og utan. Hann var glað- ur jafnan og kíminn, hófsamur í framgöngu og skoðunum, hiklaus þegar með þurfti, drengilegur og fumlaus. Hann var málsnjall og rit- fær í besta lagi og varð þjóðkunnur fyrir fréttapistla sína í Ríkisútvarp- inu. Röddin brást honum lítt eða ekki þótt kominn væri á tíræðisaldur og má það m.a. marka af því að hann söng í kórum í héraðinu fram til síð- ustu jóla. Er það trúlega einstakt miðað við aldur. Hann var hestamað- ur og tók mikinn þátt í félagsstarfi hestamanna. Ég tel mig vita að hann hafi notið margra yndisstunda á hestbaki með góðum félögum á ferð um nálægar sveitir. Öll störf Gríms báru vitni um vandvirkni og snyrtimennsku. Hann gegndi m.a. starfi veðurathugunar- manns fram yfir nírætt. Þetta starf krefst árvekni og stundvísi á ýmsum tímum sólarhringsins og í misjöfnu veðrum. Í tengslum við þetta starf skráði hann helstu staðreyndir um veðurfar á Blönduósi væntanlega í 25 ár og hugleiðingar sínar um áhrif þess á atvinnuhætti í héraðinu. Einn- ig naut hann ritleikni sinnar við að skrá nokkuð um þjóðlegan fróðleik, t.d. um búsetu í Vatnsdal á vissu tímaskeiði og ýmislegt fleira smátt og stórt sem hann náði að gæða lífi, t.d. um drauma. Ég átti því láni að fagna að starfa nokkuð með Grími í Lionsklúbbi Blönduóss, þótt starf mitt væri stop- ult. Hann var löngum elstur allra, en náði þó oftar en ekki að lyfta fundum okkar félaganna með kímni sinni, léttleika og hugkvæmni. Hann hvatti menn til starfa og var sjálfur ávallt reiðubúinn. Svona var hann. Andlegt og líkamlegt þrek þessa öldungs var með ólíkindum. Það var því líkast sem honum yxi ásmegin frá því er venjulegum starfsaldri lauk og fram um nírætt. Hans er gott að minnast. Grími Gíslasyni var margvíslegur sómi sýndur. Svo var einnig við útför hans, sem mér er sagt að hafi verið bæði virðuleg og fjölmenn. Við Helga kveðjum hann með virðingu og þökk og sendum kveðjur okkar til barna hans og alls venslafólks. Pálmi Jónsson. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIEMSEN, Grandavegi 47, Reykjavík, sem lést að kvöldi sunnudagsins 1. apríl á líknar- deild Landspítala, Landakoti, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 16. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, símar 543 3724 og 543 3700. Árni Siemsen, Sigríður Siemsen, Guðjón Haraldsson, Ólafur Siemsen, Auður Snorradóttir, Elísabet Siemsen, Guðmundur Ámundason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GRÉTA SÆDÍS JÓHANNSDÓTTIR, Vallarbraut 5, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 9. apríl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 17. apríl kl. 15.00. Hrólfur Ragnarsson, Hildur Hrólfsdóttir, Ragnar Þór Emilsson, Smári Hrólfsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Sunna Rut Ragnarsdóttir, Fannar Þór Ragnarsson og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og föðurbróðir okkar, KRISTJÁN ÁGÚSTSSON, Skipholti 21, sem lést þriðjudaginn 10. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. apríl kl. 11.00. Gunnar Geir Kristjánsson, Arndís Magnúsdóttir, Þóra Gunnarsdóttir og Kristján Gunnarsson, Hildur, Lilja og Helga Hilmarsdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.