Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 55 ✝ Þormóður Ei-ríksson fæddist á Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá 25. des- ember 1920. Hann lézt í Hulduhlíð 26. marz síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Guðfinna Þorkels- dóttir frá Njarðvík í Borgarfirði eystra sem lézt þegar Þormóður var aðeins fjögurra ára og Eiríkur Guðmundsson frá Heiðarseli í Hróarstungu. Systkini hans: Gunnþór, látinn, Þorsteinn, lát- inn, Guðmundur Ragnar, dó 16 ára, Þorbjörg í Hulduhlíð á Eskifirði og Guðjón, dó á fyrsta ári. Þormóður ólst upp á Ásgeirs- stöðum hjá föður sínum og átti þar heima allt til ársins 1965 að hann flyzt á Reyðarfjörð. Fyr- ir nokkrum árum flutti hann svo á Eskifjörð og var þar til æviloka, síð- ustu þrjú árin var hann á dvalarheim- ilinu Hulduhlíð. Búskaparstörf á Ásgeirsstöðum stundaði hann allt til þess að hann flutti á Reyðarfjörð, en þar vann hann í frystihúsi KHB, oft langan og erfiðan vinnudag. Þormóður var jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju 31. marz. Góðvinur er genginn og gamlar minningamyndir merla í huga og veita sannarlega birtu í sinni. Vel vissi ég ungur af þeim Ásgeirsstaða- systkinum í Eiðaþinghá þó að ekki væri nema vegna þeirra væna fram- lags í kvæðasafninu. Aldrei gleymist Austurland, sem ég las spjaldanna á milli á unglingsárum. Þar áttu þau Þorbjörg, Þormóður og Þorsteinn sinn ágæta vísnasess. Löngu síðar áttu leiðir okkar Þor- móðs eftir að liggja saman og svo skemmtilegt sem það nú var þá var það einmitt á sviði vísnagerðar, en þá var Þormóður fluttur niður á Reyðarfjörð og farinn að erfiða þar í frystihúsinu, víkingur til verka. Við komum nokkrir saman einu sinni í viku hjá honum Þorbirni Magnússyni á Hótel KHB og öml- uðum við það að setja saman vísur og botna vísur og þar var Þormóður í essinu sínu, vandaði vísnagerð sína og gat verið eldsnöggur að botna, oftast á svo kímilegan máta að góða gleði vakti. Við kölluðum okkur Hortitti hf. hvort sem það var nú réttnefni eður ei. Þetta var gjöfull tími meðan hann var, enda allir þessir ljómandi skemmtilegir og vel gjörðir félagar. Eftir þetta áttum við Þormóður oft tal saman um lífið og tilveruna og stundum um stjórn- málin og ekki fór á milli mála að þar fór bæði eðlisgreindur maður hið bezta og vel lesinn í svo mörgu, enda má segja að hann hafi legið í bókum og hefði svo sannarlega átt að ganga menntaveg og verða fræðimaður. Ágæta samleið áttum við einnig á svo margan hátt, sem gott er að mega minnast nú við leið- arlok. Hann var glettinn hann Þormóð- ur og fljótur að svara fyrir sig, en óáleitinn var hann og dagfarsprúður mjög. Helga Björk, dóttir mín, sem lengi vann með honum, ber honum einstaklega vel sögu, kveður hann hafa verið harðduglegan og alltaf tilbúinn að ganga í verk, hversu erf- ið sem þau voru og svo hafi hann verið einkar skemmtilegur vinnu- félagi. Áhugamál Þormóðs voru án efa mörg en þó hygg ég að steinasöfn- unin hafi verið þar æðst, enda sagt að gólfið í herbergi hans á kaup- félagshótelinu hefði verið farið að svigna ískyggilega mikið undan steinaþunganum og hafði Þormóður gaman að þeirri sögu og dró ekki af í lýsingum. En steinarnir voru margir og fagrir og gjarnan mjög sérstæðir, enda farið vítt um fjöll til fanga og oftsinnis hitti maður hann með býsna þunga byrði, en sigrihrósandi um leið yfir góðum feng. Þormóður flutti svo á Eskifjörð þar sem systir hans Þorbjörg, sú mæta kona og afbragðsfélagi, bjó og býr og síðustu árin bjó Þormóður í Hulduhlíð og þar bar fundum okkar síðast saman í fyrrasumar og gott að hitta hann sem jafnan áður. Á Eskifirði átti hann einkar góða sögu og ómetanlegt var gróðursetn- ingarstarf hans þar sem þeir félagar Ölver Guðnason og hann áttu ótelj- andi vinnustundir við skógrækt sem var sérstakt hugðarefni Þormóðs er hann stundaði meðan heilsan framast leyfði. Árangur þessa fórn- fúsa starfs sést nú svo sannarlega. Ég þakka honum Þormóði ein- læglega samfylgd góða og gefandi og skemmtilegar samræður liðinnar tíðar munu geymast í minni sem og vísnasmíðin forðum. Blessuð sé hans hugumbjarta minning. Helgi Seljan. Þormóður Eiríksson ✝ Sverrir Jónssonfæddist í Brúnavallakoti á Skeiðum 1. júní 1924. Hann lést á sjúkradeild Dval- arheimilisins Áss í Hveragerði 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Kristjánsdóttir frá Stóra-Múla í Dala- sýslu og Jón Helgason frá Ara- koti á Skeiðum. Sverrir var þriðji í röð níu systkina og er ein systir látin. Sverrir var bóndi alla tíð og vann ýmsa vinnu útífrá með bú- skapnum. Hann dvaldi síðustu tvö árin á Dvalarheim- ilinu Ási. Útför Sverris var gerð frá Þor- lákskirkju 3. febr- úar, í kyrrþey. Á kveðjustund eftir langa sam- leið er margs að minnast og mynd- ir frá liðnum tíma koma upp í hug- ann. Í stórum systkinahópi, á mannmörgu heimili, þar sem alltaf var pláss fyrir einn til viðbótar, ól- umst við bróðir minn upp saman. Og allt fram á síðasta dag höfðum við mikinn samgang. Það þurfti mikið að hafa fyrir lífinu í þá daga er við vorum að alast upp og lítið annað að treysta á en handaflið við verkin. Þetta voru samt góðar stundir í minningunni. Og ein- hvern veginn finnst okkur þegar litið er til baka að sumrin hafi ver- ið sólríkari og veturnir snjóþyngri og oft erfiðir fyrir menn og dýr. Eftir að tæknin gekk í garð breyttist allt til hins betra, en í staðinn fór fólki líka að fækka á bæjunum. Og það kom að því að þú varðst orðinn einn eftir, en þú barst þig samt vel. Eftir að þú fluttir í Hveragerði og hafðir fólk í kringum þig fór þér að líða betur. Þú varst vinnusamur, bóngóður og varst að á meðan heilsan leyfði. Þú þakkaðir fyrir hvern þann dag sem þú gast klætt þig og haft fótavist. Þú varst aldrei kröfuharð- ur og gerðir ekki mikið tilkall til hins þægilega lífs. Veikindi þín voru erfið og löng og ég veit að hvíldin var þér kærkomin. Með stáli plógsins reist þú þína rún. Þú ræktaðir þitt land, þín föðurtún. Til verka þinna viljans máttur knúði þá vinarhönd, sem ungum gróðri hlúði. Frá ystu nöf að efstu hlíðarbrún bjóst óðal hjartans græna sumarskrúði. Er vetur kom og blés um bæjarhól, þá beið þín undir þaki hvíld og skjól. Þar sást þú móður miðla góðum börn- um, er moldin hlúði sínum jurtakjörnum, og garður ykkar gerðist höfuðból, sem gróðri vafið skein mót sól og stjörnum. Þú fannst, að það er gæfa lýðs og lands að leita guðs og rækta akra hans. Í auðmýkt naust þú anda þeirra laga, sem öllum vilja skapa góða daga. Í dagsverki og þökk hins þreytta manns býr þjóðarinnar heill – og ævisaga. (Davíð Stefánsson.) Við þökkum þér samfylgdina og biðjum þér Guðs blessunar á nýj- um leiðum. Helga og Júlí. Á kveðjustundu leitar hugur minn rúman aldarfjórðung til baka. Þá höfðu orðið nokkrar breytingar á reglum um framtal bænda sem leiddu til þess að í minn hlut kom aðstoð við Sverri á þeim vettvangi. Árleg samskipti okkar héldust síðan og þótt vissu- lega megi telja að talnadálkar skattskila séu ekki líklegir til ná- inna persónulegra kynna urðu rætur vináttu okkar Sverris þess- ar. Þrátt fyrir að honum hafi ef til vill á stundum þótt gjöldin, sem á hann voru lögð, nokkuð há fann ég aldrei að hann teldi að ég væri þar í sök. Eftir lok búrekstrar Sverris héldu samskiptin áfram og ætíð vildi hann, þrátt fyrir lítil efni, helst greiða meira fyrir þjón- ustuna en upp var sett. Sverrir þræddi sína einföldu lífsbraut við kjör sem margir munu telja fátæk- leg nú. Okkur, sem glæstari vegi þykjumst aka, er hollt að líta til einstaklinga sem Sverris. Einlæg vinátta og traust hans og hans líkra er mikils virði. Samveru- stundir okkar urðu mér brunnur þekkingar og tenging við lífsgildi sem hvorki verða mæld í krónum né öðrum veraldlegum gjaldmiðli. Í huga mínum mun þakklæti og hlýja varða slóðir minninga um Sverri Jónsson. Aðstandendum og vinum votta ég samúð mína. Björn Pálsson. Sverrir Jónsson Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Okkar elskulega móðir, GUÐRÚN STEINUNN GUNNARSDÓTTIR, Sléttuvegi 17, Reykjavík, andaðist á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 16. apríl kl. 11.00. Gunnar Örn Pétursson, Karen Níelsdóttir, Birgir Pétursson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Steinunn Pétursdóttir, Sveinn Skúlason, Guðrún Pétursdóttir, Sigurgeir Benediktsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ ÞÓRÐARSON frá Siglufirði, Tunguheiði 14, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum fimmtudag- inn 12. apríl. Útförin auglýst síðar. Lísbet Sigurðardóttir, Sigrún Davíðsdóttir, Haukur Helgason, Guðmundur Davíðsson, Þórunn Hulda Davíðsdóttir, Ómar Wieth, Ólöf Sigríður Davíðsdóttir, Erlingur Ólafsson, Svana Lísa Davíðsdóttir, Andrés F. Gíslason, Þórður Davíð Davíðsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN SIGURJÓNSSON húsgagnasmíðameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð aðfaranótt fimmtudagsins 12. apríl. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 20. apríl kl. 15:00. Helga Kristjánsdóttir, Kristján Þór Gunnarsson, Guðrún Hulda Birgis, Sigurjón Kristjánsson, Jónína Kristjánsdóttir, Magnús Eðvald Kristjánsson, Freyja Kristjánsdóttir, Einar Rafn Haraldsson, Arnar Logi Kristjánsson, Júlíus Steinn Kristjánsson, Anna Lísa Rasmussen, Hörður Þ. Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GÍSLI SIGURÐUR GUÐJÓNSSON, Ofanleiti 17, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Auður Fanney Jóhannesdóttir, Reynir Sigurður Gíslason, Sigríður Edda Hafberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.