Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR Á BARMI ÖRVÆNTINGAR Á ætlað er að í valdatíð Sadd- ams Husseins hafi verið í Írak um 30.000 fylgismenn þeirrar trúar að Jóhannes skírari hafi verið helsti spámaður drottins, en ekki Jesús Kristur eða Múhameð. Á ensku heitir þessi hóp- ur mandaean sabians en hann hefur, eins og margir litlir trúhópar, sætt sérstökum ofsóknum í Írak und- anfarin misseri, þ.e. eftir að öfgar tóku að vaxa í landinu. Sennilega eru ekki nema um 10.000 eftir í Írak í dag, aðrir hafa flúið land. Í Amman hitti ég einmitt fjölskyldu af þessari trú en hún hafði neyðst til að yfirgefa Írak snemma, kom til Amman 25. apríl 2004. Í skýrslu sem Human Rights Watch sendi frá sér í nóvember sl. kemur fram að Mandaean sabians hafi gjarnan starfað sem skart- gripasalar í Írak og að þeir hafi snemma orðið skotmark öfgahóp- anna eftir innrás Bandaríkjamanna, enda boðar trú þeirra algera frið- arhyggju; sem þýðir að óyndismenn töldu sig geta beitt þá fjárkúgunum án þess að vandkvæði hlytust af. Fjölskyldan sem ég hitti í svo- nefndum flóttamannabúðum Palest- ínumanna í Austur-Amman – sem ekki eru þó í reynd „búðir“, heldur einfaldlega tiltekinn borgarhluti – var að þessu leyti dæmigerð, því að hún hafði einmitt rekið tvær skart- gripaverslanir í Bagdad og lent í klóm mannræningja. Það var húsmóðirin, Alham, sem hafði orð fyrir fjölskyldunni, en þeg- ar mig ber að garði eru aðeins tvær vikur síðan húsbóndinn, Aw’aad, var gripinn af jórdönsku lögreglunni og ekið að landamærunum að Írak og vísað úr landi fyrir að hafa verið dvalarleyfislaus í landinu. Alham hefur ekkert heyrt í bónda sínum en ber sig vel, einbeitir sér að börnum sínum og hag þeirra. Börnin eru fimm: Rami er 18 ára unglingspiltur; Rawa’a er 16 ára, smávaxin en fullþroska stúlka; Riv- an er fimmtán ára og líkist eldri systur sinni mjög; Rosa er tólf ára, aðeins öðruvísi í útliti, og loks er það Rawand, tíu ára piltur. Þau koma frá Al-Shurta-hluta Bagdad. Mjög fljótlega eftir innrás Bandaríkjamanna hafi Ravan verið beðin um að mæta framvegis með slæðu í skólann. Hún hafi jafnframt verið beðin um að haga sér sem múslími í skólanum. „En við erum ekki múslímar og við vildum auðvitað ekki hlýða svona skipunum. Við vildum ekki skipta um trú,“ segir Alham. Bróðirinn var drepinn, syninum rænt Næst gerðist það að bróður Al- ham var rænt og hann drepinn. Þetta var 13. desember 2003 og Al- ham segir hann ekki aðeins hafa verið drepinn, ódæðismennirnir hafi skorið hann í marga búta. Hún byrjar að gráta þegar hún segir mér þessa hörmulegu sögu. „Þeir hrópuðu guð er mikill eftir að þeir drápu bróður minn, fögnuðu því að hafa drepið trúleysingja. Við viss- um alveg að þetta hlaut að hafa ver- ið hann, það hafði engum öðrum ver- ið rænt í þessu hverfi þann daginn.“ Alham segir að þau hafi fengið nokkrar hótanir eftir að bróðir hennar var myrtur. Ofbeldi hafi jafnframt tekið að vaxa í Al-Shurta. Þau fluttu sig því um set. „Fyrst héldum við að þegar við flyttum myndum við verða örugg. En svo var Rami rænt af fjórum mönnum. Þeir komu og tóku hann, settu í bíl. Nokkur barnanna í hverfinu sáu Voru áður vel stæð Alham ásamt þremur barna sinna, Rivan, Rawa’a og Rawand. Ekkert þeirra er í skóla. OFSÓKNIRNAR HÓFUST STRAX hvað hafði gerst og komu til mín. Nokkrum dögum síðar hringdu ræningjarnir og sögðust vilja pen- inga; þeir vildu að fjölskyldan borg- aði lausnargjald. Þeir héldu Rami í fimm daga en hringdu alltaf reglulega til að spyrja hvort peningarnir færu ekki að koma. Þeir báðu um háa fjárhæð – 50.000 dollara [um 3,5 milljónir ísl. króna] – og það var ekki auðvelt fyr- ir mig að hafa uppi á slíkum fjár- munum á aðeins einum eða tveimur dögum. Það tókst þó að lokum.“ Rami var barinn illa af gíslatöku- mönnunum. Alham tilkynnti ránið til lögreglunni en þá gerðist það eitt, að þeim bárust enn frekari hótanir. Þegar það gerðist síðan næst að skotið var á híbýli þeirra var þeim ljóst að best væri fyrir þau að yf- irgefa landið. Um fjórum mánuðum eftir ránið á Rami voru þau því kom- in til Amman í Jórdaníu. Alham segir að þau hafi verið vel stæð þegar þau bjuggu í Írak. Nú hafi þau glatað öllu. Hún og bóndi hennar hafi átt hús, tvær búðir og bíl. Hvorki hún né eiginmaður henn- ar hafi hins vegar getað unnið síðan þau komu til Jórdaníu, enda hafi þau þar ekki dvalarleyfi. Þau hafa þegið ölmusu frá velviljuðum útlendingum og ýmsum hjálparstofnunum. Verst þykir Alham þó að börnin hennar hafa ekki getað verið í skóla í heil þrjú ár. „Staðan er því sú að börnin okkar hafa glatað sinni fram- tíð. Rami ætti að vera á öðru ári í háskóla og Rawa’a í menntaskóla,“ segir hún og tárast. Ýmis önnur vandamál hafa komið upp. Ofbeldið í Bagdad hafði vond áhrif á heilsu stúlknanna tveggja, Rawa’a og Rivan, og þær þjást nú af sykursýki. Ekki þarf að taka fram að Alham hefur illa efni á lyfjunum, sem stúlkurnar verða að taka. Alham lifir í stöðugum ótta um að Rami verði gripinn af lögreglunni og vísað úr landi. Hún á sér þá von heitasta að geta yfirgefið Jórdaníu, helst sem fyrst. „Hvert sem er. Það eina sem skiptir máli er að við get- um búið við öryggi.“ Hún sér ekki fyrir sér að þau eigi eftir að snúa aftur til Íraks. „Það er útilokað. Við getum aldrei snúið aft- ur,“ segir Alham og bætir svo við: „Ef við aðeins ættum ofurlítið hreið- ur fyrir fjölskylduna, þá gætum við komið okkur þar vel fyrir, ef guð væri aðeins svo góður að veita okkur það.“ andi straumur Íraka yfir til Jórdaníu hefur í vaxandi mæli valdið spennu í samskiptunum: venjulegir Jórdanar bölva Írökunum fyrir að viðhalda þeirri verðbólgu sem fór af stað þeg- ar fyrstu Írakarnir komu yfir og stjórnvöld hafa æ síðan nokkrir Írak- ar stóðu fyrir sprengjutilræðum á þremur hótelum í Amman í nóv- ember 2005, sem kostuðu 60 manns lífið, óttast að vargöldin í Írak breiddist út. Ein afleiðing árásanna í nóvember 2005 var því sú að jórdönsk lög- gæsluyfirvöld tóku upp harðari vinnubrögð og nú er raunar svo kom- ið að landamærunum að Írak hefur nánast verið lokað (Sýrlendingar ku enn vera að taka við fólki en á því kann að verða breyting á næstu mán- uðum, enda takmörk fyrir þanþol- inu). Jafnframt eru yfirvöld farin að framfylgja dvalarleyfisreglum í rík- ari mæli, þ.e. vísa þeim úr landi sem ekki hafa dvalarleyfi. Vandinn við þær aðgerðir er hins vegar sá að þær taka ekki mið af sjónarmiðum mannúðar; með því að senda fólk aftur til Íraks er verið að senda það aftur í gin ljónsins. Írakarnir sem ég ræddi við í Amm- an virtust allir óttast jórdönsku leyniþjónustuna. Sér í lagi reyna full- vaxnir, íraskir karlar að verða ekki á vegi lögreglumanna, enda óttast þeir að verða umsvifalaust fluttir til landamæranna og gerðir brottrækir frá Jórdaníu, aðskildir frá ástvinum sínum. Það er ástæða fyrir því að fólk flýði Írak – og það vill auðvitað enginn vera fyrirvaralaust kominn þangað aftur, í þann vítiseld sem þar logar. Hver vill taka við Írökunum? Kastljós alþjóðlegra fjölmiðla hef- ur smám saman verið að færast á þann vanda, sem hér hefur verið lýst. Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) fór fyrr á þessu ári fram á 60 millj- ónir dollara frá aðildarþjóðum SÞ til að taka á vandanum og nú í vikunni fer fram ráðstefna í Genf í Sviss, en þangað hefur verið boðið ráðherrum frá 192 ríkjum, auk fulltrúa frá yfir eitt hundrað alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Á fundinum í Genf verður rætt um möguleg úrræði; en þau hljóta m.a. að vera þau að Vesturlönd bjóði fleira fólki hæli en gert hefur verið. Athygli hefur vakið hversu Banda- ríkin hafa verið lokuð Írökum – í ljósi þess að það voru bandarísk stjórn- völd sem kusu að gera landið að til- raunastofu fyrir kenningar ný- íhaldsmanna um lýðræði í Mið- Austurlöndum – en einungis nokkur hundruð Írakar hafa í raun fengið hæli í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld hafa nú heit- ið því að taka allt að 7.000 Íraka á þessu ári, en eftir sem áður hafa að- eins örfá ríki skilið eftir opnar dyr fyrir þessa þjáðu þjóð. Svíar hafa tekið lungann af því íraska flóttafólki, sem haldið hefur til Evrópu, en geta tæplega haldið áfram á þeirri braut og vilja að önnur ESB-ríki axli þyngri byrðar. Athygli mína vakti í heimsókninni til Amman að örvænting Írakanna þar var slík að þeim virtist nákvæm- lega sama hvar þeir enduðu; svo lengi sem þeir kæmust til staðar þar sem þeir gætu lifað í friði og væru viðurkenndir sem fullgildir þjóð- félagsþegnar, í stað þess að vera leyf- islaus úrhrök. Allir báru fyrir mig þá spurningu hvort ég gæti ekki hjálpað, hvort Ís- land gæti ekki boðið þeim hæli eða rétt hjálparhönd með einhverjum öðrum hætti. Suaada var í þessum hópi, grátbað mig um að finna leið handa sér til að komast til Íslands. „Ég vil gleyma Írak. Ég vil eignast nýja fósturjörð. Ég vil ekki snúa aft- ur,“ sagði hún. Hugsaði sig síðan um. „Jafnvel þó að aðstæður færu batn- andi myndi ég ekki vilja snúa aftur. Ég hata land mitt núna,“ sagði hún og bætti svo við á ensku: „It’s over. Iraq is over.“ Dulinn flóttamannavandi VEFVARP mbl.is H örmulegasta frásögnin sem ég heyri í heimsókninni til Amman er saga Noor, þrjátíu og átta ára gamallar konu frá Bagdad. Noor hitti ég á heimili Zöhru Hamid Sultan, ungrar íraskrar konu sem túlkar fyrir mig meðan á dvölinni í Jórdaníu stendur. Noor er klædd í ljósbláar gallabuxur, svarta peysuyfirhöfn og er í rauðhvítum bol að innan. Hún vill ekki að ég noti rétt nafn hennar og leyfir ekki myndatökur. Hún virðist óttast að enn geti frekari ógæfa dunið yfir hana. Þær Zahra tala lengi saman á arabísku áður en Noor segir mér sögu sína. Ég trufla þær Zöhru og Noor ekki á meðan á þessu gengur, líður sem boðflennu; útlendingur sem hvorug þeirra þekkir í reynd, kominn til að heyra um eymd þeirra. En þær láta návist mína ekki trufla sig, heldur leiða samtal sitt til lykta. Allt í einu byrjar Noor að tala. Og hún talar lengi án þess að gera hlé á máli sínu. Ég skil ekki það sem hún segir en fylgist grannt með og Zahra byrjar svo að þýða um leið og Noor gerir stutt hlé á máli sínu. Hún grætur óstjórnlega, er niðurbrotin manneskja. Zahra var búin að segja mér að No- or væri farin á sál og líkama, að hún hefði þurft á sálfræðiaðstoð að halda. Noor byrjar á því að sýna mér sár á ristinni sem ná upp á fótleggina, sár sem greinilega eru orðin gömul en sem aldrei hafa gróið almenni- lega. Hún opnar jafnframt munninn upp á gátt og tekur út tvo gervigóma sem hún er með, sinn hvorum megin í munninum. Hún er fórnarlamb svívirðilegra barsmíða; fjarlægja hefur þurft jaxla báðum megin í gómnum. Noor á enga fjölskyldu lengur, allt hennar fólk er dáið. Faðir hennar, stjúpmóðir og fjórir stjúpbræður dóu öll í loftárásum Bandaríkja- manna strax í upphafi hernaðarátaka 2003. Um það bil sex mánuðum síðar, líklega í september eða október 2003, var maður hennar gripinn af vígasveitum sjíta og skotinn til bana fyrir fram- an augu hennar. Hún segir að tvö hálfsystkin hennar – börn föður hennar og stjúpmóður – séu týnd; enginn veit hvort þau eru á lífi. Hörmungarsögu Noor – sem segist hafa ver- ið fræg í Írak á sínum tíma, „ég var meðal tólf vinsælustu dægurlagasöngkvenna í landinu“ – er hins vegar ekki lokið. Síðla árs 2005 var bankað upp á hjá henni, þar voru komnir fjórir menn sem gerðu hana að skotmarki vegna þess að hún var þekktur skemmtikraftur. „Þetta var um nótt,“ hefur Zahra eftir Noor. „Það var myrkur, ekkert rafmagn að hafa. Þeir brutu niður útidyrahurðina og beindu svo sterku ljósi beint í andlit hennar þannig að hún gat ekkert séð eða áttað sig á því hverjir væru hér á ferð. Sumir þeirra voru hins vegar klædd- ir í svartað klæðnað og íraskir lögreglumenn voru einnig í hópnum. Hópurinn skellti henni á jörðina, þeir bundu hendur hennar og síðan nauðguðu þeir henni. Hún segir að sársaukinn hafi verið afar mikill því að hún var á blæð- ingum þegar þetta gerðist.“ Zahra talar mjög lágt þegar hún rekur þessa sögu en Noor sýnir engin svipbrigði. Augljóst er þó að hún berst harðri baráttu við tárin. Noor lá lengi meðvitundarlaus á sjúkrahúsi eftir atburðinn. Eftir að hún var útskrifuð þremur mánuðum eftir árásina faldi hún sig í húsum vina og vandamanna, bjó aldrei lengi á hverjum stað. Á endanum flúði Noor land, hún býr nú í Amman, orðin alger einstæðingur. Hún þráir heitast að komast úr þessu umhverfi, búa við aðstæður sem geta veitt henni öryggis- tilfinningu; þar sem hún ekki þarf að hrökkva í kút í hvert sinn sem bankað er á dyrnar. Ég lofa að athuga hvað ég get gert fyrir hana, hún er ekki fráhverf því að flytja til fjarlægs lands eins og Íslands. Hún gefur mér símanúmer sitt og netfang og mér líður illa þegar ég kveð hana, óttast að falskar vonir hafi vaknað með henni. HÖRMUNGARSAGA NOOR Hefur séð á eftir öllum ástvinum sínum í hildarleiknum í Írak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.