Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 41 Accra. Fiskimenn leggja á hafið í löngum mjóum bátskeljum með flaggstöng í stafni þar sem litríkir fánar blakta – nema á þriðjudögum því þá eru allir í landi svo fiskurinn fái „hvíld“. Staðhættir gætu vart verið betri frá sjónarhóli ferðalangsins. Bærinn er rétt mátulega stór svo maður get- ur farið allra ferða sinna á tveimur jafnfljótum. Þarna er líf og fjör, stærðarinnar pálmatré veita skjól gegn geislum sólarinnar, öldur Atl- antshafsins skella á brimsorfnum klettum og tónlist heimamanna hljómar í hátölurum við notaleg kaffihús. Allt þetta, jafngott og það er, er þó ekki ástæða þess að Cape Coast er með vinsælustu ferða- mannastöðum í Gana. Virki og kastalar frá valdaskeiði Evrópumanna eru hvergi fleiri en á strandlengjunni í Gana og Cape Coast er þar um það bil miðja vegu. Frá seinni hluta fimmtándu aldar til þeirrar átjándu risu yfir 80 strand- virki af ýmsum stærðum og gerðum og hinir og þessir réðu þar ríkjum hverju sinni; Bretar, Portúgalar, Hollendingar, Frakkar, Prússar, Svíar og Danir. 37 þessara mann- virkja voru rammgerðir og voldugir kastalar og 29 þeirra standa enn. Sá sem er einna heillegastur er í Cape Coast. Kastalarnir og virkin risu á sínum tíma til að tryggja öryggi Evr- ópubúanna og hagsmuni þeirra á svæðinu. Ýmiss varningur, sem hafði verið aflað inn til landsins, var geymdur þar og síðan fluttur til Evrópu eða Nýja heimsins. Fyrst voru hirslur fullar af gulli og fíla- beini en seinna urðu viðskipti með mannfólk fyrirferðarmest og í dag laðar sú saga að ferðamenn frá öll- um heimsins hornum. Ábyggilegar tölur liggja ekki fyrir en líklegt er að árin 1650–1850 hafi um sjö milljónir manna verið hneppt í þrældóm þar sem nú heitir Gana og flutt nauðug til Nýja heimsins. Kast- alinn í Cape Coast og virkið í Elmina um tíu kílómetra í burtu eru nú á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna. Á báðum stöðum eru söfn um þrælaflutningana. Ég tók þátt í frekar tregabland- inni skoðunarferð um Cape Coast kastalann. Leiðsögumaðurinn Gmangul Nkrumah fór með okkur átta niður í dýflissuna; dimman og rakan klefa á stærð við hálfan tenn- isvöll með þremur litlum gluggum á einum veggnum. Þarna voru 250– 300 manns hlekkjaðir saman uns næsta skip kom. Þeir sváfu í klef- anum, mötuðust þar og gerðu þarfir sínar og ef þeir lifðu þessa þrekraun haf beið þeirra enn hörmulegri vist á leið yfir hafið. Þyldu þeir hana tæki við ævilangur þrældómur. Gmangul leiddi okkur líka að klefa hinna dauðadæmdu. Þangað fóru þeir sem höfðu náðst á flótta eða brotið af sér á einhvern hátt að mati yfirboðaranna. Aftur voru menn hlekkjaðir saman, 50 talsins, og læstir inni í þessari litlu og nið- dimmu og loftlausu kytru, án matar og drykkjar. Síðan biðu þeir dauða síns og þegar sá síðasti hafði gefið upp öndina var líkum allra fleygt í hafið. Kvenfólkinu var haldið föngnu í sérstakri dýflissu. Einatt nauðguðu hinir evrópsku drottnarar konunum, einir eða fleiri saman. Skólar voru stofnaðir fyrir börn ambáttanna og herranna og marka þeir upphaf menntakerfis í Gana. Enn þann dag í Líf og fjör Útsýni yfir bæinn Cape Coast frá kastalanum. Ströndin iðar af lífi að degi til. Bátar fiskimannanna eru klárir og sumir eru þegar farnir að draga bein úr sjó úti fyrir. » Fyrst voru hirslur fullar af gulli og fíla- beini en seinna urðu við- skipti með mannfólk fyrirferðarmest og í dag laðar sú saga að ferða- menn frá öllum heims- ins hornum. FORRÉTTIR „Pappa al Pomodoro“ klassísk tómatsúpa borin fram me› skötusel Parmaskinka me› parmesanfrau›i, lambasalati og kirsuberjatómötum Kjúklingaterrine me› pistasíum, grillu›u brau›i og salati Grafi› nautacarpaccio me› ferskum ætiflistlum og eplum PASTA Risotto me› ferskum aspas og parmesan Heimalaga› pappardelle me› anda- og grænmetisragou A‹ALRÉTTIR Hægelda›ur saltfiskur me› rau›lauk, tómötum og rau›víni Lambakótelettur me› balsamik og ferskum jar›arberjum Grísalund me› kanelkrydda›ri kartöflustöppu og hunangssósu EFTIRRÉTTIR Súkkula›ikaka me› rúsínu-, furuhnetu- og Vin Santo sósu Ostakaramellubú›ingur me› ávaxtasalati og mascarpone GÓ‹UR GESTUR Í samstarfi vi› Fonterutoli er okkur sönn ánægja a› kynna Fabrizio Marino, yfirmatrei›slumann á hinu virta veitingahúsi Pepenero í San Miniato, rétt utan vi› Pisa. Frá mi›vikudegi til sunnudags mun Fabrizio bjó›a okkur upp á úrval fleirra klassísku, ítölsku rétta sem hann er frægur fyrir og leyfa okkur flannig a› finna hjartslátt ítalskrar matarger›arlistar. La Primavera Bor›apantanir í síma: 561 8555 Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi þar sem hún nýtur nú þegar mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 K R A F T A V E R K Til leigu virðulegt 350 fm hús með bílskúr við Tjörnina í Reykjavík. Leigist eingöngu undir atvinnustarfsemi, svo sem fjármálastarfsemi, skrifstofur eða sambærilega starfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.