Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Heimildarmyndin „Tímamót“, sem er sýnd í Háskólabíói sunnu- daginn 15. apríl, lýsir tímamótum í lífi Guð- jóns Árnasonar, Sig- urbjörns Guðmunds- sonar og Steinþórs Edvardssonar sem bjuggu saman á vist- heimilinu Tjaldanesi í Mosfellsdal um ára- tugaskeið uns því var lokað og þeir komu sér fyrir á nýjum stað og aðlöguðust nýju lífi. Kvikmyndagerð- armennirnir fylgdu þeim eftir á þriggja ára tímabili og fylgdust með breytingum á lífi þeirra og högum. Heimildarmyndin lýsir öðrum þræði tímamótum í opinberri þjón- ustu. Hún sýnir vegferð fatlaðra ein- staklinga frá búsetu á svokallaðri „altækri“ stofnun utan skipulagðrar íbúðarbyggðar til búsetu í almennu íbúðarhverfi þar sem fatlaðir og ófatlaðir eiga samleið í fjölbreyti- leika daglegs lífs. Í byrjun þótti einhverjum sá kost- ur óhugsandi að þessir menn, sem búsettir voru á Tjaldanesi, ættu ein- hverja möguleika á því að flytjast þaðan. Fötlun þeirra væri mikil og það þyrfti að vernda þá frá áreiti umhverf- isins og umhverfið fyr- ir þeim. Þeir sem vildu breytingar á þessari stöðu þurftu að berjast við viðhorf sem áttu sér langa sögu og voru rótgróin í samfélags- vitundinni. Með tilkomu nýrra hugmynda á sjöunda og áttunda áratug síð- ustu aldar var þó farið að hreyfa þeim spurn- ingum hvort ekki væri eðlilegt og rétt að þeir sem byggju við aðstæður eins og þær sem voru á Tjaldanesi gætu átt þess kost að flytja þaðan og velja aðra búsetu við hæfi. Um alda- mótin komst skriður á málið. Svæð- isskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi tók þar öflugt frum- kvæði í góðu samstarfi við þá sem bjuggu á Tjaldanesi, foreldra þeirra, aðstandendur og starfsfólk og réðst í það verkefni sem myndin „Tíma- mót“ lýsir. Á þremur til fjórum árum var Tjaldanesheimilið selt, íbúum þess boðið upp á nýja valkosti í búsetu og atvinnu og hverjum og einum gefið tækifæri til að takast á við lífið á eig- in forsendum. Kjarni málsins er að allir, fatlaðir sem ófatlaðir, eigi þess kost að eiga verðugt líf. Ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessu verk- efni fyrir framlag þeirra og þá sér- staklega starfsfólki Svæðisskrifstofu Reykjaness. Guðjóni, Sigurbirni og Steinþóri óska ég alls góðs, bæði í daglegu lífi og á hvíta tjaldinu. Tímamót Heimildarmynd sem lýsir öðrum þræði tímamótum í opinberri þjónustu, segir Magnús Stefánsson »Kjarni málsins er aðallir, fatlaðir sem ófatlaðir, eigi þess kost að eiga verðugt líf. Magnús Stefánsson Höfundur er félagsmálaráðherra. Haft er eftir Júlíusi Vífli Ingv- arssyni, formanni menntaráðs, í Morgunblaðinu nýverið að nokkrir foreldrar barna í Hagaskóla hafi ósk- að eftir fundi með honum til að skoða möguleika á að börn þeirra geti farið fyrr úr grunnskóla í menntaskóla. Ég geri ráð fyrir að umræður undanfarið um skil milli þessara tveggja skólastiga hafi orðið kveikjan að beiðni þessara foreldra um áheyrn hjá formann- inum og allt gott um það að segja. Hags- munahópum er nauð- synlegt að fá áheyrn þeirra sem fara með valdið. Júlíus segir það hafa verið ánægjulegt að geta sýnt þessum sama hópi foreldra drög að skýrslu frá starfshópi sem hann fól það verkefni að leita leiða til að auka sveigjanleika milli skóla- stiga. Margt fróðlegt kemur fram í þessari skýrslu sem m.a. fjallar um skil milli grunnskóla og framhaldsskóla og má þar lesa eftirfarandi til- lögur:  Allir grunnskólar haldi áfram að þróa ein- staklingsmiðað nám í öllum árgöngum. Net- nám verði nýtt til að auka námsframboð.  Nemendur í efstu bekkjum grunnskóla fái áfram tækifæri til að taka framhalds- skólaáfanga og settar verði ákveðnar reglur um greiðslu kostnaðar.  Allir grunnskólar verði hvattir til að greiða leið þeirra nemenda sem hafa áhuga og getu til að ljúka námi í 9. og 10. bekk á einu skólaári.  Einn eða fleiri af grunnskólum borgarinnar verði hvattir til að bjóða upp á námsleið sem býr nemendur undir að fara í framhaldsskóla eftir 9. bekk.  Nemendur fari ekki yfir í fram- haldsskóla nema útskrifast úr grunn- skóla með formlegum hætti. Að tiltekinn hópur nemenda verði búinn undir að „fara í framhaldsskóla eftir 9. bekk“ er einungis ein margra tillagna – en jafnframt sú eina sem virðist hljóta náð fyrir augum for- manns menntaráðs. Það er engu lík- ara en að það eigi að búa til úrvals- kerfi þar sem fáum útvöldum er gert hærra undir höfði en öðrum nem- endum. Þarna er á ferðinni ný nálgun í menntun ungmenna sem ekki er réttlætanlegt að framkvæma með einhliða ákvörðun meirihluta borg- aryfirvalda. Nú er það þannig að sá starfs- hópur sem kenndur hefur verið við „tíu punkta samkomulag“ milli menntamálaráðherra og KÍ er enn að störfum. Hópurinn hefur á annað ár varið miklum tíma í vinnu sem vonir standa til að skili farsælli nið- urstöðu fyrir skólakerfið í heild sinni. Grunnurinn í vinnu starfshópsins er að tryggja öllum nemendum jafnrétti til náms. Kennarasambandið sér ótal tækifæri sem lúta að þeim málum í þeirri vinnu sem nú fer fram í starfs- hópnum. Þess vegna kemur sú van- hugsaða einstefna sem endurspegl- ast í málflutningi formanns menntaráðs illa við fulltrúa KÍ, sem telja sig vinna að samræmingu hags- muna allra nemenda. Í reynd er þetta útspil ótrúleg hunsun á því verkefni. Ég hef sem áheyrnarfulltrúi kenn- ara í menntaráði Reykjavíkur marg- oft minnt á nefndina sem starfar á grundvelli samkomulags KÍ og menntamálaráðherra og hefur það hlutverk að móta stefnu um breyt- ingar á námi og námsskipan, þar á meðal skilgreiningar á námi nem- enda á mörkum grunn- og fram- haldsskóla. Þegar rætt hefur verið í menntaráði um hvaða leiðir séu fær- ar til að auka sveigjanleika milli skólastiga hef ég margoft vísað til þessarar vinnu. Þá vil ég benda á að nýtt mennta- ráð og nýr sviðsstjóri menntasviðs hafa ekki lagt fram framtíðarsýn sína í skólamálum Reykjavíkurborgar. Núna er unnið eftir starfsáætlun sem samþykkt var á fundi menntaráðs 6. nóvember 2006. Sú áætlun segir ekk- ert um þær breytingar sem formaður ráðsins boðar í dagblöðum landsins. Þarna gætir misræmis sem þarfnast útskýringar. Er ekki kominn tími til að pólitíkusar láti af fjölmiðla- leikþáttum og fresti vanhugsuðum gæluverkefnum þar til þeir hafa kynnt sér málin? Skil milli skólastiga – samfella í námi Þorgerður Laufey Diðriks- dóttir fjallar um menntamál » Að tiltekinn hópurnemenda verði bú- inn undir að „fara í framhaldsskóla eftir 9. bekk“ er einungis ein margra tillagna … Þorgerður Laufey Dið- riksdóttir Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali EINIMELUR - EINBÝLISHÚS KOLBEINSMÝRI - ENDARAÐHÚS Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Einstakt einbýlishús á eftirsóttum stað við Einimel í vesturbæ Reykjavíkur. Húsið er alls 268,5 fm (þar af 29,7 fm bílskúr). Flísalagt hol með gestasnyrtingu. Fallegt og mikið bjart alrými sem samanstendur af holi, borðstofu og stofu. Hátt er til lofts, ca 4,5 m þar sem hæst er. Þrjú svefnherbergi á hæðinni. Í kjallara er Stúdíó-íbúð með sérinngangi. Nýtt parket og nýlega standsett baðherbergi í íbúð. Fallegur garður. tilboð óskast. Fallegt og rúmgott 265,3 fm endaraðhús á eftirsóttum stað á Seltjarnarnesi. Átta svefnherbergi eru í húsinu. Forstofa, dökkar steinflís- ar á gólfi og fataskápur. Gestasnyrting. Fyrsta hæð er á tveimur pöllum. Eikarparket á öllu. Arinn. Falleg viðarverönd. Eldhús með viðarinnréttingu og vönduðum tækjum. Í kjallara er nýstandsett baðherbergi og fjögur svefnherbergi. Á 2. hæð eru fjögur svefnherbergi og nýstandsettur góður 29,5 fm bílskúr fylgir eigninni. Verð 61,9 milljónir. Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög gott einbýli á tveimur hæðum samtals um 138,5 fm vel staðsett í hjarta Hfj. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan hátt ásamt því að lóð hefur verið endurskipurlögð. Eignin skiptist í forstofu, hol, baðh, stofu, borð- stofu, eldhús, gang og hjónah. Á neðri hæð er sér inngangur hol, 2 herb, al- rými, þvottahús og geymslur. Glæsilegur garrður með sólöllum og tilheyr- andi.V. 32,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Öldugata - Hf. Nýkomið í einkasölu sérlega skemmtilegt einbýlishús með auka íbúð og bílskúr, samtals 170 fm. Hús í góðu standi, talsvert endurnýjað. Frá- bær staðsetning í þessu góða hverfi. Verð 37 millj. Hagstæð lán áhvílandi. Kaldakinn - Hf. Einb/tvíb. Glæsilega vel skipulögð 120,2 fm íbúð 4ra herb á frábærum útsýnis- stað í fjögra íbúða húsi við Daggar- vellir númer 11 í Vallarhverfi í Hfj. Eignin er með sér inngang og er smekklega innréttuð með vönduðum innréttingu og gólfefnum. Eignin skiptist í forstofu, gang, 2 barnah, hjónah, baðh, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og geymslu. Stutt í skóla og leikskóla. V. 28.4 millj. Eignin getur verið laus við kaupsamning. Daggarvellir - Hf. 4ra herb. Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu neðri hæð í tvíbýli 45,9 fm ásamt 23,7 fm geymslurými kjallara samtals um 69,6 fm vel stað- sett í hjarta Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, herbergi, tvöfalda stofu, snyrtingu og geymslu í kjallara. Verð 13,5. millj. Gunnarssund - Hf. 3ja herb. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Eyrarholt - Hf. Turninn/útsýni Falleg og rúmgóð 119 fm, 3ja til 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi á góðum útsýnisstað, ásamt 27,3 fm bílskúr, samtals 146,3 fm. Aðeins tvær íbúðir á hæð. Parket á öllum gólfum nema baði, þvottaherbergi og sól- stofu, sem eru flísalögð. Sjónvarpsdyrasími er í húsinu og öryggismyndavélar eru utan húss og innan. Þetta er glæsileg eign sem vert er að skoða. V. 27,5 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.