Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA F YRIR nokkrum árum barst mér í hendur lítið kver frá árinu 1914 sem nefnist „Himins-hlið; sögur kristilegs efnis þýddar úr ensku máli, sagðar af D. L. Moody og dr. D. W. Talmage o.fl.“ Að orðfæri er þetta barn síns tíma, en inni- haldið er merkilegt, og því langar mig að birta hér örlítið sýnishorn, enda ekkert nema hollt fyrir okk- ur að líta endrum og sinnum til baka og skoða hvað þá var að ger- ast á akrinum. Svona tengdu menn orð Heilagrar ritningar við raunveruleikann fyrir tæpum hundrað árum: Það er sagt að Ívan keisari Rússlands hafi iðulega haft þá venju að búast dulargerfi, og ferðast þannig meðal þegna sinna til þess að kynnast lynd- iseinkennum þeirra. Eina nótt reikaði hann, búinn sem betlari, um göturnar í borg- inni Moskvu. Hann fór hús úr húsi og beiddist gistingar, en alstaðar var honum úthýst. Honum sveið sárt hversu þegnar hans voru harðhjartaðir og kærleikslausir við náungann. Loks barði hann að dyrum hjá fátækum bónda, og var honum þar vel tekið. Bóndinn bað hann inn að ganga; gaf honum það eina er hann hafði fyrir hendi matarkyns sem var aðeins þurt brauð, og vatn að drekka. Síðan vísaði hann komumanni á hálm- flet til að hvílast í og sagði: „Því miður get eg ekki veitt þér betri beina því konan mín liggur á sæng; hún hefir nýalið sveinbarn, og verð eg því að sinna þeim.“ Keisarinn lagðist til svefns og sofnaði vært. Hér hafði hann þó fundið hjálpfúst hjarta. Um morg- uninn kvaddi hann bónda og þakkaði honum innilega fyrir næturgreiðann. Fátæki bóndinn gleymdi þessu atviki um stund en nokkrum dög- um síðar sá hann vagn keisarans stefna að húsdyrum sínum og stansa þar. Þegar bóndi sá sjálfan keisarann stíga út úr vagninum, varð hann óttasleginn, fleygði sér flötum fyrir fætur hans og sagði: „Hvað hefi eg gert?“ Ívan reisti hann á fætur, tók í báðar hendur hans og sagði: „Hvað þú hefir gert? Þú hefir ekki annað gert en að hýsa keisara þinn. Það var eg sem lá í hálmflet- inu og þáði þinn fátæklega en góð- fúslega greiða, og nú er eg kom- inn til að endurgjalda þér. Þú veittir mér viðtöku í dulargerfi, en nú kem eg í minni réttu mynd til þess að launa þér mannkærleika þinn og gestrisni. Færðu mér hinn nýfædda svein.“ Og þegar bóndinn kom með hann sagði keisarinn: „Nefndu sveininn nafni mínu, og þegar hann stálpast skal eg annast mentun hans og fá hon- um stöðu við hirð mína.“ Síðan fékk hann bóndanum stóra pen- ingapyngju og sagði: „Notaðu þetta handa þér og konu þinni, og bresti þig einhverntíma eitthvað, þá hikaðu ekki við að leita fátæka beiningamannsins, sem einu sinni leitaði skjóls undir húsþaki þínu.“ Þegar þeir skildu var bóndinn vissulega mjög glaður yfir því að hafa veitt hinum dularklædda keisara sínum viðtöku. Þannig mun sérhver maður gleðjast, er hér á jörðu hefir í auðmýkt og trú veitt Kristi viðtöku í hjarta sitt. Þegar Kristur birtist í dýrð sinni er hann kemur í skýjum himins og segir til þeirra: „Komið, þér ást- vinir míns föður, og sitjið hjá mér í mínu hásæti. Þú hikaðir ekki við að veita mér viðtöku í dul- arklæðum og nú kem eg til þess að viðurkenna þig fyrir föður mín- um og hinum heilögu englum hans.“ Hér er verið að ýja að nokkrum textum í Biblíunni, m.a. í 18. kafla Esekíels, hvar stendur: „Og orð Drottins kom til mín, svohljóð- andi: Hver sá maður, sem er ráð- vandur og iðkar rétt og réttlæti, … sem gefur brauð sitt hungr- uðum og skýlir nakinn mann klæðum, sem breytir eftir boð- orðum mínum og varðveitir skip- anir mínar, með því að gjöra það sem rétt er, hann er ráðvandur og skal vissulega lifa …“ Einnig 14. kafla Markúsarguðspjalls, þar sem ritað er: „Þá stóð æðsti prest- urinn upp og spurði Jesú: … ,,Ertu Kristur, sonur hins bless- aða?“ Jesús sagði: „Ég er sá, og þér munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum himins.“ Og 25. kafla Matteusarguðspjalls, en þar segir Jesús m.a. við lærisveina sína: „Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir hon- um, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri. Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: „Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúk- ur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.“ Þá munu þeir réttlátu segja: „Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýst- um þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?“ Konungurinn mun þá svara þeim: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.““ Ívan keisari sigurdur.aegisson@kirkjan.is „Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og einhver yðar segði við þau: „Farið í friði, vermið yður og mettið!“ en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það?“ segir í 2. Jakobsbréfi. Sig- urður Ægisson fjallar í dag um mis- kunnsemina. UMRÆÐAN Í Ríkisútvarpinu laugardaginn 17. mars sl. ræddi Steinunn Harð- ardóttir við Ólaf Jóhann Eng- ilbertsson sagnfræðing í þættinum Út um græna grundu, um fyr- irhugaða sýningu næsta sumar á Snæ- fjallaströnd norðan Ísafjarðardjúps, er varðar skólahald í hí- býlum föðurforeldra hans á Lyngholti 1936-1947. En öllum getur skotist og Ólaf- ur Jóhann nefndi það farskóla, sem er rangt eins og síðar verður vikið að. Í ár er þess minnst, að öld er liðin frá samþykkt Alþingis og lögin um almenna skólaskyldu 10- 14 ára barna á Íslandi tóku gildi. Kennslan skyldi fara fram í heim- angönguskólum ellegar farskólum. Undanþága var einungis leyfð, að ábyrgst væri að viðkomandi barn fengi sambærilega fræðslu og skólinn léti í té. Með farskóla var átt við, að kennarinn væri á far- aldsfæti og kenndi á nokkrum stöðum í viðkomandi umdæmi (hreppi) vissan tíma í senn. Í meg- indráttum var tilhögunin á þá lund, að þess á milli áttu börnin að læra heima og sóttu svo kennslustundir þegar kennarinn kom og þannig gekk það til hring eftir hring veturinn á enda. Að sönnu mun börnum nú- tímans reynast örðugt að skilja torleiði jafnaldra þeirra til náms á morgni liðinnar aldar. Aðdragandi fræðslulaganna 1907 var í raun allt viðreisnarstarfið, sem unnið var á 19. öld og lögin mörkuðu tímamót í fræðslumálum þjóð- arinnar, sem voru að stærstum hluta byggð á tillögum hins fjöl- fróða manns dr. Guðmundar Finn- bogasonar, síðar landsbókavarðar sem vann að málinu 1901-1905. Frekum aldarfjórðungi síðar voru lögin endurskoðuð og 1934 var skipuð nefnd undir formennsku eldhugans og hugsjónamannsins Snorra Sigfússonar skólastjóra, síðar námsstjóra. Lögin tóku gildi 1936 og helsta breytingin var, að skólaskylda var færð niður í 7 ár, þó með undanþágu og starfstími skólanna lengdur um 1-2 mánuði á ári og yngstu börnunum þá einum kennt að vori og framan af hausti. Faðir minn Jóhann Hjaltason, kennari og fræðimaður (6/9 1899- 3/9 1992), gerðist farkennari á Snæfjallaströnd haustið 1934. Í þann tíma var kennt á þremur stöðum í hreppnum, hálfan mánuð í senn á hverjum stað. Á svo- nefndri Ytri-Strönd fór kennslan fram á Skarði og á Innri-Strönd í Unaðsdal og í Neðri-Bæ í Bæjum. Á þessum tíma keypti faðir minn jarðarpart af Kolbeini Jakobssyni – Kolbeini í Dal og fluttust for- eldrar mínir á Snæfjallaströnd 1936. Kennaralaunin voru lág og einungis greitt fyrir þá mánuði sem kennslan stóð yfir. Pabbi hafði því dálítinn blandaðan bú- skap og þótti umhendis að vera á faraldsfæti við kennsluna. Hann kom því að máli við þáverandi fræðslumálastjóra Ásgeir Ásgeirs- son, síðar forseta Íslands, að koma á fót heimangönguskóla. Ein- hverra hluta vegna var Ásgeir því mótfallinn og sneri pabbi sér þá til Vilmundar Jónssonar, landlæknis og alþingismanns 1931-34 og 1937-41, og tók skamman tíma uns málið var í höfn. Haraldur Guðmunds- son var þá kennslu- málaráðherra í rík- isstjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks, sem mynduð var 30. júlí 1934 undir forsæti Hermanns Jón- assonar. Hugmynd ráða- manna á Snæ- fjallaströnd var að byggja skólahús en frá því var horfið þegar Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri Héraðsskólans í Reykjanesi, benti föður mínum á að kanna möguleika á því, að fá leigða stofu í nýbýlinu Lyngholti hjá heiðurshjónunum Salbjörgu Jóhannsdóttur ljósmóður og Ingv- ari Ásgeirssyni bónda, trésmið og bókbindara, sem og varð og skól- inn starfræktur þar í ellefu vetur 1936-1947, sem fyrr greinir. Við þá skipan mála varð sú breyting að börn á Ytri-Ströndinni á skóla- skyldualdri voru til húsa á Innri- Ströndinni – það var þeirra heimavist. M.a. voru flest árin börn þaðan á heimili foreldra minna. Ólafur Jóhann Engilbertsson tjáði mér að dr. Loftur Guttorms- son hefði á sínum tíma ritað um farskóla á Íslandi í Uppeldi og menntun I (1992) og nefnt þar, að farskólinn hefði verið stig milli heimafræðslu og nútíma heim- angönguskóla og hann ályktað í samræmi við þá samantekt. Rétt er það hjá dr. Lofti, en í tilviki skólans á Lyngholti var því ekki til að dreifa, því farskólinn lagðist þar af vorið 1936 og um haustið tók til starfa heimangönguskóli eins og tíðkast nú sjö áratugum síðar. Þess voru nokkur dæmi að 5-6 ára börn stunduðu tímabundið nám við skólann og fræðsluskyld- unni því ríflega fylgt. – Ef hið fyr- irhugaða skólahús hefði verið byggt, hefði það trauðla verið nefnt farskóli? Engu máli skipti hvort stofan var í íbúðarhúsi ell- egar sérstöku skólahúsi. Í áranna rás fækkaði börnunum á Snæ- fjallaströnd en flest voru þau tæp- lega 30 í skólanum og á vorprófi 7.-8. maí 1947 voru þau innan við tug. Eftir að skólinn á Lyngholti lagðist af, stunduðu börnin nám í Héraðsskólanum í Reykjanesi og síðsumars fluttust foreldrar mínir á brott og faðir minn gerðist skólastjóri í Súðavík um átta ára skeið. Ólafur Jóhann Engilbertsson var aðalhvatamaður að stofnun Snjáfjallaseturs fyrir tæpum fjór- um árum í Dalbæ á Snæ- fjallaströnd, í byggingum sem Átt- hagafélag Snæfjallahrepps kom upp á áttunda áratug liðinnar ald- ar. Á sumrin er rekin þar ferða- þjónusta, sem m.a. er ætlað að hafa upplýsingar um sögu svæð- isins aðgengilegar. Fyrsta sýn- ingin í Dalbæ var sumarið 2002, byggðasögusýningin: Horfin býli og huldar vættir. Ólafur Jóhann hefur unnið afar merkilegt starf undanfarin ár í því augnamiði að kynna lífshætti liðins tíma þar norðurfrá og veit ég að hin fyr- irhugaða sýning í Dalbæ og á Lyngholti á sumri komanda mun bera smekkvísi hans fagurt vitni. Hins vegar er það leitt, að á vef- síðunni Snjáfjallasetur.is mun standa: Farskólinn á Lyngholti 1936-1947. Vænti ég þess, að leið- rétt verði og að heimangönguskóli komi í stað farskóla. Skorbiti Í bókinni: Þeir voru svona í Djúpinu eftir Guðvarð Jónsson frá Rauðamýri, útg. 2001 er minnst á skólann á Lyngholti og birt mynd af nemendum á bls. 158. Þar seg- ir: „Mynd tekin af Jóhanni Hjalta- syni frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Hann var farskólakennari og er þessi mynd tekin af nemendum á Lyngholti vorið 1946, en frá 1937- 1947 var skóli þar á hverjum vetri. Fyrir þann tíma var farkennsla eða frá 1935-1937“. Þetta er ljóta vitleysan. Eins og fyrr greinir lagðist farkennsla af á Snæfjallaströnd vorið 1936 og um haustið tók til starfa heim- angönguskóli. Farkennsla tíðk- aðist vitaskuld í Snæfjallahreppi frá gildistöku fræðslulaganna 1907. Í bókinni: Frá Bjargtöngum að Djúpi V. bindi, útg. 2002 er birt grein eftir fyrrnefndan Guðvarð, sem nefnist: Í Reykjanesskóla I. Þar er m.a. nefndur til sögunnar Hjörtur Kristmundsson (1.2. 1907- 17.6. 1983), sem ólst upp hjá Hall- dóri bónda Jónssyni á Rauðamýri. Á bls. 154 segir m.a.: „Hjörtur var kennari í Reykjavík og varð síðar skólastjóri Hvassaleitisskóla.“ Ég dreg það mjög í efa að Hjörtur Kristmundsson hafi nokk- urn tíma stigið fæti inn fyrir dyr Hvassaleitisskóla. Hann gerðist kennari við Laugarnesskólann 1935 og varð fyrsti skólastjóri Breiðagerðisskólans 1955-1973. Í upphafi var raunar kennt í hús- næði leikskólans við Háagerði, þar sem Marinó L. Stefánsson hafði umsjón á hendi. Faðir minn Jó- hann Hjaltason, kenndi undir skólastjórn Hjartar Kristmunds- sonar þau ár sem hann kenndi hér syðra, 1955-1966. Heimildir: Gunnar M. Magnúss: Saga al- þýðufræðslunnar á Íslandi, Rvík 1939. Gils Guðmundsson: Öldin okkar 1901- 1930 og 1931-1950, Rvík 1950 og 1951. Ólafur Kristjánsson: Kennaratal á Ís- landi I, Rvík 1958. Gísli Ólafsson: Læknar á Íslandi - þriðja útg., Rvík 1984. Hjalti Jóhannsson: Afmæliskveðja - Sal- björg Jóhannsdóttir á Lyngholti, Morg- unbl. 30. sept. 1986. Atli Magnússon: Örnefnasöfnun við Djúp og á Ströndum - rætt við fræðimanninn og kennarann Jóhann Hjaltason á áttug- asta og áttunda aldursári, Tíminn 22. mars 1987. Skólahald á Snæfjalla- strönd fyrrum og skorbiti Hjalti Jóhannsson skrifar um skólahald á Snæfjallaströnd Hjalti Jóhannsson Höfundur er fæddur á Snæ- fjallaströnd og er sonur Jóhanns Hjaltasonar sem var kennari við heimangönguskólann á Lyngholti. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.