Morgunblaðið - 15.04.2007, Page 75

Morgunblaðið - 15.04.2007, Page 75
Í Háskólanum á Bifröst, fimmtudaginn 19. apríl frá kl. 14 – 17. Boðið verður upp á leiðsögn um háskólaþorpið, skemmtun fyrir börnin og kaffi og vöfflur. • Allar deildir háskólans kynna námsframboð í grunn- og framhaldsnámi og bjóða umsækjendum og öðrum áhugasömum upp á viðtöl við deildarforseta, námsráðgjafa og kennara. • Stjórnendur skólans ræða umsóknir og úrvinnslu þeirra við þá sem vilja. • Kennslufræði háskólans verður kynnt en fámennir verkefnahópar, nálægð við kennara og starfsfólk auk verkefnavinnu í tengslum við atvinnulífið skapar skólanum mikla sérstöðu. • Íbúðir, herbergi og önnur aðstaða nemendagarða verður til sýnis. • Nemendur kynna nám og daglegt líf á Bifröst. • Öll félagsleg aðstaða verður til sýnis þar á meðal líkamsræktarsalir, heitir pottar, kaffihús og lestraraðstaða. • Grunnskólinn á Varmalandi og leikskólinn Hraunborg kynna starfsemi sína. • Á meðan foreldrar skoða svæðið geta börnin farið á hestbak og leikið sér í leiktækjum á háskólatorginu. • Boðið verður upp á kaffi, kakó, vöfflur og ís. • Allir gestir fá frímiða í Hvalfjarðargöngin til baka. Allir velkomnir Stjórnenda- og leiðtogaskóli í hartnær 100 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.