Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 45 Við höfum fengið dýrmætan arf í formi þekkingar og reynslu frá fyrri kynslóðum. Okkur ber að varðveita hann, þroska og þróa eft- ir því sem færni okkar og skiln- ingur eykst með störfum okkar. Okkur ber að skila næstu kyn- slóðum þekkingu og reynslu, sem þeim mun gagnast til að gera líf þeirra betra og ríkara af tækifær- um. Það er mikilvægt að okkur takist að uppfylla þarfir nútímans án þess að rýra möguleika komandi kyn- slóða til að uppfylla þarfir sinna tíma. Sjálfbær þróun setur þrjú at- riði í öndvegi: Aukna hagsæld, já- kvæða og einbeitta samfélagsþró- un, varfærni í umgengni við móður jörð. Hnatthitnun – hvað gerum við? Hin víðfræga umhverfisskýrsla, Our Common Future, sem kennd er við Gro Harlem Brundtland og ekki síður nýleg samantekt alþjóðlegra vísindamanna á vegum sameinuðu þjóðanna, IPCC, er lögð fram ein- dregin ósk til allra ríkja heims að nýta endurnýjanlega orku, Þannig má draga úr gróðurhúsaáhrifum á andrúmsloft jarðar og á það að vera forgangsverkefni í orkumálum 21. aldar. Heitara í miðju jarðar en á yf- irborði sólarinnar Mannkynið á aðgang að tveimur endurnýjanlegum orkugjöfum, sól- inni og varma í innviðum jarðar. Orka sólar er höfð í öndvegi vist- vænnar orkuumræðu. Færri gera sér grein fyrir að hitastig nærri miðju jarðar er álitið um og yfir hitastigi yfirborðs sólar. Orkan í iðrum jarðar, sem okkur ber að nýta, er næsta óþrjótandi mælt í æviskeiðum manna. Íslend- ingar hafa hvað mesta þekkingu jarðarbúa á nýtingu þessarar orku. Sú þekking hefur ekki komið af sjálfu sér. Hún byggist á liðlega 70 ára reynslu af nýtingu jarðhita hér á landi, á sigrum og áföllum und- angenginna áratuga. Lega Íslands á mótum tveggja hvikulla rekfleka svo og greiður að- gangur að hágæða kælimiðlum gefa Íslendingum einstakt tækifæri til vinna og virkja heildstætt varma- forða jarðar. Háhitasvæðin frá Reykjanestá upp í Hengil eru þau svæði, sem hvað lengst eru komin í nýtingu og sem hafa til þessa gefið afar dýr- mæta reynslu og þekkingu á jarð- lindunum. Með virkjun svæðanna grunnt sem djúpt öðlast Íslend- ingar afar dýrmæta reynslu og þekkingu sem nýtast næstu kyn- slóðum og í reynd allri heimsbyggð. Miðlum þekkingu á nýtingu endurnýjanlegrar orku Aðsteðjandi vandi manna vegna loftslagsbreytinga og kall þjóðanna eftir endurnýjanlegri orku krefst þess einfaldlega af okkur Íslend- ingum að við leggjum okkar ýtrasta að mörkum til að vinna jarðvarma grunnt sem djúpt til að öðlast enn meiri reynslu og þekkingu á eðli og vinnslueiginleikum jarðvarmans. Þar sem sérstaða landsins er óum- deild í þessu tilliti þá ber okkur Ís- lendingum siðferðisleg skylda til þess að afla staðgóðrar þekkingar og reynslu á eðli og nýtingu jarð- varmans og miðla henni á trúverð- ugan hátt til þjóða heims. Sterk rök hníga að því, að há- hitasvæðin frá Reykjanestá og upp í Hengil, sem öll falla innan áhrifa- svæðis plötuskilanna og tengjast skjálftabeltinu svo nefnda fela í sér gríðarlega mikinn vinnanlegan og endurnýjanlegan orkuforða, þökk sé skjálftavirkninni og tengsl svæð- anna við grunnvatn og sjó. Íslend- ingar eru sem sé hvattir til þess að nýta skynsamlega þ.e.a.s. á heild- stæðan og sjálfbæran hátt þessar orkulindir til rafmagnsframleiðslu. Í upphafi þessa greinarkorns okkar var bent á að verkefnið er að uppfylla þarfir nútímans án þess að rýra möguleika komandi kynslóða til að uppfylla þarfir sinna tíma. Við getum uppfyllt þetta með virkjun jarðarinnar á kjörstöðum á Íslandi um leið og móður jörð er sýnd full nærgætni. Þessa þekkingu getum við gert að dýrmætum útflutningi til þjóða heimsins. Útrás jarðvarm- anýtingar getur orðið að jákvæð- ustu útflutningsvöru okkar á tímum hnatthitnunar. Til þess þurfum við að halda áfram að yrkja jörðina. Svörum kalli heimsins eftir endurnýjanlegum orkugjöfum Árni Sigfússon og Albert Al- bertsson skrifa um orkumál »Með virkjun svæð-anna öðlast Íslend- ingar afar dýrmæta reynslu og þekkingu sem nýtast næstu kyn- slóðum og í reynd allri heimsbyggð. Albert Albertsson. Albert Albertsson er aðstoðarfor- stjóri HS, Árni Sigfússon er stjórnarformaður HS. Árni Sigfússon.                              !" #$% & ' ( ) )  *+ ),              !! %! -    !   *+" )       .' / &   / 0* ), / )) + 1 )  +2 3  !' / &    +" )  !+"' / 4      ") + + 1 + " # %! -    !    ) ) &          .' " #      $ % &   % ' $!$   %  $  #  $  ((()# !  "   6 777')  ) '  " %% -- 6 777' !   ' / 8  )  *   ) ) +' 9  ), /   ) +'81           !   / :"  ) + )) + 1 )  +2 3  !' / &    +" )  !+"' / :  )*   ") + "  )*)+ ++"' / ; " ) + )"     <"*  "  =' / > )*   ") +' / & 1 + 1 +* 1 +            * 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.