Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ en þeim hæðum hefur metsöluhöf- undur Eddu Arnaldur Indriðason náð reglulega undanfarin ár. Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason rokseldist líka í fyrra. Bóksala hefur ekki aukist sem neinu nemur á undanförnum áratug en Kristján segir þó áberandi að helstu titlar seljist í stærra upplagi en áður. Fyrir tíu árum seldust helstu bækur í 5.000 eintökum en í dag séu þær komnar upp í 7.000 og jafnvel 10.000 eintök. „Þetta er ákveðinn varnarsigur fyrir bókina en eins og við þekkjum hefur orðið gríðarleg breyting á miðlunarháttum undanfarinn áratug, nægir þar að nefna iPodinn og Net- ið,“ segir Kristján. Að áliti útgefenda teljast 5.000 seld eintök góður árangur á Íslandi, allt umfram það er frábært. Einstakur árangur Arnaldar Árni og Sigurður segja árangur Arnaldar einstakan og hann hafi tví- mælalaust lyft andanum í íslenskri bókaútgáfu. Það sé mönnum mikið fanaðarefni að þetta sé hægt. „Þess- ar tölur eru ekki einsdæmi en það er einstakt að þessi mikla sala sé við- varandi svona lengi. Það græða allir á þessu, höfundurinn, útgefandinn og ekki síst lesendur sem fá frábært efni í hendurnar,“ segir Sigurður. Höfundar eru eins og gefur að skilja ein helsta auðlind bókaútgef- enda. Árni segir að tryggð sé á heild- ina litið mjög mikil af beggja hálfu, höfundar og útgefanda. „Ég held að báðir aðilar vilji sjá þetta sem lang- tímasamband. Það breytir samt ekki því að leiðir skilja öðru hvoru. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður,“ segir hann. Svigrúm fyrir áhættu er eðli máls- ins samkvæmt ekki mikið í bókaút- gáfu en Jóhann Páll segir eigi að síð- ur að hann myndi snúa sér að öðru ef hann gæti ekki gefið út eitthvað af sínum eigin hugðarefnum. „Ég hef gefið út bækur sem ég veit fyrirfram að munu aldrei standa undir sér. Það get ég leyft mér vegna þess að ég er líka að gefa út vinsælt efni. Málið er að blanda þessu tvennu í réttum hlutföllum. Undanfarin ár hefur svigrúm okkar til að taka áhættu aukist.“ Hann segir þetta engin ný vísindi. „Alistair MacLean gerði föður mín- um á sínum tíma kleift að gefa út margar bækur eftir íslenska höf- unda. Raunar finnst mér að íslenskir rithöfundar ættu að láta reisa styttu af Alistair MacLean í miðbænum – slík gullnáma var hann,“ segir Jó- hann Páll brosandi. Margfeldisáhrif Potters Ætli J.K. Rowling sé ekki Mac- Lean okkar tíma en Bjartur hefur haft útgáfuréttinn á Harry Potter- bókunum. Snæbjörn segir þær hafa breytt miklu fyrir reksturinn enda engin tilviljun að Bjartur hefur fært út kvíarnar eftir að Potter-æðið greip um sig. „Harry Potter hefur skapað okkur miklar tekjur og fyrir vikið höfum við getað gefið út mun fleiri bækur en áður. Dan Brown hefur líka verið drjúgur.“ JPV hefur ráðist í útgáfu margra stórvirkja á umliðnum árum og Jó- hann Páll staðfestir að ekkert þeirra hafi brugðist. Má þar nefna Ísland í aldanna rás og ýmsar orðabækur. „Það er gífurlegt lán að ekkert af þessum verkum hefur brugðist enda getur útgáfa af þessu tagi leikið for- lög grátt. Við höfum lagt mikla áherslu á bækur sem tengjast tungumálinu enda höfum við lifandi áhuga á því en líka bækur sem tengjast landinu og sögunni. Við höf- um verðlagt þessi stórvirki lægra en tíðkast hefur enda má verðið ekki vera þröskuldur. Við höfum frekar freistað þess að fá fyrir kostnaði með magninu.“ Peningar fá vængi Edda hefur einnig lagt áherslu á útgáfu grundvallarrita og stórvirkja og nefnir Sigurður sem dæmi að nú sé spænsk-íslensk orðabók í burð- arliðnum. „Við höfum aldrei átt not- hæfa orðabók af því tagi enda þótt spænska sé töluð ótrúlega víða í heiminum. Við réðumst í þetta verk- efni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og erum nú með styrk frá hinu opinbera og úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur langt komnir með að ljúka því á tiltölulega stuttum tíma. Þarna hafa peningar fengið vængi vegna þess að mynd- arlega var farið af stað. Svona sam- starf skiptir forlag sköpum svo það verði ekki fyrir þungum búsifjum.“ Eddumenn segja að Íslendingar hafi löngum tekið stórvirkjum opn- um örmum og verið tilbúnir að kaupa þau dýru verði. „Almenningur hefur alltaf tekið ritum af þessu tagi vel og mun betur en í mörgum öðr- um löndum. Það er auðvitað öðru fremur forsenda útgáfu af þessu tagi. Ef þessar bækur seldust ekki til almennings væri þessu sjálfhætt. Bókaútgefendur eru auðvitað ekkert annað en framhald af almenningi,“ segir Árni og Sigurður bætir við að þarna hafi arfleifð þjóðarinnar sitt að segja. „Miðað við stærð málsvæð- isins ætti þetta ekki að vera hægt. Þarna er undur á ferðinni.“ Sigurður bætir við að þeir séu oft spurðir á erlendum bókastefnum hver hafi fjármagnað þessi miklu verk og fólk trúi jafnan ekki eigin eyrum þegar þeir segi að þau hafi ekki notið neinna styrkja. Árni segir að Edda gefi aldrei út bók sem fyrirfram sé vitað að beri sig ekki. „Ef við vitum að kostnaður verður meiri en við getum reiknað með að skili sér til baka þurfum við að fjármagna verkefnið sér- staklega,“ segir Árni. Spænska orðabókin, sem fyrr var nefnd, er gott dæmi um það. Eddumenn segja að þetta eigi fyrst og fremst við um stórvirki. Það sé t.d. útbreiddur misskilningur að tap sé á ljóðabókaútgáfu þar sem verk af því tagi seljist að jafnaði ekki vel. „Kostnaður við útgáfu ljóða- bókar er yfirleitt svo lítill að ekki þarf að selja óhemjumörg eintök til að koma út á sléttu. Ljóðabækur eru ekki að sliga íslenska bókaútgáfu,“ segir Sigurður. Hann segir mesta hættu á því að tapa á útgáfu bókar sem útgefandi bindur miklar vonir við og markaðs- setur með miklum látum án þess að lesendur taki við sér að neinu marki. Lítill stuðningur hins opinbera Bókaútgefendur eru ósáttir við stuðning hins opinbera við greinina. Árni velur orðið „hallærislegur“ til að lýsa þeim stuðningi sem sé mun lakari en tíðkast á hinum Norð- urlöndunum. „Ég held ég geti fullyrt að á móti hverri krónu úr ríkissjóði leggi útgefendur fram a.m.k. tíu krónur,“ segir Árni. Hann tekur þó fram að þakka beri stjórnvöldum fyrir lækkun virðisaukaskatts á bók- um úr 24% í 7%. Það hafi verið gott framlag. Jóhann Páll tekur í svipaðan streng. „Ef bókaútgáfa á ekki að verða fátæklegri á íslandi í framtíð- inni þarf að marka nýja stefnu í þessum efnum. Velja verðugustu verkefnin af kostgæfni og hætta að deila út smáaurum. Útgáfustyrkir þurfa að vera sambærilegir við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Það er verið að skrifa vel á Íslandi í dag og sóknarfærin því tvímælalaust fyrir hendi. En hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér.“ Þar til nýverið gátu bókaútgef- endur einkum sótt um styrki í þrjá opinbera sjóði, Þýðingarsjóð, Menn- ingarsjóð og Bókmenntakynning- arsjóð. Sigurður Svavarsson, út- gáfustjóri Eddu, segir þessa sjóði hafa haft takmarkað fé til umráða og það hafi lengi verið stefnan að deila því á sem flesta staði. „Fyrir vikið eru þetta yfirleitt litlir styrkir sem ekkert munar um.“ Í síðasta mánuði voru samþykkt á Alþingi lög þess efnis að þessir þrír sjóðir yrðu sameinaðir í einn stóran sjóð, Bókmenntasjóð, og binda út- gefendur nokkrar vonir við hann. „Það sem nú hefur verið gert horfir til framfara en það er ekki nóg að sameina sjóðina það þarf a.m.k. að tvöfalda féð í hinum nýja sjóði þann- ig að hann geti vaxið og dafnað,“ segir Sigurður. Að sögn útgefenda standa rithöf- undar sjálfir betur að vígi en launa- sjóðir þeirra þoli alveg samanburð við nágrannalöndin. Þegar horft er til framtíðar eru bókaútgefendur hóflega bjartsýnir. Mikið verk er að vinna en risarnir, Edda og JPV, eru klárir í bátana. Þá undirstrikar sameining Bjarts og Veraldar að engan bilbug er á þess- um útgefendum að finna. Sem kunn- ugt er rekur Snæbjörn einnig forlag í Danmörku, Herra Ferdinand, en hann segir á bilinu 60–70% tíma síns eigi að síður fara í Bjart. Lokaorðin eru hans enda ná þau prýðilega utan um andann í faginu um þessar mundir: „Þegar ég flutti til Dan- merkur í fyrra hafa sjálfsagt ein- hverjir haldið að ég væri stunginn af frá þessu en það er öðru nær. Það er sóknarhugur í mér frekar en hitt.“ » Þarna hafa peningar fengið vængi vegna þess að myndarlega var farið af stað. Svona samstarf skiptir forlag sköpum svo það verði ekki fyrir þungum búsifjum. Morgunblaðið/G.Rúnar STAÐA BÓKAÚTGÁFU Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.