Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 53 Atvinnuh s ehf ¥ Atli Vagnsson hdl., l gg. fasteignasali Sk lagata 30 ¥ 101 Reykjav k ¥ S mi: 561 4433 / 698 4611 Fax: 561 4450 ¥ atli@atvinnuhus.is ¥ www.atvinnuhus.is Tunguháls 2.484 m2 Til sölu er hluti fasteignarinnar Tunguháls 10 Byggt ári› 2000 • Alls 2.484 m2 • Gó› lofthæ› • Eignin er bundin í leigu í u.fl.b. eitt ár Vöruhús vi› Sundahöfn 4000 m2 til leigu Til leigu 4.000 m2 í n‡ju vöruhúsi vi› Sundahöfn. Afhending vori› 2008. Í MORGUNBLAÐINU á mánudag birtist stutt viðtal við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, bæj- arstjóra Mosfellsbæjar, sem tekið var í kjölfar kynningar Varmárs- amtakanna á nýjum tillögum til legu Helgafellsbrautar sl. laug- ardag. Inntak viðtalsins var að samtökin hefðu ekki kynnt til- lögur sínar að nýrri legu Helgafells- brautar fyrir bæj- arstjórn formlega. Nú bregður svo við að það er varla vika liðin síðan Ragnheið- ur sendi samtök- unum bréf þess efnis að hún teldi til- lögugerðina vera einkamál bæjaryf- irvalda og samstarf við íbúasamtökin um úttekt á nýjum leið- um því útilokað. Kemur þessi ádrepa bæjarstjór- ans um skort á formlegri kynn- ingu því okkur í stjórn samtak- anna afar spánskt fyrir sjónir. Ennfremur lét Ragnheiður í ljós þá skoðun sína að hún teldi að tillögur samtakanna hefðu meiri umhverfisáhrif í för með sér en fyrirhuguð lega tengi- brautarinnar um Álafosskvos. Nefndi hún sérstaklega þá tillögu að leggja veg inn í Helgafells- hverfi við Álanes ofan Álafoss- kvosar. Nú bregður aftur svo við að það eru aðeins örfáir dagar síðan Varmársamtökunum barst bréf frá bæjaryfirvöldum í Mos- fellsbæ þess efnis að óráðlegt væri að taka þessa þverun Varm- ár ofan Álafosskvosar út af skipu- lagi en þá tillögu bárum við upp í athugasemdum við það deiliskipu- lag Helgafellslands sem liggur að Varmá. Lega vegarins byggir því ekki á frumkvæði Varmársamtak- anna heldur á aðalskipulagi Mos- fellsbæjar sem einnig kemur fram í deiliskipulagi Helgafells- lands, 3. áfanga. Orð Ragnheiðar eru sem sagt sögð gegn betri vit- und hennar sjálfrar. Varmársamtökin hafa frá upp- hafi unnið að því hörðum höndum að fá bæjarstjórn Mosfellsbæjar til að meta umhverfisáhrif skipu- lagsáætlana á vatnasviði Varmár. Ástæðan fyrir þessari kröfu sam- takanna er að við teljum að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því m.a. að leggja tengibraut um Álafoss- kvos. Þorpið við Álafoss á sér fá- ar ef nokkrar hliðstæður á Ís- landi. Í húfi er einstaklega aðlaðandi umhverfi sem laðar að ferðamenn, útivistarfólk og list- ræna starfsemi. Atvinnulíf við Álafoss á sér afar merka sögu sem er til þess fallin að hefja Mosfellsbæ til vegs og virðingar í hugum fólks ef rétt er á málum haldið. Viðvarandi umferð- arhávaði samfara útblásturs- og svifryksmengun á ekki samleið með þeirri starfsemi sem at- vinnulífið við Álafoss byggir á. Svæðið er vinsælasti áning- arstaður ferðamanna í Mos- fellsbæ og stríðir því lega tengi- brautar um Álafosskvos beinlínis gegn hagsmunum bæjarfélagsins. Til er leið til að forða Mosfellsbæ frá því hlutskipti að tapa áhuga- verðum sérkennum sínum en hún er einfaldlega sú að láta gera fag- legan samanburð á kostum og göllum allra akstursleiða sem til greina koma frá Vesturlandsvegi að Helgafellshverfi. Í lok viðtalsins bendir Ragn- heiður á að Varmársamtökunum sé frjálst að koma á framfæri at- hugasemdum við Helgafellsleið eftir útkomu umhverf- isskýrslu. At- hugasemd okkar mun ekki koma bæj- arstjóranum á óvart því hún verður sú sama og hún hefur ætíð verið, þ.e. að bæjaryfirvöld í Mos- fellsbæ hlusti á radd- ir íbúa, beri saman valkosti og láti meta þá af fag- aðilum með sérstöku tilliti til um- hverfisáhrifa, s.s. náttúruminja, menningarsögu, framtíð- aratvinnustarfsemi og útivist- argildis Álafosskvosar. Nánari upplýsingar um tillögur Varmársamtakanna er að finna á blogginu okkar: www.varmars- amtokin.blog.is Orð bæjarstjórans vekja furðu Var- mársamtakanna Sigrún Pálsdóttir svarar ádrepu Ragnheiðar Ríkharðs- dóttur bæjarstjóra Sigrún Pálsdóttir » Svæðið er vinsæl-asti áningarstaður ferðamanna í Mos- fellsbæ og stríðir því lega tengibrautar um Álafosskvos beinlínis gegn hagsmunum bæj- arfélagsins. Höfundur er stjórnarmaður í Varmársamtökunum. græðslu er mjög breytileg eftir aðstæðum og aðferðum. Með- albinding í ræktuðum skógi er 4,4 tonn CO2 á hektara á ári. Bindingin er mismunandi eftir tegundum og sem dæmi má nefna að birki í landgræðslu bindur 1–5 tonn CO2/ha/ári í trjám og jarðvegi meðan alaska- ösp bindur 23 tonn CO2/ha/ári á frjósömu landi. Þetta er miklu meira en þekkist í landgræðslu í flestum öðrum löndum. Við landgræðslu er unnið á svæðum sem hafa lágt kolefn- isinnihald í upphafi. Slík svæði geta því tekið við miklu magni kolefnis áður en jafnvægi kemst á milli bindingar og losunar, sem tekur marga áratugi. Stofnkostn- aði við landgræðslu má því deila á mjög langan tíma með tilliti til árlegrar bindingar. Álver við Húsavík Á næstu vikum eða mánuðum verður tekin ákvörðun um hvort álver verði reist við Bakka aust- an Húsavíkur. Á fundi áhuga- mannahóps um álversbyggingu á Húsavík hélt Þröstur Eysteins- son skógfræðingur fyrirlestur um möguleika á bindingu CO2 frá fyrirhuguðu álveri og hvað þarf til. Árleg losun frá álveri við Bakka er talin vera um 400.000 tonn. Ferkílómeter skóg- ar sem þarf til að binda þessa losun m.v. meðalbindingu (4,4 tonn CO2/ha/ári) eru 910 km2 en aðeins 180 km2 m.v. hámarks- bindingu (23 tonn CO2/ha/ári) Til þess að setja þessar stærðir í samhengi má benda á það að Tjörnes er u.þ.b. 180 km2. Sveit- arfélögin austan Akureyrar, Norðurþing (Sameinað sveitarfé- lag Húsavíkurbæjar, Keldunes- hrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps) og Skútu- staðahreppur eru mjög vel til þess fallin að taka slíkt verkefni að sér í samvinnu við landeig- endur og skógræktarfélög. Hvað kostar þetta og hver borgar? Það að binda 400.000 tonn af CO2 á 910 km2 svæði við meðal aðstæður kostar um 365 millj. kr./ári í 50 ár. Ef miðað er við bestu aðstæður er verið að tala um 72 millj. kr/ári í 50 ár. Eðli- legt verður að telja að sá sem menguninni veldur greiði fyrir bindinguna. Álver eiga ekki að þurfa að fjármagna skógrækt beint. Þau kaupa bara los- unarheimildir á markaðsverði og landeigendur framleiða los- unarheimildir með skógrækt. Landsbyggðarmál Kolefnisbinding með upp- græðslu og skógrækt á ófrjóu landi eykur mjög landkosti. Slík- ar aðgerðir hafa því mikið þjóð- hagslegt gildi, út frá mörgum sjónarmiðum, og treysta framtíð þjóða. Hvað okkur Íslendinga varðar hefur skógur, annar gróð- ur og jarðvegur eyðst af miklu landi í aldanna rás. Öllum að- gerðum til að bæta slíkt land fylgir sjálfkrafa mikil kolefn- isbinding. Íslenskur landbúnaður gæti skapað sér stórt hlutverk sem þjónustuaðili við þau miklu verkefni sem hér bíða á sviði kolefnisbindingar og bætt um leið landkosti fyrir bæði núver- andi og komandi kynslóðir. Slík verkefni gætu um leið orðið liður í að styrkja hinar dreifðu byggð- ir landsins. » Íslenskur land-búnaður gæti skapað sér stórt hlut- verk sem þjónustuað- ili við þau miklu verk- efni sem hér bíða á sviði kolefnisbind- ingar … Höfundur er áhugamaður um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.