Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR E ngin tíð ársins er eins vel löguð til þess að vekja oss til umhugsunar, sem hið friðsæla vor; það varpar ljósi yfir vort innra líf. – Já, jafnvel hið sorg- mædda hjarta styrkist, og hin örmagna sál, sem ísgráir þoku- bólstrar vantrúar og vonleysis umkringja, fær endurnæring og svölun. Vorið, – aðeins við að heyra þetta nafn færist líf í oss og hjörtu vor fyllast af gleði. – Vor- ið, þegar allt það, sem legið hef- ur í dvala vetrarins, endurlífg- ast. Frost og hel missir völd sín. Frjáls rennur áin eftir farveg sínum og óhindraður hoppar litli lækurinn hæð af hæð niður eftir hlíðinni. Skógarnir, engin og túnin, allt gænkar, og hin fjöl- breyttu, fögru smáblóm sitja sem perlur á hinum algræna sumarskrúða fósturjarðarinnar. Vorfuglarnir syngja, sólin stígur hærra á himinbraut sinni, og blessaðar, björtu vornæturnar eru komnar … Vorið hefur margan fagran boðskap að færa oss, aðeins vér kynnum að lesa hinar dularfullu rúnir þess. Sjálfur hefur guð í orði sínu kennt oss, hvernig vér eigum að virða fyrir oss grös ak- ursins og fugla himinsins, þar sem hann segir, að jafnvel ekki hinn skrautlegi konungur Sal- ómon hafi verið svo fagurlega klæddur sem eitt af blómum jarðarinnar: „Þannig skrýðir guð grösin á jörðunni, sem í dag standa, en á morgun verður í ofn kastað. Hversu miklu frem- ur mun hann ekki klæða yður, þér trúarveikir!“ Jú, sannarlega! Þú kæra vor, sem færir oss ljósið, lífið og un- aðsfagra vorfuglasönginn. Þú gefur oss hugboð um: „þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða’ yfir vegi.“ Þú minnir oss á ennþá æðra vor, – vorið síþráða, sem oss öll- um er búið á landi lifenda. Betur vér iðkuðum með ástundun allt, sem gott er og göfugt, svo vér yrðum aðnjótandi þessa sæl- unnar og friðarins eilífa, alfull- komna vors. En því miður skjóta ekki öll sáðkorn frjóöngum, sem nái að vaxa, og ekki ná allir blóm- knappar að breiða út fínu, fal- legu blöðin sín. Nei, ótölulegur fjöldi slíkra nýgræðinga fölnar og deyr – nær, að því er oss virðist, ekki ákvörðun sinni. Hretviðri og harðar óvinahendur eru skuld í slíku. Alveg eins er því varið með mannlífið. Hversu lítið trúir hin eldfjöruga æska, hin unga óspillta sál, að til sé í heiminum öll sú ódyggð, mannvonzka og öfund, sem þar í raun og veru finnst … Vér þekkjum vel, hve oft hið góða, sem guð sáði í hjarta hins unga, er drepið, áður en það nær að þroskast. Hinir ungu, sem enn ekki þekkja vondar hugrenningar, varast ekki hinar deyðandi eiturörfar, sem svo oft koma frá tungum þeirra, sem gera sér að vana að ófrægja náunga sinn með ýmiskonar óvandaðri orðmælgi. Allt þetta, og svo fjölda margt fleira, starf- ar sí og æ deyðandi á hið unga og veika á akri guðs hér á jörð- unni. En betur, að sem flestir gætu sagt með skáldinu: „Syngjandi fuglinn burt flýgur flugglaður himninum mót, illviljuð eiturkind hnígur aflvana meiðar að rót.“ … Lærum að þekkja þýðingu vors lífs í ljósi kristindómsins. Gerum oss hugljúft að lifa sem líkast honum, sem lifði og leið fyrir oss, af kærleik til vor ... Látum vorið kenna oss að lyfta huga og sál, við og við, upp frá erfiði og áhyggjum daglega lífsins, til hins háleita – him- neska. Vér erum hér sáðplöntur í akri guðs, og eigum síðar að gróðursetjast í hinum eilífa ald- ingarði, og þar er oss ætlað að ná eilífri, alsælli fullkomnun … Vorið minnir oss einnig á, að vér sáum í andlegum skilningi. Allt hið góða og fagra sem vér gerum, allar freistingar sem vér sigrumst á, allt vort stríð, allar sorgir vorar og þjáningar – allt er þetta geymt hjá guði; vér höfum sáð því þar … Ráðgáta er allt vort líf … En á bak við allt hið óskiljanlega og órannsakanlega skín hin skæra sól alvizkunnar – guðs hönd setti oss hér. Vér erum hans börn og hann hefur sagt: „Svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðrum vegum og mínar hugsanir yðrum hugs- unum.“ Felum oss hans forsjá og allt vort ráð. Byrjum ekki á því að leita hamingju vorrar út um alla heima og geima, heldur í voru eigin hjarta … Nokkrar vorhugsanir Ljósmynd/Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Sumardagurinn fyrsti er nýlega kominn og dagur umhverfisins var í síðustu viku. Ef grannt er skoðað eru þeir að eðli til nátengdir. Sig- urður Ægisson birtir hér af því tilefni part úr grein eftir „J. H.“, sem árið 1903 kom á prenti í blaðinu Fræ- korninu. HUGVEKJA ✝ Guðbjörg ElínDaníelsdóttir fæddist í Reykjavík 7. desember 1945. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut þriðjudaginn 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Elín Guðbrandsdóttir, f. 6. september 1902, d. 3. apríl 1992 og Daníel Franklín Gíslason, f. 25. apríl 1909, d. 5. janúar 1997. Guðbjörg Elín var eina barn Valsson, f. 20. desember 1976. Börn þeirra; Daníel Bjartmar, f. 18.9. 1996, Guðbjörg Birta, f. 28.6. 2000 og Emilía Steinunn, f. 26.12. 2004. Eftir barnaskólaárin í Landakoti tekur Kvennaskólinn við. Að loknu námi í Kvennaskólanum í Reykja- vík 1962 tók hún til starfa hjá Út- vegsbanka Íslands og vann þar sem gjaldkeri þar til hún fluttist til Kaupmannahafnar í lok árs 1965. Þar starfaði hún í Privatbanken til 1966 og var síðan ritari og gjald- keri hjá Flugfélagi Íslands og Flug- leiðum til 1985 að undanskildum árunum 1975–1978, var þá búsett í Caracas í Venezuela þar sem Árni var við störf. Árið 1985 er flutt heim til Reykjavíkur og þá vann hún sem sölufulltrúi hjá Flug- leiðum til ársins 2000. Eftir það húsmóðir. Útför Guðbjargar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. foreldra sinna. Hinn 28. desember 1965 giftist Guðbjörg Elín Árna Þórólfssyni arkitekt, f. 12. sept- ember 1944. For- eldrar hans voru Fríða Guðrún Árna- dóttir, f. 26. desember 1919, d. 3. maí 2001 og Þórólfur Beck, f. 5. apríl 1915, d. 22. des- ember 1996. Dóttir Guðbjargar Elínar og Árna er Arna Björk, f. 19. júní 1978, sam- býlismaður Sigurður Bjartmar Hún Guðbjörg Elín frænka mín hefur nú lokið sinni lífsgöngu langt um aldur fram eftir erfiða baráttu við krabbamein sem hún greindist með fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég hef þekkt hana frá barnæsku, mæður okkar voru systur og um tíma áttum við heima í sama húsi. Ég man hana fyrst sem fallega litla stelpu sem var einkabarn foreldra sinna og augasteinn og ólst upp við mikið ástríki á heimili þeirra í Sörla- skjólinu. Ég man hana líka sem glæsilega unga stúlku og snemma hitti hún draumaprinsinn sinn hann Árna. Saman fluttu þau til Kaup- mannahafnar og þar stofnuðu þau sitt fyrsta heimili. Við vorum mörg ættmennin, bæði eldri og yngri sem nutum frábærrar gestrisni þeirra á Hafnarárunum og alltaf var komið við hjá þeim ef leið lá þar um. Oft voru foreldrar þeirra beggja stödd hjá þeim, en milli foreldra Guðbjarg- ar Elínar, þeirra Guðbjargar og Daníels, og Fríðu og Þórólfs, for- eldra Árna, mynduðust sterk vin- áttubönd, og oft fóru þau öll saman í ferðalög vítt og breitt um heiminn. Eftir 20 ára dvöl í Kaupmanna- höfn fluttu þau Árni og Guðbjörg El- ín heim til Íslands. Ég held að hún hafi alltaf saknað Kaupmannahafnar en aðstæður réðu því að þau ákváðu að halda heim. Þau voru bæði einka- börn foreldra sinna sem nú voru tek- in að eldast. Þau settust að í Sörla- skjólinu á æskuheimili Guðbjargar Elínar og þar bjuggu foreldrar henn- ar í skjóli þeirra til æviloka. Það var sannarlega aðdáunarvert hvernig þau Árni og Guðbjörg Elín reyndust foreldrum sínum ekki síst á síðustu æviárum þeirra. Ég minnist margra ánægjulegra samverustunda með Guðbjörgu El- ínu frænku minni, bæði úr Sörla- skjólinu og frá árunum í Kaup- mannahöfn. Hún var sannur heimsborgari, hafði víða farið og var vel heima á mörgum sviðum, víðsýn og hafði skemmtilegan húmor. Nú í seinni tíð höfum við nokkur frænd- systkini af Loftsalaætt hist öðru hverju og rifjað upp minningar frá æskuárum og minnst horfinna ætt- ingja. Þar lét Guðbjörg Elín sig ekki vanta enda var hún bæði frændrækin og ættfróð. Sem barn dvaldi hún á hverju sumri austur á Loftsölum hjá frændfólki okkar og bast þeim stað og Mýrdalnum órofa böndum. Eftir að þau Árni fluttu heim voru þau virkir þátttakendur í öllum viðburð- um innan stórfjölskyldunnar og verður hennar sárt saknað úr þeim hópi. Á sama hátt og Guðbjörg Elín var sólargeislinn í lífi foreldra sinna var einkadóttirin Arna Björk sólargeisl- inn í lífi sinna foreldra og ekki var gleðin minni yfir barnabörnunum þremur. Hún ljómaði af ánægju og stolti þegar hún talaði um þau. Hún talaði líka með mikilli væntumþykju um hann Árna sinn sem alltaf var henni styrk stoð. Árna, Örnu Björk og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðbjörg Elín frænka mín var yndisleg manneskja sem heillaði alla með fágaðri framkomu og vingjarn- legu viðmóti. Ég minnist hennar með innilegu þakklæti fyrir góða og gef- andi samfylgd, Veri hún kært kvödd. Halla Valdimarsdóttir. Það voru glaðværar ungar stúlkur sem gengu út í vorið 1962 að loknu fjögurra ára námi í Kvennaskólan- um. Fullar eftirvæntingar horfðu þær mót framtíðinni. Ein þessara stúlkna var Guðbjörg Elín Daníelsdóttir. Við vorum níu skólasystur sem ákváðum þetta ár að stofna saumaklúbb. Tengsl okkar voru mismikil. Nokkrar höfðu verið saman í skátastarfi, aðrar verið sessunautar og tvær áttu rætur í sömu sveit. Saumaklúbburinn er nú 45 ára. Þrátt fyrir að vera ólíkar og fara hver sína leiðina í lífinu hefur vin- áttan haldist óslitin og einlæg þessa áratugi. Guðbjörg Elín er sú fyrsta sem fellur frá og skilur eftir sig stórt skarð. Strax á unga aldri skar hún sig úr hópnum. Hún var hávaxin og tígulleg í fasi með þykkt og fallegt hár, sett í fléttu sem náði niður í mitti þegar við munum hana fyrst. Hún var listræn, flink að teikna og hefði auðveldlega getað gert mynd- list að ævistarfi. Hún var einkabarn og eftirlæti foreldra sinna. Heimili þeirra í vest- urbænum í Reykjavík minnti um margt á hefðarheimili á myndum í blöðum eða kvikmyndum. Glæsileg húsgögnin höfðu verið keypt erlend- is og ólík því sem fólk átti almennt að venjast. Þangað var gott að koma. Ung að árum kynntist Guðbjörg Árna Þórólfssyni. Þau gengu í hjónaband um tvítugt og fluttu til Kaupmannahafnar þar sem þau voru við nám og störf í um tuttugu ár með stuttu hléi í Venesúela. Við vinkonur Guðbjargar minnumst notalegra stunda í Höfn á heimili þeirra sem einkenndist af mikilli smekkvísi þeirra beggja. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja, hlý og elskuleg. Árni er meistarakokkur og annar eins vandfundinn. Alúð er lögð við matreiðsluna sjálfa, meðlæti og vín valið af kostgæfni og allt listi- lega fram reitt. Eftir áralangt hjónaband kom dóttirin Arna Björk inn í líf þeirra, yndisleg stúlka sem færði með sér ný verkefni og nýjar áherslur. Þau ákváðu að flytja til Íslands og búa dóttur sinni heimili í návist við ömm- ur og afa, sem tekin voru að eldast og nutu þess að fá einkadótturina og soninn heim aftur. Og saumaklúbburinn hélt áfram að koma saman. Enn var það sama tilhlökkunarefnið að fara til Guð- bjargar þar sem öruggt mátti teljast að Árni tæki að sér eldamennskuna. Bróderí og prjónaskapur voru næst- um fyrir bí og umræðuefni breytt- ust. Barnabörn voru orðin sérstakt áhugamál hverrar og einnar og þrír sólargeislar, börn Örnu Bjarkar og manns hennar, höfðu bæst við fjöl- skyldu Guðbjargar og Árna. Þau bjuggu lengst af öll í sama húsi. Þau hjón voru samhent um flest og áttu sömu áhugamál. Þau höfðu yndi af ferðalögum, áttu á hverju ári kyrrðardaga í sveitinni hennar Guð- bjargar og heimsóttu stórborgir til að njóta menningar og sögu, heim- sækja söfn og merkisstaði. Síðustu árin hafa verið Guðbjörgu og hennar nánustu erfið. Við vinkon- ur hennar fylgdumst með úr fjarska, en hefðum stundum viljað vera ná- lægari. Við dáumst að Árna fyrir umhyggju hans og þrautseigju og sendum honum, Örnu Björk og hennar fjölskyldu einlægar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Guð- bjargar Elínar. Saumaklúbburinn. Saumaklúbburinn. Taktu mig til þín, tak mig til himna. Drottinn, gleymdu syndum mínum, og umvefðu mig í ljósi þínu. Eftir lífið, kemur annað og betra. Hjá þér vil ég vera, og horfa á alla þá, sem ég elska. Hvíldin er komin, langþráð, en ljúfsár. Haltu hönd þinni yfir mér, og blessa mig. Elsku Guðbjörg, þakka þér fyrir stundirnar sem ég átti hjá ykkur. Þakka þér fyrir að hafa tekið mér vel sem vinkonu hennar Örnu. Og þakka þér fyrir alla hlýjuna og vinsemdina sem þið Árni sýnduð mér. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért allt í einu horfin okkur, en ég trúi að betra muni taka við. Mér þykir óendanlega vænt um þig og mun alltaf varðveita minn- inguna um einstaka konu. Elsku Árni, Arna og fjölskylda. Ég votta ykkur mína allra dýpstu samúð og bið Guð að vera með ykk- ur á erfiðum tímum. Hugur minn er ávallt hjá ykkur. Bjart brosið, glettnu augun, þykkt liðað hárið. Vandvirknin, ákveðnin, ástin, umhyggjan. Þannig munum við muna þig, elsku Guðbjörg. Alveg eins og þú varst. Guðrún Lilja Hólmfríð- ardóttir og fjölskylda. Guðbjörg var æskuvinkona eigin- konu minnar, Ástu B. Þorsteinsdótt- ur. Þær voru á sínum tíma óaðskilj- anlegar vinkonurnar þrjár; Guðbjörg, Ásta og Edda Hjaltested. Ég sé þær ennþá fyrir mér saman, fallegar og geislandi, þegar lífið og framtíðin blasti við þeim. Ásta lést árið 1998, og nú er Edda ein eftir af þeim. Ég á von á því að Ásta taki hjartanlega á móti vinkonu sinni, Guðbjörgu, er þær nú „hittast fyrir hinum megin“. Þegar ég hugsa um það hvernig manneskja Guðbjörg var, koma í huga mér orð eins og glæsileg, hátt- vís, trygglynd, hjartahlý, listfeng, gáfuð og glettin. Hún var allt þetta og meira til. Guðbjörg og Addi (Árni) voru glæsilegt par. Þau giftu sig milli jóla og nýjárs árið 1965 og þegar Gullfoss lagði frá bryggju daginn eftir voru hin ungu brúðhjón meðal farþega þar um borð á leið til kóngsins Kaupmannahafnar, þar Guðbjörg Elín Daníelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.