Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 35
saga hlutanna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 35 Allar nánari upplýsingar um hlaupið á Klassi.is Taktu þátt! Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldurshópi drengja og stúlkna • Allir þátttakendur fá verðlaunapening • Allir þátttakendur fá Klassa-vatnsbrúsa • Grillveisla að loknu hlaupi 5. MAÍ um allt land SKRÁNING ER HAFIN Skráning fer fram í öllum útibúum Landsbankans og á Klassi.is Þátttakendur þurfa að staðfesta skráningu með því að sækja rásnúmer sín í útibú Landsbankans, líka þeir sem skrá sig á netinu. Landsbankahlaupið er fyrir alla hressa krakka á aldrinum 10-13 ára, fædda 1994, 1995, 1996, 1997. Ís le ns ka L B I 36 86 2 04 .2 00 7 M yn ds kr ey ti ng ar : Þ ór dí s C la es se n www.blattafram.is Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi Tvö námskeið verða haldin 15 maí frá 8.30 - 12.00 og 22. maí frá kl 18 – 21.00. Suðurlandsbraut 24, 3 hæð - 108 Reykjavík. Námskeiðið Verndarar barna boðar byltingu í fræðslu, forvörn- um og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð. Verð Kr. 9.000 Nánari upplýsingar og skráning: svava@blattafram.is eða í síma 893-2929 Svava Björnsdóttir Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Nokkur sæti eru laus í ferð til Halifax 7. – 11. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar eru á skrifstofunni mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 16:30 – 18:00 í síma 551 2617 eða 864 2617. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Halifax 7.-11. júní Útflutningshópur FÍS boðar til hádegisverðarfundar mánudaginn 30. apríl kl. 12:00 í Ársal, Radisson SAS Hótel Sögu. Framsögu á fundinum hefur Kári Sölmundarson, formaður útflutningshóps FÍS. Fulltrúar neðangreindra stjórnmálaflokka munu síðan kynna stefnu sína í þessum málaflokki: Framsóknarflokkurinn, Guðjón Ólafur Jónsson Frjálslyndi flokkurinn, Óskar Þór Karlsson Samfylkingin, Össur Skarphéðinsson Sjálfstæðisflokkurinn, Ármann Kr. Ólafsson Vinstri grænir, Álfheiður Ingadóttir Þátttökugjald er kr. 2.500, hádegisverður innifalinn. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfang: linda@fis.is eða í síma 588 8910. Bætt aðgengi aðgengi að hráefni úr sjávarafurðum Fótboltaskór eru eins og nafnið gef- ur til kynna skótau sérhannað til notkunar við knattspyrnuiðkun. Þeir eru til í ýmsum stærðum og gerðum og eru jafnan úr leðri af einhverju tagi, t.d. er kengúruleður vinsælt efni. Takkar til að auka viðspyrnu leikmanna ganga niður úr sólanum. Fyrsta heimildin um fótboltaskó er frá árinu 1526 en þá var eitt par af skóm til sparkiðkunar á hinum kon- unglega innkaupalista Hinriks VIII. Englandskonungs. Á sama lista ósk- ar hans hátign eftir 45 flauelsskópör- um. Því miður hafa þessir ágætu fót- boltaskór ekki varðveist. Menn hófu að iðka knattspyrnu fyrir alvöru upp úr miðri nítjándu öld en það var ekki fyrr en 1891 að takkaskór voru heimilaðir. Strangar reglur giltu þó lengi um gerð takk- anna af öryggisástæðum. Þeir voru í fyrstu úr leðri og voru negldir inn í sólann. Skrúftakkar koma á markað Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar setti þýska fyrirtækið Adidas, fyrst íþróttavöruframleiðenda, á markað skrúftakka sem ýmist voru gerðir úr gúmmíi eða plasti. Valt það á veðri hvora takkana menn skrúf- uðu undir skóna. Upprunalega voru fótboltaskór þung og mikil smíði og náðu upp fyrir ökkla honum til varnar. Það líkan var við lýði langt fram eftir síðustu öld í Norður-Evrópu enda undirlagið oft og tíðum hart og moldríkt yfir hávet- urinn. Léttari skór án ökklavarn- arinnar komu fram í sunnanverðri Evrópu og Suður-Ameríku enda vall- arskilyrði á löngum stundum hag- stæðari þar um slóðir. Óx þeirri gerð fljótt fiskur um hrygg og þekkist ekki annað í dag. Erfitt að pússa hvítu skóna Áratugum saman voru fótbolta- skór aðeins fáanlegir í svörtu en í dag eru þeir í öllum regnbogans litum. Helstu kempur halda t.a.m. mikið upp á silfur- og gulllitaða skó. Einn af fyrstu leikmönnunum til að skarta fótboltaskóm sem ekki voru svartir var enski landsliðsmað- urinn Alan Ball, sem féll frá í vikunni. Á árunum í kringum 1970 fór hann að leika í hvítum skóm og vakti uppá- tækið heimsathygli. Ekki þótti öllum það þó jafn sniðugt, a.m.k. ekki Dav- id O’Leary sem hafði þann starfa sem lærlingur hjá Arsenal að pússa skóna hans Ball. „Það var erfitt verk,“ rifjaði O’Leary upp í vikunni. Nike stærsti framleiðandinn Helstu framleiðendur fótboltaskóa eru risarnir á íþróttavörumarkaði, Nike, Umbro og Adidas, og hefur hvert sölumetið af öðru fallið á um- liðnum árum. Nike hefur náð mestri útbreiðslu en flaggskip fyrirtækisins er Total 90-skórinn sem Wayne Rooney notar meðal annarra. Önnur Nike-týpa er Mercurial Vapors sem félagi Rooneys hjá Manchester United, Cristiano Ronaldo, hefur notað til að hræða líftóruna úr varnarmönnum Evrópu í vetur. Predator-skórinn er helsta tromp Adidas en þá reima á sig menn á borð við David Beckham hjá Real Madrid og Steven Gerrard hjá Liverpool. X-skórinn er vinsælastur hjá Umbro en hann nota meðal annarra John Terry, fyrirliði Chelsea, og Michael Owen, miðherji Newcastle. Téðir sparkendur og margir fleiri þéna vel á samningum sínum við framleiðendurna. Fótbolta- skór Reuters Vel skóaður Portúgalinn Cristiano Ronaldo, sem margir telja besta knatt- spyrnumann í heimi um þessar mundir, sýnir hér glænýtt par af Mercurial Vapors-skóm frá Nike.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.