Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 96

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 96
SUNNUDAGUR 29. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 20 °C | Kaldast 8 °C  S- og SA-átt. Létt- skýjað f. norðan og austan, skýjað með köflum S- og V-lands. » 8 ÞETTA HELST» Tengivagn með olíu valt  Tengivagn olíubíls valt á Öxna- dalsheiði í gær. Lítilræði lak af olíu á veginn, en nauðsynlegt var að dæla úr tönkum tengivagnsins svo hægt yrði að reisa hann við. Veginum var lokað á meðan aðgerðin stóð yfir. Engan sakaði en ekki er vitað um til- drög slyssins. » Forsíða 700 samningar  Réttindastofa Eddu útgáfu hefur gengið frá samningum fyrir hönd ís- lenskra höfunda forlagsins um út- gáfu á skáldverkum þeirra erlendis fyrir upphæð sem nemur hundr- uðum milljóna króna, frá því hún var sett á laggirnar árið 2000. Gerðir hafa verið um sjö hundruð samn- ingar fyrir hátt á fjórða tug höfunda í rúmlega 40 löndum. » Forsíða „Hljóðdeyfandi“ malbik  Æskilegt er að skoða kosti „hljóð- deyfandi“ malbiks að mati Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa. Um- rædd malbiksgerð er þynnri og hef- ur grófari yfirborðsflöt en hefð- bundið bik. » 2 Kjarvalshús til sölu  Húsið sem byggt var yfir Jóhann- es Kjarval listmálara af íslensku þjóðinni á sínum tíma og hann bjó aldrei í er auglýst til sölu í Morg- unblaðinu í dag, en húsið hefur verið í einkaeigu undanfarna tæpa tvo áratugi. Það stendur á Selbraut á sunnanverðu Seltjarnarnesi og er um 450 fermetrar að stærð. » 4 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Mjólkurbú á kaffihúsi Staksteinar: Þjóðsagan um útgjöldin Forystugreinar: Reykjavíkurbréf | Of mikið sagt? UMRÆÐAN» Fleiri vinna í leikskólum Fyrsta álið framleitt Atvinnu- og raðauglýsingar Vammlausir vitringar Hvers konar framtíðarsýn? Sjálfstæðisflokkurinn er ofmetinn Alþingismenn, sveitarstjórnarmenn ATVINNA» TÓNLIST» Spinal Tap kemur saman á ný í London. » 90 Hvað myndu helstu mikilmenni Íslands- sögunnar blogga um? Baggalúts- menn vita svarið við því. » 86 VEFSÍÐA» Ef Jón Sig. bloggaði KVIKMYNDIR» Barnvænn Fjalaköttur um helgina. » 86 TÓNLIST» Trent Reznor er ekki af- kastamikill maður. » 92 Þýska útgáfan Morr Music heldur merkj- um íslenskrar tón- listar á lofti og gefur meðal annars út Seabear. » 87 Morr mærir múm TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Maðurinn í Hveragerði er látinn 2. Fannst liggjandi í blóði sínu 3. Hveragerði: Húsráðanda sleppt 4. Liggur enn þungt haldinn Eftir Davíð Loga Sigurðsson og Baldur Arnarson „ÞETTA er fyrst og fremst staðfesting á því sem menn hafði grunað um þessi tengsl,“ segir Magn- ús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um nýja rannsókn á áhrifum jarðhræringa sem klufu Grænland frá Vestur-Evrópu fyrir um 55 millj- ónum ára á veðurfar á jörðinni. Greint er frá rann- sókninni í tímaritinu Science og segir Magnús hana merkilegt framlag til jarðfræðinnar. Geysilegt magn hrauns streymdi fram úr mött- ulstróki og er eldvirkni hér á landi afleiðing þessa. „Þetta snýst um það að menn sjá merki um mjög mikla hlýnun í um 100.000 ár fyrir um 55 milljónum ára. Á sama tíma, þó yfir heldur lengra tímabil, voru gríðarleg eldgos og mikil eldvirkni þar sem nú er Norður-Atlantshaf. Það er á þeim tíma sem Grænland brotnaði frá Vestur-Evrópu og N-Atlantshafið byrjaði að myndast. Menn hafði lengi grunað að þessir tveir atburð- ir væru á einhvern hátt tengdir. Það sem þessir höfundar hafa gert er að sýna fram á að þetta ger- ist ótvírætt á sama tíma. Eldvirknin hefur haldist síðan, þó í minna mæli sé, og þessir atburðir eru upphafið að myndun Íslands.“ Að sögn Magnúsar er talið að kvika hafi troðist inn í kolefnisrík sjávarsetlög og losað kolefni og aðrar gróðurhúsalofttegundir út í andrúmslofið og hið aukna magn lofttegundanna orsakað hlýnun. Breytti rigningarmynstri Haffræðilegar mælingar hafa gefið vísbending- ar um gríðarmikla loftslagshlýnun á þessu tíma- bili og jafnframt sýna jarðfræðirannsóknir að mikil eldgos urðu á nokkurn veginn sama tíma. Vísindamenn hafa hins vegar ekki getað sýnt fram á bein tengsl þar á milli fyrr en nú. Þessi atburður breytti rigningarmynstri, olli því að höfin urðu afar súr og heit og drap allt að 50% allra djúpsjávarlífvera. Hlýrra loftslag varð jafnframt til þess að hestar og önnur spendýr gátu leitað nýrra landa, m.a. ferðast yfir til Norð- ur-Ameríku, og mögulega skapaði það grundvöll fyrir þróun prímatanna. Þetta umbreytingaskeið – sem kallað hefur verið Paleocene-Eocene Thermal Maxium – náði hámarki á 100.000 árum og það tók svo önnur 100.000 ár fyrir loftslagið að ná jafnvægi á ný. Vísindamenn hafa hins vegar deilt um hvað hafi valdið þessu umbreytinga- skeiði; en ekki er langt síðan menn uppgötvuðu þessar breytingar, það gerðist snemma á síðasta áratug. Hamfarir ollu hlýnun  Sýnt fram á tengsl mikillar eldvirkni fyrir 55 milljónum ára og hlýindaskeiðs  Magn kolefnis í andrúmsloftinu stórjókst  Upphafið að myndun Íslands Í HNOTSKURN »Robert Duncan, prófessor við ríkishá-skólann í Oregon, segir að glóandi hrauntungur hafi „bakað“ lífræn efni þegar Grænland klofnaði frá Vestur-Evrópu og þannig sent gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. »Lýsti hann þessum efnum sem „túrbó-hleðslu“ sem hraðaði loftslagshlýn- uninni til muna. »Rannsóknin var birt í tímaritinuScience á föstudag. SALIR Alþing- is fengu yfir- halningu á dög- unum þegar húsgagna- hönnuðurinn Leó Jóhanns- son var fenginn til að hanna stóla og borð fyrir 1. og 2. hæð Al- þingishússins, að þingsalnum und- anskildum. Meðal verka Leós á Al- þingi má nefna stór og smá borð með glerplötum sem í eru grafin nöfn goða sem sátu í Lögréttu, æðstu stofnun Alþingis á þjóðveldisöld. Á einu borðanna má svo sjá kort af Þingvöllum eins og þeir líta út í dag sem og hvernig þeir eru taldir hafa litið út á tímum Lögréttu. Bera nafn með rentu og eru þægilegri til setu Sólveig Pétursdóttir, fráfarandi forseti Alþingis, kynnti hina nýju hönnun og sagði að gömlu húsgögnin í húsinu hefðu verið orðin æði ósam- stæð. Jóhanna Sigurðardóttir þingmað- ur prófaði nýju húsgögnin og leist vel á. Henni fannst nýir hæg- indastólar bera nafn með rentu og vera þægilegri til setu en forver- arnir. | 90 Prýðileg húsgögn á Alþingi HARALDUR Auðbergsson frá Eskifirði var úti í garði við Lagar- ásinn á Egilsstöðum og vökvaði tré og jurtir í vorblíðunni í gær. Hann er föðurbróðir þeirra Sigurðar Óla Jónssonar sem hafði tekið sér vökv- unarkönnu í hönd og Auðbergs Jónssonar, þess með garðslönguna, en þeir bræður búa á Reyðarfirði og voru í heimsókn hjá afa sínum og ömmu. Spáð er góðu veðri fyrir austan. „Það er hlýr loftmassi yfir land- inu og hlýtt og gott veður fyrir norðan og austan,“ segir Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Við spáum því að það verði frekar léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hitinn geti farið í allt að 20 gráður seinna í dag og á morgun.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hugað að gróðrinum í blíðunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.