Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is HLUTHÖFUM bandaríska dag- blaðsins The New York Times er skipt í tvo hópa. Annars vegar eru þeir, sem fá að eiga og ráða, hins veg- ar þeir, sem bara fá að eiga. Stór hluti síðara hópsins gerði uppreisn þegar aðalfundur var haldinn í vikunni. Sjónarmiðum hans og óánægju með það hvernig blaðinu er stýrt var kom- ið á framfæri, en atlögunni var hrundið og völd hans ekki aukin. Tvær stéttir hluthafa Hlutabréfum í blaðinu er skipt í A- flokk og B-flokk. Ochs-Sulzberger- fjölskyldan á 89% bréfanna í B-flokki og þeim fylgja þau forréttindi að ráða yfir 70% stjórnar útgáfunnar. Eig- endur bréfa í A-flokki, geta hins veg- ar aðeins kosið 30% stjórnar. Þeir vilja að reglum verði breytt og bréfin gerð jafnrétthá. Helsta gagnrýnin á rekstur The New York Times hefur komið frá fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Hassan Elmasry, stjórnandi í bankanum, hefur gagnrýnt fjárfest- ingarstefnu eigenda blaðsins og með- al annars komið því til leiðar að eignir hafa verið seldar og arðgreiðslur hækkaðar. Stuðningsmenn núver- andi fyrirkomulags segja hins vegar að verði því hrundið verði há gæði blaðamennsku og fréttaflutnings blaðsins úr sögunni. Elmasry tókst í fyrra að telja eig- endur 30% af hlutabréfum í A-flokki á að hunsa aðalfundinn. Í ár gerði hann betur. Eigendur 42% hluta- bréfa í A-flokki hunsuðu aðalfundinn, sem var haldinn á þriðjudag. Á fundinum voru hins vegar þeir fjórir fulltrúar, sem hluthafar A- bréfa eiga rétt á í stjórn, endurkjörn- ir. Þeir styðja Ochs-Sulzberger-fjöl- skylduna og þykir það bera styrkri stöðu hennar vitni þrátt fyrir gagn- rýni stórs hóps hluthafa. Fá dagblöð í heiminum standa The New York Times á sporði. Vitaskuld hefur blaðið átt sínar lægðir, en það hefur einnig risið hátt og þegar á heildina er litið er ferill þess glæsi- legur. Áhrif blaðsins ná langt út fyrir upplag þess og oft hefur það verið ráðamönnum óþægur ljár í þúfu. Styrkur The New York Times liggur ekki síst í því hversu víða blaðið getur leitað fanga. Nú hefur hins vegar harðnað á dalnum hjá blaðinu og hlutabréfin lækkað í verði. Þar er The New York Times ekki eitt á báti. Allir blaðaútgefendur í Bandaríkjun- um eiga í erfiðleikum. Blaðaútgáfa hefur hins vegar ávallt verið mjög arðbær þar í landi og þau blöð, sem á annað borð hafa haldið velli, hafa ver- ið rekin með miklum hagnaði, þótt eitthvað hafi dregið úr honum. Stuðningur úr óvæntri átt Það fyrirkomulag, sem er á hluta- bréfaeign í útgáfufyrirtæki The New York Times, sem einnig gefur út The Boston Globe, er ekki einsdæmi í Bandaríkjunum. Eign nokkurra blaðaútgáfna er með sama hætti, meðal annars The Washington Post og Dow Jones & Co., sem gefur út The Wall Street Journal. Það vakti því athygli þegar á mánudag – daginn fyrir aðalfundinn – birtist grein í The Wall Street Jo- urnal eftir Donald E. Graham, fram- kvæmdastjóra The Washington Post Co. og son Katherine Graham heit- innar, sem var útgáfustjóri The Washington Post svo áratugum skipti. Graham tók í greininni vara fyrir því að láta undan þrýstingnum um að breyta hlutabréfafyrirkomu- laginu. Hvers vegna? „Vegna þess að yrði hlutabréfafyr- irkomulaginu breytt myndi biðröð áfjáðra kaupenda í að kaupa fyrir- tækið myndast á svipstundu. Enginn gæti sagt nei. Í röðinni yrðu fjárfest- ingarfyrirtæki, milljarðamæringar með blásið sjálfsálit, alþjóðleg fjöl- miðlafyrirtæki í leit að frægum eign- um og margir fleiri,“ skrifaði hann. „Og hver myndi bjóða hæst? Kannski eigandi með prinsipp, sem léti sér annt um velferð The New York Tim- es og The Boston Globe, sem væri tilbúinn að reita vini sína reglulega til reiði eins og góð dagblöð gera og tilbúinn til að eyða peningum og taka aðra áhættu til að viðhalda blaðinu eins og Sulzberger-fjölskyldan. Eða kannski yrði sá, sem býður, eitthvað allt annað.“ Graham sagði að ekki væri tryggt að nýr eigandi The New York Times myndi verja meira en 200 milljónum dollara í að reka fréttadeild eða Hluthafauppreisn hrundið Höfuðstöðvarnar Þótt harðnað hafi á dalnum hjá The New York Times hefur blaðið yfirleitt verið rekið með drjúgum hagnaði. Í HNOTSKURN »Adolph Ochs keypti TheNew-York Times 1896 er það stóð höllum fæti og gerði að áhrifamesta blaði heims. »1971 fékk blaðið í hendurPentagon-skjölin sem sýndu mat Bandaríkjastjórnar á hinni stöðunni í Víetnam. »Ákveðið var að birta skjöl-in þótt lögmenn segðu að það gæti sett blaðið á hausinn og eigendurna í fangelsi. »Þeir höfðu meiri áhyggjuraf viðbrögðum lesenda, en ákvörðunin varð heilli kynslóð blaðamanna innblástur. FJÖLMIÐLAR» Hópur hluthafa í The New York Times hugðist fá hlutabréf sín metin til jafns við hlutabréf fjölskyld- unnar sem stjórnað hefur blaðinu frá upphafi en varð að láta í minni pokann Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is YAO Ming fer ekki fram hjá neinum þegar hann gengur inn á körfubolta- völl. Leikmenn liða í bandarísku körfuboltadeildinni, NBA, eru vissu- lega hávaxnir, en Yao gnæfir yfir þá flesta. Hann er 2,29 m á hæð, aðeins fimm sentimetrum lægri en Svarf- dælingurinn Jóhann risi Pétursson. Yao er geðþekkur ungur maður og hógværðin skín af honum. En álagið á honum er gríðarlegt. Hann er eini kínverski atvinnumaðurinn í NBA og þekktasti íþróttamaður As- íu. Heimafyrir er fylgst með hverri einustu hreyfingu á körfuboltavell- inum. Sagt er að hálf kínverska þjóðin hafi fylgst með þegar hann lék sinn fyrsta NBA-leik. Þótt Yao hafi ekki sýnt mikil tilþrif þegar hann byrjaði að æfa var honum ætlað að spila körfubolta. Hann var beinlínis get- inn í því skyni. Ferill Yaos í NBA hófst árið 2002 og nú þegar hefur hann verið valinn fimm sinnum í stjörnulið deild- arinnar. Um þessar mundir er lið hans, Houston Rockets, í fyrstu um- ferð úrslitakeppninnar og leikur á móti Utah Jazz. Þegar blaðið fór í prentun var staðan 2-1 fyrir Hou- ston, en fjórði leikur liðanna fór fram í nótt. Í vetur skoraði hann að meðaltali 25 stig í leik og tók 9,4 frá- köst, en í þeim þremur leikjum, sem liðið hefur leikið í úrslitakeppninni, hefur hann skorað 27 stig að með- altali og tekið 12 fráköst. Framleiddur í Kína Yao hlýtur að vera eini atvinnu- maðurinn í NBA, sem fyrir utan skatta þarf að gjalda sérstakan ætt- jarðartoll. Fimm til átta hundraðs- hlutar af launum hans renna til kín- verska körfuknattleikssambandsins. Árslaun Yaos eru nú um 32 milljónir dollara, en það er kannski engin furða að kínverskum yfirvöldum finnist þau eiga eitthvað í leikmann- inum. Segja má að hann hafi ekki bara fæðst í Kína, heldur sé hann framleiddur í Kína. Móðir Yaos heitir Fang Fengdi. Hún er 1,88 metrar á hæð og var í eina tíð körfuboltastjarna í Kína. Hæðar sinnar vegna var hún á unga aldri tekin í íþróttabúðir. Í fyrstu hafði hún engan áhuga á körfubolta, en varð brátt fyrirmyndarleik- maður, þótt sjálf hefði hún helst vilj- að syngja og dansa. Hún varð Asíu- meistari með kínverska landsliðinu 1976 og var fyrirliði þess um árabil. Þegar bakverkir bundu enda á feril hennar á íþróttavellinum var henni gerð grein fyrir því að enn gæti hún gert skyldu sína fyrir land og þjóð. Hún skyldi ala barn. Da Fang eða „Stóra“ Fang eins og hún var kölluð hafði aldrei kysst strák eða farið á stefnumót enda voru stefnumót bönnuð í kínverska íþróttakerfinu og íþróttamenn máttu ekki giftast fyrr en þeir annað hvort hættu eða urðu 28 ára. Stjórn- völd höfðu einnig ákveðið með hverj- um Fang ætti að eignast barn. Yao Zhiyuan var einnig körfubolta- leikmaður. Í tvö ár höfðu þau æft á sama æfingasvæðinu, en lítið sem ekkert kynnst. Yao er 2,08 metrar á hæð. Lagt var að þeim að ganga að eiga hvort annað og var þeim sagt að Kommúnistaflokkurinn hefði lýst yf- ir velþóknun sinni á þeim ráðahag. 12. september 1980 fæddist þeim drengur á Þjóðarsjúkrahúsi sex í Sjanghæ. Hann var 58 cm á hæð og rúmar 20 merkur. Sonurinn vakti foreldrunum gleði Engar tilvilj- anir á bak við Yao Ming Reuters Kínverski risinn Yao Ming teygir sig eftir frákasti. Hann er besti körfuknattleiksmaður sem Kína hefur alið og þegar hann spilar finnur hann fyrir þrýstingi og væntingum fjölmennustu þjóðar heims. Þegar kínverski risinn gengur inn á leikvöllinn er fylgst grannt með í Kína SVIPMYND»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.