Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 75 ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist í Miðkoti í Vestur- Landeyjum 26. júní 1906. Hún lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli 3. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Tóm- asson, bóndi í Mið- koti, f. 8.4. 1877, d. 13.6. 1970, og Elín Ísaksdóttir, hús- freyja í Miðkoti, f. 22.8. 1879, d. 7.3. 1964. Systkini Ingibjargar eru: Ágústa, f. 29.8. 1901, d. 23.11. 1997, Guðlín, f. 4.10. 1903, d. 25.7. 1992, Salvör, f. 2.8. 1912, d. 28.4. 2001, og Jón, f. 13.1. 1920. Hálf- systir Ingibjargar, samfeðra, var María, f. 10.6. 1914, d. 28.12. 1981. Hinn 1.7. 1944 giftist Ingibjörg Óskari Guðmundssyni, bónda í Vestra-Fíflholti í Vestur- Landeyjum, f. 4.9. 1907, d. 23.5. 1987. Foreldrar hans voru Guð- 4.2. 1941. Kona hans er Eygló Guðsteinsdóttir og búa þau í Kali- forníu. Synir þeirra eru: 1) Birkir Brimdal, f. 7.8. 1965, kvæntur Ingibjörgu Runólfsdóttur og eiga þau tvær dætur og búa í Kali- forníu. 2) Sævar Brimdal, f. 28.8. 1968, var kvæntur Joy Hong og þau eiga tvo syni, þau búa á Flór- ída. Ingibjörg ólst upp í Miðkoti við venjubundin sveitastörf þess tíma fram til sextán ára aldurs, en þá fór hún að heiman og stundaði vinnu í Reykjavík, á Suðurnesjum, á Siglufirði, í Vestmannaeyjum og víðar bæði í fiskvinnslu og einnig var hún eftirsótt saumakona. Árið 1944 hóf hún búskap með manni sínum í Vestra-Fíflholti og bjuggu þau þar með hefðbundinn sveitabúskap. Ingibjörg tók virk- an þátt í starfi kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-Landeyjum og var heiðursfélagi þess hin síðari ár. Árið 1974 brugðu þau Óskar búi og fluttu á Hvolsvöll. Árið 1990 fluttist Ingibjörg á dval- arheimilið Kirkjuhvol. Útför Ingibjargar var gerð frá Akureyjarkirkju 14. apríl, í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. mundur Guðmunds- son bóndi, f. 17.11. 1873, d. 16.11. 1957, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir hús- freyja, f. 8.8. 1886, d. 23.6. 1917. Dóttir Ingibjargar og Ósk- ars er Guðrún, f. 21.6. 1947, gift Gunn- ari Marmundssyni og búa þau á Hvolsvelli. Börn þeirra eru: 1) Brynjar, f. 10.11. 1965, kvæntur Mar- lene Hörnlund og eiga þau þrjár dætur og búa í Sví- þjóð. 2) Karen Huld, f. 25.1. 1971, hún á einn son og búa þau í Kópa- vogi. 3) Atli Mar, f. 21.11. 1972, kvæntur Írisi Dögg Valsdóttur og eiga þau einn son og búa í Reykja- vík. 4) Berglind Ósk, f. 19.4. 1975, sambýlismaður hennar er Enok Jóhannsson og búa þau á Egils- stöðum. Ingibjörg eignaðist fyrir hjóna- band soninn Róbert Brimdal, f. Elsku amma og langamma. Það var alltaf gott og gaman að koma til ömmu og afa en þar tók hlýjan og öryggið á móti þeim sem til þeirra komu. Margs er að minn- ast þegar horft er til baka. Amma var ákveðin persóna sem hafði skoðanir á hlutunum, hún var mjög dugleg við að styðja mann og hvetja áfram. Hún lagði mikla áherslu á það að allt sem maður tæki sér fyrir hendur ætti maður að gera vel. Amma var ekki síður dugleg við að þjálfa sjálfa sig til að „halda sér á fótum“ eins og hún orðaði það. Hún gekk mikið um, þótt um alllangan tíma hafi hún þurft að nota staf og síðar göngu- grind sér til stuðnings. Það var að sjálfsögðu hluti af heimsókn á æskuslóðirnar að kíkja í heimsókn til ömmu og ræða aðeins málin við hana, en það var alveg yndislegt að koma til hennar og spjalla við hana því hún hafði svo mikinn áhuga á öllu sem var að gerast í umhverf- inu. Það skipti engu máli hvort um- ræðan var um tölvur nútímans, byggingarlist, fyrirtækjarekstur, stóriðju, læknavísindin eða bænda- samfélagið, hún rökræddi þetta allt fram og til baka og fór létt með það að reka mann á gat ef svo bar und- ir. Amma var mikil handverkskona, og bjó hún til flestar jólagjafir allt fram á síðustu ár. Einnig gaf hún vinum og ættingjum ýmsa muni eftir sig sem eru nú dýrgripir á heimilum þeirra. Hún var mikið í handvinnu og föndri nánast fram á síðasta dag. Amma hugsaði mikið um fjölskyldu sína, hún var líka alltaf tiltæk að spjalla og jafnvel leika sér með litla fólkinu sínu þeg- ar það kom í heimsókn. Eitt sinn kom ég langömmustrákurinn þinn með sveitadótið mitt inn á eldhús- borð til þín alveg í vandræðum og bað þig að hjálpa mér við að laga girðinguna, og að sjálfsögðu lög- uðum við girðinguna í sameiningu. Enn þann dag í dag er þetta augnabilk mér í fersku minni þótt ég hafi verið aðeins tveggja ára gamall. Sælt er að minnast eins af dýrmætustu dögunum með ömmu en það er afmælisdagurinn hennar fyrir tæpu ári, en þá hélt hún upp á hundrað ára afmæli sitt. Hún bað mig um að snyrta sig og greiða fyr- ir veisluna, sem var auðvitað sjálf- sagt, en þegar ég taldi að ég væri búin ætlaði ég að rétta ömmu speg- il svo hún gæti skoðað, en hún var fljótari til og spurði „er ég nokkuð bleik?“ Ég leit á ömmu og þá fór- um við báðar að skellihlæja, svo kom hjá ömmu „ég vil ekki vera bleik“, og ég sagði henni að hún væri ekkert bleik, hún væri mjög fín. Það var dásamlegt að fá að taka þátt í þessum skemmtilega degi með ömmu. Þær eru margar ógleymanlegar og yndislegar stundirnar sem við höfum átt með þér elsku amma, og verða þær geymdar áfram í gullnámu minn- inganna hjá okkur. Þú hvíslaðir að okkur mörgum góðum ráðum sem oft hafa komið sér vel og verða áfram geymd í huga okkar. Elsku amma ég mun aldrei gleyma því þegar ég kom til þín eitt sinn og þú varst örlítið döpur en við fórum að spjalla saman, svo sagðir þú við mig „þú ert alltaf svo hlý“. Þessi orð eru mér svo dýrmæt af því þau komu frá þér, bestu þakkir fyrir það. Faðmlagið þitt sem við feng- um að njóta í hvert skipti sem við hittum þig var svo hlýtt. Elsku amma og langamma, það er ómet- anleg lífsgjöf að fá að hafa fyr- irmynd eins og þig með sér í gegn- um lífið og því er söknuðurinn sár. Bestu þakkir fyrir yndislegar stundir með þér. Guð geymi þig. Þín dótturdóttir og langömmust- rákurinn Karen Huld og Gunnar Þór. Elsku amma mín. Mig langar til að skrifa nokkur orð til þín og þakka þér fyrir allt og minnast allra góðu stundanna sem þú gafst mér. Mér finnst nú ekkert svo langt síðan ég var lítil stelpa og kom skokkandi yfir garðana til þín til að vera hjá þér og afa yfir daginn. Það var svo gott að vera hjá þér, það var alltaf svo rólegt og notalegt að koma til ömmu og afa á Hvolsveginum. Manstu að við byrjuðum alltaf dag- inn á því að ég las svolítið fyrir þig og svo fórum við kannski niður í búð eða þá að ég var eitthvað að skottast í kringum þig. Heimsókn- irnar voru margar og góðu stund- irnar óteljandi sem við eyddum saman. Ég man svo vel eftir því þegar ég fékk hjá þér nýtt hvítt og mjúkt brauð með miklu smjöri og osti og mjólkurglas, það er svo ljós- lifandi í minningunni að það hefði allt eins getað verið í gær. Svo mátti ég alltaf fara í kexkassann til að fá mér gott kex en þar voru allt- af til svo margar tegundir af kexi, bæði kremkex og súkkulaðikex. Já og svo voru alltaf til „molar“ í ömmu og afa húsi, afi var nú með umsjónina með molunum en þú læddir því oft að mér að athuga hvort afi ætti ekki mola handa mér. Eftir að þú fluttir á Kirkjuhvol var líka mikið gott að koma til þín amma mín, þá sátum við saman og röbbuðum um allt milli himins og jarðar. Mikið var gaman að koma til þín og ræða um hlutina og svo að fá að hlusta á þig segja frá gamla tímanum og forfeðrum okk- ar. Þú fylgdist líka svo vel með öllu sem við ömmubörnin þín tókum okkur fyrir hendur. Alltaf varstu tilbúin að ræða alla hluti og oftar en ekki varst það þú sem rakst mig á gat með spekúleringum og vanga- veltum um það sem var að gerast í þjóðfélaginu, hvort sem það varðaði nýjustu tæknina, stjórnmálin eða hvað annað sem upp kom í spjallinu okkar, það var alveg einstakt hvað þú varst vel heima í öllu sem var að gerast. Svo sýndir þú mér handa- vinnuna sem þú varst að vinna að og myndirnar og hlutina sem þú út- bjóst og gafst mér þykir mér sér- staklega vænt um. Elsku amma, mig langar að þakka þér fyrir allar ógleymanlegu og yndislegu stundirnar sem þú gafst mér og þær mun ég ávallt geyma með mér sem mína dýrmæt- ustu eign. Ég sakna þín amma en veit að nú eruð þið afi saman á ný. Guð geymi þig. Þín dótturdóttir, Berglind Ósk. Kvödd hefur verið í kyrrþey Ingibjörg Jónsdóttir, en hún var elsti íbúi Rangárþings. Kona sem lifði tímana tvenna og þær mestu breytingar sem hafa átt sér stað Ís- landi á öllum tímum. Kona sem þurfti að berjast fyrir lífinu, var öll- um staðfastari og gafst aldrei upp. Ég varð bæði stoltur og glaður þegar þessi aldna vinkona mín boð- aði mig á stefnumót skömmu fyrir aldarafmæli sitt á síðasta ári. Er- indið sem hún átt við mig var að biðja mig um að safna saman nokkrum söngvinum, körlum sem hafa sungið og spilað fyrir íbúa Dvalarheimilisins Kirkjuhvols reglulega í nokkur ár. Hún vildi fá okkur til þess að syngja og spila í 100 ára afmæli sínu sem hún var ákveðin að halda uppá. Á Kirkju- hvoli hefur Ingibjörg dvalið frá því að hún flutti úr húsi sínu á Hvols- velli sem hún og eiginmaður henn- ar Óskar Guðmundsson byggðu fyrir allmörgum árum. Óskar lést árið 1987. Skilaboð Ingibjargar til mín voru skýr, eins og allt sem frá þessari sterku og mætu konu kom. „Þið megið alls ekki syngja eitt- hvert ástarbreim og ekki drykkju- söngva. Lögin eiga að verða þjóð- leg og hressileg“. Ég hringdi strax í vin minn Tómas Grétar Ólason sem er konsertmeistari hópsins og ákveðið var með mikilli gleði að verða við ósk Ingibjargar. Þess má geta að í hópnum var bróðir Ingi- bjargar, Jón í Hvítanesi, sem fædd- ur er árið 1920 en hann syngur og raddar eins og engill. Aldarafmælið var sérstaklega velheppnað og skemmtilegt, Ingibjörg var eins og drottning, en Guðrún dóttir Ingi- bjargar og Gunnar tengdasonur hennar og börn þeirra áttu veg og vanda af undirbúningi þess. Þetta var ógleymanleg stund. Ég kynntist Ingibjörgu fyrst þegar ég var sveitarstjóri á Hvols- velli. Hún hringdi stundum í mig og benti mér á hluti sem betur máttu fara. Ég kappkostaði að verða við óskum hennar eftir því sem hægt var, því þær voru allar í því fólgnar að bæta og fegra um- hverfið. Þetta varð til þess að milli okkar myndaðist góður vinskapur sem ég naut góðs af síðar í mínu pólitíska vafstri. Mér þótt ákaflega vænt um þegar Ingibjörg kom upp tröppurnar að húsi mínu til þess að segja mér að hún ætlaði svo sann- arlega að styðja mig til kjörs á Al- þingi, þó að hún hefði nú aldrei stutt Framsóknarflokkinn fyrr. Síð- ar gaf Ingibjörg mér góð ráð sem þingmanni og sagði gjarnan við mig: „Ég vona að kollurinn á þér verði eins skýr og minn þegar þú verður gamall, Gylfi minn!“ Eitt er víst að svo verður ekki, því að minni Ingibjargar var einstakt og hún hafði upplifað ólíklegustu hluti á langri ævi. Til marks um breytta tíma og langa ævi hennar má nefna að hún var þrjá sólarhringa á leið- inni þegar hún fór fyrst til Reykja- víkur sem lítil stúlka, þá gekk hún yfir brúna sem var yfir lækinn í Lækjargötunni, en líklega eru ekki margir á lífi í dag sem það hafa gert. Hún var ein af þeim fyrstu sem fóru í mjaðmaskipaaðgerð og var það fyrir 37 árum og þá var skipt um báða mjaðmaliði í einni svæfingu og dugði sú aðgerð vel. Eitt af mörgu sem við yngra fólkið getum lært af Ingibjörgu er stað- festan. Það var með ólíkindum að fylgjast með hvað hún var dugleg að hreyfa sig reglulega og gera æf- ingar til þess að halda líkama sín- um við svo hún gæti komist ferða sinna. Að leiðarlokum votta ég börnum, tengdabörnum og afkom- endum Ingibjargar mína dýpstu samúð. Fallegi krossinn sem Ingi- björg gerði og er yfir hjónarúminu mínu á Hvolsvelli er falleg minning um þessa öldnu, staðföstu og verk- lagnu vinkonu mína. Guð blessi minningu hennar. Ísólfur Gylfi Pálmason. Ingibjörg Jónsdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HÓLMFRÍÐAR EINARSDÓTTUR fyrrverandi kaupmanns, Goðalandi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landa- kots fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Kristjana Jónsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Sif Thorlacius, Gylfi Jón Ásbjörnsson, Ragnhildur Kristjana Ásbjörnsdóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem með faðmlögum, blómum, kertum, nærveru og góðum kveðjum hafa stutt okkur í veikindum og við andlát okkar ástkæru, GRÉTU SÆDÍSAR JÓHANNSDÓTTUR, Vallarbraut 5, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Hrólfur Ragnarsson, Hildur Hrólfsdóttir, Ragnar Þór Emilsson, Smári Hrólfsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Sunna Rut Ragnarsdóttir, Fannar Þór Ragnarsson og systkini Grétu. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, stjúpföður, afa, langafa og bróður, ÞÓRIS ÞORLÁKSSONAR frá Veiðileysu, Frostafold 57. Sérstakar þakkir sendum við til allra þeirra sem önnuðust hann í veikindum hans og þá sér- staklega til starfsfólks öldrunarteymis Landspítala við Hringbraut. Þórunn Þorgeirsdóttir, Bogi Eggertsson, Guðmundur Eggertsson, Hólmfríður Eggertsdóttir, Helgi Helgason, Stefanía Eggertsdóttir, Garry Hurst, barnabörn, barnabarnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR EINARSSON verkfræðingur, Gimli við Álftanesveg, sem lést þriðjudaginn 24. apríl, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 15.00. Jón Guðmundsson, Einar Guðmundsson, Hulda Jóhannesdóttir, Karólína Guðmundsdóttir, Guðmundur Elías Níelsson, Guðmundur Guðmundsson, Ruth Sigurðardóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir, Brynjólfur Sigurðsson, Sævar Leifsson, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.