Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástvaldur Gunn-laugsson fæddist í Dölum í Vest- mannaeyjum 3. sept- ember 1924. Hann lést miðvikudaginn 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Ás- mundsson sjómaður, f. í Seli í Vöðlavík í S-Múlasýslu 19.4. 1889, d. 19.2. 1951, og Þorgerður Guð- rún Jónsdóttir hús- móðir, f. í Bólstað í Höfðabrekkusókn 6.5. 1895, d. 5.2. 1933. Systkini Ástvaldar voru Jóna Þorgerður, f. 2.10. 1917, d. 25.10. 1987, og Matthías Vilhjálmur, f. 24.7. 1919, d. 21.3. 1973. Ástvaldur kvæntist 10.11. 1951 Turid F. Ólafsson, f. 9.7. 1927. For- eldrar hennar voru Jón S. Ólafsson sjómaður, f. 11.10. 1893, d. 22.5. 1969, og Frida D. Ólafsson hús- Perla Kristín, b) Ástvaldur, sam- býliskona Sandra Þóroddsdóttir og c) Valtýr. 3) Jón S., f. 24.1. 1951, kvæntur Sigrúnu Haraldsdóttur. Synir þeirra eru: Haraldur Páll, sambýliskona Brynja Guðjóns- dóttir, sonur hans er Fannar Freyr, og Ólafur. 4) Sólveig, f. 19.1. 1955, gift Garðari Haraldssyni. Börn þeirra eru: Alda Þórunn Jónsdóttir, Auðbjörg, sonur henn- ar er Garðar Valur, Gunnlaugur og Vigdís. 5) Pétur, f. 3.2. 1957, börn hans eru: Karel, Alexander, Tinna og Viktoría. 6) Sigríður, f. 7.9. 1958, gift Bernharði Heiðdal. Börn þeirra eru: Helga Ragnheiður, sambýlismaður Ísak Gígja, Silja og Brynjar. Ástvaldur vann ýmis verka- mannastörf til sjós og lands sem ungur maður, en lengst af sem sjálfstæður verktaki við jarðvegs- framkvæmdir. Útför Ástvaldar var gerð í kyrr- þey. móðir, f. 8.3. 1908, d. 25.10. 1983. Börn Ást- valdar og Turidar eru sex, þau eru: 1) Gunnar, f. 27.1. 1948, kvæntur Þuríði Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru: a) Fjóla Eyfjörð, f. 26.12. 1972, d. 19.3. 1985, b) Turid Rós, gift Þór- halla Haraldssyni, börn þeirra eru Íris Björg, Sóley María og Þórhalli Gunnar, c) Gunnar Örn, kvæntur Svövu Sólveigu Svavarsdóttur, d) Kári, sambýliskona Helena Stef- ánsdóttir, sonur þeirra fæddur 19. apríl sl. og e) Lilja. 2) Fríða María S., f. 11.12. 1949, gift Sigurði Þór Jónssyni. Synir þeirra eru: a) Jón Freyr, sambýliskona Berglind Þór- oddsdóttir, dóttir þeirra er Fríða María, dætur hans eru: Ásdís Lilja, Björg C., dóttir Berglindar er Okkur systkinin langar að minn- ast afa okkar með nokkrum línum. Ási afi var okkur mjög kær og erfitt að hugsa sér lífið án hans. Hann var stór og sterkur með hjarta úr gulli og hlý blá augu. Traust og hlýja var hans aðalsmerki. Afi fylgdist alltaf vel með okkur barnabörnunum, bæði í leik og starfi. Hann var já- kvæður og yndislegur og kom okkur oft til að hlæja með sögum úr bernsku þegar hann var peyi í Eyj- um. Elsku amma, við vitum að þetta eru erfiðir tímar fyrir þig en við vilj- um að þú vitir að þú átt marga að sem vilja hugga þig og styðja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir) Elsku afi, minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Helga, Silja og Brynjar. Ég var fyrsta barnabarn afa og ömmu. Margar minningar eru tengdar Hraunbænum þar sem amma og afi bjuggu lengi. Eftir- minnilegar eru bíóferðirnar þá sér- staklega hvað afi hafði gaman af has- armyndum. Man ég eftir stóra rauða ameríska drekanum sem amma og afi áttu og þótti okkur barnabörn- unum ekki amalegt að fara í ísbíltúr með þeim á stóra bílnum. Afi var alltaf góður og gjafmildur, já og svo mikill og sterkur. Litlir strákar eru oft uppteknir af því að vera stórir og sterkir og var oft sagt við mig að ég ætti nú að borða allan matinn minn ef ég ætlaði að verða jafn sterkur og afi Ási. Fyrsta alvöru sumarvinnan mín var fermingarárið mitt 1986, í hita- veituframkvæmdum hjá afa. Verið var að endurnýja hitaveitulagnir í Þingholtunum. Eitthvað voru menn að sýnast og margir með kraftadellu enda mikið unnið með höndum á þessum tíma og ennþá voru heilu skurðirnir teknir með skóflu og haka. Eitt sinn var verið að rífa hellur og kantsteina af gangstéttum, en gömlu kantsteinarnir voru bæði stórir og mjög þungir. Vorum við þrír að basla við að vega suma stein- ana með járnkarli upp í traktors- skóflu þegar afi kom þarna að og fannst þetta eitthvað aumingjalegar aðferðir hjá okkur. Vippaði hann með berum höndum nokkrum stórum kantsteinum upp í skófluna án þess að svo mikið sem að blása úr nös, svona var kallinn ennþá ramm- ur að afli þrátt fyrir að vera kominn á sjötugsaldur. Afi fór snemma að vinna og var vinnan hans líf og yndi alla ævi. Síð- asta kvöldið hans í þessu lífi áttum við gott spjall sem að venju snérist um vinnuna, byggingaframkvæmd- irnar sem við stöndum í þessa dag- ana og liðnir tímar. Hann var áhuga- samur um allt sem snéri að framkvæmdum enda búinn að vinna sem verktaki meira og minna alla ævi. Hann sagði við mig að atvinnu- rekstur hefði verið það skemmtileg- asta sem hann gerði um ævina, hann hefði alltaf haft gaman af vinnunni. Afi rak í mörg ár verktakafyrir- tæki sem lagði hitaveitu um land allt og var stoltur af því sem hann hafði áorkað og umfram allt hafði hann mjög gaman af vinnunni. Afi settist aldrei í helgan stein, þrátt fyrir að vera kominn fyrir löngu á svokall- aðan eftirlaunaaldur hélt hann áfram að vinna. Afi Ási var umfram allt rosalega góður maður, alltaf já- kvæður og leit á björtu hliðar lífsins. Á seinni árum var hann mjög fótalú- inn, stöðugt kvalinn vegna lélegs blóðstreymis til fóta. Talaði hann samt sem áður um að koma í vinnu, hann gæti séð um létt verk og sendi- ferðir. Bjartsýnin var svo mikil að tveimur dögum fyrir andlátið sagðist hann helst vilja kaupa sér bíl til að geta skotist þegar hann vildi þótt hann væri mikið til rúmfastur. Ef þeir sem horfa svartsýnum augum á lífið og tilveruna hefðu aðeins hluta af þeirri jákvæðni og bjartsýni sem afi hafði þá væri lífið auðveldara fyr- ir marga. Afi var reglumaður í alla staði og góð fyrirmynd barna sinna og annarra afkomenda, alltaf úr- ræðagóður og miklaði ekki fyrir sér vandamálin. Afi kvaddi þennan heim án þess að missa reisn og var and- lega mjög ern fram á síðustu stundu. Jón Freyr Sigurðsson. Látinn er heiðursmaðurinn Ást- valdur Gunnlaugsson, ávallt kallaður Ási. Að minnast hans með örfáum orðum er ljúft því frá barnæsku var Ási stór hluti af lífi mínu og fjöl- skyldu minnar þar sem kona hans Turid og móðir mín Sunna eru syst- ur. Gamla Laugarnesið var hverfið þar sem við áttum heima og var stutt á milli heimila okkar. Þar voru frændur og frænkur, og ungir menn og konur höfðu nóg fyrir stafni og uppátækin voru oft ótrúlega fjöl- breytt hjá okkur börnunum og reyndu oft á þolinmæði uppalenda. Eiginlega veit ég ekki hvenær ég man fyrst eftir Ása því að það er eins og að hann hafi alltaf verið til staðar. En sterk er í minningunni ákveðin persónumynd barnæsku sem tengist starfi hans, en hann vann við verk- töku sem sprengingamaður og síðar sem sjálfstæður verktaki. Oftar en ekki fórum við frændur að sjá hann sprengja, og enn get ég séð þessa mynd fyrir mér þar sem hann stend- ur við vinnu sína þessi hraustlegi myndarlegi maður á skyrtunni einni saman með uppbrettar ermar hvern- ig sem viðraði. Ljúflyndi hans og elska í garð okkar barnanna var ótakmörkuð og þótti okkur afar vænt um hann. Hann var kátur og skemmtilegur og sögumaður af Guðs náð. En lífið líður áfram og ævin- týralandið í Laugarnesi þar sem við lifðum óbeisluðu lífi var yfirgefið fyr- ir betra húsnæði í nýrri hverfum borgarinnar. Við tóku uppgangsár hjá Ása þar sem að brotist var í að koma upp góðu húsnæði fyrir stóra fjölskyldu, fyrst í Gnoðarvogi og síð- ar í Hraunbæ. Á þessum árum var Ási einn af hærri skattgreiðendum bæjarins enda dugnaðurinn ótak- markaður. Oft hefur reynt á þolrifin að standa sig. Við frændur komumst á unglingsár og öðruvísi uppátæki tóku við, svo sem að fara rúntinn eða eittvað lengra á lánsbílum sem oftast voru fengnir hjá Ása sem var ótrú- lega langlyndur við okkur, því að ekki komu bílarnir alltaf heilir heim. Ástvaldur Gunnlaugsson varð þekktur og vinsæll verktaki á þeim árum sem menn þurftu að hafa mikið langlyndi gagnvart bankastjórum er rekstrarfé fékkst ekki með góðu móti og reikningar fyrir unnið verk gátu verið erfiðir í innheimtu. Hann naut virðingar fyrir störf sín og var vinsæll meðal samferðamanna sinna og skyldmenna og minningin um hann er góð. Samúðarkveðjur sendi ég eiginkonu hans, börnum og öðr- um ættingjum. Sigþór Guðmundsson. Ástvaldur Gunnlaugsson                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Ossý, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 13.00. Jón Gunnar Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir, Stefán Pálsson, Ólöf Jónsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Auður Jónsdóttir, Kristinn H. Þorsteinsson, Ólafur Th. Jónsson, Hildur Guðjónsdóttir, Geir Hafsteinn Jónsson, ömmubörn og langömmubörn.                          Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA GUÐRÚN BALDURSDÓTTIR, Hamraborg 36, Kópavogi, sem lést föstudaginn 20. apríl verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningar- sjóð líknardeildarinnar í Kópavogi og heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins. Sæmundur Þorsteinsson, Guðrún S. Sæmundsdóttir, Sigurgeir H. Högnason, Þorsteinn B. Sæmundsson, María J. Hauksdóttir, Sigurður B. Sæmundsson, Svava Bjarnadóttir, Jakob Sæmundsson, Sunneva Jörundsdóttir, Guðlaugur Sæmundsson, Fríður Brandsdóttir, Baldur Sæmundsson, Ólöf Kr. Guðjónsdóttir, Sigurlín S. Sæmundsdóttir, Magnús P. Halldórsson, Kristján N. Sæmundsson, Unnur Þorbjargardóttir, Hallgrímur Sæmundsson, Þórhildur Þorbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, JÓN ÁSGEIR STEFÁNSSON frá Mjóafirði, verður jarðsunginn mánudaginn 30. apríl frá Grafarvogskirkju kl. 15.00. Alda Gunnarsdóttir, börn hins látna, tengdabörn, systir, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.