Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 32
M iðborg Berlínar iðar af lífi og menningu um þessar mundir, þar er að finna fjöldann allan af listasöfnum og glæsilegum bygg- ingum, svo ekki sé minnst á Brand- enborgarhliðið og hið þekkta þinghús Þjóðverja, Reichstag. Þessi tvö miklu mannvirki eru helstu kennileiti Berl- ínar en nú hefur enn eitt kennileitið komið til sögunar og er það í örskots- fjarlægð frá Brandenborgarhliðinu. Þegar að því er komið gefur að líta svæði sem er 19.073 fermetrar eða tveir fótboltavellir að stærð. Þar er fjöldinn allur af gráleitum klöppum sem skornar hafa verið til í mismun- andi stærð og hæð. Hér ber að líta framtak þýsku þjóðarinnar þar sem hún lýsir yfir ábyrgð sinni á voða- verkum nasista gagnvart gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Minnisvarðinn reistur Undir lok níunda áratugarins stofnaði þýski blaðamaðurinn Lea Rosh samtökin „Gagnsýni Berlínar“ til að þrýsta á að reistur yrði minn- isvarði um alla þá gyðinga sem nas- istar pyntuðu og myrtu í seinni heimsstyrjöldinni. Samtök Rosh nutu fljótt mikils stuðnings þar á meðal frá nóbelsverðlaunahöfundinum Günter Grass, Willy Brandt, fyrrverandi kanslara, og Christu Wolf rithöfundi. Samtökin fengu eins mikinn stuðn- ing almennings í Þýskalandi og lýsti ríkisstjórn Þýskalands yfir stuðningi við samtökin. Efnt var til samkeppni um útlit og hönnun minnisvarðans. Sigur úr být- Viðvörun til okkar allra Eitt áhrifamesta mannvirkið í Berlín er minnis- varðinn um helför gyðinga. Ólafur Kristján Sveinsson fjallar um minnisvarðann og sögu hans. Ljósmynd/Ólafur Kristján Sveinsson Gengið á söguslóð Saga Berlínar er vægast sagt viðburðamikil og átakanleg á köflum. minnisvarði 32 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hversu hátt stefnir þú? Þrjú fjárfestingarsöfn – þrjár mismunandi leiðir Hægt er að fjárfesta í ákveðinni leið eða vera í reglulegri áskrift. Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is ÖRUGGA SAFNIÐ 16,1% ávöxtun Stöðug ávöxtun, lágmarkssveiflur, lítil áhætta. • 75% skuldabréf • 25% hlutabréf 75% 25% Urriðaholt Nýtt hverfi. Ný hugsun. Nýr lífsstíll. Miðvikudaginn 2. maí verða haldnir tveir kynningar- fundir um rammaskipulag við Urriðaholt fyrir verktaka. Kynningarnar verða í golfskálanum við golfvöll Oddfellwow í Garðabæ; þær hefjast kl. 12.00 og kl. 17.00. Í Urriðaholti er sleginn nýr tónn í skipulagi byggðar á Íslandi og hefur skipulagið hlotið verðlaun og viðurkenn- ingar, m.a. frá stærsta fagfélagi bandarískra arkitekta. Við Urriðaholt mun rísa afar fjölskylduvæn og fjölbreytt byggð, í góðum samhljómi við náttúrufegurð svæðisins. Léttar veitingar í boði. Verið velkomin. Mathias Klapproth er 22 ára gam- all Þjóðverji og skoðaði minn- isvarðann og fræðslusetrið sein- asta sumar. Hann lýsir minnisvarðanum sem mjög áhrifa- miklum og sjónrænum. En það sem skildi mest eftir hjá honum er án nokkurs efa að hafa farið niður og í gegnum fræðslu- setrið sem liggur neðanjarðar. Það er reynsla sem hann mun aldrei gleyma. Mathias er á leiðinni heim í frí með tengiflugi frá Kaupmanna- höfn til Berlínar en hann vinnur við Kárahnjúkavirkjun og drepur tímann í flugvélinni með því að skoða myndir á fartölvu sinni frá Íslandi. Gerd Bertch er 65 ára gamall Berlínarbúi. Hann er mjög stoltur af því að þýska þjóðin hafi sjálf riðið á vaðið og hafist handa við bygginguna á þessum minn- isvarða. Þýska þjóðin væri með þessum hætti að axla ábyrgð á fjöldamorðum og pyntingum á gyðingum, sem væri vissulega skömm en að sama leyti ætti ekki að vera baggi á komandi kyn- slóðum Þjóðverja. Meike Sewering er 24 ára. Hún sat ásamt fjórum öðrum vinum sínum í tölvusetrinu sem staðsett er við upplýsingasal fræðsluset- ursins. Meike sagði þegar hún sá minn- isvarðann og steinahafið sem er 8 metrum fyrir ofan okkur, að fyrstu viðbrögð hennar hefðu ver- ið: „Er þetta allt og sumt?“ En eftir að hafa skoðað fræðslusetrið runnu á hana tvær grímur. Meike sagðist hafa vitað og les- ið um flest það sem fræðslusetrið hafði fram að færa en það var eitt atriði sem snerti hana mjög djúpt og fékk hana til að skilja betur þær hrikalegu þjáningar gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Er Meike las bréf úr dagbók ungs gyð- ingastráks í fyrsta salnum, sem hafði verið skrifað inn í skáldsögu, þá áttaði Meike sig á að gyðingar höfðu stundum engin ráð á að kaupa eða verða sér úti um dag- bækur til að skrifa minningar sín- ar í. Cluse Krings er þýskur leið- sögumaður og hefur farið með marga ferðamenn til Sachsenhau- sen-einangrunarbúðanna sem eru í nágrenni Berlínar. Sachsenhausen eru þær einangrunarbúðir sem Ís- lendingurinn Leifur Muller var fangi í og var neyddur meðal ann- ars til að fylgjast með er félagar hans voru teknir af lífi. Þegar Cluse fer með ferða- mannahópa til Sachsenhausen- einangrunarbúðanna og lýsir þeim hræðilegu atburðum sem áttu sér þar stað, fær það í hvert skiptið svo mikið á hann að hann hefur ekki þrek til að taka að sér fleiri verkefni þann daginn. Cluse er þeirrar skoðunar að peningunum hefði verið betur var- ið í að fjármagna heldur ferðir á milli Berlínar og Sachsenhausen- einangrunarbúðanna. Sú upplifun að ganga í gegnum hlið Sachsen- hausen og sjá með berum augum orðin sem var þar komið fyrir „Arbeit Macht Frei“, eða vinnan mun frelsa þig, fái hvern mann snortinn. Það voru veittar 27,6 milljónir evra í byggingu minnisvarðans. Samtök Lea Rosch gerðu þá skilyrðislausu kröfu að minn- isvarðinn í Berlín ætti eingöngu að vera tileinkaður gyðingum. Sú staðreynd er Cluse óskiljanleg, því ekki var spurt hverrar trúar við- komandi fangi væri í Sachsenhau- sen-einangrunarbúðunum, þegar matarbitunum var skipt á milli hungraðra fanganna. Eykur skilning á þjáningum gyðinga í seinni heimsstyrjöld Gestir lýsa áhrifunum af að heimsækja minnisvarðann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.