Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Mallorca 25. maí og 1. júní frá kr. 49.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca í lok maí og byrjun júní á frábæru tilboði. Bjóðum einstök kjör á gistingu á hinu vinsæla Las Gaviotas íbúðahóteli í Alcudia. Frábærar íbúðir sem bjóða góða staðsetningu og frábæran aðbúnað í sumarfríinu. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á Las Gaviotas íbúðahótelinu. Verð kr.59.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku á Las Gaviotas. Aukavika kr. 14.000. Verð kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku á Las Gaviotas. Aukavika kr. 14.000. Frábær gisting - aðeins 11 íbúðir Sértilboð - Las Gaviotas LÖNGUM hefur það verið við- kvæði í pólitískri umræðu hér- lendis, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ofmetinn í könnunum. Þetta er þekkt fyrirbæri erlendis, stórir flokkar eru iðulega ofmetnir eða jafnvel vanmetnir. Ástæður eru ýmsar og engin pottþétt aðferð til að meta skekkjuna. Vissulega hjálpar að könnuðir stundi við- urkennd vísindaleg vinnubrögð, taki slembiúrtök og reyni að meta hversu ná- lægt staðreyndum þeir komast hverju sinni. Kannanir eiga jú að endurspegla viðhorf allrar þjóðarinnar, ekki bara svarendahópsins. Skoðanakönnuðir reyna að finna út hversu vel tiltekin könn- un lýsir viðhorfum almennings með því að bera saman stað- reyndir um skiptingu allra lands- manna eftir kyni, aldri og búsetu, og skiptingu svarendahópsins eft- ir sömu atriðum. Ef til dæmis mun fleiri karlar eru í svar- endahópi, má búast við að könn- un gefi ekki rétta mynd af við- horfum þjóðarinnar. Flest góð könnunarfyrirtæki sem byggja á vísindalegu slembiúrtaki leiðrétta því niðurstöðurnar, það er kallað að vigta svörin. Karlasvör fengju einfaldlega minna vægi í könn- unarniðurstöðum. Þetta er við- urkennd aðferð og virkar vel, sé um að ræða venjulegar neyt- endakannanir. Pólitíska víddin Mikilvægt er fyrir könn- unarfyrirtæki að tryggja sem ná- kvæmastar nið- urstöður, því annars missa þau traustið sem viðskiptavild þeirra byggir á að stórum hluta. Breskir könnuðir lentu í vanda með kosn- ingaspár árið 1992 og tóku því til við að vigta eftir pólitískum staðreyndum. Þessa aðferð er hægt að nota hér. Gallup og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands spyrja alltaf „Hvaða stjórn- málaflokk kaustu í síðustu al- þingiskosningum?“ Staðreynd er að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 33,7% atkvæða árið 2003. Ef svarendahópur í könnun skiptist þannig að 43,7% segjast hafa kos- ið Sjálfstæðisflokkinn, þá þarf augljóslega að vigta svörin – minnka vægi þeirra sem segjast hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og að sama skapi auka vigt annarra flokka. Að öðrum kosti gefur við- komandi svarendahópur líkast til ekki rétta mynd af viðhorfum al- mennings í landinu. Eftirfarandi vangaveltur eiga vel við um Sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að hann reiðir sig á mjög trygga kjósendur, yfirleitt segjast 85–90% þeirra sem kusu flokkinn síðast, ætla að kjósa hann aftur. Ofmat á fylgi - vísbending Undirritaður hefur aðgang að gögnum úr Þjóðarpúlsi Gallups allt aftur til 1999. (Tekið skal fram að þessi skrif eru Gallup óviðkomandi.) Á myndinni Fylgi- ssveiflur og kaus-síðast frávik sjást tvö gröf sem sýna nið- urstöður úr könnunum frá því strax eftir kosningar 2003, til og með febrúar 2007. Rauða grafið – á hægri kvarða – sýnir frávik frá raunverulegu fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosn- ingunum 2003. Ef hlutfall kjós- enda Sjálfstæðisflokksins í svar- endahópi væri ætíð 33,7% eins og kosningaúrslitin, þá sýndi lá- rétta svarta línan á myndinni það hlutfall (núllpunktur á hægri kvarða). En hlutfall Sjálfstæð- isflokksins í svarendahópi Gallup hefur ætíð verið stærra en svo. Þess vegna hlykkjast rauða línan upp undir og yfir 10%, sem þýðir að í svarendahópnum sögðust allt að 45% hafa kosið Sjálfstæð- isflokkinn. Flokkurinn hlaut hinsvegar 33,7%. Bláa grafið á myndinni sýnir – á vinstri kvarða – fylgi Sjálfstæðisflokks- ins í könnunum Gallup, allt frá kosningum 2003. Athygli vekur hversu lík gröfin tvö eru, enda þótt ekkert sam- band sé á milli þeirra, þau byggj- ast á tveimur óskyldum spurn- ingum. Samanburður á tölum að baki þessum tveimur gröfum hér á myndinni leiðir í ljós 0,85 á Pe- arson-kvarða, sem þýðir að mjög mikil fylgni er á milli þessara tveggja algjörlega óskyldu talna- raða allan tímann frá síðustu kosningum. Vigtun Of stór hlutur fyrri kjósenda Sjálfstæðisflokksins í svar- endahópi veldur ýktu fylgi í könnunum. Gallup skráir vendi- lega svör manna við spurning- unni „Hvaða stjórnmálaflokk kaustu í síðustu alþingiskosn- ingum?“ og segjast rúm 8% svar- enda ekki muna hvað þeir kusu, en 12% til viðbótar neita að gefa upp hvað þeir kusu. Niðurstaða mín er sú að vigta fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt 80% fráviki frá kosningaúrslitum 2003. Sé 80% vigtun beitt til að meta fylgisþróun fyrir kosningar 2003 kemur í ljós að fylgi Sjálfstæð- isflokksins dansaði í kringum 35% síðasta árið fyrir kosningar. En samkvæmt könnunum var flokkurinn með 40-45% fylgi þar til nokkrum mánuðum fyrir kosningar, þegar fylgið „hrundi“. Heila rauða línan á meðfylgjandi mynd sýnir fylgisþróun Sjálf- stæðisflokksins samkvæmt Gall- up. Svo virðist sem kosningabar- átta flokksins hafi engin áhrif haft. Sama virðist upp á ten- ingnum núna, brotna rauða línan sýnir kannanatölur Gallup fram að apríl 2007. Fram til október- loka var Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 40% fylgi sam- kvæmt könnunum Gallup, en virðist hægt og bítandi tapa fylgi án þess að fá rönd við reist. Mun trúlegra er að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi – eins og 2003 – haldið kjörfylgi fram á haustið, síðan dalað en náð að auka fylgið á nýjan leik. Á myndinni Fylgi- sþróun Sjálfstæðisflokks 2002– 03/2006–07 má sjá að í marslok 2003 var Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt mínum útreikningum með 31,2% fylgi (sjá heilu bláu línuna), en náði sér á strik undir lok kosningabaráttunnar og hlaut 33,7% atkvæða á kjördegi. Í lok mars 2007 er Sjálfstæð- isflokkurinn samkvæmt sömu að- ferðafræði (sjá brotnu bláu lín- una) með 31,6% fylgi. Sjálfstæðisflokk- urinn er ofmet- inn í könnunum Jón Ásgeir Sigurðsson skrifar um skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokka » Ef svarendahópur íkönnun skiptist þannig að 43,7% segj- ast hafa kosið Sjálf- stæðisflokkinn, þá þarf augljóslega að vigta svörin – minnka vægi þeirra sem segjast hafa kosið Sjálfstæðisflokk- inn og að sama skapi auka vigt annarra flokka. Jón Ásgeir Sigurðsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur MBA. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.