Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 54

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 54
54 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Mallorca 25. maí og 1. júní frá kr. 49.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca í lok maí og byrjun júní á frábæru tilboði. Bjóðum einstök kjör á gistingu á hinu vinsæla Las Gaviotas íbúðahóteli í Alcudia. Frábærar íbúðir sem bjóða góða staðsetningu og frábæran aðbúnað í sumarfríinu. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á Las Gaviotas íbúðahótelinu. Verð kr.59.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku á Las Gaviotas. Aukavika kr. 14.000. Verð kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku á Las Gaviotas. Aukavika kr. 14.000. Frábær gisting - aðeins 11 íbúðir Sértilboð - Las Gaviotas LÖNGUM hefur það verið við- kvæði í pólitískri umræðu hér- lendis, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ofmetinn í könnunum. Þetta er þekkt fyrirbæri erlendis, stórir flokkar eru iðulega ofmetnir eða jafnvel vanmetnir. Ástæður eru ýmsar og engin pottþétt aðferð til að meta skekkjuna. Vissulega hjálpar að könnuðir stundi við- urkennd vísindaleg vinnubrögð, taki slembiúrtök og reyni að meta hversu ná- lægt staðreyndum þeir komast hverju sinni. Kannanir eiga jú að endurspegla viðhorf allrar þjóðarinnar, ekki bara svarendahópsins. Skoðanakönnuðir reyna að finna út hversu vel tiltekin könn- un lýsir viðhorfum almennings með því að bera saman stað- reyndir um skiptingu allra lands- manna eftir kyni, aldri og búsetu, og skiptingu svarendahópsins eft- ir sömu atriðum. Ef til dæmis mun fleiri karlar eru í svar- endahópi, má búast við að könn- un gefi ekki rétta mynd af við- horfum þjóðarinnar. Flest góð könnunarfyrirtæki sem byggja á vísindalegu slembiúrtaki leiðrétta því niðurstöðurnar, það er kallað að vigta svörin. Karlasvör fengju einfaldlega minna vægi í könn- unarniðurstöðum. Þetta er við- urkennd aðferð og virkar vel, sé um að ræða venjulegar neyt- endakannanir. Pólitíska víddin Mikilvægt er fyrir könn- unarfyrirtæki að tryggja sem ná- kvæmastar nið- urstöður, því annars missa þau traustið sem viðskiptavild þeirra byggir á að stórum hluta. Breskir könnuðir lentu í vanda með kosn- ingaspár árið 1992 og tóku því til við að vigta eftir pólitískum staðreyndum. Þessa aðferð er hægt að nota hér. Gallup og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands spyrja alltaf „Hvaða stjórn- málaflokk kaustu í síðustu al- þingiskosningum?“ Staðreynd er að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 33,7% atkvæða árið 2003. Ef svarendahópur í könnun skiptist þannig að 43,7% segjast hafa kos- ið Sjálfstæðisflokkinn, þá þarf augljóslega að vigta svörin – minnka vægi þeirra sem segjast hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og að sama skapi auka vigt annarra flokka. Að öðrum kosti gefur við- komandi svarendahópur líkast til ekki rétta mynd af viðhorfum al- mennings í landinu. Eftirfarandi vangaveltur eiga vel við um Sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að hann reiðir sig á mjög trygga kjósendur, yfirleitt segjast 85–90% þeirra sem kusu flokkinn síðast, ætla að kjósa hann aftur. Ofmat á fylgi - vísbending Undirritaður hefur aðgang að gögnum úr Þjóðarpúlsi Gallups allt aftur til 1999. (Tekið skal fram að þessi skrif eru Gallup óviðkomandi.) Á myndinni Fylgi- ssveiflur og kaus-síðast frávik sjást tvö gröf sem sýna nið- urstöður úr könnunum frá því strax eftir kosningar 2003, til og með febrúar 2007. Rauða grafið – á hægri kvarða – sýnir frávik frá raunverulegu fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosn- ingunum 2003. Ef hlutfall kjós- enda Sjálfstæðisflokksins í svar- endahópi væri ætíð 33,7% eins og kosningaúrslitin, þá sýndi lá- rétta svarta línan á myndinni það hlutfall (núllpunktur á hægri kvarða). En hlutfall Sjálfstæð- isflokksins í svarendahópi Gallup hefur ætíð verið stærra en svo. Þess vegna hlykkjast rauða línan upp undir og yfir 10%, sem þýðir að í svarendahópnum sögðust allt að 45% hafa kosið Sjálfstæð- isflokkinn. Flokkurinn hlaut hinsvegar 33,7%. Bláa grafið á myndinni sýnir – á vinstri kvarða – fylgi Sjálfstæðisflokks- ins í könnunum Gallup, allt frá kosningum 2003. Athygli vekur hversu lík gröfin tvö eru, enda þótt ekkert sam- band sé á milli þeirra, þau byggj- ast á tveimur óskyldum spurn- ingum. Samanburður á tölum að baki þessum tveimur gröfum hér á myndinni leiðir í ljós 0,85 á Pe- arson-kvarða, sem þýðir að mjög mikil fylgni er á milli þessara tveggja algjörlega óskyldu talna- raða allan tímann frá síðustu kosningum. Vigtun Of stór hlutur fyrri kjósenda Sjálfstæðisflokksins í svar- endahópi veldur ýktu fylgi í könnunum. Gallup skráir vendi- lega svör manna við spurning- unni „Hvaða stjórnmálaflokk kaustu í síðustu alþingiskosn- ingum?“ og segjast rúm 8% svar- enda ekki muna hvað þeir kusu, en 12% til viðbótar neita að gefa upp hvað þeir kusu. Niðurstaða mín er sú að vigta fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt 80% fráviki frá kosningaúrslitum 2003. Sé 80% vigtun beitt til að meta fylgisþróun fyrir kosningar 2003 kemur í ljós að fylgi Sjálfstæð- isflokksins dansaði í kringum 35% síðasta árið fyrir kosningar. En samkvæmt könnunum var flokkurinn með 40-45% fylgi þar til nokkrum mánuðum fyrir kosningar, þegar fylgið „hrundi“. Heila rauða línan á meðfylgjandi mynd sýnir fylgisþróun Sjálf- stæðisflokksins samkvæmt Gall- up. Svo virðist sem kosningabar- átta flokksins hafi engin áhrif haft. Sama virðist upp á ten- ingnum núna, brotna rauða línan sýnir kannanatölur Gallup fram að apríl 2007. Fram til október- loka var Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 40% fylgi sam- kvæmt könnunum Gallup, en virðist hægt og bítandi tapa fylgi án þess að fá rönd við reist. Mun trúlegra er að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi – eins og 2003 – haldið kjörfylgi fram á haustið, síðan dalað en náð að auka fylgið á nýjan leik. Á myndinni Fylgi- sþróun Sjálfstæðisflokks 2002– 03/2006–07 má sjá að í marslok 2003 var Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt mínum útreikningum með 31,2% fylgi (sjá heilu bláu línuna), en náði sér á strik undir lok kosningabaráttunnar og hlaut 33,7% atkvæða á kjördegi. Í lok mars 2007 er Sjálfstæð- isflokkurinn samkvæmt sömu að- ferðafræði (sjá brotnu bláu lín- una) með 31,6% fylgi. Sjálfstæðisflokk- urinn er ofmet- inn í könnunum Jón Ásgeir Sigurðsson skrifar um skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokka » Ef svarendahópur íkönnun skiptist þannig að 43,7% segj- ast hafa kosið Sjálf- stæðisflokkinn, þá þarf augljóslega að vigta svörin – minnka vægi þeirra sem segjast hafa kosið Sjálfstæðisflokk- inn og að sama skapi auka vigt annarra flokka. Jón Ásgeir Sigurðsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur MBA. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.