Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 31
fellt að sínu umhverfi, hversu skrýt- ið sem það er. En svona líf finnst mér varla fela í sér lífsgæði. Ég hræðist það að fara aftur til Suður-Afríku. Mér var boðið þangað en þorði ekki að fara. Ég er hrædd við það sem ég hef séð sem lögfræð- ingur þar úti. Og eftir þessi 14 ár hér er ég orðin góðu vön. Mér finnst þetta sárt því kannski þýðir þetta að ég muni aldrei aftur sjá fjölskyldu mína þar. Viðbrigði á Íslandi Það voru annars mikil viðbrigði fyrir mig að koma til Íslands. Sam- félagið var svo gerólíkt. Það var til dæmis á Íslandi sem ég sat í fyrsta sinn við næsta borð við blökkumann á veitingahúsi. Ég man líka fyrst eftir að ég kom hingað að ég var á gangi og fann einhvern nálgast mig á gangstéttinni. Þá hélt ég ósjálfrátt að hann ætlaði að hrifsa töskuna af mér. Eins var á kvöldin, ef ég heyrði einhvern öskra upp þá hélt ég að verið væri að drepa einhvern. En þá voru þetta bara ofureðlileg hljóð í unglingum að skemmta sér. Það er sem sagt ákveðin ofsóknarkennd sem fylgir því að búa í borg eins og Jóhannesarborg. En nú er ég komin úr þjálfun, farin að ryðga í tor- tryggninni. Að sumu leyti er Ísland eins og paradís í samanburðinum.“ En móðir þín, hvernig gekk henni að aðlagast þessum íslensku að- stæðum? „Það var erfiðara fyrir hana. Hún hafði rekið fyrirtæki með pabba í Suður-Afríku í 30 ár en þegar hing- að kom fékk hún bara vinnu í þvottahúsi á elliheimili. En síðustu árin var hún farin að starfa á tóm- stundaheimilinu þar. Fólkið þar elskaði hana mikið, hún var orðin mikilvægur partur af lífi þess. Pabbi hafði reynt að kenna okkur krökkunum íslensku á kvöldin þegar við bjuggum í Suður-Afríku en við sýndum því engan áhuga og skildum ekki hvers vegna við ættum að vera að læra þetta skrýtna tungumál. Við vorum tvítyngd á heimilinu, annars vegar töluðu pabbi og mamma ensku sín á milli og við okkur hin en hins vegar töluðum við systkinin afríkönsku okkar á milli og líka við mömmu. Það hvarflaði aldrei að okkur fyrr en um 1991 að við mynd- um flytja til Íslands. En pabbi hélt alltaf sambandi við fjölskylduna á Íslandi og afa (Axel Kristjánsson í Rafha). Og ég fann það síðar að þessar rætur auðvelduðu mér mikið að aðlagast íslenskum kring- umstæðum. Þær gáfu mér sjálfs- traust svo ég þorði að taka þátt í samfélaginu hér og varð smám sam- an stolt af því að tilheyra því. Ég hugsa oft um að ef ég hefði ekki haft þetta forskot hefði dvölin hér reynst miklu erfiðari. Við komuna til Íslands komst ég hins vegar að því að lögfræðipróf mitt var ekki tekið gilt hér, meðal annars vegna þess að ég talaði þá ekki íslensku. Það var töluvert áfall. En þá fór ég bara að vinna í eldhúsi á hóteli. Þar þurfti ég að vaska upp í fyrsta sinn í lífinu og allt í einu var ég komin í starf sem ég hafði þang- að til bara séð blökkumenn sinna. En mér líkaði það ágætlega og þarna lærði ég að það skiptir ekki máli hvaða starfi maður gegnir. Það skiptir öllu að hafa jákvætt hugarfar til starfsins. Þá getur maður verið stoltur af því sem maður gerir. Listdans í hríðarbyl En það var annað sem Erlendína kom með í farteskinu frá Suður- Afríku sem hjálpaði henni að festa rætur hér. Það var kunnátta hennar í listdansi á skautum. Sjálfsagt finnst einhverjum skondið að flytja kunnáttu í þeirri grein til Íslands frá Suður-Afríku. „Listdans á skautum er töluvert stundaður í Suður-Afríku. Ég byrj- aði 8 ára að læra skautadans. Við æfðum í skautahöll í Jóhann- esarborg, uppi á 6. hæð í veglegu húsi. Ég æfði til 17 ára aldurs og var þá farin að sýna listdans á sýn- ingum. Síðar er ég vissi að ég væri á leið til Íslands ákvað ég að læra skautaþjálfun aukalega því mér datt í hug að ég gæti nýtt mér hana hér. Ég kom í fyrsta sinn til Íslands í heimsókn, en ferðina fékk ég í út- skriftargjöf árið 1991. Þá var nýbúið að byggja skautasvell utanhúss í Laugardalnum. Ég fór þangað og fékk fljótt tilboð um að kenna skautadans hér. En í fyrstu auðvitað bara á útisvelli. Þá hafði ég aldrei á ævinni séð snjó. Og það var óneit- anlega holl reynsla að kenna 14 klukkutíma á viku jafnvel í hríð- arbyl! Nú eru hins vegar komnar þrjár innbyggðar skautahallir á Ís- landi, sú nýjasta í Egilshöll í Graf- arvogi. Greinin er í mjög hröðum vexti hér. Ég fór svo að læra íslensku í Há- skóla Íslands og sömuleiðis ensk málvísindi sem lauk með meist- araprófi nokkrum árum síðar. Þá hafði ég einnig lokið nokkrum nám- skeiðum í viðskiptafræði og við- skiptaensku sem ég er nú að kenna bæði í laga- og viðskiptadeild hér í HR. Ég kenni einnig fagensku fyrir ýmis fyrirtæki. Þannig er allt líkt og að smella saman í lífi mínu eins og í púsluspili. Ég er mjög ánægð í starfi mínu í HR. Mér finnst bæði mjög gaman að kenna þar og eins hjá Birninum í Grafarvogi þar sem ég kenni listdansinn. Ég hef spáð í að ljúka doktorsprófi í ensku. En kannski á ég eftir að enda í íþrótta- sálfræði. Lífið getur verið óútreikn- anlegt.“ Eins var á kvöldin, ef ég heyrði einhvern öskra upp hélt ég að verið væri að drepa einhvern. En þá voru þetta bara ofureðlileg hljóð í unglingum að skemmta sér. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 31 NÁMSAÐSTOÐ á lokasprett inum fyrir vorpróf in Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga • Álfabakka 12 Nemendaþjónustan sf. www.namsadstod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.