Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 38
S aga íslenskra utanrík- ismála er að mörgu leyti bæði dramatísk og spenn- andi. Þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918 fór danski konungurinn enn með utan- ríkismál landsins þannig að það var ekki fyrr en eftir árið 1944 að veru- lega fór að reyna á Ísland í samfélagi þjóðanna. Allar götur síðan hafa ut- anríkismál fengið blóðið til að renna hraðar í æðum þjóðarinnar. Í samræmi við friðar- og hlutleys- isstefnu sína var Ísland ekki stofn- aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1945 enda voru skilyrðin þau að lýsa yfir stríði á hendur Japönum og Þjóð- verjum. Ísland gekk hins vegar til liðs við Sameinuðu þjóðirnar ári síðar. Einar stærstu óeirðir Íslandssög- unnar urðu þegar Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu fimm árum eftir stofnun lýðveldisins, árið 1949, og ekki voru menn á eitt sáttir þegar bandaríski herinn/ varnarliðið kom til landsins tveimur árum síðar. Innganga Íslands í EFTA var umdeild árið 1970 og mik- ið gekk á þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum um miðjan síðasta áratug. Ástæðurnar fyrir mótmælum hafa verið misjafnar, allt frá þjóðern- ishyggju og til lagatæknilegra deilu- mála. En um hvað er tekist á þegar kem- ur að íslenskum utanríkismálum dagsins í dag? Enginn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis gerir kröfu um að segja upp EES- samningnum. Vinstri hreyfingin grænt framboð (VG) telur þó hags- munum Íslands betur borgið með tví- hliða samningum, þ.e. að ekki sé gengið til samninga í bandalagi við aðrar þjóðir, og formaður flokksins hefur enn efasemdir um að aðild að EES hafi staðist stjórnarskrá á sín- um tíma. Deilt um aðild að ESB Þegar kemur að mögulegri um- sókn um aðild að Evrópusambandinu eru Frjálslyndi flokkurinn, VG og Sjálfstæðisflokkur mótfallin því að svo stöddu þótt ástæður flokkanna séu misjafnar. Samfylkingin vill ein flokka að sótt verði um aðild og samn- ingaviðræður hafnar. Íslandshreyf- ingin vill láta gera úttekt á kostum og göllum aðildar á næsta kjörtímabili en Framsókn, sem einu sinni virtist heitari Evrópusinni, hvetur til upp- lýstrar umræðu óháð flokkadráttum og hefur látið gera úttekt á mögu- legum samningsmarkmiðum. Schengen-samningurinn hugnast fulltrúum flokkanna einnig misvel en hann felur m.a. í sér frjálsa för fólks yfir landamæri aðildarríkjanna og sameiginlega stefnu í málefnum hæl- isleitenda. Íslandshreyfingin, VG og Frjálslyndi flokkurinn gagnrýna Schengen, t.d. vegna kostnaðar við landamæraeftirlit og sameiginlegra reglna um vegabréfsáritanir. Hjá hinum flokkunum þremur kveður hins vegar við öllu jákvæðari tón. Varnir séu borgaralegar Stjórnmálaflokkar sem nú bjóða fram til Alþingis eru allir hlynntir veru Íslands í Atlantshafsbandalag- inu (NATO), að undanskildum Vinstri grænum sem þó eru ekki með háværa kröfu um úrsögn að svo stöddu. Hægra megin og í kringum miðju er samhljómur varðandi varn- arsamninginn við Bandaríkin.Vinstri græn eru hins vegar mótfallin honum og Samfylkingin áskilur sér rétt til að taka hann til endurskoðunar enda hafi ekki verið haft samráð við stjórn- arandstöðuna eftir að herinn/ varnarliðið fór af landi brott. Allir flokkar virðast sammála um að helstu áherslumál varðandi varnir landsins eigi að tengjast borgaraleg- um stofnunum, t.d. Landhelgisgæsl- unni og lögreglunni, en deilur rísa þegar kemur að öryggislögreglu eða varaliði með víðtækari heimildir til rannsókna, s.s. hlerana án rökstudds gruns um brot. Þá er vaxandi meðvit- und um ógnir sem tengjast umhverf- inu, t.d. vegna mengunarslysa á hafi og samhljómur um að varnir gegn slíku felist fyrst og fremst í alþjóðlegu samstarfi en ekki hernaðarlegum búnaði. Þverpólitísk sátt virðist ríkja um ís- lensku friðargæsluna eftir lagabreyt- ingar sem gerðar voru fyrir skemmstu, sérstaklega þar sem stjórnarandstaðan náði í gegn tillögu sinni um að friðargæslan beindi alfar- ið sjónum sínum að borgaralegum verkefnum. Listi hinna viljugu Eitt stærsta deiluefni sl. ára var stuðningur Íslands við innrásina í Írak sem Halldór Ásgrímsson og Dav- íð Oddsson stóðu að. Ekkert samráð var haft við Alþingi um ákvörðunina. Stjórnarandstöðuflokkarnir voru mjög ósáttir og halda enn á lofti há- værri kröfu um að Ísland verði tekið af lista hinna viljugu þjóða. Fram- sóknarflokkurinn hefur lýst því yfir að stuðningur Íslands hafi verið mistök en að fásinna sé að ætla að taka Ísland af umræddum lista enda hafi aðeins verið um fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu að ræða. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, segir að Ísland hafi aðeins stutt við uppbyggingu borgara- legra stofnana í Írak og endurreisn lýðræðis þar. Listinn hafi verið ein- hliða yfirlýsing frá Bandaríkjunum og sé í raun aðeins samantekt yfir lönd sem voru tilbúin að veita liðsinni sitt og skuldbundu sig fyrirfram að koma að uppbyggingu í Írak. Stjórnmálasamband við Palestínu Framboðið til Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna er umdeilt meðal stjórn- málamanna. Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin eru mótfallin því, einkum og sér í lagi vegna kostnaðar. VG setur fyrirvara bæði við kostn- aðinn og við hvernig atkvæði Íslands í ráðinu verði nýtt í umdeildum málum en Samfylkingin setur sig ekki upp á móti framboðinu enda sé um metn- aðarfullt markmið að ræða og fram- boðið geti leitt af sér meira aðhald fyrir utanríkisþjónustuna. Athygli vekur að flestir flokkanna lýsa sig hlynnta því að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki og taka upp samskipti við heimastjórnina. Fulltrúi Frjálslynda flokksins hefur samúð með málstað Palestínumanna en segir þó að málið hafi ekki verið tekið upp hjá flokknum. Samskipti við Palestínumenn hafa ekki verið á dagskrá Sjálfstæðisflokksins en að öðru leyti lýsa fulltrúar allra flokka sig reiðubúna til að taka upp stjórn- málasamband við Palestínu, að for- dæmi Norðmanna. Ísland í iðu alþjóðamála Allt frá stofnun lýðveldis- ins 1944 hafa utanríkis- mál valdið deilum á Ís- landi. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til Al- þingis í maí hafa ólíka af- stöðu í utanríkismálum. Halla Gunnarsdóttir ræddi við fulltrúa stjórn- málaflokkanna og dregur fram helstu ágreinings- efni þeirra í utanrík- ismálum.      2    ($3     0+   "   4,5 6789  #  : 1 $ ;  3     5 "                          ! !"    ! #                    !        !   !    Í HNOTSKURN » Allir flokkar nema Sjálf-stæðisflokkur eru tilbúnir til að taka upp stjórnmála- samband við Palestínu. » Áhersla nútímans er áborgaralegar varnir, ekki hernaðarlegar. » Að undanskildum Vinstrigrænum eru allir flokkar hlynntir aðild Íslands að NATO. » Enn er deilt um lista hinnaviljugu þjóða. » Samfylkingin vill einflokka sækja um aðild að ESB. halla@mbl.is utanríkismál 38 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.