Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 23
senda tugi erlendra fréttaritara út um allan heim. „Það kostar mikið fé að senda hvern og einn þessara blaðamanna til útlanda og það bætir ekki krónu við útbreiðslu blaðsins á þessu ári eða auglýsingatekjur,“ bætti hann við. „The New York Tim- es sendi þá út í þeirri trú að til lengri tíma litið hefði blaðið meiri þýðingu í hugum hinna óvenjulegu lesenda þess ef þeir fengju umfangsmiklar fréttir af heiminum og landinu.“ Graham getur sér þess til að ekk- ert bandarískt blað hafi hagnast meira á undanförnum árum en The New York Times. Þá komi honum að- eins í hug eitt stórblað, sem hafi jafn góð spil á hendi til að takast á við yf- irvofandi netvæðingu og The New York Times (ekki þarf að taka fram að þar hefur hann sitt blað, The Washington Post, í huga). „Peninga- stjóri Morgan Stanley, sem mælti með því að tveggja flokka fyrirkomu- lagið yrði lagt niður, vissi nákvæm- lega hvað hann var að gera,“ skrifaði Graham. „Það myndi færa honum gríðarlegan, skjótfenginn hagnað.“ Graham bendir á það í grein sinni eins og fleiri hafa gert einnig að kaupendur hlutabréfa, sem tilheyra A-flokki, vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu. Sulzberger keikur Arthur Sulzberger jr., formanni stjórnar og útgáfustjóra The New York Times, hefur áreiðanlega verið létt eftir ársfundinn á þriðjudag. Í frétt í The New York Times segir að hann hafi á fundinum varið störf sín og þá stefnu að horfa til örs vaxtar á sviði stafrænnar miðlunar í fjárfest- ingum. Hann hafi meira að segja fengið óvæntan stuðning frá Evelyn Y. Davis, hluthafa, sem í rúm 40 ár hafi gagnrýnt stjórnendur blaðsins á aðalfundum: „Arthur, við höfum ver- ið ósammála um margt. En ég elska þig. Hvað viltu meira?“ Þetta er áreiðanlega ekki síðasta atlagan að hlutabréfakerfinu, sem tryggir völd Ochs-Sulzberger fjöl- skyldunnar, en þessa stóð hún af sér. og þau nefndu hann Ming, sem merkir ljós. En þetta voru óvissu- tímar. Fang Fengdi var hætt að leika körfubolta og farin að fást við þjálfun. Um þetta leyti sneri hins vegar aftur til metorða í íþrótta- hreyfingunni í Sjanghæ embætt- ismaður, sem hún hafði átt þátt í að niðurlægja og útskúfa í menning- arbyltingunni árið 1967, þá 17 ára gömul. Zhu Yong hafði stjórnað íþróttastarfinu með harðri hendi. Í menningarbyltingunni endaði hann í þrælkunarbúðum þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Það tók hann tíu ár að vinna sig til metorða á ný og það vakti ekki fyrir honum að greiða götu Fang Fengdi. Hún var tekin úr þjálfun og látin í ræstingar á heimili fyrir íþróttamenn á eft- irlaunum og fékk ekki að koma ná- lægt þjálfun aftur. Óbeit á íþróttinni En Yao Ming óx hratt. Átta ára gamall var hann 1,70 metrar á hæð og móður hans fannst tími kominn til að hann byrjaði í körfubolta. Hann æfði fimm sinnum í viku, en þoldi ekki íþróttina. Hann dreymdi um að verða fornleifafræðingur. Hann fór þó á æfingarnar, „eingöngu fyrir foreldra mína, af virðingu við þá“. Hann var klunnalegur og það var gert grín að honum, en verri fundust honum þrotlausar æfingarnar og sí- felld endurtekningin. Þegar hann kom heim af æfingum fór faðir hans með hann aftur fyrir hús til að skjóta á körfu og lofaði honum gjöf fyrir hvert skipti sem hann hitti. Móðir hans gerði tilraun til að taka hann út úr íþróttauppeldiskerf- inu með því að skrá hann í hefðbund- inn skóla og gefa honum tækifæri á að einbeita sér að náminu. Ekkert reyndist athugavert við andlegt at- gervi Yaos, en hann var orðinn svo langt á eftir jafnöldrum sínum að móðir hans lét undan þrýstingi um að skrá hann í annan skóla þar sem íþróttir höfðu forgang. Haft hefur verið eftir æskuvini Yaos að ekkert hafi valdið honum jafn miklum von- brigðum og að fara úr skóla til að spila körfubolta. 14 ára var Yao orðinn 2,08 metrar á hæð og farinn að æfa eins og at- vinnumaður. Hann var hins vegar ekki sérlega hraustur og var settur á sérstakan kúr til styrkingar. Besti leikmaður Kína Yao var 17 ára þegar hann byrjaði að leika körfubolta í kínversku deild- inni. Aldrei hafði betri leikmaður komið fram á sjónarsviðið í kínversk- um körfubolta. Hann skoraði grimmt og í einum leik tók hann 21 skot og skoraði úr þeim öllum, sem er fá- heyrð hitni. Í úrslitakeppninni 2002 skoraði hann að meðaltali 40 stig í leik og tók 20 fráköst í úrslitakeppn- inni fyrir lið Sjanghæ, sem varð meistari í fyrsta skipti í hálfa öld. Það var ekki að furða að hann skyldi vekja eftirtekt útsendara NBA, en kínversk yfirvöld höfðu síð- asta orðið um það hvort hann fengi að leika í Bandaríkjunum. Margir vildu hagnast á hinum hávaxna leik- manni, bæði vestræn fyrirtæki og kínversk stjórnvöld, sem um tíma kröfðust þess að fá helming tekna hans. Kínverskir ráðamenn óttuðust að Yao myndi gerast landflótta fengi hann að fara. Þegar við blasti að honum yrði meinað að fara til Bandaríkjanna setti móðir hans hnefann í borðið og sagði að hann myndi aldrei leika körfuknattleik aftur færi svo. Þegar kom að því að velja ætti nýja leikmenn 2002 var hann efstur á listanum og hafði út- lendingur aldrei verið í þeirri stöðu áður. Það var hins vegar ekki fyrr en nokkrum klukkustundum áður en valið átti að fara fram að skeyti kom frá Peking um að Yao fengi að hleypa heimdraganum. Þá hafði hann gefið loforð um að halda tryggð við kínverska landsliðið. Houston Rockets valdi leik- manninn. Frumraun hans í NBA reyndist martröð þar sem ekkert gekk upp, en brátt fór að ganga betur og þegar hann skoraði 30 stig í tíunda leik sínum áttaði hann sig á að hann ætti erindi í deildina. Í hvert skipti, sem Yao stígur inn á völlinn, fylgjast tíu kínverskir blaðamenn með honum. Leikir í NBA eru sýndir á 14 stöðvum í Kína. Að auki fjalla átta tímarit og þrjú vikublöð um lítið annað. Hann finnur fyrir þeim væntingum, sem gerðar eru til hans í Kína, og óskar sérstundum að hann væri aðeins venjulegur leikmaður. „Þegar ég bregst finnst landsmönnum mínum líka að þeir hafi brugðist,“ var haft eftir Yao í vikuritinu Der Spiegel í liðinni viku. „Stundum er þrýst- ingurinn svo mikill að þegar ég stend og tek vítaskot finn ég hvernig hálsinn á mér herpist saman. Ég er 26 ára og allt mitt líf hefur snúist um að standa undir væntingum.“ » Stundum er þrýstingurinn svo mikill að þegar ég stend og tek vítaskot finn ég hvernig hálsinn á mér herpist saman. Ég er 26 ára og allt mitt líf hefur ávallt snúist um að standa undir væntingum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 23 Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókháls 5 – Sími 517 8050 Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is Vaxtalausar greiðslur! Nú getur þú eignast nýja byssu á frábæru tilboðsverði. Þú borgar sem svarar pizzamáltíð á mánuði og nærð þér í þína eigin gómsætu villibráð Nú er rétti tíminn til þess að fjárfesta í góðu skotvopni fyrir haustið því þú hefur allt sumarið til að æfa þig. Þú færð leirdúfurnar og skeetskotin í Sportbúðinni og Veiðihorninu Stoeger haglabyssur eru framleiddar í verksmiðju Beretta í Tyrklandi. Stoeger haglabyssurnar hafa verið einhverjar mest keyptu haglabyssur á Íslandi undanfarin ár. Það kemur okkur ekki á óvart því kaupin gerast vart betri á eyrinni. Stoeger P350 Synthetic pakki. Stoeger P350 pumpa. Synthetic skefti. 26” hlaup. Tekur 2 3/4”, 3” og 3 1/2” skot. Snúningsbolti frá Benelli. 3 þrengingar fylgja. Hörð plasttaska og 5 pakkar af 36 gr. Hull Ultramax skotum #4 fylgir. Aðeins 35.900 fyrir allt þetta eða aðeins 3.231 á mánuði í 12 mánuði og engir vextir. Stoeger P350 Camo pakki. Stoeger P350 pumpa. MAX4 camo skefti. 26” hlaup. Tekur 2 ¾”, 3” og 3 ½” skot. Snúningsbolti frá Benelli. 3 þrengingar fylgja. Hörð plasttaska og 5 pakkar af 36 gr. Hull Ultramax skotum #4 fylgir. Aðeins 39.900 fyrir allt þetta eða aðeins 3.575 á mánuði í 12 mánuði og engir vextir. Stoeger 2000 Synthetic pakki. Stoeger 2000 hálfsjálfvirk. Synthetic skefti. 26” hlaup. Tekur 2 ¾” og 3” skot. Bakslagsskift með sama skiftibúnaði og Franchi og snúningsbolta frá Benelli. 5 þrengingar og ólarfestingar fylgja. Hörð plasttaska og 5 pakkar af 36 gr. Hull Ultramax skotum #4 fylgir. Aðeins 54.900 fyrir allt þetta eða aðeins 4.862 á mánuði í 12 mánuði og engir vextir. Stoeger 2000 Standard pakki. Stoeger 2000 hálfsjálfvirk. Hnotu skefti. 26” hlaup. Tekur 2 ¾” og 3” skot. Bakslagsskift með sama skiftibúnaði og Franchi og snúningsbolta frá Benelli. 5 þrengingar og ólarfestingar fylgja. Hörð plasttaska og 5 pakkar af 36 gr. Hull Ultramax skotum #4 fylgir. Aðeins 56.900 fyrir allt þetta eða aðeins 5.025 á mánuði í 12 mánuði og engir vextir. Stoeger 2000 Camo pakki. Stoeger 2000 hálfsjálfvirk. MAX4 camo skefti. 26” hlaup. Tekur 2 ¾” og 3” skot. Bakslagsskift með sama skiftibúnaði og Franchi og snúningsbolta frá Benelli. 5 þrengingar og ólarfestingar fylgja. Hörð plasttaska og 5 pakkar af 36 gr. Hull Ultramax skotum #4 fylgir. Aðeins 62.900 fyrir allt þetta eða aðeins 5.540 á mánuði í 12 mánuði og engir vextir. Munið vinsælu gjafabréfin okkar Byssutilboðin eru einnig á vefsíðum verslananna Skotvopn eingöngu seld í Veiðihorninu og Sportbúðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.