Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 65 Suðurhlíðar Kópavogs Hlíðarhjalli 22 Kóp. Opið hús sunnudag milli 15 og 17 193 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Á efri hæð er inngangur, eldhús, snyrting, sjónvarpshol og stofa, parket á gólfum. Á neðri hæð eru fjögur rúmgóð svefnherbergi með parketi, flísalagt baðherbergi og þvottahús. Bílskúr er 29 fm og undir bíl- skúrnum er 29 fm herbergi með sérinngangi. Möguleiki er að opna inn á neðri hæð og vera með einstaklingsíbúð. Hugrún og Ragnar taka á móti ykkur milli kl. 15 og 17 í dag. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. 564 1500 30 ára EIGNABORG Fasteignasala Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög glæsilega 143 fm 4ra herb. hæð í nýju 3ja hæða húsi sem er í byggingu í hjarta Hafnar- fjarðar. Íbúðin afhendist fullbúin án gólfefna í ágúst 2007, með vönduð- um innréttingum og tækjum, flísalögðu baði og þvottahúsi. Eignin skipt- ist samkvæmt teikningu í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, bað- herbergi, 2 herbergi, vinnuherbergi, þvottahús og geymslu. Tvennar svalir, aðrar um 60 fm. Stór geymsla í risi sem býður upp á mikla mögu- leika. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi gsm 8960058 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Strandgata - Hf. Haunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt einbýli á tveimur hæðum, samtals um 359,7 fm. Þar af er bílskúr 62,4 fm. Um er að ræða vel staðsett timburhús í byggingu klætt að utan með múrsteini í hvítum lit og afhendist húsið fullbúið að utan en einangrað að innan, útveggir og loft. Allt efni í innveggi ásamt stiga milli hæða fylgir með. Húsið skiptist samkvæmt teikningu: Á neðri hæð er anddyri, hol, snyrt- ing, stofa, borðstofa, eldhús, fjölskyldurými, skrifstofa, þvottahús, geymsla og bílskúr. Á efri hæð eru þrjú barnaherbergi, baðherbergi, hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi inn af. Einnig er á efri hæð gott hol. Frábær staðsetning. Til afhendingar í ágúst 2007. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi gsm 896-0058. Dalaþing - Vatnsendi Gott einbýli á 2 hæðum, samtals um 138,5 fm, vel staðsett í hjarta Hafnarfjarðar. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan hátt ásamt því að lóð hefur verið endurskipurlögð. Glæsilegur garður m/só- lpöllum og tilheyrandi. V. 32,9 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi 8960058 Öldugata - Hf. Í sölu glæsilegt einbýlishús um 250 fm, vel staðsett á frábærum útsýnis- stað í Hvammahverfinu í Hafnarfirði. Falleg lóð með u.þ.b. 80 fm sólp- alli, frábæru útsýni og möguleika á aukaíbúð á neðri hæð. Húsið er skráð 234 fm en að sögn eiganda er 15 fm ósamþykkt rými á neðri hæð. Verð 63,7 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi 8960058 Háihvammur - Hf. - Glæsilegt Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG DYNSALIR 10 – KÓPAVOGI Mjög falleg og vel staðsett 3ja herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlis- húsi. Íbúðin er 102 fm og er með sérstaklega vönduðum innr., sér- þvottahúsi, baðh. með kari og sturtuklefa, stórum suðursvölum o.fl. Mjög gott útsýni – stórt opið svæði framan við húsið. Stutt í alla þjónustu. Verð kr. 26,5 m. Bjalla merkt Árni og Guðrún OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL 14 OG 15 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Mjög rúmgóð tveggja herbergja íbúð 71 fm í litlu fjölbýlishúsi í botnlangagötu. Einstaklega rólegt umhverfi. Íbúðin er mjög vel umgengin og húsið nýlega viðgert að utan. Opið hús í dag milli kl. 15 og 17 Bjalla merkt Sigfús og Margrét OPIÐ HÚS ÁLAGRANDI 10 – 107 RVK. Í GREIN í Mogganum sl. þriðju- dag þakkar Kristinn H. Gunnarsson sjálfum sér að hagvöxtur var sá sami á Vestfjörðum og á landsvísu árin 2000– 2001. Skýringanna er þó því miður ekki að leita í stjórnarfor- mennsku Kristins í Byggðastofnun þessi ár. Skýringin er ein- faldlega sú að fiskveiðar drógust verulega saman á árinu 1999 en juk- ust aftur á þeim tveimur árum sem um er rætt. Á árinu 2002 og 2003 drógust svo veiðar og vinnsla aftur saman. Hafi Kristinn stundað sjóinn á árunum 2000–2001 gæti hann hafa átt þátt í uppsveiflunni þá, en ekki sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Mér vitanlega kom hann þó hvergi nærri sjómennskunni á þessum tíma. Árið 2006 var hins vegar fyrsta árið í langan tíma sem Byggðastofnun skilaði hagnaði frá rekstri. Að baki er tími óeðlilega mikilla afskrifta sem m.a. stöfuðu af óskynsamlegum útlán- um fyrri ára. Framundan eru bjartari tímar og vinna við að efla starfsemi Byggðastofnunar. Ég á þá von heit- asta að menn sameinist nú um að efla þessa mikilvægu stofnun, láti af til- burðum til að tala hana niður eða skapa óróa í kring um hana. Mál er að linni. Enn af Byggðastofnun og Kristni H. Eftir Herdísi Á. Sæmundardóttur Höfundur skipar 2. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. ÞAÐ er með ólíkindum hvað Sjálf- stæðisflokkurinn í samstarfi við Framsóknarflokkinn hefur áorkað miklu í hinum gegnd- arlausu skerðingum á bótum frá al- mannatrygg- ingakerfinu í gegn- um TR sl. 12 ár, að þessi upphæð skuli vera hvorki meira né minna en 40 milljarðar. Það má segja að þeir hafi verið iðnir við kolann! Er ekki kominn tími til að þessir þreyttu herrar fái hvíld frá stjórntaumunum og þessum lagaspekingum sé veitt frí frá störfum! Og viðsemjendur TR fái fullar bætur sem þeir eiga svo sann- arlega inni hjá stofnuninni. Þessar skerðingar sem hér hafa átt sér stað sl. 12 ár á bótum frá TR verði aflagð- ar í eitt skipti fyrir öll. Hjón og sam- býlisfólk eigi alltaf sama réttinn á bótum sem einstaklingar og ekki sé gengið á rétt einstaklingsins, sam- anber dóm Öryrkjabandalagsins árið 2000. Við skulum ekki gleyma því að frá 1981 hefur Framkvæmdasjóður aldraðra verið notaður af stjórnvöld- um í allt önnur verkefni en honum er ætlað og hann var stofnaður til, þar á meðal uppbyggingu á hjúkr- unarrýmum. Ef sjóðurinn hefði verið notaður á þann hátt sem honum var ætlað, þá væru hér engin vandamál með hjúkrunarrými í dag, eins og dæmin sýna. Er ekki rétt að núver- andi heilbrigðisráðherra upplýsi þjóðina um hvernig þessum sjóði hefur verið varið undanfarin 12 ár í valdatíð Framsóknarflokksins og hér sé enginn „huldu-Árni á ferðinni, né tæknileg mistök“. Þessi sjóður ætti að vera vel bólginn af innistæðu, þar sem hann hefur ekki verið notaður eins og honum var ætlað og löggjaf- inn krafði alla einstaklinga á aldr- inum 18–75 ára til greiðslu í. Hér er kominn tími til að nota hann í rétta framkvæmd og það strax! Munið að hér ættu að vera til milljarðar sem þjóðin á, og engar refjar um það! Hvað er það í fari skerðingameist- aranna í núverandi stjórnarsetu sem eldri borgurum hugnast svo vel að þeir skuli kjósa þá alltaf aftur og aft- ur yfir sig – þar til þeir eru komnir á grafarbakkann og kjósa þá ekki meir! Það skyldi þó aldrei vera sú und- arlega staðreynd að þeir sem fram- kvæma skoðakannanir þessar sleppi þeim aldurshópi fólks sem kominn er yfir 67 ára aldurinn. Eru virkilega flokksböndin að drepa alla frjálsa og heilbrigða skoðun ykkar? Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja minna ykkur á að þetta eru samtökin ykkar og munið að merkja X-E hinn 12. maí 2007. Fellum meistarana í skerðingum Höfundur er stjórnarmeðlimur í baráttu- samtökum eldri borgara og öryrkja. Eftir Einar H. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.