Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 41 Stjórnmála- barátta er alþjóðleg „VIÐ LÍTUM á stjórnmálabar- áttu sem alþjóð- lega baráttu. Það kemur okk- ur við hvernig búið er að fólki annars staðar í heiminum,“ segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, þing- maður Sam- fylkingarinnar, og áréttar að arfleifð flokksins liggi í alþjóðlegu jafnaðarmannhreyfing- unni með sterk tengsl við femínisma og verkalýðshreyfinguna. Menntun, heilsugæsla og barátta fyrir kven- frelsi séu áhrifaríkustu tækin til að aðstoða fólk í fátækustu ríkjum heims til bjargálna. Að sögn Þórunnar hefur Samfylk- ingin gagnrýnt að ekki skuli hafa ver- ið mótuð stefna hér á landi í öryggis- og varnarmálum með hagsmuni Ís- lands að leiðarljósi. Flokkurinn áskilji sér fullan rétt til að taka þá samninga sem stjórnvöld hafa gert til endur- skoðunar enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna. „Öryggismál dagsins í dag eru allt annars eðlis en þau voru á tímum kalda stríðsins. Stærsta ógnin sem steðjar að Íslandi er tengd umhverf- ismálum, bæði hvað varðar loftslags- mál sem og ef umhverfisslys ætti sér stað í nágrenni landsins. Þessar ógnir eru þess eðlis að við þeim eru engin hernaðarleg svör,“ segir Þórunn og leggur áherslu á alþjóðlegt samstarf við að vinna gegn þessari vá. Aðild að ESB liggur undir Samfylkingin vill sækja um aðild að Evrópusambandinu og Þórunn segir að það liggi undir í kosningunum 12. maí. „Í þessu fælust mörg tækifæri fyrir almenning og atvinnulíf og um leið þurfum við að tryggja efnahags- legan stöðugleika hér á landi,“ segir Þórunn og segir jafnframt að Sam- fylkingin styðji framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Framboðið sé í það heila hollt fyrir ut- anríkisþjónustuna enda krefjist það aga og aðhalds. Þórunn telur friðargæsluna vera að þróast í rétta átt en að það henti Ís- landi að einblína á friðargæslustörf á vegum Sameinuðu þjóðanna, fremur en Atlantshafsbandalagsins. „Það skortir sannarlega ekki verkefni og við eigum að vinna að því sem rímar við ímynd okkar sem herlaus þjóð sem vill fara með friði,“ segir Þórunn og telur einnig að þróunarsamvinnu Íslands sé of þröngur stakkur sniðinn þar sem lögin heimili aðeins tvíhliða samvinnu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Safnaðu Knorr strikamerkjum Svona gerir þú: Klipptu strikamerkin af Knorr vörunum þínum og límdu inn í söfnunarheftið. Þegar þú hefur safnað 10 strikamerkjum fyllir þú út þátttökuseðilinn í heftinu, skilar því eða sendir til Ásbjörns Ólafssonar ehf., Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík, merkt „Strikamerkjaleikur“. Merktu þér seðilinn vel og tilgreindu hvaða hlut þú velur*. Innsendingarfrestur rennur út 30.06. 2007. Stóri vinningurinn: Nöfn allra þátttakenda fara í pott þar sem dregið verður um glæsilega vinninga. Þrír heppnir safnarar fá 100.000 kr. vöruúttekt í Kringlunni, hvorki meira né minna. Þú færð söfnunarh eftið í næstu verslun! *Á meðan birgðir endast. Strikamerkjaleikur Knorr gæti sent þig í 100.000 kr. verslunarferð í Kringluna Fyrir 10 Knorr strikamerki getur þú valið um: Svuntusett fyrir þig og barnið Hvernig væri að leyfa börnunum að spreyta sig í eldhúsinu? Safnaðu 10 strikamerkjum og fáðu svuntu fyrir þig og barnið á heimilinu. Lasagnefat sem passar fyrir plöturnar Þú losnar við að brjóta lasagneplöturnar til að koma þeim í fatið. Fyrir 10 strikamerki færðu Pyrex lasagnefat sem passar fullkomlega fyrir Knorr lasagneplötur. F í t o n / S Í A F I 0 2 0 5 2 0 Vantar ig skrifstofuhúsnæi? Til leigu 1400 m2 skrifstofuhúsnæi, 108 Reykjavík. Steinsteypt hús á remur hæum auk kjallara. Lyfta og agengi fyrir fatlaa. Húsi er á áberandi sta og hefur miki auglsingagildi. Húsinu tilheyra alls 33 bílastæ Upplsingar gefur Karl 892-0160 ea Aron 861-3889 Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf. www.kirkjuhvoll.com // aron@kirkjuhvoll.com // karl@kirkjuhvoll.com Trúverðugt sem herlaust land „VIÐ VILJUM að Ísland sé trúverðugt sem herlaust land og boðberi friðar í heim- inum,“ segir Margrét Sverrisdóttir, frambjóðandi Íslandshreyf- ingarinnar, og leggur áherslu á mótun heild- arstefnu í utanríkismálum. „Við teljum mikilvægt að draga úr kostnaði við utanríkisþjónustuna, t.d. með samnýtingu sendiráða, án þess að draga úr á mikilvægum póstum.“ Íslandshreyfingin styður veru Ís- lands í Atlantshafsbandalaginu sem og varnarsamninginn við Bandarík- in og lítur svo á að þær varn- arráðstafanir dugi. „Við eigum rétt á vörnum með aðild okkar að NATO og ég get ekki séð tilefni til að auka samninga um sýndarher- æfingar,“ segir Margrét og vill heldur sjá peningum varið til þyrlu- kaupa. „Þessir sérsamningar við Norðmenn og Dani þykja mér furðulegir og eiginlega fáránlegt sprikl. Röksemdin er að sýna fram á að ekkert tómarúm hafi orðið í öryggismálum eftir að varnarliðið fór en það er eiginlega bara eins og ríkisstjórnin sé að reyna að slá sér upp rétt fyrir kosningar,“ segir Margrét sem jafnframt er lítið hrif- in af framboði Íslands til Örygg- isráðsins. Margrét telur hugmyndir dóms- málaráðherra um varalið óþarfar og að heldur eigi að efla þær stofnanir sem fyrir eru í landinu. „Starf Björgunarsveita hefur verið ómet- anlegt og svo erum við með sér- sveit ríkislögreglustjóra sem ætti að geta tekist á við ákveðin verk- efni. Aðalatriðið er að hafa þær deildir vel mannaðar og að sam- starf við erlendar stofnanir sé gott.“ Kostir og gallar ESB Margrét er jákvæð í garð EES- samningsins og segir allt umhverfi viðskipta á Íslandi hafi tekið stór- stigum framförum, ekki síst vegna reglugerða sem eru tilkomnar vegna samningsins. Íslandshreyf- ingin vill nota næsta kjörtímabil í að gera úttekt á kostum og göllum aðildar að Evrópusambandinu. „Þetta er í raun ekki kosningamál þar sem ekki væri hægt að klára málið á einu kjörtímabili,“ útskýrir Margrét. „Við leggjum jafnframt mikla áherslu á að virða alþjóða- samninga og þá ekki síst þegar kemur að umhverfismálum,“ segir Margrét og leggur áherslu á aukin framlög til þróunarmála. Margrét Sverrisdóttir ÞAÐ ER sjálfsagt að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi ef það leiðir til góðs og samskipti þjóða þurfa að fara fram með orðum en ekki vopn- um, segir Kristján Guðmundsson, Baráttusamtökunum. Kristjáni þykir utanríkisþjónustan hafa þan- ist út að óþörfu . „Það á að vera leikur einn að sinna mörgum þeim störfum sem hinir svokölluðu sendi- herrar eru taldir vinna með aðstoð tækninnar og rafrænna samskipta. Það hefur engan stóran tilgang að koma ákveðnum persónum í hús- næði vítt og breitt um heiminn,“ segir Kristján og er jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland hafi fulla burði til að leggja sitt af mörk- um til þróunarstarfs. „En við þurf- um náttúrlega að huga að því að framlag okkar getur aldrei orðið í krónum talið í samanburði við stór- þjóðir.“ Sjálfstæðisbaráttan þá til lítils Að mati Kristjáns samrýmist að- ild að Evrópusambandinu ekki sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 1944. „Sjálfstæðisbaráttan sem fór fram á þeim tíma hefur ekki verið til mikils gagns ef ganga á í eitthvað bandalag sem er bara tímabundið,“ segir Kristján og spáir því að Evr- ópusambandið endist ekki lengi. „Þetta eru það ólíkir aðilar og það rifrildi sem þar hefur verið al- veg frá upp- hafi hefur sýnt að þar stjórnar ekkert nema peningarnir.“ Kristjáni þykir Atlants- hafsbandalagið (NATO) hafa sýnt og sannað gildi sitt í gegnum ára- tugi þótt það sé farið að útvíkka það óþarflega. „Það má segja að Atlantshafsbandalagið hafi stuðlað að friði í þessum heimshluta frá því að það var stofnað,“ segir Kristján og veltir því upp hvort NATO geti e.t.v. orðið arftaki Sameinuðu þjóð- anna með friðsamlega samvinnu þjóða að meginmarkmiði enda virð- ist þær síðarnefndu fremur mátt- litlar. „Við höfum ekkert að gera í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna,“ segir Kristján og vill að fjármunir sem varið er í framboðið séu nýttir á skynsamlegri hátt en í „ósk- hyggju sárafárra aðila sem telja sig vera stórkarla.“ Með orðum en ekki vopnum Kristján Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.