Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Höfuðslæða tilvonandi forsetafrúar í Tyrklandi valda uppnámi og deilum. Fjölmiðlar | Stéttskipting hlutabréfaeigenda í dagblaðinu The New York Times er umdeild, en fjölskyldan, sem stjórnað hefur blaðinu í fjóra ættliði heldur velli. Svipmynd | Yao Ming er þekktasti íþróttamaður Kína og var borinn í heiminn til að spila körfubolta. VIKUSPEGILL» Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is MENN minnast þess ekki að hún hafi nokkru sinni sést berhöfðuð á almannafæri. Hayrunisa Gul kýs að bera höfuðslæðu í samræmi við venjur og forskriftir íslams. Slíkt þykir ýmsum óhæfa hin mesta í Tyrklandi og áköfustu varð- menn hins veraldlega þjóðskipulags benda á að konum sé þar bannað að hylja hár sitt í op- inberum byggingum. Því telja þeir hinir sömu óhugsandi að næsta forsetafrú landsins beri höfuðklút í höllinni, sem forðum var heimili sjálfs Mustafa Kemals Ataturks, stofnanda Tyrklands. Hayrunisa Gul er 42 ára gömul eiginkona Abdullah Gul, sem trúlega verður næsti forseti Tyrklands. AKP-flokkurinn, stjórnarflokkur- inn í Tyrklandi, tilnefndi Abdullah Gul í emb- ætti forseta á þriðjudag og verður hann að lík- indum kjörinn forseti Tyrklands í atkvæðagreiðslum á þingi, sem hófust á föstu- dag og gert er ráð fyrir að ljúki 15. næsta mán- aðar. Flokkur réttlætis og þróunar, (ty. „Ada- let ve Kalkınma Partisi“, AKP), sem er hófsamt afsprengi íslamskrar hreyfingar, sem á sínum tíma var bannað að starfa í Tyrklandi, hefur 353 þingmenn á þingi Tyrklands þar sem 550 fulltrúar starfa. Þessi þingstyrkur, sem fékkst í krafti einungis 34% kjörfylgis, nægir ekki til að fá Gul kjörinn forseta í fyrstu tveim- ur umferðunum. Í þeirri þriðju og fjórðu, sem gert er ráð fyrir að fram fari 9. og 15. maí, næg- ir hins vegar einfaldur meirihluti á þingi. Stjórnarandstaðan hafði hótað því að snið- ganga forsetakosninguna sökum hinna ísl- ömsku tengsla frambjóðandans og við þá yf- irlýsingu var staðið á föstudag. Gul hlaut þá 357 atkvæði en stjórnarandstaðan kvað kosn- inguna ekki löglega þar sem tilskilinn og auk- inn meirihluti þingmanna (367 menn) hefði ekki verið viðstaddur. Kváðust leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að vísa málinu til stjórnarskrárdómstóls Tyrklands. Telji dóm- urinn kæru stjórnarandstöðunnar eiga við rök að styðjast verður atkvæðagreiðslan lýst ógild, þing vísast rofið og boðað til kosninga. Gul hét því á miðvikudag að hann myndi sem forseti virða hugmyndafræðilegan grundvöll ríkisins, vera fulltrúi þjóðarinnar allrar og ópólitískur í störfum sínum. Talsmenn Þjóð- arflokksins (ty. „Cumhuriyet Halk Partisi“, CHP), helsta andstöðuaflsins á þingi, sýndust lítt hrifnir af yfirlýsingum frambjóðandans. Mustafa Ozyruek, varaformaður flokksins, minnti á að Gul, sem nú sinnir embætti utan- ríkisráðherra, hefði jafnan reynst dyggur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar. Að auki væri ekki unnt að horfa framhjá fortíð hans. „Skoðun okkar er afdráttarlaust sú, að forset- inn verði að styðja hið veraldlega þjóðskipu- lag,“ sagði Ozyruek. Deilan snertir að sönnu sjálfan kjarna tyrk- neska ríkisins. Tyrkland var lýst lýðveldi árið 1923 og allt frá upphafi hefur kenningum land- föðurins Mustafa Kemal Ataturk um að rík- isvaldið skuli vera öldungis veraldlegt en ekki grundvallað á íslömskum lögum eða viðmiðum verið framfylgt af mikilli festu. Herinn í Tyrk- landi hefur jafnan reynst reiðubúinn að verja þjóðskipulag Ataturks telji foringjar hans því ógnað. Forseti tyrkneska herráðsins minnti á dögunum á að forseti ríkisins þyrfti að styðja hið veraldlega þjóðskipulag bæði „í orði“ og „í anda“. Fráfarandi forseti, Ahmet Necdet Se- zer, sem lýkur sjö ára kjörtímabili sínu nú í maímánuði, bætti um betur og lýsti yfir því, að aldrei áður frá stofnun ríkisins hefði aðskilnaði ríkisvalds og trúar (sem Ataturk lagði að jöfnu við „nútímann“) verið ógnað sem nú. „Síðasta vígið“ Sezer starfaði sem dómari áður en hann var kjörinn forseti og hefur jafnan varið hið verald- lega Tyrkland af hörku. Ummæli þessi lét hann falla þegar ljóst þótti að Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra hygðist bjóða sig fram til forseta. Erdogan, sem jafnframt er leiðtogi AKP-flokksins, er vændur um að hafa í forsætisráðherratíð sinni leitast við að auka hlut íslams á tilteknum sviðum samfélagsins. Í vikunni varð ljóst að herinn og hin pólitíska valdastétt myndi aldrei sætta sig við Erdogan í embætti forseta. Hann hætti því snarlega við og tilnefndi Abdullah Gul, utanríkisráðherra, í embætti forseta. Gul tók raunar við embætti forsætisráðherra eftir sigur AKP-flokksins í þingkosningunum 2002 þar sem Erdogan var þá meinað að fara fyrir ríkisstjórninni þar eð hann hafði hlotið dóm fyrir að lesa íslamskt ljóð á almannafæri. Erdogan tók við forsætis- ráðherraembættinu fjórum mánuðum síðar. AKP-flokkurinn var stofnaður á rústum Vel- ferðarflokksins (ty. „Refah Partisi“), sem fór fyrir ríkisstjórn Tyrklands 1996–1997 en var síðar lýstur ólöglegur fyrir þrýsting frá hern- um, sem taldi samtökin íslömsk og því ógnun við veraldlegt þjóðskipulag. Þáverandi for- sætisráðherra, Necmettin Erbakan, var þving- aður til að segja af sér árið 1997. Lýðræðið hefur hins vegar tilhneigingu til að gera herforingjum lífið leitt og þeir hafa getað sætt sig við stjórnarforustu AKP-flokks- ins og Erdogans ekki síst þar sem forseti landsins (og raunar einnig Evrópusambandið) hefur reynst tilbúinn til að stöðva sérhverja viðleitni til að auka íslömsk áhrif á hinu verald- lega sviði. Forseti Tyrklands er valdamikill og ræður m.a. yfir neitunarvaldi. Forseti, sem hallur er undir íslam, gæti því breytt ýmsu um arfleifð Ataturks. Fylgjendur hans segja for- setaembættið „síðasta vígi“ aðskilnaðar ríkis og trúar í Tyrklandi. Abdullah Gul, sem er 56 ára, telst einn nán- asti samstarfsmaður Erdogans forsætisráð- herra. Gul þykir hins vegar hallur undir Vest- urlönd og hófsemdarmaður þótt hann hafi á sínum tíma tengst Velferðarflokknum. Andófskonur Slæða Hayrunisu kann hins vegar að flækja málið og herða á eindreginni andstöðu við upp- hafningu eiginmannsins. Höfuðklúturinn er í huga dyggustu fylgismanna Ataturks tákn kvennakúgunar og hins pólitíska íslams. Af þeim sökum er konum bannað að hylja hár sitt í opinberum byggingum í Tyrklandi. Hayr- unisa hefur enda ekki stigið fæti inn í forseta- höllina í heil sjö ár; Sezer forseti hefur jafnan neitað að bjóða konum, sem bera höfuðslæðu, til opinberra athafna þar. Og á sínum tíma kærði Hayrunisa til Mannréttindadómstóls Evrópu þá ákvörðun stjórnar Háskólans í Ank- ara að meina henni að sækja þangað nám á þeim forsendum að hún neitaði að taka af sér höfuðklútinn. Hún lét málið niður falla er eig- inmaður hennar varð ráðherra. Emine, eiginkona Erdogans forsætisráð- herra, hylur og jafnan hár sitt en dætur þeirra tvær stunduðu nám í Bandaríkjunum, að sögn, til að komast hjá slæðubanninu. Kubra, rúm- lega tvítug dóttir Gul-hjónanna, ber hins vegar slæðu og stundar háskólanám. Líkt og fleiri ungar konur ber hún hárkollu yfir slæðunni og hylur þannig „raunverulegt“ hár sitt um leið. Þannig virða ungar konur bannið og gera um leið lítið úr því. AKP-flokkurinn vill afleggja slæðubannið en af því hefur ekki orðið sökum andstöðu varðmanna Ataturks. „Það að bera slæðu eða ekki er val hvers og eins og þann vilja ber að virða. Í lýðræðisríkj- um nýtur sérhver þegn réttinda og frelsis,“ sagði Abdullah Gul er hann var spurður um höfuðklút eiginkonu sinnar skömmu eftir að tilkynnt hafði verið að hann yrði forsetafram- bjóðandi stjórnarflokksins. Þessari yfirlýsingu hafa ýmsir andmælt með þeim rökum að slæðuburðurinn feli í sér áherslu á ójafna stöðu karla og kvenna; konur þurfi að gangast undir að hylja sig til að geta tekið þátt í samfélaginu við hlið karla. Hins vegar eru margir þeir sem teljast frjálslyndir fylgismenn hins veraldlega skipu- lags sammála þeirri afstöðu AKP-flokksins að afnema beri slæðubannið. Sedar Turgut, þekktur dálkasmiður skrifaði í blað sitt, Ak- sam, á dögunum að höfuðklútur Hayrunisu myndi engan vanda skapa. „Frú Gul er ef til vill íhaldssöm en hún er einnig nútímaleg. Hún hefur nú tekið að sér það verkefni að sameina tyrkneskar konur í krafti persónuleika síns.“ Seint mun ríkja eining um þessa niðurstöðu höfundarins og rás atburða á föstudag gefur til kynna að forsetakosningin verði til þess að auka mjög spennu í samfélagi Tyrkja. Höfuðklútur Hayrunisu Tilvonandi forseti Tyrklands tilheyrði forðum íslamskri hreyfingu og eiginkona hans hylur jafnan hár sitt  Upplausn ríkir á þingi og ákaft er deilt um hvort hinu veraldlega þjóðskipulagi sé ógnað AP Bann Hayunrisa og Abdullah Gul sækja ráðstefnu á Alþjóðlega kvennadeginum, 8. mars, í höf- uðborginni, Ankara. Í Tyrklandi er konum er bannað að hylja hár sitt í opinberum byggingum. ERLENT» »Höfuðklúturinn er í huga dyggustu fylgismanna Ataturks tákn kvennakúgunar og hins pólitíska íslams. Af þeim sökum er konum bannað að hylja hár sitt í opinberum byggingum. Hayrunisa hefur enda ekki stigið fæti inn í for- setahöllina í heil sjö ár. » Já, ég hef aldrei fengið nein-ar stöður sem ég hef sótt um. Ég hlýt að vera svona ofsalega lélegur í ráðningarviðtölum! Birgir Jakobsson , nýráðinn forstjóri eins virtasta sjúkrahúss Evrópu, Karolinska í Stokkhólmi. Birgir hefur sótt um tvær stöður í íslenska heilbrigðiskerfinu en ekki fengið. » Í dag er 21. öldin og við get-um ekki sætt okkur við að farið sé svona með menn á Ís- landi. Þorsteinn Njálsson , yfirlæknir við Kára- hnjúka, sem á miðvikudag afhenti Vinnu- eftirlitinu lista með nöfnum yfir 180 starfsmanna Impregilo sem unnið höfðu í aðrennslisgöngum virkjunarinnar und- anfarnar tvær vikur og veikst höfðu af völdum loftmengunar og/eða af mat- areitrun vegna aðstöðuleysis og lélegs umbúnaðar matvæla í göngunum. »Við gátum ekki skellt í lás ogsagt stopp. Oddur Friðriksson , yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúka, sem segir að 85–90% mælinga í göngunum hafa verið undir mengunarmörkum. »Konur eru einfaldlega settarundir aðra mælikvarða en karlar og verða oft fyrir meiri og óvægnari gagnrýni. Árangur minn og framganga í embætti utanríkisráðherra er t.d. veginn og metinn út frá öðrum for- sendum en hvað forvera mína varðar. Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra í erindi á Jafnréttistorgi í Háskólanum á Akureyri »Allir leikmennirnir eru velupp aldir, bæði af foreldr- unum og félaginu. Óskar Bjarni Óskarsson , þjálfari Vals, er liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitil í handknattleik karla. »Ef laxastofnarnir hverfatapa allir. Orri Vigfússon , formaður Vernd- unarsjóðs villtra laxa, sem hlaut Goldman-umhverfisverðlaunin á mánu- dag. Ummæli vikunnar Aðbúnaður Deilt er um fjölda þeirra manna sem leituðu til læknis sökum loftmengunar í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar. REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.