Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 90
Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is NÝ HÚSGÖGN sem hönnuð voru fyrir Alþingishúsið voru kynnt á föstudag af fráfarandi forseta Al- þingis, Sólveigu Pétursdóttur. Hönnuður húsgagnanna er Leó Jó- hannsson, húsgagnahönnuður og lektor við Háskólann í Linköping. Undirritaður brá sér á þessa kynn- ingu og mátaði stóla og sófa, en allt er þetta haganleg smíð og útlits- fögur hönnun sem tónar vel við liti veggja, teppa og gólfa í Alþingishús- inu. Sólveig sagði í ávarpi að hús- gögnin sem voru í Alþingishúsinu hefðu verið orðin „ærið ósamstæð“ og samtíningur frá ýmsum tímum þar sem öllu ægði saman. Ég gat ekki varist þeirri tilhugsun að það endurspeglaði kannski þingið, þar sætu menn frá ýmsum tímum og oft ærið ósamstæðir. En hvað um það. Öll húsgögnin eru úr eik og stól- arnir leðurklæddir með fögrum saumi. Leðurilminn lagði yfir sali og herbergi Alþingis og greinilegt að þar var ekkert leðurlíki á ferð. Leó hannaði stóla og borð fyrir 1. og 2. hæð Alþingishússins, að þingsalnum undanskildum. Goðar á glerplötum Þá eru stór og smá borð með gler- plötum og nöfn goða sem sátu í Lög- réttu grafin í hana í hring, með vísan í hvernig Lögrétta, æðsta stofnun Alþingis á þjóðveldisöld, leit út. Eng- in tvö glerborð eru eins og mismun- andi ártöl grafin í. Glerborðin eru ellefu. Eitt borðið er ferhyrnt og án ártals og sýnir heiti allra goðorð- anna. Tólfta glerplatan er svo á skáp inni á skrifstofu forseta Alþingis, en á henni er kort af Þingvöllum eins og þeir líta út í dag og eins og þeir eru taldir hafa litið út á tímum Lögréttu. Fundarborð er hægt að stækka eða minnka eftir þörfum. Fyrst prófaði ég stól með háum en grunnum örmum og er því ekki hugsaður sem hægindastóll. Í baki stólsins er stykki, eins konar brekka. Ég er ekki húsgagnahönnuður og kalla því hlutina sjálfsagt ekki sínum réttu nöfnum. Rassinn kemst ekki alveg upp að baki stólsins út af brekkunni. Ég fékk þær upplýsingar frá arkitekt á staðnum að þetta væri til þess að réttur stuðningur fengist við mjóbakið. Þó fannst mér eins og ég rynni dálítið fram, en sjálfsagt var það mínu vaxtarlagi að kenna eða afkáralegri setstellingu, hver veit. En setan var mjúk og þægileg. Þó ekki of mjúk. Jóhanna sátt í sínum stól Í fundarsal forsætisnefndar hitti ég fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmann. Við settumst þar í hæg- indastóla sem bera nafnið Reykjavík og bárum saman bækur okkar. Hægindastólarnir eru óneitanlega þægilegri en þeir fyrrnefndu, enda til hæginda. Jóhönnu fannst stól- arnir fínir, betri en þeir gömlu sem voru áður, en þeir voru á hjólum. Við ræddum brekkuna en hún truflaði Jóhönnu lítið. Sólveig Pétursdóttir var á sama máli þegar við mátuðum Reykjavík- ur-stólana í kringlunni. Stólarnir væru þægilegir og fallegir. Aðspurð sagði hún þingmenn ekkert hafa kvartað yfir gömlu húsgögnunum. „Menn tóku hins vegar alveg eftir því að sum húsgögnin voru svolítið úr takti við húsið og svolítið lúin,“ sagði Sólveig. „2006“-stíllinn Eftir spjall okkar Sólveigar hitti ég hönnuðinn, Leó, og kom upp um fáfræði mína þegar ég spurði hvort húsgögnin væru ekki dálítið í stíl hönnunar 7. áratugarins. Leó hló að þessu og sagði hönnunina bara sí- gilda og „2006“. Hægindastóllinn væri til dæmis sígildur „klúbb- hægindastóll“. „Skeifan er dálítið eins og skjöld- ur, þú situr dálítið innan í og um leið er stóllinn miklu opnari en venjulega því oftast eru svona stólar þrengri. Hann er öðruvísi en aðrir „klúbb- stólar“. Það eru miklar pælingar í þessum stól, hvernig þú lítur út þeg- ar þú situr í honum, að þú upplifir ör- yggi, getir orðið fyrir árásum og haldið þér í eitthvað,“ sagði Leó. Nú er bara að vona að þingmenn verði ekki fyrir árásum öðrum en munn- legum í ræðustóli. Sjón sögu ríkari Húsgögnin eru hönnuð til að lyfta upp því fólki sem starfar á Alþingi, að sögn Leós. Fundarstóllinn heitir til að mynda Valdi, því hlutverk hans er að minna þann sem situr í honum á þá ábyrgð sem á honum hvílir. Leó sagði borðin afar flókna smíð og á fárra færi. „Ég hef dálitlar áhyggjur af því að fólk átti sig ekki á því hvað þetta er flott,“ sagði Leó, og benti í því sambandi á fyrrnefndan skáp með myndum af Þingvöllum á glerplötu á skrifstofu forseta Alþing- is. Vonandi áttar fólk sig á því eftir þessa umfjöllun hversu mikið hefur verið lagt í verkið, en sjón er þó sögu ríkari. Ekki eru þó bara stólar til að sitja í heldur einnig tveggja sæta sófar. Ég mátaði einn slíkan, fagurlega flöskugrænan í stíl við hliðarsal Al- þingis. Hann er þægilegur setu en þó enginn sjónvarpssófi, of stuttur til að hægt sé að liggja í honum endilangur eftir erfiðar eldhúsdagsumræður. Menn geta þó setið þétt saman og rætt nýjustu lagafrumvörpin og þingsályktunartillögurnar, enda til þess gerður. Til hamingju, Alþingi. Hægindastóllinn Reykja- vík og fundarstóllinn Valdi Hönnuður nýrra húsgagna Alþingishússins vonast til þess að fólk átti sig á því hvað þau eru flott Himinlifandi Sólveig Pétursdóttir er hæstánægð með húsgögnin. Smíði þeirra kostaði 45 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Alþingis. Morgunblaðið/G.Rúnar Hægindi Jóhanna var sammála því að hægindastólarnir stæðu undir nafni. Brekkan „Rassinn kemst ekki al- veg upp að baki stólsins út af brekkunni.“ 90 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hve langt myndir þú ganga? Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Stranglega bönnuð innan 18 ára! eee EMIPIRE Þeir heppnu deyja hratt Next kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Shooter kl. 8 og 10:15 B.i. 16 ára Perfect Stranger kl. 6 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 4 - 450 kr. TMNT m/ísl. tali kl. 4 - 450 kr. Next kl. 3.30, 5.45, 8, og 10.15 B.i. 14 ára Next LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8, og 10.15 Pathfinder kl. 3.30, 5.45, 8, og 10.15 B.i. 16 ára The Hills Have Eyes 2 kl. 8, og 10.10 B.i. 18 ára Perfect Stranger kl. 8, og 10.30 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 2 og 4 Sunshine kl. 5.50 B.i. 16 ára TMNT kl. 2, 4 og 6 B.i. 7 ára Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir - Kauptu bíómiðann á netinu HEIMSFRUMSÝNING NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND! Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER TVEIR HEIMAR LOKAORUSTAN EITT STRÍÐ ER HAFIN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.