Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 28

Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 28
Erlendína er dóttir HilmarsKristjánssonar, athafna-manns og konsúls Ís-lands í Suður-Afríku. Móðir hennar, Aletta Maira Henn- ing, var afrísk eða Búi. Hún lést fyr- ir fimm árum. Svart og hvítt í Jóhannesarborg „Ég bjó í fínu hverfi í Jóhann- esarborg með sundlaug við hvert hús,“ segir Erlendína. „Við höfðum alltaf þjóna. Ein kona sem vann hjá okkur, Sarie, vann samtals í 25 ár fyrir fjölskyldu okkar, fyrst hjá ömmu minni og síðan hjá okkur. Hún var eins og partur af fjölskyld- unni og ól okkur krakkana í raun upp. Henni og mömmu þótti mjög vænt hvorri um aðra. Hún vann náið með móður minni við öll heim- ilisstörf. Það var mjög stór lóð við húsið okkar og þar stóð dálítið hús með baði, eldhúsi og sjónvarpi og öðrum þægindum. Þar bjó Sarie ásamt börnum sínum. En ég vissi aldrei neitt um manninn hennar. Þegar ég var ung stúlka blygð- aðist ég mín reyndar fyrir þetta framandlega nafn, Erlendína Krist- jánsson. Ég var góð í íþróttum en passaði mig alltaf á að koma ekki fyrst í mark í hlaupum því þá yrði þetta einkennilega nafn mitt kallað upp yfir hópinn. Ég gekk í ríkisskóla og allir klæddust skólabúningum. Stelp- urnar voru í pilsi og skyrtu með bindi. Reglur um útlit voru strang- ar, svo sem um hársídd og snyrt- ingu. Á hverjum morgni var safnast saman á skólalóðinni, sunginn gamli suður-afríski þjóðsöngurinn (sem nú hefur verið afnuminn), fáninn hyllt- ur og farið með bæn. Mér fannst þetta allt saman frekar erfitt, ég var mjög sjálfstæð í mér og vildi vera öðruvísi. Í skólanum var bara kennd saga þeirra hvítu en ekki minnst á sögu blökkumanna eða hvaðan þeir væru, ekki fremur en sú saga væri ekki til. Við lærðum heldur aldrei um Afr- íska þjóðarráðið (ANC). Við máttum ekki spyrja um slíkt og gerðum það heldur ekki. Okkur datt það hrein- lega ekki í hug. Enda höfðum við það svo gott í okkar heimi og þurft- um því einskis að spyrja. Við áttum heldur engin samskipti við blökku- menn aðra en þjóna. Alla mín skólagöngu kynntist ég aldrei neinu eðlilegu samneyti við blökkumenn. Verslunarhús, almenn- ingsgarðar og bekkir, allt var þetta aðskilið. Líka almenningsvagnar og auðvitað íbúðarhverfi. Ég hafði aldrei borðað á sama veitingastað og blökkumenn eða farið í bíó með þeim. Ekki einu sinni eftir að ég fór í háskóla, því þá skildi leiðir eftir skólann og blökkumennirnir fóru aldrei út með okkur hinum. Í fyrsta skipti sem ég heyrði fólk andmæla aðskilnaðarstefnunni var ég orðin 21 árs. Þá hitti ég hvítt fólk sem fylgdi Mandela að málum. Þá Lögfræðingur á hálum ís Erlendína Kristjánsson, aðjunkt í Háskólanum í Reykjavík, ólst upp sem hluti af hvíta minnihlutanum í Suður-Afríku. Síðan kynntist hún skuggahliðum lög- mannsstarfsins þar en býr nú á Íslandi og starfar jöfnum höndum við að kenna viðskiptaensku, laga- ensku og listdans á skautum. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við Erlendínu. Morgunblaðið/Ómar Lög og regla Erlendína kennir meðal annars lagaensku við Háskólann í Reykjavík, en hún vann um skeið hjá breskum lögmanni, sem fékkst við „glæpi götunnar“. Bernskuheim- ilið Í hverfinu sem Erlendína ólst upp í var sundlaug við hvert hús og fjölskylda henn- ar hafði alltaf þjóna. Í Jóhannesarborg Sama barnfóstran vann hjá fjölskyldu Erlendínu í 25 ár. Skólastúlkan Erlendína gekk í ríkisskóla þar sem all- ir klæddust skólabúningum.  lífshlaup 28 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.