Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 47 sig loks á því að hér er fullt af stelp- um sem vantar skautafélaga,“ grín- ast Guillaume. Settu markið á Ólympíuleikana Hann segir samstarf þeirra hafa verið ánægjulega lífsreynslu en áður hafði hann haft marga félaga. „En loks fann ég hana, einhvern sem vildi leggja virkilega hart að sér.“ Takmark þeirra var að keppa á Ól- ympíuleikunum í Tórínó 2006 en það gekk ekki upp. „Það var mjög erfitt fyrir okkur að taka ákvörðun um að hætta. Og að fara ekki á Ólympíu- leikana var mjög svekkjandi. Við vor- um búin að leggja hart að okkur en þetta gekk ekki upp.“ Ein af ástæðunum var að erfiðlega gekk að finna paraþjálfara við hæfi. „Það hittist einhvern veginn þannig á að þegar við byrjuðum fóru margir af þekktustu þjálfurunum á eftirlaun eða létust,“ segir Jennifer en bætir við að þau hafi þó fengið tækifæri til að vinna með hinum þekktu þjálf- urum Tamöru Moskvinu og Igor Moskvin. Ekki er hægt að fullyrða um að keppnisskautarnir séu endanlega komnir á hilluna. Í parakeppni er auðveldlega hægt að skauta til 35 ára aldurs en Guillaumer 26 ára og Jennifer á svipuðum aldri. Þau segja það skrýtna tilfinningu að par sem þau æfðu mikið með í Berlín lenti í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni og hampar nú Evrópumeistaratitlinum. Í æfinga- búðunum í Los Angeles síðasta sum- ar var verið að hvetja þau til að keppa á ný en þá voru þau búin að taka ákvörðun um að koma hingað. Ætla að vera lengur Örlögin voru búin að grípa í taum- ana og nú ætla þau sér að vera ár í viðbót á Íslandi. „Krakkarnir eru búnir að læra svo mikið, við erum búin að vera að breyta miklu og allir eru að aðlagast því. Á næsta ári ætti starfið að bera ávöxt og við ætlum að vera áfram til að sjá það gerast. Þegar við komum hingað ætluðum við að dvelja hérna í mesta lagi í nokkra mánuði. Við bjuggumst ekki við því að við yrðum svona hrifin af öllu hérna. Við erum mjög ánægð með framfarirnar sem þegar hafa orðið. Við erum búin að leggja hart að okkur og viljum fylgja þessu úr hlaði. Starfið er enn í mótun og strúktúrinn ekki nógu stöðugur til að við getum farið. Við erum líka að þjálfa íslensku þjálfarana til að þeir geti haldið þessu starfi áfram. Saga skauta er stutt á Íslandi. Við von- umst til að þess að geta miðlað af reynslu okkar, af því sem við höfum lært og mistökum okkar.“ Eitt af því sem þau miðla er keppnisreynsla. „Ég hef oft sagt við stelpurnar að þær eru ekki að keppa fyrir okkur. Þær verða að ákveða sjálfar hvort þær vilji keppa eða ekki. Keppnin er fyrir þær,“ segir Jenni- fer. Greinilegt er að þau velta mikið fyrir sér hvernig hægt sé að gera betur. „Við reynum líka að kenna þeim að borða rétt. Kenna þeim heil- brigða lífshætti og að hugsa jákvætt. Krakkarnir læra líka samskipti og að sýna öðrum íþróttamönnum virð- ingu,“ segir hún og Guillaume tekur við: „Við reynum að gefa þeim margt. Þetta er líka skóli lífsins. Öll vanda- málin sem maður lendir í hér lendir maður í fyrr en síðar í skóla eða vinnu. Því fyrr sem maður lærir að takast á við vandamálin, því betra. Lífið ekki alltaf auðvelt.“ Eitt af því sem þeim finnst ekki alltaf auðvelt er rigningin og þungbúinn grár himinn, eins og sá sem hangir rétt fyrir ofan Skauta- höllina í Laugardal þegar viðtalið fór fram. „Ef það rigndi minna væri þetta auðveldara. Við vinnum allan daginn í kuldanum, við erum vön honum! En það getur verið erfitt að fara út í grámann og sjá hvergi bláan himin,“ segir Guillaume en Jennifer á lokaorðið: „Þá fer maður að hugsa, ég er í vitlausri íþrótt! Af hverju er ég ekki golfkennari á Spáni,“ segir hún og hlær. „En við elskum þessa íþrótt.“ ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Búningurinn Stoltir fulltrúar þjóðlands síns. Guillaume og Jennifer „Við vissum nærri ekkert um Ísland áður en við komum hingað. Við vissum ekki við hverju við áttum að búast en langaði að gera eitthvað spennandi og fengum gott tækifæri til þess hér.“ Allri lántöku fylgir einhver áhætta. Breytingar á gengi, vöxtum og verðbólgu hafa áhrif á öll lán. Helmingaskipt húsnæðislán eru með afar lágum vöxtum vegna þess að helmingur lánsins er í erlendum lágvaxtamyntum. Ef krónan lækkar, þá hækkar lánið um leið. Þess vegna er hinn helmingur lánsins í íslenskum krónum til að draga úr gengisáhættu. Þannig reynum við að bjóða lága vexti með minni áhættu út af gengissveiflum heldur en ef lánið væri að fullu í erlendri mynt. Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í næsta útibúi, í þjónustuveri í síma 440 4000 eða www.glitnir.is Ráðleggingar um mataræði Fiskur að minnsta kosti tvisvar í viku eða oftar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.