Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 77 Hjólhýsaleiga í Danmörku Lengdu sumarið í leiguhjólhýsi frá ok- kur. 2007 módel. Erum einnig með tjaldvagna. Fullbúin og tilbúin í ferðalagið. Hafðu samband í síma 587-2200, 898-4500. www.vagnasmidjan.is Hjólbarðar Til sölu 4 notuð sumardekk á álfelgum og 4 notuð vetrardekk á felgum. Sumar- dekk 14” WANLI 185/60 R14. Vetrar- dekk 13” Eurowinter 175/70 R13. Selst allt saman á 20 þús. Upplýsingar í síma 868 8617. Fellihýsi Til sölu Coleman Mesa 12 feta fellihýsi. Vagninn er árg. 1998 upphækkaður, mjög vel með farinn. Skyggni, fortjald(net), ísskápur, raf- magnsdæla á vatni, spennir fyrir 240 volt o.fl aukabúnaður. GSM 8225450 Fleetwood Colonial 10ft. Fleetwood Colonial árg. 2005 til sölu. Er með ísskáp, miðstöð, sólarsellu, makrísu, útigrilli, heitu og köldu vatni og sturtu. Áhv. lán kr. 530 þ. Upplýsingar í síma 895 0031. Mótorhjól Til sölu HARLEY DAVIDSON FXST árgerð 1999. Hjólið er ekið 15.000 km og er ein- staklega vel með farið og með service-bók sem sýnir toppþjónustu. Aukahlutir og breytingar: Wind Screen-hnakktöskur og bracket For- ward control, Hyper Charger Sre- ming, Eagle-púst, jettaður blönd- ungur. Fullt af auka krómi og margt fleira. Verð 1.400 þús. Upplýsingar í síma 858 8320 Hjólhýsi til leigu Lengdu sumarið í leiguhjólhýsi frá okkur. Öll ný 2007 módel. Fullbúin og tilbúin í ferðalagið. Bæði á Íslandi og í Danmörku. Hafðu samband í síma 587 2200 eða 898 4500. www.vagnasmidjan.is Þjónustuauglýsingar 5691100 Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is stjörnuspá maí Fullt tungl í sporðdreka hrindir af stað vissri atburðarás 2. maí. Hún er kraftmikil og hefur sterk áhrif á fjármálin og kynlífið. Það er því tilfinningaríkt tímabil framundan, þar sem þróun og framvinda breyta núverandi stöðu þinni. Leitastu við að leysa peningavandamál, en líttu til lengri tíma í stað þess að redda þér fyrir horn. Peningaævintýri eru alls ekki lausnin. Þú munt þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir og þá kemur vinur til hjálpar. Tilfinningahitinn helst áfram út mánuðinn og það verð- ur duflað og daðrað. Ekki setja markið við einhvern ótrúlegan, láttu þér einhvern frábæran nægja. 8. maí fangar heimilið at- hyglina. Þá ríður á að taka engar rangar ákvarðanir. Hrútur 21. mars - 20.apríl Á fullu tungli 2. maí munu félagar og vinir skipa stóran sess. Ákafar samningaviðræður eða tilfinningar gætu komið upp, og þú munt skilja betur stöðu þína gagnvart vissum aðila. Ein- hverjir sýna þér mikinn áhuga og það gæti breytt samböndum þínum við aðra, hvort sem það er í viðskiptum eða ástum. 8. maí mun samband þitt við umheiminn og fólk yfir höfuð aukast til muna. Einhverjar tafir eða hindranir verða eftir það í sambandi við heimilið eða fjölskylduna, og líklega kemur þar við sögu ein- hver sérlega þrjósk manneskja. Peningaviðræður fara fram frá og með 11. maí, og þú veist ekki hvernig þú átt að snúa þér. Ekki treysta öðrum sem þykjast hafa óvenju mikið peningavit. Naut 20. apríl - 21. maí Ást eða peningar munu skapa aðstæður fyrir mikið drama 6. maí. Semdu við fólk sem lætur reyna á hlutina. Njóttu kynlífs. Passaðu þig á að flækjast ekki inn í vandamál annarra að óþörfu, nema þú gætir haft gaman af því. Peningar koma til tals, en stemningin í kringum þá verður óviss og óþægileg. Merkúr kemur inn í merkið 11. maí. Þá verður mikið að gera í vinnunni og orkan í kringum þig gæti orðið einum of mikil. Reyndu að forðast rifrildi og misskilning. 13. maí gæti orðið uppgjör, líklega í vinnunni. Mars fer inn í hrútinn 15. maí og þá styðja vinir við bakið á þér. Fáðu þá með þér í ferð svo þið getið öll slappað af, látið ykkur dreyma og horft á mannlífið. Tvíburi 21. maí - 20. j́úní Börn og elskendur setja svip á mánuðinn hjá þér. Einhver er ólmur í að tjá tilfinningar sínar og skapar elskulega stemningu. Vinir koma einnig til skjalanna, en standast ekki alltaf vænt- ingar þegar kemur að skipulagningu ferðalaga eða annarra æv- intýra. Andrúmsloftið á vinnustaðnum verður brothætt. Fólk veltir fyrir sér rétti sínum og óánægjuraddir heyrast. Styddu þá sem þarfnast þín. Einnig lætur ástin á sér kræla þar, hvort sem það er nýtt vinnustaðasamband eða meiriháttar rifrildi. Þessar sviptingar fá þig til að íhuga stöðu þína. Sólin færir sig inn í tvíburamerkið 16. maí og þá skaltu vinna bakvið tjöldin og alls ekki láta uppi það sem þú ert að vinna að. Ekki strax. Krabbi 21. júní - 22. júlí Að eiga við þá sem standa þér næst verður mikilvægt þennan mánuð. Hlustaðu vel á aðra. Fyrstu viku mánaðarins þarftu að leysa vandamál. Eitthvað sem þú bíður eftir lætur á sér standa. Einhver valdameiri eða eldri gæti reynst þér tregur í taumi. Ástin og peningarnir eru undir dularfullum þrýstingi og það gæti reynst skynsamlegt að fara lítið út á lífið. Í kringum 8. maí verður andrúmsloftið frekar ruglingslegt, en hlutirnir verða skýrari eftir 11. maí og fólk tekur að ræða saman aftur. Áætlun eða draumur getur reynst óraunsær, en lítur svo allt öðruvísi út þegar peningar tengjast honum. Þú gætir haft sterkar ástar- og kynlífshvatir. Njóttu þess ef réttu aðstæðurnar skapast. Ljón 23. júlí - 23. ágúst Fullt tungl í sporðdreka 2. maí fær fólk til að dást að útliti þínu og fágaðri framkomu. Þú ættir að leyfa þér einu sinni að trúa því sem fólk segir. Það er satt. Einhver áhrifaríkur gæti birst og jafnvel leitt þig á vit ævintýra þar sem peningar og ást skapa stemninguna. Það mun hafa mikil áhrif á líf þitt. Það eru þó ein- hver vandamál sem þarf að leysa og þar kemur eldri manneskja við sögu. Sýndu tilhlýðilega virðingu eins og þér er lagið, og málin leysast. Varðandi allar meiri háttar ákvarðanir er best að fylgja hjartanu, og ekki hlusta á þá sem vilja hafa vit fyrir þér. Þú gætir lent í rifrildi, en það gerir ekkert til. Stattu á þínu. Upp úr 8. maí viltu vera sem mest heima við. Meyja 23. ágúst - 23. september Þér finnst fólk eitthvað óvenju æst í kringum 6. maí. Þú skilur ekki í þessu, reynir að finna leið til að fá það til að brosa og ferð létt með það. Fáðu bara eina af þínum alræmdu hugmyndum og stemningin breytist um leið. Peningar flækja málin. Taktu strax á því, og haltu svo áfram að hafa gaman. Mikið verður að gera í vinnunni og orkan snýst mikið um vissa einstaklinga. Ekki láta það fara í taugarnar á þér og reyndu að forðast bæði rifrildi og misskilning. Mars færist inn í hrútinn 15. maí og virð- ast allir verða vinir á ný. Hvernig væri að þú skipulegðir ferð eða skemmtikvöld á vegum vinnunnar? Í öllum þessum svipt- ingum skaltu passa þig að gleyma ekki fjölskyldunni. Vatnsberi 21. janúar - 19. febrúar Fullt tungl í sporðdreka 2. maí hrærir upp í þér. Hvað er þetta? Litli viðkvæmni fiskurinn er eitthvað svo harður af sér þessa dagana. Njóttu þess og framkvæmdu allt það sem þér dettur í hug, láttu draumana þína rætast. Bæði ást og ferðalög koma við sögu, og það tengist manneskju sem þú hefur þekkt lengi eða vitað hver er. Vertu opinn fyrir nýjum tilfinningum, sem geta verið óvæntar. Fjölskyldan gæti þarfnast þín óvenju mikið, og ekki síst eldra fólkið og börnin. Elskhugar gætu þarfnast ráða þinna. Taktu öllum vel og reyndu að gera þitt besta, þótt þú sért ekki alveg viss hvað þú átt að segja. Ef þig langar mest til að vera heima undir lok mánaðarins, skaltu láta það eftir þér. Fiskar 20. febrúar - 20. mars Á fullu tungli 2. maí muntu njóta félagskapar nýrra vina. Það er gaman að vera heillandi og þú lætur ljós þitt skína. Leyfðu helst öðrum að ráða för, svo aðrir fái að njóta sín smávegis líka. Ein- hverjir sýna þér svo mikinn áhuga að þú þarft að skýra tilfinn- ingar þínar. Framandi heimar setja svip á líf þitt upp úr miðjum mánuði og ferðalög eru möguleg. Passaðu samt upp á peningana. Kringum 11. maí gætu orðið einhver leiðindi tengd fjármálum svo þú skalt vera með þitt á hreinu. Vinur gæti mögulega veitt þér mjög góð ráð. Sýndu fjölskyldunni áhuga undir lok mánaðarins og þú munt ekki sjá eftir því. Þú skalt ekki síst umgangast eldra fólk og börn, þau hafa góð áhrif á þig. Vog 23. september - 22. október Ást eða peningar eru vald fyrir þér og þú þarft ekkert að skammast þín fyrir það. Þennan mánuð muntu gera enn betur en vanalega við ástvini þína. Ástarlíf annarra kemur mikið við sögu, og þú skalt reyna að setja þig sem minnst inn í það, huga frekar að eigin ástarlífi. Óþægileg stemning skapast í kringum einhvern á vinnustað, jafnvel yfirmann. Merkúr siglir inn í tví- bura 11. maí. Þá reynir á að tala saman og leysa málin. Sýndu þína sterku samskiptahæfileika. Fjölskyldan reynist mjög vel og þú skalt borga það tilbaka. Veltu fyrir þér sannri vináttu. Mundu að þú átt ekki alltaf að taka af skarið í þeim málum, en það þýðir heldur ekki að neyða fólk til að vera vinir manns. Sporðdreki 23. október - 21. nóvember Ferðalög eða ferðaáætlanir setja svip á mánuðinn. Einhver hefur mjög sterkar skoðanir á hvert skal halda og þú ættir að leggja við eyrum, jafnvel þótt þessi aðili hafi ekki sömu hugmyndir og þú. Nýr heimur gæti lokist upp fyrir þér. Andrúmsloftið á vinnu- staðnum er ekki eins létt og skemmtilegt og oft, og þú ættir að reyna að redda því. Það gæti komið í veg fyrir rifrildi og önnur leiðindi. Þú ferð ekki varhluta af ástinni. Vertu viðbúinn og með allt á hreinu þegar hún bankar upp á. Ekki hugsa of mikið, láttu hjartað ráða för. Sólin færir sig inn í tvíburamerkið 16. maí og þá er rétti tíminn til að undirbúa skemmtilega uppákomu heima eða í vinnunni. En enginn má vita. Bogmaður 22. nóvember - 21 desember Þú þarft að eiga við sjálfan þig þennan mánuðinn. Þér finnst þú bæði neikvæður og allt of viðkvæmur. Reyndu að lífga upp á þig með því að gera eitthvað sem þér líkar vel. En vertu líka tilbú- inn að hlusta á ráð frá öðrum. Fyrsta vika mánaðarins fer mikið í þetta. Einhver sem þú virðir mikið hagar sér öðruvísi en þú býst við. Ekki láta það valda þér vonbrigðum. Ást og peningar koma til sögunnar en tengjast þér ekki beint. Vinur gæti lent í flækju með þetta og þá kemur þú til hjálpar. Njóttu þess að reynast góður vinur og þú færð það borgað til baka hundraðfalt. Eftir 11. maí eru allar aðstæður skýrari og skemmtilegri en áð- ur. Farðu þá út á lífið. Njóttu þess að elska og vera elskaður. Steingeit 22. desember - 20. janúar ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Sigurður Magn- ússon, bæjarstjóri Álftaness, skrif- uðu á fimmtudag undir samning um viðbyggingu við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Undirskriftin fór fram við hátíð- lega athöfn í Urðarbrunni, sam- komusal skólans. Núverandi forseti nemendafélagsins, Ásta María Harðardóttir, og verðandi forseti félagsins, Stefán Rafn Sigurbjörns- son, stýrðu athöfninni. Viðbyggingin verður um 1.000 fermetrar og með því verður hægt að fjölga nemendum og bæta að- stöðu starfsbrautar og verk- og list- námsgreina. Núverandi fjöldi árs- nema í skólanum er rúmlega 700. Morgunblaðið/Ásdís Stór áfangi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra, Gunnar Einarsson, bæj- arstjóri Garðabæjar og Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness. Stækkun Fjöl- brautaskólans í Garðabæ HALDIÐ verður kynningar- og myndakvöld í Þrúðvangi, Álafoss- kvos, í kvöld kl. 20 undir forskrift- inni STAFAFELL: Saga, náttúra, útivist. Umsjón hefur Gunnlaugur B. Ólafsson lífeðlisfræðingur, sem hefur um langt skeið skipulagt gönguferðir og verið leiðsögu- maður á þessu svæði. Lýst verður áformum um að tryggja sjálfstæði Stafafells sem sögulegrar, landfræðilegrar og úti- vistarlegrar einingar. Allir vel- komnir. Saga og útivist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.