Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 78
78 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á fimmtu-daginn undir-rituðu Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra, Jonas Gahr Støre, utanríkis-ráðherra Noregs, og Per Stig Møller, utanríkis-ráðherra Danmerkur varnar- samkomulag. Þetta eru tví-hliða ramma-samningar um víð-tækt sam-starf í öryggis- og varnar-málum og um aukin sam-skipti og sam-vinnu um almanna-varnir. Undir-ritunin fór fram Ósló en þar hófst óform-legur vor-fundur utanríkis-ráðherra Atlantshafs-bandalagsins. Sam-starfið byggist á Norður- Atlantshafs-samningnum, aðild landanna að NATO og þeim skuld-bindingum sem af þessu leiðir. Löndin eru sam-mála um að þau hafi margs konar sameigin-legra hags-muna að gæta á N-Atlantshafs-svæðinu. Megin-markmið þeirra sé að stuðla að varan-legum stöðug-leika og öryggi á þessu svæði. Varnar-samkomulag undir-ritað Ljósmynd/Scanpix Per Stig Møller og Valgerður Sverrisdóttir. Borís Jeltsín, fyrr-verandi for-seti Rúss-lands, lést á mánu-daginn Hann var 76 ára og lést úr hjarta-slagi. Jeltsín var minnst víða um heim. Stjórnmála-leiðtogar töluðu vel um hann og hrósuðu honum fyrir hug-rekki á erfiðum tímum. Jeltsín var fyrsti lýðræðis-kjörni for-seti Rúss-lands. Hann gegndi em-bættinu á árunum 1991-1999. Út-förin fór fram í Moskvu á fimmtu-daginn. Við-staddir út-förina voru þeir Bill Clinton og George Bush eldri, fyrr-verandi for-setar Banda-ríkjanna. Einnig Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leið-togi Sovét-ríkjanna, og John Major, fyrr-verandi forsætis-ráðherra Bret-lands. Þá minntist Pútín fyrir-rennara síns og sagði hann vera föður lýð-ræðis í Rúss-landi. Boris Jeltsín er látinn Boris Jeltsín Aukin þátt-taka ör-yrkja Á þriðju-daginn var haldinn opinn fundur með full-trúum stjórn-mála-flokkanna á Grand hóteli. M.a. var rætt um aukna atvinnu-þátttöku ör-yrkja. Full-trúar flokkanna voru nokkuð sam-mála um að það þurfi að gera eitt-hvað í málinu. Forsætis-ráðherra benti m.a. á niður-stöður nefndar um endur-skoðun örorku-mats og eflingu starfs-endur-hæfingar. Geir vill sjá þessar til-lögur nefndarinnar í fram-kvæmd sem fyrst. Enginn full-trúi útilokaði aukna þátt-töku ör-yrkja á vinnu-markaði. Björk á Billboard Lag Bjarkar „Earth Intruders“ komst um helgina í 84. sæti á banda-ríska smáskífu-listanum Billboard Hot 100. Lagið er á plötu Bjarkar „Volta“ sem kemur út 7. maí. Það er ekki enn komið út á smá-skífu en það er staf-rænni sölu í gegnum Netið að þakka að lagið er komið inn á Billboard-listann áður en það kemur form-lega út. Þetta er í annað skiptið sem Björk kemst með lag inn á þennan lista. Árið 1993 náði hún 88. sæti árið 1993 með laginu „Big Time Sensuality“. Stutt Á miðviku-daginn var til-laga hóps presta og guð-fræðinga um að prestar megi annast hjóna-vígslu sam-kynhneigðra felld. 64 at-kvæði voru á móti, en 22 með til-lögunni. Á presta-stefnunni var hins vegar sam-þykkt, með yfir-gnæfandi meiri-hluta, að leggja til við kirkju-þing að prestar megi form-lega blessa sam-búð sam-kynhneigðra. Skoðanir um málið voru mjög mis-jafnar. Sumum finnst of langt gengið með þessari niður-stöðu, en öðrum of stutt, og segja að „breytingin“ sé í raun engin. Til-laga á presta- stefnu felld Á miðviku-daginn af-henti Þorsteinn Njálsson, yfir-læknir við Kára-hnjúka, Vinnu-eftir-litinu lista með nöfnum yfir 180 starfs-manna Impregilo sem hafa veikst við að vinna í að-rennslis-göngum virkjun-arinnar seinustu 2 vikur. Or-sök veik-indanna er loft-mengun og/eða matar-eitrun. Þrír lögðust á sjúkra-hús en flestir eru búnir að jafna sig. Lands-virkjun segir að þeir 180 menn sem eru á listanum séu hrein-lega allir sem komu á heilsu-gæsluna 12.-22. apríl, og unnu sumir ekki í göngunum. Lands-virkjun og eftir-litið viti enn bara um 8 menn sem veikst hafa vegna loft-mengunar og 39 menn vegna matar-eitrunar. Impregilo ætlar að fara yfir listann og koma niður-stöðunni til yfir-valda, lík-lega Vinnu-eftirlitsins. Þorsteinn segir að á listanum séu bara þeir sem hafi haft ein-kenni eitrunar. Málið sé alvar-legt og hann hafi vísað því til sóttvarna-læknis, land-læknis og vinnu-eftirlits. Eitranir í göngum við Kára-hnjúka Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdót María krón-prinsessa og Friðrik krón-prins eignuðust dóttur um seinustu helgi. Þegar þau fóru heim af sjúkra-húsinu með litlu prinsessuna voru þau elt af blaða-mönnum og ljós-myndurum, og margar sjónvarps-stöðvar voru með beina út-sendingu. Mörg hundruð manns biðu fyrir utan sjúkra-húsið í von um að sjá litlu prinsessuna sem er svart-hærð eins og mamma sín. Margir Danir kalla prinsessuna Margréti, í höfuðuð á ömmu sinni. „Við höfum ekki enn ákveðið hvað hún á að heita,“ segir María. Prinessa fædd í Danmörku Reuters Verðu hún látin heita Margrét? Á sunnu-daginn urðu Vals-menn Íslands-meistarar í hand-knatt-leik karla þegar þeir sigruðu Hauka, 33:31, í loka-umferð úrvals-deildarinnar. „Ég hafði alltaf trú á því að strákarnir myndu vinna leikinn og vinna Íslands-meistara-titilinn sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari liðsins. Valur Íslands-meistari Morgunblaðið/Árni Sæberg Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.