Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 45
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 45 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Viðskipti við Sameinuðu þjóðirnar Fræðslufundur, fimmtudaginn 3. maí 2007 Radisson SAS Hótel Sögu kl. 8.30 -10.45 Útflutningsráð og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins halda fræðslufund um viðskiptamöguleika íslenskra fyrirtækja við Sameinuðu þjóðirnar. Dagskrá: • How to do business with the UN Niels Ramm, Procurement Specialist, UNDP • Reynsla af viðskiptum við Sameinuðu þjóðirnar Baldur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri innlendrar starfsemi Kvosar hf. • Útboðsvefir stofnanna Sameinuðu þjóðanna kynntir Arnþór Þórðarson, rekstrar- og fjármálaráðgjafi Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar ehf. Fundarstjóri er Berglind Ásgeirsdóttir, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins. Fyrirtækjum og einstaklingum gefst tækifæri á viðtalstímum með Niels Ramm frá kl. 11-16. Aðgangur er ókeypis en skráning á fræðslufundinn og viðtalstíma fer fram í síma 511 4000 eða með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is. R A PI P • AÍ S • 70 72 0 Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur V ið hjónin fórum á páska- dag á blænd deit. Við átt- um stefnumót við aðila sem við höfðum beðið eft- ir að hitta í tæpa níu mánuði og reyndar lengur ef út í það er farið. Við mæltum okkur mót á spítala nokkrum í hverfi heilagrar Móniku. Á fyrstu klukkustundunum kynnt- umst við fimm hjúkrunarkonum. Þetta var heldur svona undarlegt því þær voru ekki fyrr búnar að kynna sig en þær kvöddu með virktum og kynntu næstu hjúkku til leiks. Enginn skortur á mannafla þar. Allar lögðu þær fyrir mig spurn- inguna: Hvað ertu með mikla verki á skalanum 1–10? Ég lærði fljótt að ef ég svaraði fjór- ir þá gerðist ekki neitt. En með því að svara sjö fékk ég innspýtingu af af- bragðs eiturlyfi sem var í boði húss- ins. Því svaraði ég ævinlega sjö. Þegar ég var farin að þvaðra helst til mikið ákvað maðurinn minn að labba sig niður á kaffiteríuna á neðstu hæðinni og gekk í flasið á lögreglu- þjónum með alvæpni sem báru á milli sín mann sem hafði fengið skotsár í nærliggjandi götu. Það var greinilegt að við vorum ekki á Landspítalanum. Við hjónin fengum bæði armbönd til að auðkenna okkur og einnig var útbúið örlítið handjárn til að skreyta væntanlegan erfingja með. Handjárnið var þeim eiginleikum búið að setja viðvörunarbjöllur spít- alans af stað ef einhver gerði sig lík- legan að hafa barnið á brott. Ég spurði í kæruleysiskóma hvort það væru mikil brögð að því að börn væru tekin traustataki og var fálega svarað neitandi. Eftir því sem á daginn leið jókst sóttin og þegar ég var farin að tala ís- lensku við hjúkkuna og ensku við manninn minn þáði ég mænudeyf- ingu í fyrsta sinn. Þegar ég hafði fengið hana varð ég öskureið. Hvaða sadisti fann upp á því að það væri betra að konur gengju deyfing- arlausar í gegnum fæðingar? Ég hugsa með hryllingi um fæð- ingar eldri dætra minna þar sem ég þrjóskaðist við að eignast börnin á sem náttúrlegastan máta. Þvílíkt bull. Það var kærkomið að fæða barn án þess að vera hálf meðvitundarlaus af kvölum. En það var furðulegt að eignast barn á ensku. Það er einhvernveginn hálf bjánalegt að þurfa að tjá sig á er- lendri tungu í svona kringumstæðum. Mér fannst í raun eins og ég væri gestaleikari í illa skrifaðri amerískri læknasápu. Kona: Does she look normal? Doktor: Ten fingers! Ten toes! Kona: (skelkuð)That́s it? Doktor: No, no. It́s a perfectly healthy little girl. Kona (brestur í grát af gleði) Ég mátti vera þrjár nætur á spít- alanum og fékk að hafa manninn minn hjá mér. Þvílíkur lúxus. Ætli það sé sami sadistinn og sá sem fann upp deyfingarlausu fæðingarnar sem heldur því fram að konum sé fyrir bestu að rjúka út af spítalanum sam- dægurs? Að þessu leyti hafa kvenrétt- indi minnkað til muna frá því að það þótti sjálfsagt að konur lægju á sæng og fengju að vera á spítalanum jafnvel viku tíma. Því er miskunnarlaust haldið fram við konur að það sé svo frábært að geta bara farið beint heim. Konur hafa kokgleypt þessa lygi og stæra sig jafnvel af því að ganga í blóðbönd- unum beint út á bílaplan. Meira bullið! Það sem var undarlegast við þessa spítalavist var það að mega ekki yf- irgefa spítalann nema í hjólastól. Ég þráaðist við og sagðist vel geta gengið en það varð engu tauti við hjúkkurnar komið og þær skelltu mér í hjólastól- inn og slepptu ekki af mér hendi fyrr en þær voru búnar að spenna á mig bílbeltið í bílnum okkar. Þá datt ég loks úr ábyrgð. Við keyrðum löturhægt í burtu með litla Ameríkanann í aftursætinu. Á okkar ábyrgð. Að eignast barn á ensku Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.