Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 61 þeirri stöðu þ.e. bæjarstjóra. Í sama viðtali sagði hann þó að þar sem það hefði verið krafa Sam- fylkingarinnar við meirihlutamynd- un í bæjarstjórn að fá embætti bæjarstjóra í 1 ár gæti hann ekki efnt þetta. Ég held þó að þarna hafi metn- aður ráðið meiru en hann hafi þarna þóst finna einhverja afsökun. Hver man nú ekki eftir þytnum sem varð við brotthvarf Ingibjarg- ar Sólrúnar úr stóli borgarstjóra? Hart var að henni sótt. Það sama gerðist hér ekki enda Akureyr- ingar seinþreyttir til vandræða og Kristján Þór slapp billega frá þessu. Eins og ég áður sagði tel ég að maður í stöðu sem hann eigi að af- sala sér stöðu bæjarfulltrúa við kjör á þing. Geri hann það ekki eða aðrir sem líkt er ástatt um tel ég það ann- aðhvort ofmetnað eða að horft sé á launin. Það hefur stundum verið sagt að ýmsir hæfir einstaklingar fáist ekki til þingframboðs og setu vegna launanna. Þarna verða menn að velja og þótt biðlaunin sem Krist- ján Þór tók úr bæjarsjóði dugi hon- um nokkuð sem meðgjöf fyrst um sinn sér hann e.t.v. fram á 4 mögur ár. Kannski hyggst hann bæta sér það upp með því að sitja áfram sem bæjarfulltrúi. Séu menn kosnir til þings hef ég álitið það vera vegna þess að þeir vilja standa að lagasetningu og betrumbótum á löggjöf og koma hugsjónum sínum fram. Til að standa gegn ofurvaldi framkvæmdavaldsins (ráðherra- og ráðuneytaræðisins) hefur mér skil- ist að þingmenn þurfi að vera vel á verði og löggjafarvaldið er ein grein hins þrískipta valds og hefur oft heyrst að þingmönnum þyki framkvæmdavaldið seilast of langt og þeir geri nánast ekki neitt ann- að en stimpla með atkvæði sínu frumvörp frá ráðherrum. Þess vegna held ég að þingmönnum veiti ekki af öllum tíma sínum til að sinna þeim málum sem þeir vilja koma fram og öðru sem þingseta býður þeim. Telji menn sig ekki geta slíkt vegna lélegra launa eiga þeir ekki að setjast á þing. Ég hef sett hér fram þessa skoð- un mína og vildi gjarna heyra álit fólks á þessu, þ.e. því að sami mað- ur gegni starfi þingmanns og sitji sem aðalmaður í sveitarstjórn. Finnst fólki slíkt kannski bara gott og blessað? Mér finnst það ekki og ég hvet það fólk sem er í slíkri stöðu að hugsa sitt ráð og sýna hvoru starf- inu sem það velur eigi það kost á báðum þá virðingu sem störfum þessum fylgir og velja á milli. Höfundur er lögmaður og félagi í Samfylkingunni. JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM Sjá nánar á www.fmeignir.is www.fasteignamidstodin.is STÓRGLÆSILEGT 2.820 FM STÁLGRINDARHÚS Húsnæðið er einstaklega vel staðsett rétt við Sundahöfn. Húsnæðið sam- anstendur af 1.733,4 fm vörulager, lofthæð við útveggi 10,7 m en hæð við mæni er 12,7 m. Á húsinu eru þrjár stórar innkeyrsludyr, og er hver þeirra 4,70 m á breidd og 4,23 m á hæð. Búið er að setja upp ca. 647 fm milliloft sem skiptist í 523 fm á annarri hæð en þar eru skrifstofur, kaffistofa, lager o.fl. Yfir annarri hæð er 124 fm skrifstofurými með góðu útsýni yfir vinnusal. Húsnæðið er einangrað. Í húsnæðinu er mjög öflugt loftræstikerfi. Stórt mal- bikað plan er fyrir framan húsið. Stutt í allar helstu flutningamiðstöðvar svo sem : Flytjanda og Landflutninga. Allar frekari upplýsingar veitir Leifur Aðalsteinsson í síma : 820-8100 KLETTAGARÐAR ATVINNUHÚSNÆÐI *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá glæsilegan 178,3 fm sumarbústað ásamt 19,3 fm úti- húsi og ca 150 fm timburverönd á rúmlega 1 hektara eignarlóðvið Ásabraut 2-4 í Ás- garðslandi í Grímsnesi. Bústaðurinn selst í byggingu, fullbúinn að utan, en tilbúinn undir tréverk að innan og er tilbúinn til afhendingar við kaupsamning. Þetta er sér- lega vandaður og glæsilegur sumarbústaður á góðum útsýnisstað í fallegu sumar- húsalandi í Grímsnesi. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll, fasteignasali, hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Verð kr. 32,5 m. Glæsilegur sumarbústaður í Grímsnesi Fallegt 224,7 fm einbýlishús á einni hæð með bílskúr og vinnustofu við Barrholt í Mosfellsbæ. Um er að ræða „hefðbundið“ 174 fm einbýlishús í Mosfellsbæ, en á síð- asta ári var byggt við húsið 50 fm vinnustofa sem eftir er að fullklára. Hún gæti einnig vel nýst sem stór bílskúr, unglingaherbergi eða aukíbúðarrými. Frábær stað- setning, rétt við alla þjónustu og skóla. Verð kr. 49,5 m. Lúðvík, s. 897-7518 tekur á móti gestum í dag á milli kl. 14-15. OPIÐ HÚS Barrholt 10 – Mosfellsbæ Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali. Sími 586 8080 • Fax 586 8081 www.fastmos.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.