Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 26
|sunnudagur|29. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Eitt áhrifamesta mannvirki í Berlín er minnisvarði um helför gyðinga og er það eins og tveir fótboltavellir að stærð. » 32 minnisvarði Sumarið er komið og þá er ekki langt í fyrstu löggiltu sum- armyndina af nokkrum tugum, aðallega framhaldsmynda. » 36 kvikmyndir Allt frá stofnun íslenska lýð- veldisins árið 1944 hafa utan- ríkismál valdið deilum í íslensku samfélagi. » 38 utanríkismál Skautaþjálfararnir Jennifer Molin og Guillaume Kermen þjálfa hjá listhlaupsdeild Skautafélags Reykjavíkur. » 46 skautar Erlendína Kristjánsson aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík ólst upp sem hluti af hvíta minni- hlutanum í Suður-Afríku. » 28 lífshlaup Curves, líkamsræktar-stöðvar fyrir konur, eruorðnar tíu þúsund í umfimmtíu löndum, þar á meðal eru þrjár á Íslandi; í Kópa- vogi, Keflavík og á Akranesi. Stofn- andi stöðvanna og forstjóri, Gary Heavin, kveðst ungur hafa sett sér það markmið að gegna jafn miklu hlutverki í viðskiptalífi Bandaríkj- anna og McDonald’s geri, og nú segist hann hafa náð því takmarki. Til marks um velgengnina má geta þess að ráðgjafarfyrirtækið Ernst og Young valdi hann frumkvöðul ársins 2004. Sár reynsla Heavins í æsku kveikti áhuga hans að hjálpa kon- um, sem svipað var ástatt fyrir og móður hans, og biðu ef til vill sömu örlög. Heavin var aðeins þrettán ára þegar hún lést í svefni af völd- um of hás blóðþrýstings og offitu. „Ég stofnaði Curves fyrir konur til að fyrirbyggja að börn upplifðu sömu sorgina og ég gerði. Ég vil fá systur okkar, mæður og ömmur í ræktina, þeim til heilsubótar,“ segir Heavin og upplýsir að fjórar millj- ónir kvenna æfi nú hjá Curves og margar þeirra hafi aldrei áður stig- ið inn í leikfimisal. Æfingakerfi fyrir konur Eftir að hafa starfað sem þjónn og stundað undirbúningsnám í læknisfræði lagði hann grunninn að Curves-viðskiptaveldinu. „Ég og eiginkona mín, Diane, byrjuðum á þessari starfsemi fyrir fimmtán ár- um. Áður hafði ég opnað eigin stöð þegar ég var tvítugur, en hún varð gjaldþrota, enda hefðbundin og ekkert óvenjuleg að nokkru leyti. Eigi að síður fékk ég mikla reynslu af þessu tiltæki og smátt og smátt þróaði ég mjög gott æfingakerfi fyrir konur, sem er Curves-kerfið. Við komumst að þeirri niðurstöðu að konur þurfa að stunda líkams- rækt á stað þar sem þeim líður vel, þar sem ekki eru karlmenn og eng- ir speglar þannig að þær hefðu ekki áhyggjur af hversu vel þær væru farðaðar eða greiddar.“ Þau hjónin opnuðu fyrstu einka- stöðina í Texas og síðan fleiri í mörgum litlum borgum og bæjum í námunda við stórborgir. „Í byrjun fórum við þangað, sem enginn vildi fara, og sóttum síðan inní stórborg- irnar þegar við höfðum efni á að auglýsa,“ segir Heavin. Níunda stærsta leikfimikeðja heims Curves er nú níunda stærsta leikfimikeðjan í heiminum. Heavin segir næsta takmark sitt, eftir að leikfimikeðjan varð jafn mikið við- skiptaveldi og McDonald’s er í Bandaríkjunum, vera að standa skyndibitakeðjunni einnig á sporði að því leytinu í öllum heiminum, en augljóslega á allt öðru sviði, þ.e. heilsueflingar. Umskiptin í lífi Heavin minna á að ameríski draumurinn getur orðið að veruleika. Viðskiptajöfurinn, sem er af fátæku fólki kominn, er nú næsti nágranni Georges Bush í Waco í Texas. Þar búa þau hjónin ásamt fjórum börnum sínum, það yngsta er þrettán ára og elst er þrjátíu og eins árs dóttir, sem vinn- ur með foreldrum sínum við Cur- ves-veldið. Ég spyr hvort Laura Bush æfi hjá Curves, en hann svarar því að forsetafrúin geti ekki farið þannig út á meðal fólksins. „Konur af öll- um stærðum, gerðum og litum sækja Curves-stöðvarnar. Kon- urnar grennast mjög mikið, ef þær stunda þessa leikfimi og fylgja mat- seðlinum sem við ráðleggjum. Hvort tveggja er lykillinn að mátu- legri líkamsþyngd og vellíðan,“ seg- ir Heavin. Grenning og heilsubót Sú barátta gengur ekki þrauta- laust fyrir sig eins og margar kon- ur þekkja. Heavin er engu að síður sannfærður um ágæti fyrirkomu- lagsins að hætti Curvers. Honum finnst líka athyglisvert að banda- rískar konur sækja stöðvarnar að- allega til að grennast, en í öðrum löndum æfa konur oft bara af heilsufarsástæðum. „Í Bandaríkjunum eru konur oft sýndar í afar óraunhæfu ljósi í tímaritum og sjónvarpi,“ segir Hea- vin, sem frá upphafi kappkostaði að Curves höfðaði til kvenna á öllum aldri og í mismunandi líkamlegu ástandi. Hann segist hafa fengið „alvöru“ konur til að leika í auglýs- ingum fyrirtækisins og telur það hafa skilað 34% meiri veltu. Ekki minnkaði aðsóknin að stöðvunum eftir að Heavin hóf að skrifa bækur um leiðir til hollustu og heilsu fyrir konur og ein þeirra, Curves, var lengi á metsölulista The New York Times. Nýlega hóf svo Diana útgáfu sérstaks Curves- tímarits, sem heitir í höfuðið á henni og fæst eingöngu á sam- nefndum líkamsræktarstöðvum. Og síðla árs 2005 kynnti hún nýja Cur- ves tískulínu, Curvaceous, The Cur- ves Collection. Á Íslandi stunda yfir eitt þúsund konur æfingar hjá Curves og segir Heavin að þeim fjölgi jafnt og þétt. Leikfimi fyrir alvörukonur Morgunblaðið/Ásdís Sérhönnuð Líkamsræktartækin sem notuð eru í Curves-stöðvunum eru sérstaklega hönnuð fyrir konur. Velgengni Gary Heavin og Diane kona hans opnuðu fyrstu Curves-stöðina árið 1992 í Texas og síðan koll af kolli um öll Bandaríkin. Alþingiskosningar 12. maí 2007 Kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður Kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninga 12. maí nk. liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 2. maí nk. fram á kjördag. Vakin er athygli á að kjörskrána verður einnig að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum vegna kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4708, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Borgarstjórinn í Reykjavík Stofnandi Curves-stöðv- anna og forstjóri þeirra, Gary Heavin, flaug einkaþotu sinni hingað til lands í vikunni og gerði stuttan stans. Guðrún Guðlaugsdóttir spurði hann út í tilurð líkams- ræktarveldis, sem nær til 50 landa og einkum er ætlað fyrir konur. Umskiptin í lífi Gary Hea- vins minna á að ameríski draumurinn getur orðið að veruleika. Viðskiptajöf- urinn, sem er af fátæku fólki kominn, er nú næsti nágranni Georges Bush í Waco í Texas og lætur sig ekki muna um að fljúga sjálfur einkaþotu sinni heimsálfanna á milli. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.