Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 73 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Ástvinur okkar, SVAVAR GUÐMUNDSSON frá Odda á Seltjarnarnesi, starfsmaður Vífilfells hf., lést á heimili sínu, Seljahlíð, föstudaginn 13. apríl sl. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 11:00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Þorgerður Sigurjónsdóttir, Guðrún Þorgrímsdóttir. og þér var mikilvægt að okkur liði vel, þá leið þér vel, en það segir til um ósérhlífni þína og æðruleysi, sérstaklega í veikindum þínum, þar sem þú kvartaðir ekki, né lést aðra finna einhvern bilbug á þér, og gerðir okkur því þetta erfiða ferli auðveldara. Það eru fáir gæddir þessum eiginleika og hlýju sem geislaði frá þér í hvert sinn sem við hittum þig. Við erum þakklát fyrir að hafa hlotnast sá heiður að hafa fengið að fylgja þér. Straum í hjarta sterkan finn, er stefnir hug á vorið. Verndi drottinn veginn þinn og vermi sérhvert sporið Þú varst hugrökk og sterk kona með mikinn og einbeittan lífsvilja. Það er erfitt að lýsa þér með orðum í raun, þú varst ótrúleg! En ef nota ætti nokkur lýsingarorð um þig þá koma upp í hugann eftirfarandi: Glaðbeitt, dugleg, sanngjörn, trygg, hugrökk, ábyrg, einbeitt, ákveðin, heilsteypt, barngóð, gjaf- mild, hjartahlý, en umfram allt ynd- isleg mamma, tengdamamma og amma. Ástarkveðja, Lilja, Teitur, Tinna Sif og Viktor Daði. Elsku systir okkar ,,æðsti strumpur“, með þessum sálmi sem við sungum saman síðustu ævidaga þína, kveðjum við þig í hinsta sinn, elskan okkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. 23. Davíðssálmur. Margar góðar minningar flúga um hug og hjörtu okkar og koma brosi á vör þegar við minnumst elsku systur, vinkonu og æðsta strumps okkar systra. Við erum þakklát fyrir að fá að njóta tímans vel með þessari stór- brotnu og kjarkmiklu systur. Hún reyndist okkur ávallt stoð og stytta ekki hvað síst er hún vissi að hverju stefndi í lífi hennar. Elsku Gummi, Reynir, Lilja, Nonni og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur. Blessuð sé minning elsku Möggu okkar. Þorvaldur, Diljá (mið- strumpur), Rikki, Erna (litli strumpur) og Sindri. Það mildar harm að minnig ljúfa þín og myndin góðrar konu í hugum lifir. Er hinsta köllun kæra Margrét mín kallaði þig landamærin yfir. Þó dauðinn kæmi óvæginn okkar til og allra hugur eftir sæti hljóður. Alltaf kærleiks göfgan geymum yl, frá góðri ömmu og vel hugsandi móður. Þín var ætíð lundin ljúf og glöð og lést þér annt um okkar kjör og hagi. Varst af fjölskyldunni fremst í röð að fegra allt og hafa í góðu lagi. Þín viðkynning að vonum reyndist góð verið betri gat hún engan veginn. Okkur gafstu gifturíkan sjóð geymdan vel uns finnumst hinum megin. Klökk í anda kæra móðir mín kveðjum þig og blessum minning þína. Sömuleiðis barnabörnin þín, bljúg í anda kveðja ömmu sína. (Angantýr Jónsson) Þessar ljóðlínur lýsa vel tilfinn- ingum okkar fjölskyldunnar við frá- fall tengdamóður minnar. Minning- ar um góðar og skemmtilegar stundir eru mér efstar í huga á þessari stundu. Magga var hress, hlý og skemmtileg kona og ég er þakklát fyrir að dætur mínar áttu hana fyrir ömmu. Þegar ég kom í fjölskylduna vakti það eftirtekt mína hversu mikill kærleikur og hlýja var ríkjandi og þar var Magga í fararbroddi. Þessum eiginleikum Möggu kynntist ég einnig í skólan- um í Grindavík þar sem við Magga unnum saman um skeið eða þar til Magga þurfti að láta af störfum vegna veikinda. Krakkarnir í skól- anum kunnu vel að meta þessa góðu kosti Möggu og vissi ég að hún var vinsæl bæði meðal nemenda og ann- arra starfsmanna. Magga hafði smitandi hlátur sem gat hrifið alla nærstadda. Hún var prakkari í sér og stríðin en passaði þó ætíð að særa ekki neinn með stríðni sinni. Hennar jákvæða og létta lund og hvernig hún gerði grín að sjálfri sér hjálpaði okkur fjölskyldu hennar mikið í veikindum hennar. Hún sýndi ótrúlegt æðruleysi yfir örlög- um sínum og manni finnst óskilj- anlegt hversu mikill styrkur henni var gefinn. Elsku dúllan mín, eins og þú sagðir svo oft við mig, ég þakka þér fyrir allt það sem þú varst okkur og gerðir fyrir okkur. Það er erfitt að hugsa sér lífið án þín en minningin um yndislega konu lifir í hjörtum okkar allra. Þín tengdadóttir Ásrún. Þú komst og fórst með ást til alls sem grætur, á öllu slíku kunnir mikil skil. Þú varst líf í ljósi einnar nætur, það ljós sem þráði bara að vera til. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Elsku Magga. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég sit og hugsa til þín. Hvað ég var heppin að eiga þig sem tengda- mömmu og börnin mín þig sem ömmu. Verst að litli sólargeislinn okkar eins og þú kallaðir ,,bumb- una“ á bara eftir að muna eftir þér af sögunum sem við eigum eftir að segja henni. Við munum segja henni allt um Ömmu Póló. Ég á eftir að sakna þín mikið og minningin lifir í hjarta mínu. Takk fyrir allt, elsku Magga. Þín tengdadóttir, Steinunn. Elsku hjartans Magga mín er dá- in. Ég hafði eins og flestir gert mér grein fyrir að hún ætti ekki langt eftir en þrátt fyrir þá vitneskju gat ekkert búið okkur undir það mikla högg sem kom þegar hún kvaddi okkur. Magga skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni og söknuður- inn er svo sár. Í Spámanninum standa þessi orð: Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Ég á margar góðar minningar um hana Möggu og fyrir þær er ég þakklát. Það var alltaf mikið til- hlökkunarefni þegar von var á Möggu í sveitina. Komu hennar fylgdi ávallt mikið fjör og hún kom alltaf færandi hendi. Ekki var spenningurinn síðri þegar ferðinni var heitið til Grindó en þar dekraði Magga við okkur út í eitt. Þegar ég lít til baka þá finnst mér eins og Magga hafi verið til staðar við öll stærri tímamót í mínu lífi og mér þykir óendanlega vænt um það. Hún og Diljá voru potturinn og pannan í öllu þegar ég fermdist og hún mætti galvösk þegar ég útskrif- aðist sem stúdent og samgladdist okkur. Þegar ég flutti í bæinn þá voru það þau hjónakornin í Grindó sem sáu til þess að ég fengi her- bergi á besta stað í bænum og að það væri útbúið á sem bestan hátt. Já, Magga hugsaði svo sannarlega vel um fólkið sitt. Magga var næstum eins og önnur útgáfa af mömmu minni, bara að- eins eldri. Að komast í faðminn hennar jafnaðist alveg hreint á við að komast í mömmu faðm. Magga var ein yndislegasta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst, hún var einstaklega skemmtileg og svo hjartahlý og góð. Það er svo sárt að vita til þess að hún verður ekki til staðar í framtíðinni með faðminn sinn, frábæran húmorinn og smit- andi hláturinn. Ég er ofsalega þakklát fyrir að hafa átt Möggu að og minning hennar mun alltaf lifa sterkt. Blessuð sé minning Möggu frænku. Elsku Gummi, Reynir, Lilja, Nonni og fjölskyldur og elsku amma mín á Grund, hugur minn er hjá ykkur. Jórunn Íris Sindradóttir. Með tár á auga, trega í hjarta tilneyddur kveð um stund, en veit þú ert komin í veröld bjarta við hin bláu sund. ÓAS Þannig farast mér orð í byrjun, er ég minnist Möggu, móðursystur minnar, fáeinum orðum. Raunar var hún mér meira en móðursystir; hún var líka góður vinur. Grundarfólkið, með Sigurlilju ömmu á Grund í fararbroddi og Möggu sem fyrsta stýrimann, hefur alla tíð, síðan ég man eftir, verið einstaklega samheldin og náin fjöl- skylda. Á stundum líkust ítalskri mafíósafjölskyldu, að undanskildu öllu nema kærleikanum. Magga frænka er í minningu minni ætíð glöð og hlæjandi, með spaugsyrði á vörum. Þannig var hún til hinstu stundar. Örfáum vikum fyrir andlátið þegar ég hitti hana síðast, var af henni dregið, en samt var húmorinn enn til staðar. Þegar ég var að alast upp á Breið voru heimsóknir Möggu og Gumma fastir liðir. Alltaf færðu þær heim- sóknir með sér eitthvað spennandi fyrir sveitabörnin og gleði og glaum á heimilið. Þegar yngsta systir mín fæddist létu þær Magga og amma á Grund sig ekki muna um að vera ráðskonur á heimilinu í mánuð. Þar var henni rétt lýst, alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og það munaði um handtökin hennar á heimilinu. Margar skemmtilegar minningar á ég um okkur Möggu. Mest held ég þó upp á minninguna um tvítugs- afmælið hans Nonna frænda. Ég var 16 ára, fór með flugvél suður og nánast beint í veisluna. Í veislunni var boðið upp á bollu, með kokteil- ávöxtum. Mér varð það á, blautur á bak við eyrun, að leggja megin- áherslu á kokteilávextina, með fremur leiðinlegum afleiðingum. Reynir frændi keyrði mig heim, Magga stumraði yfir litla frænda og háttaði hann ofan í rúm, lagði blaut- an þvottapoka á ennið o.s.frv. Alveg er ég viss um að hún hefur haft lúmskt gaman af, þó umhyggjan væri ósvikin. Best kynntist ég þó Möggu þegar ég dvaldi hjá þeim hjónum um nokkurra vikna skeið þegar verkfall framhaldsskólakennara stóð yfir árið 1995. Þá fór ég á „vertíð“ suður og þótti mikil upphefð. Dyrnar á Staðarhrauni 14 stóðu opnar og hjá Möggu og Gumma átti ég yndisleg- an tíma. Vann með Möggu í salthúsi í bænum og stundum var skroppið á pöbbinn. Skarð er höggvið í fjölskylduna en það sem upp úr stendur í minn- ingunni er myndin af lífsglaðri, skemmtilegri og traustri konu sem alltaf var tilbúin að létta öðrum lífið og tilveruna. Amma mín á Grund, Gummi, Reynir, Lilja, Nonni og fjölskyldur, minningin um hana Möggu lifir áfram í huga okkar. Óli Atli. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. (Þýð. Þorsteinn Gíslason) Elsku Magga frænka. Það er svo margt sem ég get sagt um þig. Þú varst svo einstök mann- eskja í alla staði, sérstaklega ljúf, kærleiksrík og einstaklega gjaf- mild. Sama hvað á bjátaði, það var eins og þú skynjaðir þegar ég þurfti á hjálp að halda, hvort sem það var faðmlag eða eitthvað annað. Þér leið vel þegar öðrum í kringum þig leið vel. Þegar ég var lítil stelpa léstu auka jólapakka undir jólatréð vegna þess að föðurfjölskyldan bjó svo langt í burtu. Ég elskaði að koma í heimsókn til þín og Gumma í Grindavík, það var svo gott að vera hjá ykkur. Takk, Magga mín, fyrir hjálpina við ferminguna hans Ar- ons, ég er svo þakklát fyrir hana. Það snerti mig svo þegar þú lagðir það á þig, sárþjáð, að koma og skoða nýja heimilið okkar. Það skein úr fallegu brúnu augunum þínum hversu glöð þú varst fyrir mína hönd. Það er svo sárt að kveðja þig frænka mín en ég á margar góðar og hlýar minningar um þig sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Ég hugsa til þín í hvert sinn er ég horfi á fallegu kveðjugjöfina þína af engl- inum sem vakir yfir okkur. Elsku Gummi minn, missir þinn er mikill en hugur minn er hjá þér. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til systkinabarna minna og fjölskyldna þeirra. Eins og ég sagði svo oft við þig á spítalanum frænka mín „bless sæt- ust“ og þú brostir svo blítt, þá kveð ég þig með þeim orðum í hinsta sinn. Bless sætust, Þín frænka Rosemary. Okkur langar að minnast elsku- legrar og einstakrar vinkonu okkar Möggu eins og hún var ávallt kölluð. Við urðum þeirrar ánægju aðnjót- andi að kynnast henni gegnum mann hennar, Guðmund, eftir að hún flutti til Grindavíkur fyrir 36 árum að Staðarhrauni 14, en öll vor- um við að byggja okkar fyrstu hús þar, númer 13, 14, 15. Þau kynni þróuðust í órjúfanlegan vinskap sem hefur haldist æ síðan. Nutum við þess og ekki síður börnin okkar að alltaf var opið hús og faðmur hjá Möggu og Gumma. Það var okkur mikið áfall þegar Magga greindist með krabbamein. Það var aðdáun- arvert hvernig hún tók á þeim mál- um. Hún var hörkudugleg, sam- viskusöm, hjálpfús og eftirsótt til vinnu. Mottóið hjá Möggu var að betra er að gefa en þiggja. Mátti hún ekkert aumt sjá. Magga var ákaflega vinamörg kona, trygg og trú og hélt vel utan um sína fjöl- skyldu, hvort sem voru ungir eða aldnir. Það er margt búið að bralla um dagana í Staðarhrauninu og víð- ar. Mikið erum við búin að ferðast saman. Hún var mikill náttúruunn- andi, sá allt mögulegt út úr lands- laginu sem aðrir sáu ekki. Það var mikil ánægja þegar þau eignuðust húsbíl og naut hún þess innilega að vera í honum og aðdáunarvert hversu dugleg hún var í fyrrasumar að njóta þess að vera í bílnum, þó sárþjáð væri. En aldrei kvartaði hún. Laðaðist að þeim hjónum fólk úr öllum áttum, vegna glaðværðar, gestrisni og góðvildar. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, minn- ingarnar gætu fyllt heila bók. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sætt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Að lokum biðjum við og okkar fjölskyldur algóðan Guð að vernda og styrkja þig, Guðmundur, og þína fjölskyldu. Hvíl í friði. Sigurbjörg og Hörður, Svava og Benóný  Fleiri minningargreinar um Pál- ínu Margréti Reynisdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.