Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.04.2007, Blaðsíða 42
börn 42 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Dótaleikur Inese Lapsina sálfræð- ingur útskýrir sandmeðferð. Þ ótt leikskólinn Riekstin, eða Litla hnetan, sé hrör- legur á að líta að utan, er allur aðbúnaður innan dyra til fyrirmyndar og hvarvetna mætir manni hlýtt viðmót starfsfólksins. Litla hnetan er sér- leikskóli sem að mestu leyti vistar börn sem eiga í einhvers konar tal- og/eða sálrænum erfiðleikum, ásamt börnum með fæðuofnæmi. Enginn kippir sér upp við það þótt útlendingur sé leiddur inn á hverja deildina af annarri og börnin, sem eru að vakna af miðdegisblundinum, eru róleg og prúð. Deildirnar eru huggu- legar og skiptast jafnan í tvö stór rými. Annars vegar er svefnaðstaða og leikherbergi með dúkkum, tusku- dýrum og þess háttar. Hins vegar er nokkurs konar kennslustofa með skapandi leikföngum og kennslu- gögnum þar sem aðalstarfið fer fram. Þá er salernisaðstaða á hverri deild, forstofa og viðtalsherbergi. Í leik- skólanum er stór leikfimisalur, aðeins minni tónlistar- og danssalur, sér herbergi fyrir keramikvinnslu, stórt eldhús og matsalur. „Á tveimur deildum eru aðeins börn með fæðuofnæmi, á annarri eru bara með börn með mjólkuróþol og á hinni eru börn með ofnæmi fyrir hveiti. Deildirnar eru því ekki aldurs- skiptar,“ segir Lapsina. Hún segir jafnframt að algengast sé að börnin séu vistuð í leikskólanum frá átta á morgnana til fimm eða sex á kvöldin. Dagvistun er þó í boði frá sjö á morgnana til sjö á kvöldin og nokkrir nýta sér þann vistunartíma. Sérstök dagskrá er í boði fyrir börnin allan þennan tíma. Starfið byggist upp á margskonar kennslu og skapandi leik. Þar má nefna dans, tónlist og aðrar listgreinar ásamt því sem börn- unum er kennt að lesa og skrifa. Næstum öll börnin eru orðin læs og vel skrifandi þegar þau byrja í grunnskóla. Þau útskrifast flest úr leikskólanum við sjö ára aldur en þau börn sem eiga í mestum talvanda út- skrifast ekki fyrr en þau verða átta ára. Yngstu börnin í leikskólanum eru rúmlega tveggja ára. Öll börn í Lettlandi eru skylduð til að vera í leikskóla í að minnsta kosti tvö ár áð- ur en þau byrja í grunnskóla. Næturvistun Börnin hafa eigið rúm til umráða enda leggja þau sig öll í tvo tíma á dag. Á fjórum af ellefu deildum er boðið upp á vikulanga vistun fyrir börnin. Þau koma á mánudags- morgnum og eru sótt á föstudags- kvöldum og sofa þá í leikskólanum eins og á heimavist. Þetta fyrir- komulag var við lýði í Sovétríkjunum sálugu og er ennþá nokkuð algengt í lettneskum leikskólum en er að verða fátíðara með árunum. „Fátækir foreldrar sem þurfa að vera í mörgum störfum, fólk sem vinnur næturvinnu og fólk sem sækir vinnu langt í burtu nýtir sér að hafa börnin í vikulangri vistun,“ segir Lapsina og bætir við að börn sem komi frá óregluheimilum séu oft vist- uð á þennan hátt í samvinnu við fé- lagsmálayfirvöld. „Við í starfsliði leik- skólans eru sammála um að það sé ekki gott fyrir börnin að vera í svo langan tíma fjarri foreldrum sínum en á meðan þörf er fyrir þessa þjón- ustu verður hún í boði enn um sinn,“ segir Lapsina og er greinilega um- hugað um velferð barnanna. Flest barnanna í leikskólanum hafa lettnesku að aðaltungumáli. Stór hluti íbúa Lettlands eru Rússar en þeir reka eigin leikskóla fyrir sín börn. Þau læra fyrst og fremst sitt eigið tungumál, rússneska siði og sögu en verða samkvæmt lögum líka að læra lettnesku. Rússnesku leik- skólarnir eru að öðru leyti ekki svo frábrugðnir þeim lettnesku og marg- ir þeirra bjóða upp á vikuvistun eins í lettneska kerfinu. Sérstakir leikskólar eru reknir fyr- ir fötluð og þroskaheft börn. Stund- um eru þó fötluð börn á venjulegum leikskólum en foreldrar, sem eiga fötluð börn, geta valið hvort þau senda þau í venjulegan eða sérstakan leikskóla. Fagfólk í hverri grein en launin lág Við leikskólann eru læknir og sál- fræðingar í fullu starfi. Þar eru einnig talmeinafræðingar, leikskólakenn- arar, tónlistarkennarar, íþróttakenn- ari, danskennari, listakennarar og að- stoðarkennarar ásamt fólki sem vinnur í eldhúsinu og sér um þvotta og þrif. Allir sem vinna með börn- unum eru háskólamenntaðir. Sam- kvæmt lögum er bannað að ráða ófaglært starfsfólk á deildirnar en reglum þess efnis var breytt árið 2004. „Þá misstu margir vinnuna því þeir voru ekki tilbúnir að setjast aftur á skólabekk og leikskólarnir misstu margt gott starfsfólk sem hafði starf- að þar af hugsjón og áhuga,“ segir Lapsina sem telur lagabreytinguna ekki hafa að öllu leyti verið til góðs. Í leikskólanum er unnið mikið með málþroska barna. Þess vegna eru þar einnig börn frá vel stæðum heimilum því málþroski spyr ekki um stétt eða stöðu. Meðal þess sem talmeinafræð- ingarnir gera er að láta börnin æfa sig fyrir framan spegil. Sjaldgæft er að lettnesk börn þurfi sérkennslu þegar þau koma í grunnskóla vegna þess hve gott starf er unnið með tal- vanda þeirra á leikskólastiginu. Leik- skólinn tekur einnig nemendur í tal- meinafræði í starfsþjálfun. Sálfræðingar vinna með þeim börn- um sem á þurfa að halda og Lapsina hefur mikið notað svokallaða sand- meðferð í sálfræðilegu starfi sínu. „Þetta hefur gefið mjög góða raun þar sem börn geta oft og tíðum ekki tjáð erfiðleika sína með orðum,“ segir hún og sýnir hvernig barnið er látið tjá sig með brúðu- og dótaleik í þar til gerðum sandkassa. Markmiðið er að tengja leikinn daglegu lífi barnanna. Þótt mikið sé af hámenntuðu starfsfólki í lettneskum leikskólum eru launin afar lág eins og í öðrum starfsgreinum í landinu. Menntaður leikskólakennari hefur jafngildi 30 þúsund íslenskra króna í tekjur á mánuði fyrir skatta. Þó var von á launahækkun um heilar sjö þúsund krónur. Foreldrastarf Foreldrar taka þátt í leikskóla- starfinu með ýmsu móti líkt og á Ís- landi. Þeir halda grillhátíðir og hafa komið í leikskólann og kynnt störf sín. „Þeir sem vinna við tölvur sýndu hvernig vefmyndavélar virkuðu, kon- ur sem starfa við snyrtifræði tóku börnin í handsnyrtingu, lögreglu- menn sögðu frá sinni vinnu og börnin fengu að ferðast í sporvagni með einni mömmunni,“ segir Lapsina og bætir við að stundum sjái foreldr- arnir um að útvega pensla, liti og þess háttar sem leikskólinn þarfnast. Þótt Íslendingum sé eflaust mörg- um brugðið að heyra um næturvistun lettneskra leikskólabarna og lág laun starfsfólks, gætu rekstraraðilar ís- lenskra leikskóla trúlega lært ým- islegt af stofnun sem þessari. Í Litlu hnetunni starfar mun fleira fagfólk en þekkist í leikskólum hér á landi. Lögð er áhersla á að unnið sé úr vandamálum barnanna áður en þau byrja í grunnskóla. Það verður að teljast afar jákvætt að börnin hafa góðan aðgang að hvers kyns sérfræð- ingum, strax á leikskólaaldri ásamt því að vera orðin vel talandi, læs og skrifandi þegar grunnskólagangan hefst. Ljósmyndir/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Af værum blundi Börnin nývöknuð af hinum hefðbundna tveggja klukkutíma miðdegislúr. Skapandi starf Börnin raða spjöldum og skapa sögu í kvikmyndaformi. Á fjórum af ellefu deildum er boðið upp á vikulanga vistun fyrir börnin. Þau koma á mánudagsmorgn- um og eru sótt á föstu- dagskvöldum og sofa þá í leikskólanum eins og á heimavist. Lætur lítið yfir sér Einn af inngöngum leikskólans Litlu hnetunnar. Boðið upp á nætur- vistun í Litlu hnetunni Leikskólinn Riekstin, eða Litla hnetan í Ríga í Lettlandi, er sérleikskóli sem starfar í samvinnu við félagslega kerfið. Inese Lapsina sálfræðingur leiddi Ragnhildi Aðalsteinsdóttur í allan sann- leikann um Litlu Hnetuna. Allir sem vinna með börn- unum eru háskólamennt- aðir. Samkvæmt lögum er bannað að ráða ófaglært starfsfólk á deildirnar Í HNOTSKURN » Riekstins eða Litla hnetaner ríkisrekinn leikskóli. Þar dvelja 155 börn á ellefu deildum og starfsmennirnir eru 65. » Þar sem Litla hnetan ersérleikskóli er hann gjald- frjáls, en vægt gjald er tekið fyrir að vista börn á venjuleg- um leikskólum. Einkareknir leikskólar eru fimm sinnum dýrari. » Langir biðlistar eru í allaleikskóla í landinu. Börnin eru oft sett á þessa lista um leið og þau fæðast því það er dýrt að ráða barnfóstrur. Höfundur er fjölmiðlafræðinemi í Háskólanum á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.