Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 78

Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 78
78 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á fimmtu-daginn undir-rituðu Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra, Jonas Gahr Støre, utanríkis-ráðherra Noregs, og Per Stig Møller, utanríkis-ráðherra Danmerkur varnar- samkomulag. Þetta eru tví-hliða ramma-samningar um víð-tækt sam-starf í öryggis- og varnar-málum og um aukin sam-skipti og sam-vinnu um almanna-varnir. Undir-ritunin fór fram Ósló en þar hófst óform-legur vor-fundur utanríkis-ráðherra Atlantshafs-bandalagsins. Sam-starfið byggist á Norður- Atlantshafs-samningnum, aðild landanna að NATO og þeim skuld-bindingum sem af þessu leiðir. Löndin eru sam-mála um að þau hafi margs konar sameigin-legra hags-muna að gæta á N-Atlantshafs-svæðinu. Megin-markmið þeirra sé að stuðla að varan-legum stöðug-leika og öryggi á þessu svæði. Varnar-samkomulag undir-ritað Ljósmynd/Scanpix Per Stig Møller og Valgerður Sverrisdóttir. Borís Jeltsín, fyrr-verandi for-seti Rúss-lands, lést á mánu-daginn Hann var 76 ára og lést úr hjarta-slagi. Jeltsín var minnst víða um heim. Stjórnmála-leiðtogar töluðu vel um hann og hrósuðu honum fyrir hug-rekki á erfiðum tímum. Jeltsín var fyrsti lýðræðis-kjörni for-seti Rúss-lands. Hann gegndi em-bættinu á árunum 1991-1999. Út-förin fór fram í Moskvu á fimmtu-daginn. Við-staddir út-förina voru þeir Bill Clinton og George Bush eldri, fyrr-verandi for-setar Banda-ríkjanna. Einnig Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leið-togi Sovét-ríkjanna, og John Major, fyrr-verandi forsætis-ráðherra Bret-lands. Þá minntist Pútín fyrir-rennara síns og sagði hann vera föður lýð-ræðis í Rúss-landi. Boris Jeltsín er látinn Boris Jeltsín Aukin þátt-taka ör-yrkja Á þriðju-daginn var haldinn opinn fundur með full-trúum stjórn-mála-flokkanna á Grand hóteli. M.a. var rætt um aukna atvinnu-þátttöku ör-yrkja. Full-trúar flokkanna voru nokkuð sam-mála um að það þurfi að gera eitt-hvað í málinu. Forsætis-ráðherra benti m.a. á niður-stöður nefndar um endur-skoðun örorku-mats og eflingu starfs-endur-hæfingar. Geir vill sjá þessar til-lögur nefndarinnar í fram-kvæmd sem fyrst. Enginn full-trúi útilokaði aukna þátt-töku ör-yrkja á vinnu-markaði. Björk á Billboard Lag Bjarkar „Earth Intruders“ komst um helgina í 84. sæti á banda-ríska smáskífu-listanum Billboard Hot 100. Lagið er á plötu Bjarkar „Volta“ sem kemur út 7. maí. Það er ekki enn komið út á smá-skífu en það er staf-rænni sölu í gegnum Netið að þakka að lagið er komið inn á Billboard-listann áður en það kemur form-lega út. Þetta er í annað skiptið sem Björk kemst með lag inn á þennan lista. Árið 1993 náði hún 88. sæti árið 1993 með laginu „Big Time Sensuality“. Stutt Á miðviku-daginn var til-laga hóps presta og guð-fræðinga um að prestar megi annast hjóna-vígslu sam-kynhneigðra felld. 64 at-kvæði voru á móti, en 22 með til-lögunni. Á presta-stefnunni var hins vegar sam-þykkt, með yfir-gnæfandi meiri-hluta, að leggja til við kirkju-þing að prestar megi form-lega blessa sam-búð sam-kynhneigðra. Skoðanir um málið voru mjög mis-jafnar. Sumum finnst of langt gengið með þessari niður-stöðu, en öðrum of stutt, og segja að „breytingin“ sé í raun engin. Til-laga á presta- stefnu felld Á miðviku-daginn af-henti Þorsteinn Njálsson, yfir-læknir við Kára-hnjúka, Vinnu-eftir-litinu lista með nöfnum yfir 180 starfs-manna Impregilo sem hafa veikst við að vinna í að-rennslis-göngum virkjun-arinnar seinustu 2 vikur. Or-sök veik-indanna er loft-mengun og/eða matar-eitrun. Þrír lögðust á sjúkra-hús en flestir eru búnir að jafna sig. Lands-virkjun segir að þeir 180 menn sem eru á listanum séu hrein-lega allir sem komu á heilsu-gæsluna 12.-22. apríl, og unnu sumir ekki í göngunum. Lands-virkjun og eftir-litið viti enn bara um 8 menn sem veikst hafa vegna loft-mengunar og 39 menn vegna matar-eitrunar. Impregilo ætlar að fara yfir listann og koma niður-stöðunni til yfir-valda, lík-lega Vinnu-eftirlitsins. Þorsteinn segir að á listanum séu bara þeir sem hafi haft ein-kenni eitrunar. Málið sé alvar-legt og hann hafi vísað því til sóttvarna-læknis, land-læknis og vinnu-eftirlits. Eitranir í göngum við Kára-hnjúka Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdót María krón-prinsessa og Friðrik krón-prins eignuðust dóttur um seinustu helgi. Þegar þau fóru heim af sjúkra-húsinu með litlu prinsessuna voru þau elt af blaða-mönnum og ljós-myndurum, og margar sjónvarps-stöðvar voru með beina út-sendingu. Mörg hundruð manns biðu fyrir utan sjúkra-húsið í von um að sjá litlu prinsessuna sem er svart-hærð eins og mamma sín. Margir Danir kalla prinsessuna Margréti, í höfuðuð á ömmu sinni. „Við höfum ekki enn ákveðið hvað hún á að heita,“ segir María. Prinessa fædd í Danmörku Reuters Verðu hún látin heita Margrét? Á sunnu-daginn urðu Vals-menn Íslands-meistarar í hand-knatt-leik karla þegar þeir sigruðu Hauka, 33:31, í loka-umferð úrvals-deildarinnar. „Ég hafði alltaf trú á því að strákarnir myndu vinna leikinn og vinna Íslands-meistara-titilinn sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari liðsins. Valur Íslands-meistari Morgunblaðið/Árni Sæberg Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.