Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 96

Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 96
SUNNUDAGUR 29. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 20 °C | Kaldast 8 °C  S- og SA-átt. Létt- skýjað f. norðan og austan, skýjað með köflum S- og V-lands. » 8 ÞETTA HELST» Tengivagn með olíu valt  Tengivagn olíubíls valt á Öxna- dalsheiði í gær. Lítilræði lak af olíu á veginn, en nauðsynlegt var að dæla úr tönkum tengivagnsins svo hægt yrði að reisa hann við. Veginum var lokað á meðan aðgerðin stóð yfir. Engan sakaði en ekki er vitað um til- drög slyssins. » Forsíða 700 samningar  Réttindastofa Eddu útgáfu hefur gengið frá samningum fyrir hönd ís- lenskra höfunda forlagsins um út- gáfu á skáldverkum þeirra erlendis fyrir upphæð sem nemur hundr- uðum milljóna króna, frá því hún var sett á laggirnar árið 2000. Gerðir hafa verið um sjö hundruð samn- ingar fyrir hátt á fjórða tug höfunda í rúmlega 40 löndum. » Forsíða „Hljóðdeyfandi“ malbik  Æskilegt er að skoða kosti „hljóð- deyfandi“ malbiks að mati Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa. Um- rædd malbiksgerð er þynnri og hef- ur grófari yfirborðsflöt en hefð- bundið bik. » 2 Kjarvalshús til sölu  Húsið sem byggt var yfir Jóhann- es Kjarval listmálara af íslensku þjóðinni á sínum tíma og hann bjó aldrei í er auglýst til sölu í Morg- unblaðinu í dag, en húsið hefur verið í einkaeigu undanfarna tæpa tvo áratugi. Það stendur á Selbraut á sunnanverðu Seltjarnarnesi og er um 450 fermetrar að stærð. » 4 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Mjólkurbú á kaffihúsi Staksteinar: Þjóðsagan um útgjöldin Forystugreinar: Reykjavíkurbréf | Of mikið sagt? UMRÆÐAN» Fleiri vinna í leikskólum Fyrsta álið framleitt Atvinnu- og raðauglýsingar Vammlausir vitringar Hvers konar framtíðarsýn? Sjálfstæðisflokkurinn er ofmetinn Alþingismenn, sveitarstjórnarmenn ATVINNA» TÓNLIST» Spinal Tap kemur saman á ný í London. » 90 Hvað myndu helstu mikilmenni Íslands- sögunnar blogga um? Baggalúts- menn vita svarið við því. » 86 VEFSÍÐA» Ef Jón Sig. bloggaði KVIKMYNDIR» Barnvænn Fjalaköttur um helgina. » 86 TÓNLIST» Trent Reznor er ekki af- kastamikill maður. » 92 Þýska útgáfan Morr Music heldur merkj- um íslenskrar tón- listar á lofti og gefur meðal annars út Seabear. » 87 Morr mærir múm TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Maðurinn í Hveragerði er látinn 2. Fannst liggjandi í blóði sínu 3. Hveragerði: Húsráðanda sleppt 4. Liggur enn þungt haldinn Eftir Davíð Loga Sigurðsson og Baldur Arnarson „ÞETTA er fyrst og fremst staðfesting á því sem menn hafði grunað um þessi tengsl,“ segir Magn- ús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um nýja rannsókn á áhrifum jarðhræringa sem klufu Grænland frá Vestur-Evrópu fyrir um 55 millj- ónum ára á veðurfar á jörðinni. Greint er frá rann- sókninni í tímaritinu Science og segir Magnús hana merkilegt framlag til jarðfræðinnar. Geysilegt magn hrauns streymdi fram úr mött- ulstróki og er eldvirkni hér á landi afleiðing þessa. „Þetta snýst um það að menn sjá merki um mjög mikla hlýnun í um 100.000 ár fyrir um 55 milljónum ára. Á sama tíma, þó yfir heldur lengra tímabil, voru gríðarleg eldgos og mikil eldvirkni þar sem nú er Norður-Atlantshaf. Það er á þeim tíma sem Grænland brotnaði frá Vestur-Evrópu og N-Atlantshafið byrjaði að myndast. Menn hafði lengi grunað að þessir tveir atburð- ir væru á einhvern hátt tengdir. Það sem þessir höfundar hafa gert er að sýna fram á að þetta ger- ist ótvírætt á sama tíma. Eldvirknin hefur haldist síðan, þó í minna mæli sé, og þessir atburðir eru upphafið að myndun Íslands.“ Að sögn Magnúsar er talið að kvika hafi troðist inn í kolefnisrík sjávarsetlög og losað kolefni og aðrar gróðurhúsalofttegundir út í andrúmslofið og hið aukna magn lofttegundanna orsakað hlýnun. Breytti rigningarmynstri Haffræðilegar mælingar hafa gefið vísbending- ar um gríðarmikla loftslagshlýnun á þessu tíma- bili og jafnframt sýna jarðfræðirannsóknir að mikil eldgos urðu á nokkurn veginn sama tíma. Vísindamenn hafa hins vegar ekki getað sýnt fram á bein tengsl þar á milli fyrr en nú. Þessi atburður breytti rigningarmynstri, olli því að höfin urðu afar súr og heit og drap allt að 50% allra djúpsjávarlífvera. Hlýrra loftslag varð jafnframt til þess að hestar og önnur spendýr gátu leitað nýrra landa, m.a. ferðast yfir til Norð- ur-Ameríku, og mögulega skapaði það grundvöll fyrir þróun prímatanna. Þetta umbreytingaskeið – sem kallað hefur verið Paleocene-Eocene Thermal Maxium – náði hámarki á 100.000 árum og það tók svo önnur 100.000 ár fyrir loftslagið að ná jafnvægi á ný. Vísindamenn hafa hins vegar deilt um hvað hafi valdið þessu umbreytinga- skeiði; en ekki er langt síðan menn uppgötvuðu þessar breytingar, það gerðist snemma á síðasta áratug. Hamfarir ollu hlýnun  Sýnt fram á tengsl mikillar eldvirkni fyrir 55 milljónum ára og hlýindaskeiðs  Magn kolefnis í andrúmsloftinu stórjókst  Upphafið að myndun Íslands Í HNOTSKURN »Robert Duncan, prófessor við ríkishá-skólann í Oregon, segir að glóandi hrauntungur hafi „bakað“ lífræn efni þegar Grænland klofnaði frá Vestur-Evrópu og þannig sent gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. »Lýsti hann þessum efnum sem „túrbó-hleðslu“ sem hraðaði loftslagshlýn- uninni til muna. »Rannsóknin var birt í tímaritinuScience á föstudag. SALIR Alþing- is fengu yfir- halningu á dög- unum þegar húsgagna- hönnuðurinn Leó Jóhanns- son var fenginn til að hanna stóla og borð fyrir 1. og 2. hæð Al- þingishússins, að þingsalnum und- anskildum. Meðal verka Leós á Al- þingi má nefna stór og smá borð með glerplötum sem í eru grafin nöfn goða sem sátu í Lögréttu, æðstu stofnun Alþingis á þjóðveldisöld. Á einu borðanna má svo sjá kort af Þingvöllum eins og þeir líta út í dag sem og hvernig þeir eru taldir hafa litið út á tímum Lögréttu. Bera nafn með rentu og eru þægilegri til setu Sólveig Pétursdóttir, fráfarandi forseti Alþingis, kynnti hina nýju hönnun og sagði að gömlu húsgögnin í húsinu hefðu verið orðin æði ósam- stæð. Jóhanna Sigurðardóttir þingmað- ur prófaði nýju húsgögnin og leist vel á. Henni fannst nýir hæg- indastólar bera nafn með rentu og vera þægilegri til setu en forver- arnir. | 90 Prýðileg húsgögn á Alþingi HARALDUR Auðbergsson frá Eskifirði var úti í garði við Lagar- ásinn á Egilsstöðum og vökvaði tré og jurtir í vorblíðunni í gær. Hann er föðurbróðir þeirra Sigurðar Óla Jónssonar sem hafði tekið sér vökv- unarkönnu í hönd og Auðbergs Jónssonar, þess með garðslönguna, en þeir bræður búa á Reyðarfirði og voru í heimsókn hjá afa sínum og ömmu. Spáð er góðu veðri fyrir austan. „Það er hlýr loftmassi yfir land- inu og hlýtt og gott veður fyrir norðan og austan,“ segir Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Við spáum því að það verði frekar léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hitinn geti farið í allt að 20 gráður seinna í dag og á morgun.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hugað að gróðrinum í blíðunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.