Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 53

Morgunblaðið - 29.04.2007, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 53 Atvinnuh s ehf ¥ Atli Vagnsson hdl., l gg. fasteignasali Sk lagata 30 ¥ 101 Reykjav k ¥ S mi: 561 4433 / 698 4611 Fax: 561 4450 ¥ atli@atvinnuhus.is ¥ www.atvinnuhus.is Tunguháls 2.484 m2 Til sölu er hluti fasteignarinnar Tunguháls 10 Byggt ári› 2000 • Alls 2.484 m2 • Gó› lofthæ› • Eignin er bundin í leigu í u.fl.b. eitt ár Vöruhús vi› Sundahöfn 4000 m2 til leigu Til leigu 4.000 m2 í n‡ju vöruhúsi vi› Sundahöfn. Afhending vori› 2008. Í MORGUNBLAÐINU á mánudag birtist stutt viðtal við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, bæj- arstjóra Mosfellsbæjar, sem tekið var í kjölfar kynningar Varmárs- amtakanna á nýjum tillögum til legu Helgafellsbrautar sl. laug- ardag. Inntak viðtalsins var að samtökin hefðu ekki kynnt til- lögur sínar að nýrri legu Helgafells- brautar fyrir bæj- arstjórn formlega. Nú bregður svo við að það er varla vika liðin síðan Ragnheið- ur sendi samtök- unum bréf þess efnis að hún teldi til- lögugerðina vera einkamál bæjaryf- irvalda og samstarf við íbúasamtökin um úttekt á nýjum leið- um því útilokað. Kemur þessi ádrepa bæjarstjór- ans um skort á formlegri kynn- ingu því okkur í stjórn samtak- anna afar spánskt fyrir sjónir. Ennfremur lét Ragnheiður í ljós þá skoðun sína að hún teldi að tillögur samtakanna hefðu meiri umhverfisáhrif í för með sér en fyrirhuguð lega tengi- brautarinnar um Álafosskvos. Nefndi hún sérstaklega þá tillögu að leggja veg inn í Helgafells- hverfi við Álanes ofan Álafoss- kvosar. Nú bregður aftur svo við að það eru aðeins örfáir dagar síðan Varmársamtökunum barst bréf frá bæjaryfirvöldum í Mos- fellsbæ þess efnis að óráðlegt væri að taka þessa þverun Varm- ár ofan Álafosskvosar út af skipu- lagi en þá tillögu bárum við upp í athugasemdum við það deiliskipu- lag Helgafellslands sem liggur að Varmá. Lega vegarins byggir því ekki á frumkvæði Varmársamtak- anna heldur á aðalskipulagi Mos- fellsbæjar sem einnig kemur fram í deiliskipulagi Helgafells- lands, 3. áfanga. Orð Ragnheiðar eru sem sagt sögð gegn betri vit- und hennar sjálfrar. Varmársamtökin hafa frá upp- hafi unnið að því hörðum höndum að fá bæjarstjórn Mosfellsbæjar til að meta umhverfisáhrif skipu- lagsáætlana á vatnasviði Varmár. Ástæðan fyrir þessari kröfu sam- takanna er að við teljum að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því m.a. að leggja tengibraut um Álafoss- kvos. Þorpið við Álafoss á sér fá- ar ef nokkrar hliðstæður á Ís- landi. Í húfi er einstaklega aðlaðandi umhverfi sem laðar að ferðamenn, útivistarfólk og list- ræna starfsemi. Atvinnulíf við Álafoss á sér afar merka sögu sem er til þess fallin að hefja Mosfellsbæ til vegs og virðingar í hugum fólks ef rétt er á málum haldið. Viðvarandi umferð- arhávaði samfara útblásturs- og svifryksmengun á ekki samleið með þeirri starfsemi sem at- vinnulífið við Álafoss byggir á. Svæðið er vinsælasti áning- arstaður ferðamanna í Mos- fellsbæ og stríðir því lega tengi- brautar um Álafosskvos beinlínis gegn hagsmunum bæjarfélagsins. Til er leið til að forða Mosfellsbæ frá því hlutskipti að tapa áhuga- verðum sérkennum sínum en hún er einfaldlega sú að láta gera fag- legan samanburð á kostum og göllum allra akstursleiða sem til greina koma frá Vesturlandsvegi að Helgafellshverfi. Í lok viðtalsins bendir Ragn- heiður á að Varmársamtökunum sé frjálst að koma á framfæri at- hugasemdum við Helgafellsleið eftir útkomu umhverf- isskýrslu. At- hugasemd okkar mun ekki koma bæj- arstjóranum á óvart því hún verður sú sama og hún hefur ætíð verið, þ.e. að bæjaryfirvöld í Mos- fellsbæ hlusti á radd- ir íbúa, beri saman valkosti og láti meta þá af fag- aðilum með sérstöku tilliti til um- hverfisáhrifa, s.s. náttúruminja, menningarsögu, framtíð- aratvinnustarfsemi og útivist- argildis Álafosskvosar. Nánari upplýsingar um tillögur Varmársamtakanna er að finna á blogginu okkar: www.varmars- amtokin.blog.is Orð bæjarstjórans vekja furðu Var- mársamtakanna Sigrún Pálsdóttir svarar ádrepu Ragnheiðar Ríkharðs- dóttur bæjarstjóra Sigrún Pálsdóttir » Svæðið er vinsæl-asti áningarstaður ferðamanna í Mos- fellsbæ og stríðir því lega tengibrautar um Álafosskvos beinlínis gegn hagsmunum bæj- arfélagsins. Höfundur er stjórnarmaður í Varmársamtökunum. græðslu er mjög breytileg eftir aðstæðum og aðferðum. Með- albinding í ræktuðum skógi er 4,4 tonn CO2 á hektara á ári. Bindingin er mismunandi eftir tegundum og sem dæmi má nefna að birki í landgræðslu bindur 1–5 tonn CO2/ha/ári í trjám og jarðvegi meðan alaska- ösp bindur 23 tonn CO2/ha/ári á frjósömu landi. Þetta er miklu meira en þekkist í landgræðslu í flestum öðrum löndum. Við landgræðslu er unnið á svæðum sem hafa lágt kolefn- isinnihald í upphafi. Slík svæði geta því tekið við miklu magni kolefnis áður en jafnvægi kemst á milli bindingar og losunar, sem tekur marga áratugi. Stofnkostn- aði við landgræðslu má því deila á mjög langan tíma með tilliti til árlegrar bindingar. Álver við Húsavík Á næstu vikum eða mánuðum verður tekin ákvörðun um hvort álver verði reist við Bakka aust- an Húsavíkur. Á fundi áhuga- mannahóps um álversbyggingu á Húsavík hélt Þröstur Eysteins- son skógfræðingur fyrirlestur um möguleika á bindingu CO2 frá fyrirhuguðu álveri og hvað þarf til. Árleg losun frá álveri við Bakka er talin vera um 400.000 tonn. Ferkílómeter skóg- ar sem þarf til að binda þessa losun m.v. meðalbindingu (4,4 tonn CO2/ha/ári) eru 910 km2 en aðeins 180 km2 m.v. hámarks- bindingu (23 tonn CO2/ha/ári) Til þess að setja þessar stærðir í samhengi má benda á það að Tjörnes er u.þ.b. 180 km2. Sveit- arfélögin austan Akureyrar, Norðurþing (Sameinað sveitarfé- lag Húsavíkurbæjar, Keldunes- hrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps) og Skútu- staðahreppur eru mjög vel til þess fallin að taka slíkt verkefni að sér í samvinnu við landeig- endur og skógræktarfélög. Hvað kostar þetta og hver borgar? Það að binda 400.000 tonn af CO2 á 910 km2 svæði við meðal aðstæður kostar um 365 millj. kr./ári í 50 ár. Ef miðað er við bestu aðstæður er verið að tala um 72 millj. kr/ári í 50 ár. Eðli- legt verður að telja að sá sem menguninni veldur greiði fyrir bindinguna. Álver eiga ekki að þurfa að fjármagna skógrækt beint. Þau kaupa bara los- unarheimildir á markaðsverði og landeigendur framleiða los- unarheimildir með skógrækt. Landsbyggðarmál Kolefnisbinding með upp- græðslu og skógrækt á ófrjóu landi eykur mjög landkosti. Slík- ar aðgerðir hafa því mikið þjóð- hagslegt gildi, út frá mörgum sjónarmiðum, og treysta framtíð þjóða. Hvað okkur Íslendinga varðar hefur skógur, annar gróð- ur og jarðvegur eyðst af miklu landi í aldanna rás. Öllum að- gerðum til að bæta slíkt land fylgir sjálfkrafa mikil kolefn- isbinding. Íslenskur landbúnaður gæti skapað sér stórt hlutverk sem þjónustuaðili við þau miklu verkefni sem hér bíða á sviði kolefnisbindingar og bætt um leið landkosti fyrir bæði núver- andi og komandi kynslóðir. Slík verkefni gætu um leið orðið liður í að styrkja hinar dreifðu byggð- ir landsins. » Íslenskur land-búnaður gæti skapað sér stórt hlut- verk sem þjónustuað- ili við þau miklu verk- efni sem hér bíða á sviði kolefnisbind- ingar … Höfundur er áhugamaður um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.