Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is VÍSINDAMENN Íslenskrar erfða- greiningar hafa fundið erfðabreyti- leika sem tengist auknum líkum á hjartaáfalli og er um að ræða erfðaþátt sem hefur áhrif á það hvort fólk fái hjartaáfall snemma eða seint á lífsleiðinni. Uppgötv- unin er talin afar áhrifamikil og mun nýtast í greiningu og meðferð. Niðurstöðurnar voru birtar í gær á vef vísindatímaritsins Science auk þess sem þær verða í næsta tölu- blaði tímaritsins. „Við erum farin að finna breyti- leika sem hafa áhrif á þá þætti sem eru samofnir því hver við erum og örlögum okkar,“ segir Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. „Þetta þýðir að við get- um fundið fólk sem er í mestri áhættu og notað þær aðferðir sem til eru í dag til að koma því til leið- ar að það fólk sem annars fengi hjartaáfall ungt að aldri, fái það ekki.“ Af meira en sautján þúsund þátt- takendum í rannsókninni, frá Ís- landi og Bandaríkjunum, höfðu yfir 20% tvö eintök af afbrigðinu – eitt frá hvoru foreldri – sem samsvarar meira en 60% aukningu á hættu á hjartaáfalli ef miðað er við þá sem ekki eru með afbrigðið. Um helm- ingur fólks af evrópskum uppruna eru með eitt afbrigði. Vísindamenn ÍE hafa einnig sýnt fram á að erfðabreytileikinn hefur áhrif á hvort menn fái hjartaáfall ungir eða gamlir. Áhættan er tvö- falt meiri hjá karlmönnum undir fimmtugu og konum undir sextugu sem hafa tvö eintök af afbrigðinu en hjá þeim sem er ekki með breyti- leikann. Kári segir uppgötvunina sérstaklega áhrifamikla þegar kemur að hjartaáföllum hjá þeim sem yngri eru. „Það er það sem skiptir svo miklu máli því við sætt- um okkur ekki við þau hjartaáföll.“ Kári segir allt innsæi inn í mynd- un sjúkdómsins geta fræðilega hjálpað til við að finna aðferðir til að lækna og fyrirbyggja. Hjá ÍE er fyrsta skref að setja saman grein- ingartæki og verða niðurstöðurnar svo væntanlega nýttar við þróun þeirra lyfja sem fyrirtækið er kom- ið af stað með. „Vegna þess að þetta mun gera okkur kleift að leita uppi fólk sem er í mikilli áhættu þegar við erum að setja saman okkar klínísku rannsóknir og það er hjá því fólki sem auðveld- ast er að sjá gagnsemi af lyfjum,“ segir Kári. Töluvert hefur verið af uppgötv- unum að undanförnu og segir Kári að margir spennandi hlutir séu jafnframt í vinnslu. Hann vonast því til að geta greint heiminum frá fleiri uppgötvunum, jafnvel á næstu vikum og mánuðum. Áhrifamikil og áhugaverð uppgötvun Morgunblaðið/Brynjar Gauti Uppgötvun Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Í HNOTSKURN »Nýleg uppgötvun vísinda-manna ÍE getur haft mikil áhrif í baráttunni gegn hjarta- áföllum. »Allt innsæi í myndun sjúk-dómsins getur t.a.m. hjálp- að við að finna aðferðir til að fyrirbyggja hjartaáföll. »Spennandi tímar eru fram-undan hjá ÍE og jafnvel hugsanlegt að fleiri uppgötv- anir verði kynntar á næstu vikum og mánuðum. Íslensk erfðagreining finnur erfðabreytileika sem tengist auknum líkum á hjartaáfalli Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SAMFYLKINGIN sígur á ný fram úr Vinstri hreyfingunni - grænu framboði, VG, samkvæmt nýjustu könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisút- varpið. Sjálfstæðisflokkurinn bætir heldur við sig fylgi en staða Framsóknarflokksins er óbreytt ef miðað er við síðustu könnun, 28. apríl. Stjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum á þingi ef marka má könnunina, fá samanlagt 33 sæti af 63. Þeir hafa nú 34 sæti. Könnunin var gerð dagana 25. apríl til 1. maí og var svarhlutfall 62,3%. Vikmörkin eru frá plús eða mínus 1,4% hjá Íslandshreyfing- unni upp í plús eða mínus 3,9% hjá Sjálfstæðisflokknum. Lagðar voru þrjár spurningar fyrir þátt- takendur. Fyrst var spurt: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern hinna flokkanna?“ Samanlagt eru vinstriflokkarn- ir tveir, Samfylkingin og Vinstri- hreyfingin - grænt framboð, með liðlega 40% stuðning, ívið meiri en Sjálfstæðisflokkurinn. Hinum síð- astnefnda er spáð 27 þingsætum, Framsóknarflokknum sex sætum, eins og í síðustu könnun, Samfylk- ingunni 15 og VG 12 en lestina reka Frjálslyndir með þrjú sæti. Dregur í sundur með keppi- nautum á vinstrivæng Sem fyrr segir er helsta breyt- ingin frá könnuninni 28. apríl að á ný er umtalsverður munur á fylgi Samfylkingarinnar og VG. Fyrr- nefndi flokkurinn er nú með 23,5% á landsvísu en VG 17,6%. Síðast voru vinstriflokkarnir tveir hnífjafnir, báðir með 21,2%. Á hinn bóginn var Samfylkingin mun öflugri en VG í könnuninni 19. apríl, var þá með 24,1% en Vinstri græn 19,1% og hefur nú endurheimt þá yfirburði gagnvart helsta keppinautnum um vinstri- kjósendurna. Framsóknarflokk- urinn er með slétt 10%, sama hlut- fall og í síðustu könnun. Margir töldu víst að Samfylk- ingin nyti þess að hafa haldið landsfundi sína meðan könnunin 19. apríl var gerð og virtist sú kenning á rökum reist þegar hún lækkaði talsvert 28. apríl. Nú er ekki slíkum skýringum til að dreifa og má gera ráð fyrir að liðs- menn VG fari að ugga nokkuð um sinn hag þegar fylgið virðist vera á niðurleið svo skömmu fyrir kosningarnar 12. maí. Samfylkingin upp í Reykja- vík norður Frjálslyndir fá 5,5% atkvæða, svipað og í síðustu könnun en mun minna fylgi en í kosningunum 2003. Öflugastir eru þeir í kjör- dæmi formannsins, Guðjóns Arn- ars Kristjánssonar, þar fá þeir 10,4%. Íslandshreyfingin nær ekki manni á þing frekar en í síð- ustu könnun en fylgið er meira núna, 3,2% en mældist 2,3% í lok apríl. Framsóknarmenn bæta verulega stöðu sína í Suðurkjör- dæmi, fá nú 18% en voru með 10,5% í lok apríl. Sjálfstæðismenn eru einnig á uppleið í kjördæminu, fá nú 42,4% en voru með 35,3%. Mest er þó aukningin hjá hinum síðarnefndu í Reykjavík suður, kjördæmi flokksformannsins Geirs H. Haarde, en þar er flokk- urinn nú með 48,5% stuðning, var síðast með 40,2%. Samfylkingin bætir mestu við sig í Reykjavík norður, kjördæmi Össurar Skarphéðinssonar, for- manns þingflokksins, fer úr 17,2% í lok apríl í 27,1% núna. Flokk- urinn réttir einnig mjög hlut sinn í Suðvesturkjördæmi, Kraganum svonefnda. Könnunin er hins veg- ar áfall fyrir flokkinn í Suðurkjör- dæmi, þar fer fylgið úr 33,9% í 19,9%, svo mikla sveiflu á ekki lengri tíma má líklega kalla hrun. Vinstri-grænum fatast einnig flugið í Suðurkjördæmi, fara úr 15,7% í 9,2%, þeir láta einnig und- an síga alls staðar á suðvestur- horni landsins en styrkjast tals- vert í Norðvesturkjördæmi þar sem þeir fara úr 15,6% í 20,2%. Vinstrimenn og sjálf- stæðismenn álíka margir Stjórnarflokkarnir eflast í Suðurkjördæmi en VG tapar á suðvesturhorninu                                                    !"  #  $%   #% &     ' &                      ( & !"                 !"#$ % &"#$ % &'#$ % !#$ %                   !           "  #       ! $ % #    '  %                ))     )    ) )       ) ) )  )  )) Í HNOTSKURN »Staða Framsókn-arflokksins er nær óbreytt frá síðustu könnun í Reykjavíkurkjördæmunum. 54,1% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síð- ustu kosningum ætla að kjósa flokkinn á ný. »Samfylkingin styrkirverulega stöðu sína sem næst-stærsti flokkurinn á höfuðborgarsvæðinu en tap- ar í landsbyggðakjördæmum ef undanskilið er Norðaust- urkjördæmi. Þar bætir flokkurinn miklu við sig. »Konur eru eins og í fyrrikönnunum mun hærra hlutfall af kjósendum Vinstrigrænna en karlar. En kynjamunurinn er samt enn meiri hjá Samfylkingunni, 16% karla styðja nú flokkinn en 31,1% kvenna. MISSKIPTING hefur aukist, einkaneyslan vaxið umfram kaupmátt og skuldir heimilanna náð hættulegum hæðum. Hagstjórn liðinna ára hefur brugðist og stíga þarf varlega til jarðar ef ekki á illa að fara. Þetta er rauði þráðurinn í nýrri vorskýrslu hagdeildar Alþýðusam- bands Íslands, ASÍ, sem kynnt var í gær. „Við lok stóriðjuframkvæmdanna er þó ekki gert ráð fyrir harka- legri lendingu í hagkerfinu, spáð er ágætis hagvexti í ár og á næsta ári,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, sem segir þó áhyggjuefni að „ekkert jafnvægi sé í kortunum“, stýrivextir „verði mjög háir, verðbólga óviðunandi mikil og viðskipta- halli ekki viðráðanlegur“. Ólafur Darri gerir ráð fyrir að fjárfestingar ríkissjóðs muni aukast milli ára en þó sé ekki innstæða fyrir öllum kosningaloforðum stjórn- málaflokkanna fyrir alþingiskosningarnar 12. maí og að ljóst sé að næsta stjórn muni fram- kvæma minna en lofað hafi verið. Helstu forsendur spárinnar eru þær að ráðist verði í byggingu álvers í Helguvík á seinni hluta þessa árs, að vextirnir verði háir út árið en fari lækkandi á næsta ári, að halli verði á ríkissjóði fjárlagaárið 2008 og að ríkisfjármálin og pen- ingamálastefnan verði aðhaldssöm á tímabilinu. Jafnframt er reiknað með veikingu krónunnar á næsta ári og viðurkenndi Ólafur Darri aðspurð- ur að hagkerfið kynni að verða viðkvæmt fyrir hugsanlegri sölu erlendra fjárfesta á krónubréf- um, sem gæti haft slæm áhrif á hagkerfið. Spá aukningu í einkaneyslu Hagdeild ASÍ spáir 2,5% hagvexti 2007 og 3,3% 2008. Bráðabirgðaspá fyrir 2006 gerði ráð fyrir 2,6% hagvexti en hann var til samanburðar 7,2% 2005. Ólafur Darri segir viðskiptahallann hættulega mikinn, aðeins Danir og Hollending- ar hafi tærnar þar sem við höfum hælana í skuldasöfnun heimilanna. Á móti komi að þjóðin sé ung, fólk hér safni skuldum snemma á lífs- leiðinni og greiði þær síðar niður, auk þess sem hlutfall fólks í eigin húsnæði sé hátt. Engu að síður sé skuldasöfnunin „hættulega mikil“, ís- lensk heimili skuldi 80% af eignum sínum og 40% sé tekið tillit til eigna lífeyrissjóðanna. Hagfræðingar ASÍ gerðu meintan ójöfnuð einnig að umtalsefni og sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá samtökunum, að breytingar á Gini-stuðlinum, mælikvarða á skiptingu tekna, sýndu að ójöfnuður hefði auk- ist. Inni í þeim tölum er ekki tekið tillit til sölu- hagnaðar af höfuðstól og segir Sigríður ákvarð- anir stjórnvalda hafa „ýkt“ ójöfnuðinn, barnabætur hefðu lækkað hlutfallslega sem og persónuafsláttur, á sama tíma og skattbyrði á þá tekjuhæstu hefði verið lækkuð umfram aðra. Ekki inn- stæða fyrir loforðum ASÍ gagnrýnir hagstjórn og ójöfnuð Ólafur Darri Andrason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.