Morgunblaðið - 04.05.2007, Síða 15
Tryggvi beri ábyrgð á henni. Það
sama eigi við um þriðju færsluna, en í
dómnum er tekið fram að hún sé ekki
rétt dagsett í ákæru. Tryggvi er því
talinn hafa brotið 262. gr. almennra
hegningarlaga, en hins vegar sé
ósannað að Jón Ásgeir hafi með sak-
næmum hætti komið að þessum
færslum og var hann því sýknaður
hvað það varðar.
Dómurinn kemst sömuleiðis að
þeirri niðurstöðu að Jón Ásgeir hafi
ekki sett fram rangar upplýsingar í
tilkynningu til Verðbréfaþingsins þar
sem Baugi hafi verið heimilt að færa
gengishækkun Arcadia hlutabréf-
anna til tekna hjá félaginu í árslok
2000. Hann er því sýknaður af þess-
um hluta ákærunnar.
Ljóst að kreditreikningurinn
var tilhæfulaus
Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að
sök í 15. lið ákærunnar meiri háttar
bókhaldsbrot með því að hafa látið
rangfæra bókhald Baugs hf., átt þátt
í að búin væru til gögn sem ekki áttu
sér stoð í viðskiptum við aðra aðila og
hagað bókhaldi Baugs hf. með þeim
hætti að það gæfi ranga mynd af við-
skiptum og notkun fjármuna. Þetta
hafi þeir gert með því að láta búa til
tilhæfulausan kreditreikning (afslátt-
arreikning) frá Nordica, fyrirtæki
Jóns Geralds Sullenberger.
Jóni Gerald var einnig sakaður um
að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og
Tryggva við að rangfæra bókhald
Baugs.
Reikningur þessi, sem hljóðaði upp
á 61,9 milljónir, var aldrei færður í
bókhald Nordica, en lögreglan fann
hann á skrifstofu fyrirtækisins. Í
dómnum segir að Jón Ásgeir hafi tek-
ið ákvörðun um að gefa reikninginn
út, en hann beri að það hafi verið gert
að undangengum samningaviðræð-
um um uppgjör á svokölluðum vand-
ræðalager frá Nordica. Jón Gerald
kannist hins vegar ekki við slíkan
samning og framburður vitnis sem
starfaði með honum styðji það. Dóm-
urinn bendir á að engin samtímagögn
styðji framburð Jóns Ásgeirs og
Tryggva um ástæður þess að reikn-
ingurinn var gefinn út.
„Er það niðurstaða dómsins að
sannað sé, þrátt fyrir neitun ákærðu,
Jóns Ásgeirs og Tryggva, að reikn-
ingurinn hafi verið rangur og tilhæfu-
laus og þeim hafi báðum verið það
ljóst. Brot ákærðu hafði þau áhrif á
árshlutauppgjör Baugs hf. sem lýst
er í ákæruliðnum og þar af leiðandi
var tilkynning félagsins til Verð-
bréfaþings Íslands röng, en á því bar
ákærði, Jón Ásgeir, ábyrgð sem
framkvæmdastjóri félagsins.“
Brot Jóns Ásgeirs eru talin varða
158 gr. almennra hegningarlaga, en
brot Tryggva eru talin varða 262 gr.
hegningarlaga.
Jón Gerald ekki talinn hafa
notið réttinda sakbornings
Um þátt Jóns Geralds segir í
dómnum að í lögregluskýrslum sem
teknar voru af honum sem vitni hafi
hann iðulega verið yfirheyrður um at-
ferli meðákærðu og annarra sem lög-
reglan mat refsivert. Lögreglan hafa
ætíð gætt viðeigandi ákvæða laganna
um meðferð opinberra mála þegar
þeir menn voru yfirheyrðir. „Það er
mat dómsins að þegar við fyrstu lög-
regluyfirheyrslu, 25. ágúst 2002 og
alltaf eftir það, hafi borið að láta
ákærða njóta réttarstöðu sakaðs
manns, enda er ákvæði 51. gr. und-
antekningarákvæði sem ber að skýra
þröngt og framburður ákærða gaf
ekkert tilefni til að leggja það í mat
hans hvort skilyrði greinarinnar ættu
við.“
Dómurinn bendir á að ákvæði 69.
og 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. og
7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu
hafi verið skýrð svo að þeim sem sak-
aður sé um refsiverða háttsemi sé
óskylt að tjá sig eða láta í té upplýs-
ingar sem leitt geta til sakfellingar
hans.
Í lögum um meðferð opinberra
mála segi að sakborningi sé óskylt á
öllum stigum opinbers máls að svara
spurningum sem varða refsiverða
hegðun sem honum er gefin að sök og
beri yfirheyranda að benda sakborn-
ingi ótvírætt á þennan rétt hans þeg-
ar efni standa til. „Ákærði [Jón Ger-
ald] var að vísu yfirheyrður af
lögreglunni sem sakaður maður 22.
febrúar 2006 og sérstaklega spurður
um þau atriði sem hann er ákærður
fyrir og svaraði hann á sama hátt og
hann hafði gert fyrr í rannsókn máls-
ins. Þegar hins vegar er litið til um-
fangs fyrri lögreglurannsóknar, þar
sem ákærði hafði stöðu vitnis, verður
ekki hjá því komist að líta á þessa
einu skýrslu sem málamyndaskýrslu
er ekki breyti þeirri staðreynd að
hann hafði haft stöðu vitnis alla rann-
sókn málsins þótt hann væri í raun að
tjá sig um atriði er hefðu getað leitt til
ákæru á hendur honum.“
Niðurstaða dómsins er því að Jón
Gerald hafi ekki notið þeirra réttinda
sakbornings við lögreglurannsókn
málsins sem agaákvæði áskilja.
Ákæru á hendur honum var því vísað
frá dómi.
Jón Ásgeir sýknaður vegna
reiknings frá SMS í Færeyjum
Í 16. lið ákærunnar er Jóni Ásgeiri
og Tryggva gefið að sök meiri háttar
bókhaldsbrot með því að hafa látið
rangfæra bókhald Baugs. Þetta hafi
þeir gert með því að færa til eignar í
bókhaldinu yfirlýsingu frá SMS í
Færeyjum. Yfirlýsingin, sem var upp
á 46,7 milljónir, var gefin út að beiðni
Tryggva.
Með játningu Tryggva, sem fengið
hafi stuðning í framburði fram-
kvæmdastjóra SMS og endurskoð-
anda fyrirtækisins sé „sannað að eng-
in viðskipti lágu til grundvallar
yfirlýsingunni, en ákærði [Tryggvi]
taldi hins vegar að þau hefðu átt sér
stað og þess vegna ætti Baugur hf.
rétt á afslætti vegna þeirra. Yfirlýs-
ingin var færð í bókhaldi Baugs hf.
með þeim hætti sem rétt er lýst í
ákæru. Yfirlýsing þessi átti sér ekki
stoð í viðskiptum og hlaut ákærða,
Tryggva, að vera það ljóst. Tekju-
færsla í bókhaldi á grundvelli þess-
arar yfirlýsingar var því óheimil.
Hefur ákærði, Tryggvi, því gerst sek-
ur um brot gegn 2. mgr. 262. gr. al-
mennra hegningarlaga, sbr. 3. tl. 1.
mgr. 37. gr. bókhaldslaga nr. 145/
1994. Hins vegar er ósannað að færsl-
an í bókhaldinu hafi verið færð með
vilja og vitneskju ákærða, Jón Ás-
geirs, og verður hann því sýknaður af
þessum lið og þar með einnig af því að
hafa látið Baug hf. senda Verðbréfa-
þingi Íslands ranga tilkynningu,“
segir í dómnum.
Tryggvi sakfelldur
um bókhaldsbrot
Í 17. lið ákærunnar eru Jóni Ás-
geiri og Tryggva gefin að sök meiri
háttar bókhaldsbrot við sölu hluta-
bréfa í Baugi. Tryggvi hafi látið færa,
með vilja og vitneskju Jóns Ásgeirs
rangar og tilhæfulausar færslur um
viðskipti og notkun fjármuna í bók-
hald Baugs hf. með því að færa sölu á
eigin hlutabréfum í félaginu til Kaup-
þings hf., þegar bréfin voru í raun af-
hent Kaupthing Bank Luxembourg
til varðveislu, inn á vörslureikning
sem Baugur stofnaði.
Tryggvi hélt því fram að á þeim
tíma sem færslan á vörslureikninginn
var gerð hefði það tíðkast að færa
eignir sem færðar voru á vörslureikn-
ing sem seldar. „Ekki hafa verið lögð
fram gögn til stuðnings þessari stað-
hæfingu. Þá er ljóst að ákærðu ráð-
færðu sig ekki við endurskoðendur
Baugs hf. um þessa færslu eða rétt-
mæti hennar svo sem tíðkanlegt er
hjá forsvarsmönnum félaga þegar
vafi leikur á tilteknum færslum í bók-
haldi,“ segir í dómnum.
Það er því niðurstaða dómsins að
Baugur hf. hafi áfram átt þessa
40.000.000 hluta í félaginu, þrátt fyrir
færsluna yfir á vörslureikning félags-
ins.
„Með framburði ákærðu og vitna
og öðru því sem rakið er hér að fram-
an er sannað að færslur þær sem
raktar eru í ákæru að fjárhæð
330.764.000 krónur voru rangar og til
þess fallnar að gefa ranga mynd af
viðskiptum og notkun fjármuna. Er
sannað að ákærði, Tryggvi, hafi gefið
fyrirmæli um þessar færslur sem
honum var ljóst að voru rangar og
hefur hann því gerst sekur um brot
gegn 2. mgr. 262. gr. almennra hegn-
ingarlaga, sbr. 3. tl. 1. mgr. 37. gr.
bókhaldslaga nr. 145/1994. Hins veg-
ar er ósannað að færslurnar í bók-
haldinu hafi verið færðar með vilja og
vitneskju ákærða, Jóns Ásgeirs, og
verður hann því sýknaður af þessum
lið.“
18. liður ákærunnar varðar
skemmtibátinn Thee Viking. Jón Ás-
geir og Tryggvi voru ákærðir fyrir
fjárdrátt, en þeir voru sakaðir um að
hafa látið Baug greiða Fjárfestingar-
félaginu Gaumi 32,2 milljónir til að
fjármagna eignarhlut Gaums í bátn-
um. Tryggvi var sakaður um að hafa
með vilja Jóns Ágeirs látið Baug
greiða 31 reikning sem gefnir voru út
af fyrirtæki Jóns Geralds, Nordica.
Ekki sakfelldir vegna
skemmtibátsins
Jón Ásgeir og Tryggvi héldu því
fram að greiðslurnar hefðu runnið til
Nordica sem þóknun til Jóns Geralds
fyrir störf er hann vann á vegum
Baugs hf. í Bandaríkjunum við að afla
og viðhalda viðskiptasamböndum,
fara á vörusýningar og annað sem
tengdist starfsemi félagsins. Þessu
hefur Jón Gerald hafnað og borið að
greiðslurnar frá Baugi hf. hafi verið
til að greiða afborganir af lánum og
kostnað við að reka bátinn. Hann hef-
ur borið að enginn fótur sé fyrir skýr-
ingum ákærðu.
„Í þessum lið ákærunnar er
ákærðu gefið að sök að hafa dregið
Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf.
framangreinda fjárhæð, og með þeim
hætti sem lýst var, til að fjár-magna
eignarhlutdeild félagsins í Thee Vik-
ing og greiða kostnað vegna hans.
Eins og fram kemur í ákærunni var
félagið New Viking Inc. skráður eig-
andi bátsins, en einka-eigandi þess
félags var Jón Gerald Sullenberger.
Hins vegar er ljóst að Gaumur ehf.
lagði fram fjármuni til kaupa á bátum
er keyptir voru á undan Thee Viking,
en andvirði þeirra rann til kaupanna
á honum. Það er einnig ljóst af fram-
burði ákærðu og vitna, sem rakinn
var hér að framan, að ákærði, Jón Ás-
geir, og faðir hans, Jóhannes Jóns-
son, töldu sig eiga kröfu um að eign-
ast hlut í bátnum, en aldrei tókst að
ganga frá þeim eignarhlut áður en
Jón Gerald seldi bátinn án samráðs
við þá feðga, að því er best verður
séð. Hins vegar nefndi enginn Gaum
ehf., við yfirheyrslur í aðalmeðferð-
inni, í sambandi við eignarhlut í bátn-
um, nema Jóhannes Jónsson, en af
framburði hans má ráða að hann geri
ekki greinarmun á Gaumi ehf. og fjöl-
skyldu sinni, enda félagið í eigu henn-
ar.
Fjármunir þeir, sem ákærðu eru
ákærðir fyrir að hafa dregið Gaumi
ehf. frá Baugi hf., runnu ekki til þess
félags, heldur til Nordica Inc., en
ákærðu eru þó ekki ákærðir fyrir að
hafa dregið féð því félagi. Samkvæmt
1. mgr. 117. gr. laga nr. 19/1991 má
ekki dæma ákærðan mann fyrir aðra
hegðun en þá sem í ákæru greinir og
með því að ósannað er að ákærðu hafi
dregið Gaumi ehf. fé, eins og þeir eru
ákærðir fyrir, verða þeir sýknaðir af
þessum lið ákærunnar. Að fenginni
þessari niðurstöðu er þarflaust að
fjalla um skýringar ákærðu á
greiðslum Baugs hf. til Nordica Inc.
sem þessi ákæruliður fjallar um,“
segir í dómnum.
Í 19. og síðasta lið ákærunnar er
Tryggva gefinn að sök fjárdráttur
með því að hafa dregið sér samtals
1,3 milljónir vegna persónulegra út-
gjalda sem voru Baugi óviðkomandi.
Þessum ákærulið var vísað frá með
sömu rökum og 10. lið ákærunnar,
þ.e. að ákæran hafi verið óskýr.
Stærstur hluti málsvarnarlauna
greiddur úr ríkissjóði
Málsvarnarlaun Gest Jónssonar,
verjanda Jóns Ásgeirs, voru ákveðin
15,3 milljónir og skulu 90% þeirra
greidd úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun
Jakobs Möllers, verjanda Tryggva,
voru ákveðin 11,9 milljónir og skulu
80% greidd úr ríkissjóði. Málsvarn-
arlaun Brynjars Níelssonar voru
ákveðin 7,9 milljónir og skulu alfarið
greiðast úr ríkissjóði. Jóni Ásgeiri og
Tryggva var gert að greiða óskipt 5
milljónir í sakarkostnað til ríkissjóðs.
Kostnaður Jóns Ásgeirs upp á
tæplega 25,7 milljónir skal að 90%
hluta greiðast úr ríkissjóði. Samtals
nema málsvarnarlaun og sakarkostn-
aður rúmlega 67,8 milljónum og þar
af ber ríkissjóði að greiða 51,6 millj-
ónir.
Málið dæmdu Arngrímur Ísberg,
Jón Finnbjörnsson og Garðar Valdi-
marsson.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 15
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn
Baugs Group hf. vegna dóms Hér-
aðsdóms Reykjavíkur í máli ákæru-
valdsins gegn forstjóra félagsins,
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl.
„Niðurstaða Héraðsdóms Reykja-
víkur felur í sér alvarlegan áfellis-
dóm yfir vinnubrögðum lögreglunn-
ar og ákæruvaldsins í málinu. Hinn
28. ágúst 2002 var lagt af stað af
hálfu lögreglu með alvarlegar ásak-
anir um stórfelld auðgunarbrot. Í
dag var forstjóri félagsins sýknaður
af eina brotinu sem var tilefni inn-
rásinnar í Baug en sakfelldur vegna
færslu reiknings, sem sérfræðingar
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra töldu fyrst að hefði verið
grundvöllur fjárdráttar.
Í þau nærfellt fimm ár sem rann-
sóknin hefur staðið hefur félagið
ítrekað þurft að leiðrétta efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra þegar
rannsóknin hefur hvað eftir annað
beinst inn á ný svið, að því er virðist
til þess eins að réttlæta mistök á
upphafsstigum málsins. Þá hefur
ákæruvaldið fengið ítarlegar leið-
beiningar dómstóla til að lagfæra
málatilbúnað sinn. Af samtals 59 lið-
um í tveimur ákærum liggur nú fyrir
að 43 hefur verið vísað frá, sýknað í
12 og sakfellt í 4, þar af einum
ákærulið gagnvart Jóni Ásgeiri og
öllum fjórum gagnvart Tryggva
Jónssyni. Dómurinn fellir 90% hluta
málskostnaðar Jóns Ásgeirs á ríkis-
sjóð. Hér er samtals um að ræða tugi
milljóna króna sem ríkissjóði er gert
að greiða í málsvarnarlaun og sak-
arkostnað. Það endurspeglar mat
dómsins á slælegum málatilbúnaði
ákæruvaldsins. Þetta bætist við þá
tugi milljóna króna sem ríkissjóði
hefur áður verið gert að greiða í
málskostnað á fyrri stigum málsins.
Ákæruvaldið er í dóminum gagn-
rýnt fyrir að hafa blásið málið út um-
fram tilefni, málsmeðferð hafi verið
of umfangsmikil og vitni leidd fyrir
dóminn að þarflausu. Þegar litið er
til þess að sakfelling í tilviki Jóns Ás-
geirs virðist hvíla á afar veikum
grundvelli, þ.e.a.s. framburði Jóns
Geralds Sullenberger, verður að
telja mjög líklegt að Jón Ásgeir muni
í samráði við verjanda sinn áfrýja
þeim þætti málsins til Hæstaréttar
Íslands. Verulegar líkur eru taldar á
að sú áfrýjun muni leiða til sýknu.
Baugur Group hf. hefur frá upp-
hafi málsins lýst yfir stuðningi við
Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra í
þessu máli. Lýsir stjórn félagsins
áfram yfir eindregnum stuðningi við
hann nú þegar þessi dómur liggur
fyrir.“
3. maí 2007,
f.h. stjórnar Baugs Group hf.,
Hreinn Loftsson hrl.,
stjórnarformaður.
Yfirlýsing frá stjórn
Baugs Group hf.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá verjendum
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og
Tryggva Jónssonar:
„Jón Ásgeir og Tryggvi hafa frá
upphafi lýst yfir sakleysi sínu og
gerðu því ráð fyrir að verða sýknaðir
af öllum liðum ákærunnar á hendur
þeim.
Hafa ber í huga að ákæruvaldið
hefur gefið út ákærur í 58 liðum
gagnvart Jóni Ásgeiri og hann hefur
verið sakfelldur í einu tilviki. Ákæru-
liðir á hendur Tryggva voru samtals
36 og hann var sakfelldur í fjórum
liðum. Í dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur í dag voru 90% sakarkostnað-
arins lögð á ríkissjóð í tilviki Jóns
Ásgeirs en 80% í tilviki Tryggva.
Þessi niðurstaða dómaranna endur-
speglar mat þeirra um að langmest-
ur hluti ákærunnar á hendur Jóni
Ásgeiri og Tryggva hafi verið tilefn-
islaus.
Þótt ekki komi til neinnar refsing-
ar vegna skilorðsbindingarinnar
sætta Jón Ásgeir og Tryggvi sig ekki
við sakfellingu að neinu leyti.“
Gestur Jónsson hrl.
Jakob R. Möller hrl.
Yfirlýsing frá verjendum
Jóns Ásgeirs og Tryggva
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi tilkynning frá Kaup-
þingi banka vegna yfirlýsingar
Jóns Geralds Sullenbergers um að
forstjóri bankans hafi boðið honum
tvær milljónir dollara haustið
2002.
„Að gefnu tilefni er rétt að taka
fram að hvorki forstjóri Kaup-
þings banka né aðrir starfsmenn
hans hafa nokkurn tímann boðið
Jóni Gerald Sullenberger greiðslur
fyrir að draga mál sitt gagnvart
Baugi til baka.“
Buðu Jóni Gerald Sullen-
berger ekki greiðslur
Morgunblaðið/ÞÖK
Baugsmál Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi í gær og hér
sjást fjölmiðlamenn ræða við Sigurð Tómas Magnússon.