Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 17
SAGA Capital fjárfestingarbanki
tekur til starfa í dag. „Okkur þótti
við hæfi að byrja á föstudegi til
fjár,“ sagði Þorvaldur Lúðvík Sig-
urjónsson, forstjóri bankans, á
blaðamannafundi í gær.
Lokuðu hlutafjárútboði, sem fé-
lagið efndi til í ársbyrjun, er lokið
og er eigið fé Saga Capital nú 10
milljarðar króna – félagið er um það
bil tvöfalt stærra en bæði MP fjár-
festingarbanki og VBS.
Saga Capital fékk aðild að Nordic
Exchange á Íslandi frá og með 30.
apríl sl. og varð þar með fyrst til að
hefja viðskipti á hlutabréfa- og
skuldabréfamarkaði Nordic Exc-
hange á Íslandi eftir sameininguna
við OMX 2. apríl.
Bankinn hlaut í liðinni viku fullt
fjárfestingarbankaleyfi Fjármála-
eftirlitsins en í dag eru nákvæmlega
sjö mánuðir síðan tilkynnt var um
stofnun bankans.
Saga Capital er alþjóðlegur fjár-
festingarbanki sem sérhæfir sig í
fyrirtækjaráðgjöf, útlánum og verð-
bréfamiðlun. Bankinn stýrir að auki
eigin fjárfestingum með virkri þátt-
töku á innlendum og erlendum
verðbréfamörkuðum.
Höfuðstöðvar Saga Capital eru á
Akureyri, skrifstofa er í Reykjavík
og ætlunin að opna skrifstofu í
Eystrasaltslöndunum fljótlega. Fé-
lagið var stofnað í október 2006 af
nokkrum fyrrverandi starfsmönn-
um íslensku viðskiptabankanna og
völdum fagfjárfestum, en lykil-
stjórnendur bankans störfuðu allir
áður hjá íslensku viðskiptabönkun-
um. Fyrrum starfsmenn Kaupþings
eru Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
forstjóri, dr. Hersir Sigurgeirsson,
framkvæmdastjóri áhættustýringar,
Geir Gíslason, framkvæmdastjóri
útlánasviðs, og Rúnar Friðriksson,
framkvæmdastjóri eigin viðskipta.
Fyrrum starfsmaður Glitnis er Örn
Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyr-
irtækjaráðgjafar, frá Straumi-Burð-
arási kom Helga Hlín Hákonardótt-
ir hdl., framkvæmdastjóri
lögfræðisviðs, og frá MP Fjárfest-
ingarbanka kom Ómar Sigtryggs-
son, framkvæmdastjóri markaðsvið-
skipta.
Þorvaldur Lúðvík sagði í gær að
Saga Capital hefði fengið frábærar
viðtökur á fjármálamarkaðinum
„sem endurspeglast m.a. í því
hversu hratt og vel hlutafjárútboðið
okkar gekk“. Stærstu hluthafarnir
eiga á bilinu 8–12%. Þorvaldur er
stærsti hluthafinn með 12%, Stand-
hóll og Sundagarðar 11% hvort fé-
lag, Hildingur, dótturfélag KEA,
10%, Sparisjóður Mýrasýslu 6% og
Sparisjóður Norðlendinga 5%.
Byrja á föstudegi til fjár
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Saga Framkvæmdastjórnin, f.v.: Ómar Sigtryggsson, Geir Gíslason, Hers-
ir Sigurgeirsson, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Rúnar Friðriksson og
Helga Hlín Hákonardóttir. Örn Gunnarsson var ekki á staðnum.
Fjárfestingarbankinn Saga Capital tekur til starfa með 10 milljarða kr. eigið fé
TENGLAR
..............................................
www.sagacapital.is
STJÓRN Actav-
is hefur ákveðið
að ljúka viðræð-
um vegna hugs-
anlegra kaupa
félagsins á sam-
heitalyfjasviði
lyfjafyrirtækis-
ins Merck. Upp
úr viðræðum
slitnaði á mið-
vikudag en Actavis hafði þá lagt
inn formlegt tilboð, eins og fram
hefur komið í Morgunblaðinu, að
lokinni ítarlegri áreiðanleikakönn-
un. Stjórn Actavis telur að verðið
fyrir Merck sé orðið mun hærra en
svo að það þjóni hagsmunum hlut-
hafa félagsins að halda viðræðum
áfram.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun Merck hafa krafist
nærri fimm milljarða evra, eða hátt
í 440 milljarða króna fyrir félagið.
Var það mun hærra verð en stjórn-
endur Actavis töldu rétt að fara
miðað við sína skoðun á fyrirtæk-
inu. Munu líklega tveir aðrir bjóð-
endur vera eftir í ferlinu.
Róbert Wessman, forstjóri Acta-
vis, segir að samruni Actavis og
lyfjahluta Merck hefði getað orðið
áhugaverður. Actavis hafi hins veg-
ar skýra stefnu um að greiða ekki
of hátt verð fyrir þau félög sem það
fjárfestir í. Því hafi viðræðum verið
slitið.
Þess má geta að á síðasta ári
bakkaði Actavis út úr tilboðsferlinu
á króatíska samheitalyfjafyrirtæk-
inu Pliva af sömu ástæðu og félagið
hefur gefið út að þessu sinni, þ.e.
verðið var of hátt.
Í Morgunkorni Greiningar Glitn-
is segir að ekki megi útiloka að
yfirtökutilboð berist í Actavis á
þessu ári miðað við þá samþjöppun
sem eigi sér stað í lyfjageiranum
um þessar mundir. Gera megi ráð
fyrir tilboðsverði á allt að 95 krón-
ur á hlut, en markaðsgengi Actavis
nú er um 80 krónur.
Greiningardeild Landsbankans
segir í Vegvísi sínum að þrátt fyrir
að það verði að teljast ákveðin von-
brigði að Actavis skuli ekki hafa
tekist að kaupa samheitalyfjahluta
Merck þá sé það jákvætt að Actavis
skuli á nýjan leik sýna að félagið sé
reiðubúið að hætta við.
Viðræðuslit við Merck
Róbert Wessmann
● HAGNAÐUR Føroya Banka á
fyrsta fjórðungi þessa árs nam 54
milljónum danskra króna fyrir
skatta, eða um 629 milljónum ís-
lenskra króna. Á sama tímabili í
fyrra var hagnaðurinn 30 milljónir
danskra króna. Hagnaður eftir
skatta var 44 milljónir danskra
króna í ár, eða um 513 milljónir ís-
lenskra króna.
Í tilkynningu frá bankanum segir
að afkoman á fyrsta fjórðungi
þessa árs sé viðunandi og að allt
útlit sé fyrir að áætlanir bankans
fyrir árið í heild muni ganga eftir.
Aukinn hagnaður
Føroya Banka
● HAGNAÐUR Nordea, stærsta
banka Norðurlanda, nam um 700
milljónum evra, á fyrsta fjórðungi
þessa árs, eða um um 61 milljarði
íslenskra króna. Árið áður var
hagnaðurinn 663 milljónir evra.
Haft er eftir Christian Clausen,
forstjóra Nordea, í danska við-
skitpablaðinu Børsen að hann sé
ánægður með afkomuna. Greining-
araðilar eru ekki hafn ánægðir og
segja að rekstrarkostnaður bank-
ans sé of hár. Gengi hlutabréfa
Nordea lækkuðu um rúmt 1% í
kauphöllinni í Kaupmannahöfn í
gær.
Nordea hagnast
www.icelandexpress.is/stokkholmur
Franska rívíeran?
Ónei. Stokkhólmur!
fia› er alltaf gott a› koma til Stokkhólms.
Borgin er alveg hæfilega stór og stemningin
afslöppu›. Sumartíminn í Stokkhólmi er
frábær og nálæg›in vi› hafi› tryggir
flægilegt loftslag. Svo eru Svíarnir alltaf svo
skrambi huggulegir og gestrisnir.
Skerjagar›urinn er á næsta leiti flar sem
dásamlegt er a› dvelja í sumarhúsi me›
fjölskyldunni og ef flú vilt rannsaka undur
Svífljó›ar, flá er leikur einn a› ver›a sér úti
um ód‡ran bílaleigubíl.
Stokkhólmur
A Taste of Stockholm, Kunsträdgården 1.–6. júní
Stokkhólmsmarafloni› 9. júní
Rod Stewart á Stadion 20. júlí
Stockholm Pride 30. júlí–5. ágúst
Hva› er í gangi?
Bóka›u ód‡rt fargjald til Stokkhólms á
www.icelandexpress.is
LANDSBANKINN hagnaðist um
13,8 milljarða króna eftir skatta á
fyrsta fjórðungi þessa árs samanbor-
ið við 14,3 milljarða á sama tímabili í
fyrra. Arðsemi eigin fjár jókst nokk-
uð á milli ára og var 45,2% á fyrsta
ársfjórðungi 2007 samanborið við
36,3% á öllu árinu 2006.
Tekjur af erlendri starfsemi sam-
stæðu Landsbankans voru um 42%
af heildartekjunum á fyrsta ársfjórð-
ungi 2007. Grunntekjur samstæðu
bankans, þ.e. vaxtamunur og þjón-
ustutekjur, námu samtals 20,6 millj-
örðum og jukust um 31% samanbor-
ið við sama tímabil á fyrra ári.
Hreinar vaxtatekjur námu 10,9
milljörðum og hreinar þjónustu-
tekjur um 9,7 milljörðum.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir í tilkynn-
ingu að hækkað lánshæfismat mats-
fyrirtækisins Moody’s, sem greint
var frá í síðasta mánuði, mikill vöxt-
ur erlendra innlána hjá Landsbank-
anum og sterk lausafjárstaða bank-
ans, samhliða áframhaldandi vexti
hreinna vaxtatekna og þóknunar-
tekna, væri það sem stæði upp úr
fyrsta ársfjórðungi 2007.
Þá er haft eftir Sigurjóni Þ. Árna-
son, bankasjóra Landsbankans, í til-
kynningunni að tekjumyndun bank-
ans sé byggð á traustum og breiðum
grunni, sem endurspeglist í góðum
vexti grunntekna samstæðunnar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gott uppgjör hjá
Landsbankanum
gretar@mbl.is
Uppgjör
Landsbanki Íslands hf.