Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 19 ERLENT Sharm El Sheikh. AFP. | Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sótti í gær fund í Egyptalandi um málefni Íraks en það þótti sæta tíðindum að Rice ræddi þar við er- indreka Sýrlands, Walid Muallem, og jafnframt að hún skyldi ræða við Manouchehr Mottaki, utanrík- isráðherra Írans. Rice sagði áður en hún lagði upp í ferð sína til Egyptalands að leiðtogar ná- grannaríkja Íraks yrðu að stuðla að friði í Írak, stöðugleiki í þeirra eig- in löndum ylti á því. „Ég tel að þetta hafi verið mál- efnalegt,“ sagði Rice eftir hálftíma fund sinn með Muallem og bætti við að hvorugt hefði reynt að sýna gagnaðilanum yfirlæti. Muallem sagði viðræðurnar hafa verið „hreinskilnar og gagnlegar“. Nouri al-Maliki, forsætisráð- herra Íraks, fór á fundinum fram á að þjóðir heims afskrifuðu allar skuldir Íraka. Hann sagði að írösk stjórnvöld þyrftu á öllu sínu fé að halda til að hrinda í fram- kvæmd ýmsum bráðnauðsynlegum endurreisn- arverkefnum. Fulltrúar meira en 50 ríkja komu saman á fundinum og ræddu leiðir til að forða Írak frá algeru öng- þveiti. Síðar í gær sagði Ban Ki- moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, að loforð sem gefin voru á fundinum fælu í sér nið- urfellingu skulda upp á 30 milljarða dollara. Rice átti fundi með fulltrúum Sýrlands og Írans Nouri al-Maliki NICOLAS Sar- kozy, frambjóð- andi hægri- manna í forsetakosning- unum í Frakk- landi, þótti standa sig betur í sjónvarpskapp- ræðum við sósí- alistann Sego- lene Royal í fyrrakvöld, þ.e. ef eitthvað er að marka netkönnun sem birt var í gær. 53% aðspurðra þótti Sarkozy meira sannfærandi, en 31% þótti Royal standa sig betur. Um 20 milljónir manna fylgdust með kappræðunum, eða um helm- ingur kosningabærra manna. Fréttaskýrendur töldu þó ekki að öðrum frambjóðendanna hefði tek- ist að koma afgerandi höggi á hinn. Sarkozy sagðist í gær hafa verið undrandi á því hve Royal hefði ver- ið árásargjörn í kappræðunum en Royal svaraði því til að það væri aldrei hægt að vera of sókndjarfur þegar menn væru að verja sannfær- ingu sína. Kosið er á sunnudag. Mikil spenna í Frakklandi Nicolas Sarkozy HELSTU öfgasamtök mótmælenda á Norður-Írlandi, Ulster Volunteer Force (UVF), hyggjast snúa baki við ofbeldi og taka upp viðræður um afvopnun að nýju. Samtökin segjast ætla að halda vopnum sín- um en að þau verði geymd þar sem enginn kemst í þau. UVF hættir störfum BRETAR hafa fryst greiðslur til Sri Lanka vegna þróunarsamvinnu vegna átaka sem farið hafa vaxandi milli stjórnarhersins og Tamíl- tígranna. Sri Lanka átti að fá 390 millj. ísl. króna til að landið gæti greitt skuldir við Alþjóðabankann. Frysta framlög SAUTJÁN ára stúlka kom í gær fyrir rétt í Dublin á Írlandi í því skyni að fá úrskurð um að hún mætti ferðast til Bretlands til að undirgangast fóstureyðingu. Stúlk- unni hefur verið tjáð af læknum að barn hennar muni ekki lifa nema nokkra daga. Heilbrigðisyfirvöld hafa hins vegar meinað henni að fara til Bretlands í fóstureyðingu, en hún er undir lögaldri. Fóstur- eyðingar eru ólöglegar á Írlandi en fjöldi írskra kvenna fer ár hvert til Bretlands til að eyða fóstri. Vill eyða fóstri Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARÁTTA stjórnarandstöðunnar í Ísrael fyrir afsögn Ehuds Olmerts forsætisráðherra færðist út á göt- urnar í gærkvöldi þegar tugir þús- unda manna söfnuðust saman í Tel Aviv til að krefjast þess að hann léti af embætti. Olmert tókst hins vegar að koma í veg fyrir uppreisn í flokki sínum, Kadima – um sinn að minnsta kosti. Áður hafði Tzipi Livni, utanríkis- ráðherra og flokkssystir Olmerts, hvatt hann til að láta af embætti vegna skýrslu þar sem forsætisráð- herrann og Amir Peretz varnar- málaráðherra eru gagnrýndir fyrir mistök í stríðinu í Líbanon í fyrra. Formaður þingflokks Kadima, Avig- dor Yitzhaki, sagði einnig af sér til að mótmæla því að Olmert hefur ekki léð máls á afsögn. Aðeins tveir af 29 þingmönnum Kadima studdu kröfuna um að Ol- mert segði af sér, enda óttast þing- mennirnir að almenn uppreisn innan flokksins gæti orðið til þess að kosn- ingum yrði flýtt. Skoðanakannanir benda til þess að Kadima myndi gjalda afhroð ef kosið væri nú og að Benjamin Netanyahu, leiðtogi Lik- ud-flokksins, kæmist til valda. Fréttaskýrendur sögðu að Livni hefði ekki fengið nægan stuðning innan Kadima vegna þess að hún setti ekki forsætisráðherranum úr- slitakosti og hótaði ekki að segja af sér ef Olmert sæti áfram. Netanyahu og nokkrir aðrir þing- menn kröfðust þess að Olmert léti af embætti á fundi á þingi Ísraels í gær. Ekki var þó lögð fram tillaga um að þingið lýsti yfir vantrausti á Olmert. Skipuleggjendur mótmælafundar- ins í Tel Aviv sögðu að hann hefði verið haldinn til að gefa landsmönn- um „færi á að sýna Ehud Olmert og Amir Peretz rauða spjaldið“. Tals- maður forsætisráðherrans sagði ólíklegt að Olmert segði af sér vegna götumótmæla, jafnvel þótt tugir þús- unda manna tækju þátt í þeim. Afsagnar Olmerts krafist á fjöldafundi Reuters Heimta afsögn Talið er að allt að 100.000 manns hafi tekið þáttt í mótmælunum gegn Ehud Olmert forsætisráð- herra á Rabin-torginu í Tel Aviv í gær. „Ónytjungar, farið heim til ykkar!“ stóð á sumum skiltunum. Í HNOTSKURN » Flestar skoðanakannanir,sem birtar hafa verið í Ísr- ael að undanförnu, benda til þess að 65–68% Ísraela vilji að Ehud Olmert segi af sér. Að- eins sex prósent landsmanna telja að hann sé fær um að gegna embættinu. » Olmert hefur viðurkenntað sér hafi orðið á alvarleg mistök í stríðinu í Líbanon í fyrra en lofað að leiðrétta þau og sagt að afsögn væri ábyrgðarleysi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.