Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SÝNINGIN Bókalíf stendur
yfir í Reykjavíkurakademíunni
í JL-húsinu. Þar eru bókverk
eftir Unni Guðrúnu Óttars-
dóttur, unnin úr ýmsum efn-
um, s.s. plexígleri, lopa, end-
urgerðum bókum, pappír,
girni og tvinna og fjalla þau
m.a. um sambönd, mismunandi
sjónarhorn, lagskiptingu og
tilfinningar. Heimilt er að lesa
og handfjatla bækurnar. Einnig er mögulegt að
klæðast bókinni Tilfinningarnar í brjósti mér sem
fjallar um þann sem klæðist bókinni. Á mánudag
verður Unnur á staðnum og segir frá bókverkum
sínum. Opið er frá 9 til 17.
Myndlist
Hægt er að klæðast
bók um sjálfan sig
Unnur Óttarsdóttir
HLJÓÐLISTAMAÐURINN
Rúnar Magnússon flytur í
Bessastaðakirkju annað kvöld
kl. 20 „surround“-verk sem
hann samdi fyrir myndlist-
arsýninguna Hraunland í Gam-
mel Strand-sýningarsalnum í
Kaupmannahöfn á dögunum. Á
sýningunni voru verk eftir Ólaf
Elíasson og Kjarval og sýndi
nálgun þeirra á íslenskri nátt-
úru. Í takt við þemað vann Rúnar með hljóð-
upptökur úr íslenskri náttúru og líka hljóð tekin
upp í sýningarsalnum sjálfum og það sama mun
Rúnar gera í Bessastaðakirkju fyrir tónleikana
annað kvöld.
Hljóðlist
Hljóðverk fyrir
Kjarval og Ólaf
Rúnar Magnússon
YFIRLITSSÝNING
á jarðlistaverkefni
Andrews Rogers,
Lífstaktinum, verður
opnuð í Listasafni Ak-
ureyrar á morgun kl.
15. Ástralski skúlptúr-
istinn Andrew Rogers
er á góðri leið með að stimpla sig inn í listasöguna
með risastórum grjótgörðum sem koma til með að
mynda keðju umhverfis heimskringluna. Af þeim
tólf umhverfisverkum sem hann afréð að skapa
eru sjö orðin að veruleika, þar af eitt á Akureyri.
Þegar verkefninu lýkur munu yfir 5.000 manns í
sex heimsálfum hafa lagt hönd á plóginn við að
reisa steingarðana.
Myndlist
Lífstaktur í Lista-
safni Akureyrar
ENGINN
hreppti fyrstu
verðlaun í Gustav
Mahler-
keppninni fyrir
hljómsveit-
arstjóra, en hún
var haldin í ann-
að sinn í Bam-
berg í Þýska-
landi nú um
mánaðamótin. Niðurstaða dóm-
nefndar var einróma þegar skorið
var úr um það að á þeim vikutíma
sem keppnin stóð hefði enginn
hljómsveitarstjóranna sýnt þá
stjórnunarhæfileika sem dygðu til
fyrstu verðlauna.
Stefnt er að því að halda Mahler-
keppnina á þriggja ára fresti og við
hana hafa frá upphafi verið bundnar
miklar vonir. Það er ein besta
hljómsveit Þýskalands, Bamberg-
sinfóníuhljómsveitin, sem leikur í
keppninni.
Þegar keppnin var haldin í fyrsta
sinn fyrir þremur árum var markið
sett hátt og miklar kröfur gerðar.
Það var þá sem Gustavo Dudamel
sigraði og frami hans hefur verið
mikill síðan. Hann komst strax á
samning hjá Deutsche Grammop-
hon og hefur verið ráðinn aðal-
hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Gautaborg frá og með
hausti komanda auk þess sem hann
hefur verið ráðinn listrænn stjórn-
andi Fílharmóníusveitarinnar í Los
Angeles frá árinu 2009.
Best en ekki nógu góð
Úrslit keppninnar í ár hljóta að
hafa verið vonbrigði fyrir Shi-Yeon
Sung sem fékk önnur verðlaun. Hún
þykir talsverður töffari á stjórn-
andapallinum; öguð og vinnusöm og
þótt hún sé aðeins þrjátíu og eins
árs hefur hún þegar borið sigur úr
býtum í Solti-hljómsveitarstjóra-
keppninni í Frankfurt. Sung hefur
líka þegar verið ráðin aðstoð-
arhljómsveitarstjóri eins kunnasta
stjórnanda Bandaríkjanna; James
Levine, sem stjórnar Sinfón-
íuhljómsveitinni í Boston, við Met-
ropolitan-óperuna og víðar.
Sung fór þó heim með tíu þúsund
evrur í vasanum, andvirði rösklega
860 þúsund króna, auk þess að
stjórna á sigurvegaratónleikunum í
lok keppninnar. Þar stjórnaði hún
meðal annars fyrstu sinfóníu Ma-
hlers. Í þriðja sæti í keppninni varð
27 ára Ameríkumaður, Benjamin
Shwartz, en stíll hans þótti mjög í
anda landa hans Leonards Bern-
steins. Fjórðu verðlaun hlaut Ewa
Strusinska frá Póllandi en flutn-
ingur hennar á Urlicht eftir Mahler
í undankeppninni þótti hápunktur
tónlistarflutnings í keppninni.
Dótturdóttirin í dómnefnd
Í dómnefndinni sátu meðal ann-
arra Marina Mahler, barnabarn
Mahlers og Ölmu konu hans; Her-
bert Blomstedt, Jonathan Nott og
Mark-Anthony Turnage.
Mahler-keppnin er öllum opin og
engin aldursmörk. Reynt er að
styrkja þá til þátttöku sem ella
gætu ekki verið með en hafa hæfi-
leika til að jafna tækifæri fólks.
Skást Shi-Yeon Sung stjórnar.
Ekkert gull
í Mahler-
keppni
Kóresk afburðakona,
Shi Sung, í öðru sæti
Mahler
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„NÓGU stór til að villast þar. Nógu
lítil til að finna mig. Þannig má nota
þessa eyju. Ég kem hingað til að
finna mér stað í heiminum.“ Þetta
segir myndlistarkonan Roni Horn í
kynningarbæklingi verkefnisins
Vatnasafn/Library of Water sem
kynnt var í bókasafnsbyggingunni í
Stykkishólmi í gær. Í Vatnasafni er
skúlptúrinnsetning eftir Horn, fé-
lagsmiðstöð fyrir bæjarbúa, íbúð fyr-
ir gestarithöfund og athvarf fyrir
ungar og efnilegar skákkonur.
Ljóst er að verkefnið er afar viða-
mikið og sannkallaður hvalreki fyrir
Stykkishólm. Breska listastofnunin
Artangel hefur séð um framkvæmd
verksins en fjölmörg samtök, fyr-
irtæki, stofnanir og listamenn
studdu það. Má þar nefna mennta-
mála- og samgönguráðuneytin, fjár-
laganefnd Alþingis, FL Group, Lo-
uise Bourgoise, Pulitzer-stofnunina,
Ferðamálastofu, Straum-Burðarás
og síðast en ekki síst Stykk-
ishólmsbæ.
Roni Horn er heimsþekktur
myndlistarmaður og mun verkefnið
því án efa vekja mikla athygli utan
landsteinanna.
Vinnustofa undir berum himni
Roni Horn er sannkallaður Ís-
landsvinur og segir sér það eðlislægt
að fara norður. Seinustu 30 ár hafa
verk hennar tengst meira eða minna
náttúru Íslands og menningu og seg-
ir hún sjálf að á Íslandi hafi hún dval-
ið margar lykilstundir lífs síns.
Landið hafi hún nýtt sér sem vinnu-
stofu undir berum himni.
Vatnasafnið er í bókasafnsbygg-
ingunni á Stykkishólmi, en Horn tók
fyrst eftir byggingunni árið 1990.
Byggingin stendur uppi á hæð og er
áberandi hluti af bæjarmyndinni.
Horn fékk þá hugmynd fyrir þremur
árum að setja þar upp skúlptúr-
innsetningu og félagsmiðstöð, rými
til hljóðlátra hugleiðinga sem og sal
fyrir fundi og samkomur.
Í kynningarbæklingi Vatnasafns
segir að mörg listræn viðfangsefni
Horn birtist í verkinu, vatn og veður,
íhugun og uppljómun ásamt hverfulu
eðli sjálfsmyndarinnar og samband-
inu milli innri og ytri heims.
Stórir gluggar safnsins varpa
birtu inn í aðalsal byggingarinnar
þar sem 24 glersúlur standa á víð og
dreif. Þær eru fylltar með vatni sem
sótt var úr jafnmörgum jöklum á
landinu, upphaflega ís eins og gefur
að skilja. Ljós brotnar í glersúlum og
endurkastast á gólfið sem er úr
hertu gúmmíi. Í gólfið hafa verið
greypt lýsingarorð á íslensku og
ensku (t.d. ill, cruel, slæmt, bad,
stillt, tranquil) sem bíða þess að festa
sig við hugarástand eða tilfinningu,
eins og það er orðað í kynning-
arbæklingi um safnið. Þetta orðasvið
á gólfinu ber nafnið Þú ert veðrið (Ís-
land), en glerskúlptúrinn heitið
Vatn, úrval. Verkið verður því sí-
breytilegt eftir veðri og birtu.
Annar hluti af Vatnasafninu er
framhaldsverkefni Horn sem felst í
því að safna frásögnum Íslendinga af
veðrinu á Íslandi. Oddný Eir og Uggi
Ævarsbörn tóku, ásamt föður sínum
Ævari Kjartanssyni, viðtöl við ýmsa
íbúa Stykkishólms í fyrra og hitteð-
fyrra, og var fólki boðið að tala um
veðrið. Úrval þeirra frásagna hefur
Roni tekið saman í bókinni Veðrið
vitnar um þig, 75 viðtöl alls. Þá geta
Íslendingar bætt í safnið með því að
setja inn veðurfrásagnir á www.li-
braryofwater.is.
Mikil vinna að baki
„Þetta er mjög fallegt,“ sagði
James Lingwood, framkvæmdastjóri
Artangel, sem staddur var í Vatna-
safninu í gær. Hann segist hafa kom-
ið u.þ.b. tíu sinnum til Stykkishólms
vegna verkefnisins sem unnið hefur
verið að í þrjú til fjögur ár. „Við
ákváðum með Roni Horn fyrir
nokkrum árum að það væri frábært
að vinna með henni að skúlptúrverk-
efni sem myndi gagnast íslensku
samfélagi,“ segir Lingwood.
„Það er mikil vinna á bak við það
sem sést hér. Til dæmis þurfti að
safna ýmsu saman, hópar fóru og
sóttu ís í 24 jökla víðs vegar um land-
ið,“ segir Lingwood og nefnir einnig
mikla vinnu við að taka saman veð-
urfrásagnir. Hann telur verkefni á
við Vatnasafn geta vakið athygli á ís-
lenskri myndlist og hvatt myndlist-
armenn til dáða. Verkefnið muni fá
mikla athygli en tíminn einn muni
leiða í ljós hver áhrifin af því verða.
Í Vatnasafni verða haldnir bók-
menntaupplestrar á vegum gestarit-
höfunda, en á neðri hæð bygging-
arinnar munu íslenskir og erlendir
rithöfundar búa og starfa.
Í Vatnasafni verður einnig athvarf
fyrir efnilegar íslenskar skákkonur,
sem veita á þeim skjól og hvatningu í
íslenskum skákheimi þar sem karlar
eru meira áberandi en konur. Hópur
stúlkna verður styrktur til að sækja
æfingar nokkrum sinnum á ári hjá
forseta Skáksambands Íslands, Guð-
fríði Lilju Grétarsdóttur.
Vatnasafn myndlistarkonunnar Roni Horn forsýnt í Stykkishólmi
„Eðlislægt að fara norður“
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Mikil vinna „Til dæmis þurfti að safna ýmsu saman, hópar fóru og sóttu ís í 24 jökla víðs vegar um landið.“
Ánægð James Lingwood, Roni Horn og Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri.
Vatn úr 24 jöklum
í glersúlum
Í HNOTSKURN
» Artangel hrindir í fram-kvæmd óvenjulegum mynd-
listarverkefnum en meðal verk-
efna hópsins eru stórir
skúlptúrar á opinberum stöðum.
» Roni Horn vann mynd-skreyttan greinaflokk, Sér-
kenni Íslands, fyrir Lesbók
Morgunblaðsins en í honum
hvatti hún landsmenn til að
ferðast meira um landið.
» Vatnasafn/Library of waterer fyrsta langtímaverkefni
Artangel og til 25 ára.