Morgunblaðið - 04.05.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 04.05.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 21 ÞAÐ ER ekki oft að á myndlist- arsýningum sé tilkynnt að atriði í sýningunni séu ekki við hæfi barna, en svo er raunin með nýjasta sköp- unarverk berlínarlistamannsins Johns Bock sem nú er til sýnis í kjallara Kling & Bang gallerís. Sýn- ingin samanstendur af notalegum sófum, blóðslettum (rauðum lit) á veggjum og stuttmynd sem ber heit- ið „Stúlka með klettasalat“ (Lutte mit rucola). Söguþráður mynd- arinnar er í stuttu máli þannig að maður bankar uppá hjá öðrum manni, lemur hann í hausinn, bindur hann við borðplötu og tekur svo að pynta og aflima og fremja furðuleg- ustu gjörninga með blóði og líkams- bútum fórnalambsins sem hann svo spilar saman við eldhúsdót og stofu- stáss, auk þess að hann treður dóti og dýrum í opin sárin til að skreyta þau. Myndin er ansi hrottaleg áhorfs, en merkilegt nokk er hrottaskap- urinn ekkert meiri en sá sem al- mennt er í boði í sjónvarpi og kvik- myndahúsum, okkur til dægrastyttingar. Má t.d. nefna þættina um Dexter á Skjá einum og kvikmyndir eins og Hostel og Saw, að ógleymdum framhaldsmyndum um mannætuna Hannibal Lecter. Þessum listhneigða kvalara, sem er leikin af Bock sjálfum, fylgir lítil stúlka sem dvelur mest allan hrelli- tímann í öðru herbergi þar sem hún dundar sér við saklausa sköpun og leik. Hún er í rauninni holdgerv- ingur einhvers yfirnáttúrulegs afls sem stýrir þessum afbrigðilegu hvötum. Hér er því goðsögnin um listamanninn sem er knúinn áfram af listagyðjunni, og ræður ekki við sig sökum yfirþyrmandi sköp- unarþarfar, sett í heldur ýkta en nú- tímalega mynd. Bock hlífir okkur, sem betur fer, við kjánalegum siðferðislegum spurningum sem venjulega fylgja raðmorðingja-„splatterum“. Hann keyrir frekar á andþjóðfélagslegri stemmningu ræflarokks (og svei mér þá ef John Bock er ekki nauða- líkur Sid Vicious) og nær manni með einhverjum andvaralausum brútal- isma, heldur innantómum, fyrir mitt leyti, en hugvitssamlegum, engu að síður. Maður aflimar mann „Splatter“ Tilbúinn að saga útlimi í nafni listarinnar. Jón B.K. Ransu MYNDLIST Kling & Bang gallerí Opið fim. - sun. kl. 14-18. Sýningu lýkur 15. maí. Aðgangur ókeypis. John Bock LITIR, form og línur eru viðfangs- efni abstraktmálverka, og fjöl- breytnin í útfærslu á þessu óend- anleg. Á annarri einkasýningu sinni einbeitir Helgi Már Kristinsson sér fyrst og fremst að línuspili, lífrænar línur sveigjast um myndflötinn, í samspili við beinar en þó lifandi línur í bakgrunni, eða liðast um bakgrunn sem er svífandi og loftkenndur. Myndefnið minnir á myndir í smásjá, lífræn form og línur eins og á strimli. Málverk Helga eru öll í viðráð- anlegum stærðum og ekki hægt að segja að mikil átök eigi sér stað á myndfletinum, rannsókn lista- mannsins beinist fyrst og fremst að krafti línunnar í forgrunni og síðan samspili forgrunns og bakgrunns sem er lifandi og áhugavert þegar best lætur. Þrátt fyrir breidd í lita- vali og nokkuð mismunandi bak- grunn eru myndir Helga nokkuð keimlíkar, sama þemað er end- urtekið æ ofan í æ. Átakaleysið er nokkuð yfirgnæfandi og verkin laus við ævintýraþrá, rýmisleikurinn kirfilega niðurnjörvaður innan ramma hefðarinnar og strigans. Þetta gerir það að verkum að heild- arútkoman virðist í fljótu bragði ef til vill rýrari en efni standa til því þegar betur er að gáð ná einstök verk að grípa athyglina, einkum þar sem innra rými verksins nær að skapa eigin heim. Óræðar línurnar má tengja við æðakerfi líkamans, vegakerfi borga eða þjóðvegi, eins og um kortlagningu óþekktra leiða væri að ræða sem um leið auðveldar áhorfandanum aðgang að verkunum. Vegir abstraktsins MYNDLIST MYNDLIST Til 7. maí. Opið þri. til fös. frá 12-18 og lau. frá 11-16. Aðgangur ókeypis. Málverk, Helgi Már Kristinsson Ragna Sigurðardóttir Fréttir á SMS ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum Steingrímur J. Sigfússon skipar 1. sæti í Norðausturkjördæmi Kynntu þér málið á www.VG.is VINSTRIHREYFINGIN – GRÆNT FRAMBOÐ ÆTLAR AÐ BÆTA KJÖR ALDRAÐRA OG ÖRYRKJA VIÐ VILJUM RÉTTLÁTT OG SKILVIRKT LÍFEYRISKERFI ALLT ANNAÐ LÍF! Við viljum • hækka grunnlífeyri • afnema tengingar við tekjur maka • að atvinnutekjur komi ekki til skerðingar í almannatryggingum eftir 70 ára aldur • hækka skattleysismörk • koma á afkomutryggingu • gjaldfrjálsar tannlækningar • afnema gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu • lækka lyfjakostnað • stórbæta heimahjúkrun og heimaþjónustu • útrýma biðlistum á hjúkrunarheimili

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.