Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 25

Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 25 SUÐURNES SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Gjafir jarðar Ingólfsstræti 2, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Salmon oil Laxalýsi fyrir æðakerfið og stirð liðamót. Reykjanesbær | Tveir ungir menn eru með sýningu í kjallara 88 hússins, menningarmiðstöðvar ungs fólks í Reykjanesbæ. Mikið var um að vera við opnun sýning- arinnar sl. fimmtudag. Félagarnir Davíð Eldur Bald- ursson og Þorbjörn Einar Guð- mundsson sýna undir heitinu „Dream Catcher“. Þetta er önnur sýning þeirra með þessu heiti og mun standa þarna um tíma. Sýn- ingin er sölusýning. Davíð Eldur sýnir ljósmyndir en Þorbjörn Ein- ar sýnir málverk og vegglistaverk. Þá sýna þeir og selja fatnað sem þeir hafa hannað og látið prenta á. Við opnun sýningarinnar voru tónleikar og haldin „graffiti“- keppni í Svartholinu, sú fyrsta sem haldin hefur verið hér á landi í nokkur ár. Þá sýndi Davíð Ósk- arsson, leikari og tónlistamaður, myndir á gangi 88 hússins. Ljósmynd/Víkurfréttir Sýna verk í 88 húsinu List Davíð Eldur Baldursson og Þorbjörn Einar Guðmundsson. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | Bæjarráð Reykjanes- bæjar hefur ákveðið einróma að ráða Jóhann Geirdal sem skóla- stjóra Holtaskóla í Keflavík. Jó- hann hefur verið aðstoðarskóla- stjóri við skólann í fjögur ár. Jóhann hefur verið viðloðandi Holtaskóla frá unglingsárum. Hann tók gagnfræðapróf frá Gagnfræða- skóla Keflavíkur og fór ungur að kenna. Hann nam uppeldisfræði og félagsfræði í Háskóla Íslands, síðar rekstrar- og viðskiptafræði og stundar nú framhaldsnám við KHÍ. Jóhann byrjaði að kenna á árinu 1975 en tók sér nokkurra ára hlé til að vinna sem verslunarstjóri og for- maður Verslunarmannafélags Suð- urnesja en hóf aftur kennslu við Holtaskóla fyrir tæpum tólf árum. Hann starfaði einnig lengi í stjórn- málum, í bæjarstjórn og sem vara- formaður Alþýðubandalagsins. Skólinn er draumurinn „Ég hef lengi haldið því fram að upp úr fimmtugu verði menn að gera það upp við sig hvað þeir ætli að gera þegar þeir verða stórir. Á þessum tímamótum ákvað ég að snúa mér alfarið að skólamálun- um,“ segir Jóhann. Hann hætti í bæjarstjórninni í fyrra og helgaði skólanum alla sína krafta. „Skólinn er draumurinn, ekki endilega skólastjórastarfið. En ég hef lengi unnið við stjórnun og er vissulega tilbúinn að takast á við þetta verkefni,“ segir Jóhann þegar hann er spurður að því hvort sá draumur hafi lengið blundað með honum að verða skólastjóri. Jóhann hefur starfað sem skóla- stjóri þetta og síðasta skólaár, í leyfi Jónínu Guðmundsdóttur skólastjóra. Þegar starfið var aug- lýst á dögunum sótti hann um og var ráðinn. Hann sagði í fyrstu að breytingarnar yrðu ekki miklar við það að fá titilinn en fékk svo bak- þanka. „Jú, það verður dálítil breyt- ing. Ég er ekki lengur að leysa af. Get horft meira fram í tím- ann og sett mín fingraför á skóla- starfið. Nú veit ég að ég get sjálfur fylgt eftir verkefnum sem ég set af stað,“ segir Jóhann. Ekki vill Jóhann viðurkenna að hann hafi átt í innri togstreitu um það hvort hann ætti að einbeita sér að skólanum eða halda áfram í stjórnmálunum. „Þessi störf eru af sama meiði, þótt nálgunin sé mis- munandi, snúast um að hlúa að upp- vexti og þroska ungs fólks. Sam- félagið í skólanum og skólinn í samfélaginu eru tveir fletir á sama hlutnum,“ segir Jóhann. Get sjálfur fylgt eftir nýjum verkefnum Áhugi Börn úr Holtaskóla eru áhugasöm við námið. Myndin var tekin þeg- ar hópur barna myndaði námsklúbb fyrir samræmdu prófin á sínum tíma. Í HNOTSKURN »Gagnfræðaskóli Keflavík-ur tók til starfa á árinu 1952 og er því rúmlega fimm- tíu ára gamall. »Skólinn varð almennurgrunnskóli á árinu 1997, með fyrsta til tíunda bekk og heitir síðan Holtaskóli. Jóhann Geirdal Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vogar | Ákveðið hefur verið að ráða Svein Alfreðsson, deildarstjóra fjölgreinanáms í Lækjarskóla í Hafnarfirði, sem skólastjóra Stóru- Vogaskóla í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Staðan var auglýst eftir að Snæbjörn Reynisson skólastjóri í ellefu ár sagði henni lausri en Snæ- björn lætur af störfum í sumar. Tólf sóttu um stöðuna þegar hún var auglýst en bæjarráð ákvað að ráða Svein Alfreðsson. Í rökstuðningi fyrir ráðningu Sveins kemur meðal annars fram að hann hafi víðtæka menntun, meðal annars framhaldsmenntun í stjórnun og sérkennslufræði, reynslu af þróunarstarfi og fjöl- breytta reynslu af kennslu og stjórnun. Ráðinn yfir Stóru- Vogaskóla AUSTURLAND Fáskrúðsfjörður | Nú er unnið við byggingu átta raðhúsa í þorpinu á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið sem bygg- ir húsin er úr Kópavogi og heitir BKR. Íbúðirnar eru leigu- og sölu- íbúðir. Þær eru á tveimur hæðum; 160 og 180 fermetrar, en á neðri hæð er 24 fermetra bílageymsla. Er bygging raðhúsanna átta fyrsti áfangi stærra verks en alls verða 16 íbúðir í tveimur lengjum, sín hvor- um megin við Hlíðargötu. Gert er ráð fyrir að verklok verði síðar á árinu. Auk þessa er BKR með lóðir fyrir einbýlishús og parhús á Fá- skrúðsfirði. Stjórnandi fyrirtækisins á staðnum er Birgir Reynisson. Þrjú tilboð bárust í 2. áfanga skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði, öll langt yfir kostnaðaráætlun hönn- uða, upp á 306,5 milljónir. Byggja rað- hús á Fá- skrúðsfirði Morgunblaðið/Albert Kemp Í smíðum Unnið er við átta raðhús á Fáskrúðsfirði og verða klár í árslok. Reyðarfjörður | Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls og Fjarðabyggðar stað- festu í gær samstarfssamning um rekstur fyrsta atvinnuslökkviliðsins á Austurlandi. Guðmundur H. Sig- fússon er slökkviliðsstjóri. Slökkvilið Fjarðabyggðar verður 12 manna atvinnulið á Reyðarfirði, auk 45 slökkviliðsmanna í hluta- starfi í Neskaupsstað, Fáskrúðs- firði og á Stöðvarfirði. Þá verða 50 starfsmenn Alcoa Fjarðaáls þjálf- aðir og tiltækir sem slökkviliðs- menn þegar þörf krefur innan og utan álversins. Þjálfun liðsmanna verður í samræmi við kröfur Brunamálastofnunar, Sjúkraflutn- ingaskólans og Alcoa. Auk slökkvi- starfa mun liðið sinna eldvarnaeft- irliti, sjúkraflutningum og neyðarþjónustu, t.d. vegna meng- unarslysa. Auk 110 liðsmanna slökkviliðsins verða áfram starfandi sjúkraflutningamenn á Norðfirði og Fáskrúðsfirði. Guðmundur Helgi Sigfússon, ný- ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarða- byggð, segir að sjúkraflutninga- menn verði allir vel þjálfaðir og með tilskylda menntun og að ör- yggismiðstöðin á Hrauni yfirtaki alla sjúkraflutninga í Fjarðabyggð 1. júlí n.k. Hann segir viðbragðs- tíma ekki muni lengjast þrátt fyrir tilfærslu búnaðar að Hrauni, því þar verði menn á vakt allan sólar- hringinn og geti brugðist mjög hratt við. Þjónusta við íbúa Fjarða- byggðar eigi að minnsta kosti eftir að verða jafngóð ef ekki betri en í dag, og þjálfun og reynsla mun meiri. Aðsetur slökkviliðs Fjarða- byggðar verður í nýrri rúmlega eitt þúsund fermetra öryggismiðstöð sem verið er að reisa að Hrauni, steinsnar frá lóð Alcoa Fjarðaáls og verður afhent fullbúin í september. Um leið og nýja húsnæðið verður tekið í notkun verða núverandi slökkvistöðvar á Reyðarfirði og Eskifirði lagðar niður og fer bún- aður þeirra til hinnar nýju öryggis- miðstöðvar. Erna Indriðadóttir, upplýsinga- fulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir að með aðild fyrirtækisins að slökkvi- liðinu myndist jákvæð samlegðar- áhrif sem komi öllu samfélaginu til góða en það vegi þungt í stefnu fyr- irtækisins. Samkvæmt samningi um rekstur greiðir Alcoa sem svarar launum fyrir þrjú stöðugildi og leggur til rekstrar og uppbyggingar öryggismiðstöðvarinnar það fé sem annars hefði verið lagt til sambæri- legra verkefna innan fyrirtækisins, alls 41 milljón á ári. Fyrirtækið mun jafnframt leggja til 50 manna útkallslið, þar sem átta manns verða ávallt til taks á hverri vakt. Ein öryggismiðstöð fyrir alla Fjarðabyggð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Slökkvilið stofnað F.v. Steinn Jónasson, Sölvi K. Jónsson, Erna Indr- iðadóttir, Guðmundur H. Sigfússon, Þorbergur Hauksson og Gísli Briem. Fjarðaál stendur að rekstri slökkviliðs Í HNOTSKURN »Nýtt atvinnuslökkvilið hef-ur verið stofnað af Fjarða- byggð í samvinnu við Alcoa Fjarðaál. »Auk slökkvistarfa mun lið-ið sinna sjúkraflutningum, eldvarnaeftirliti og neyð- arþjónustu. »12 menn verða í fastaliði,45 í hlutastarfi úr sveitar- félaginu og 50 varaliðsmenn frá Alcoa. Grindavík | Textar í sjómannalögum verða til umfjöllunar í Saltfisksetri Íslands í Grindavík næstkomandi miðvikudagskvöld, 9. maí, kl. 20. Ásgeir Tómasson frétta- og dag- skrárgerðarmaður og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjalla um textana. Hljómsveitin Með- byr sem staðið hefur fyrir söng- skemmtuninni „Óskalög sjómanna“ mun flytja tóndæmi á milli og skapa vertíðarstemmninguna. Ásgeir nefnir fyrirlestur sinn „Fley og fagrar árar“ en Úlfhildur kallar erindi sitt „Og nýja í næstu höfn...“ Textar sjó- mannalaga ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.