Morgunblaðið - 04.05.2007, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
GRUNDVALLARATRIÐI
BAUGSMÁLS
Baugsmálið svonefnda hefuralltaf snúizt um það grund-vallaratriði hvað stjórnendur
almenningshlutafélags mega gera
með fjármuni slíks félags, sem er
skráð á opnum markaði og í eigu mik-
ils fjölda fólks, þ.e. hversu langt þeir
mega ganga í ráðstöfun á fjármunum,
sem þeir sjálfir eiga kannski að hluta
en þúsundir og jafnvel tugþúsundir
annarra einstaklinga með þeim.
Þannig er alveg ljóst, að stjórnend-
ur almenningshlutafélags mega ekki
fara með fjármuni slíks félags á sama
hátt og þeir geta ráðstafað fjármun-
um félags í einkaeign, eða svo hafa
menn talið.
Það er ekkert séríslenzkt fyrir-
bæri, að spurningar vakni um með-
ferð fjármuna almenningshluta-
félaga. Flest mál, sem upp koma í
öðrum löndum og varða stór almenn-
ingshlutafélög snúast um þessa
grundvallarþætti. Nú er t.d. rekið
mál í Bandaríkjunum gegn einum
helzta fjölmiðlakóngi síðustu ára í
Bretlandi, Conrad Black, sem snýst
fyrst og fremst um ráðstöfun hans á
fjármunum félags, sem skráð var á
markaði. Fyrir tveimur áratugum var
einn umsvifamesti kaupsýslumaður-
inn á alþjóðavettvangi, Ástralíumað-
ur að nafni Alan Bond. Hann var sak-
aður um að fara með fé félags, sem
skráð var á markaði, eins og félagið
væri einkaeign hans. Á undanförnum
árum hafa fjölmörg slík mál komið
upp beggja vegna Atlantshafsins.
Stundum hafa menn verið sakfelldir
og í öðrum tilvikum sýknaðir.
Þegar Baugsmálið kom upp hér gat
enginn fullyrt fyrirfram að um lög-
brot væri að ræða í sambandi við þau
málefni, sem komu til rannsóknar.
Það er fyrst í gær, sem fram kemur
að Héraðsdómur Reykjavíkur telur
að svo hafi verið í nokkrum tilvikum.
Á grundvelli þeirrar niðurstöðu
fengu þeir Jón Ásgeir Jóhannesson,
sem á þeim árum var forstjóri og síð-
ar stjórnarformaður almennings-
hlutafélagsins Baugs, og Tryggvi
Jónsson, sem fyrst var aðstoðarfor-
stjóri og síðar forstjóri sama félags,
skilorðsbundna fangelsisdóma.
Þess ber hins vegar að gæta að hér
er um undirréttardóm að ræða og
málið allt á áreiðanlega eftir að fara
fyrir Hæstarétt. Þess vegna er ekki
hægt að draga nokkra ályktun á einn
eða annan veg út frá dómsniðurstöðu
Héraðsdóms.
Þegar upp verður staðið eftir að
dómur Hæstaréttar liggur fyrir í
þessu máli, verða menn margs vísari
um hver lagaramminn raunverulega
er, sem löggjafarvaldið hefur sett ís-
lenzku viðskiptalífi. Og þá má búast
við að umræður hefjist um það, hvort
tilefni sé til og nauðsynlegt sé að
skýra þau lagaákvæði, sem snúa að
viðskiptalífinu. Það hefur t.d. vakið
athygli síðustu daga, að svonefnd yf-
irtökunefnd hefur hreinlega gefizt
upp við að meta, hvort yfirtökuskylda
hafi orðið til vegna viðskipta með
hlutabréf í Glitni. Og nefndin gafst
upp við verkefnið vegna þess að að-
ilar málsins hundsuðu einfaldlega
óskir nefndarinnar um gögn og upp-
lýsingar. Getur það verið að ekkert
stjórnvald geti knúið fyrirtæki til að
veita slíkar upplýsingar?
Slíkar umræður munu áreiðanlega
fara fram, þegar Baugsmálum verður
endanlega lokið.
En það er fleira, sem hlýtur að
koma til umræðu, að þessum málum
loknum. Ákæruvaldið hefur orðið að
sæta því hvað eftir annað, að ákærum
er vísað frá dómi vegna þess að orða-
lag þeirra hafi ekki verið nægilega
nákvæmt. Það gerist enn í dómi Hér-
aðsdóms Reykjavíkur í gær. Þannig
segir í dómsniðurstöðu um ákærulið,
sem varðar fyrirtæki að nafni Fjárfar
og enginn veit hver á:
„Í þessari efnislýsingu er því í engu
lýst í hverju brot ákærða á að vera
fólgið. Aðeins er lýst færslum á við-
skiptum, sem gengu ekki eftir og
hvernig við var brugðizt með bak-
færslu og loks eignfærslu á hluta-
bréfum, sem höfðu verið seld, en
kaupin gengið til baka … Í 116. gr.
laga um meðferð opinberra mála
kemur fram hvað greina skuli í ákæru
en samkvæmt c-lið er það hvert brot-
ið er, sem ákært er út af og hvenær
það er talið framið, heiti þess að lög-
um og önnur skilgreining og loks
heimfærsla þess til laga og stjórn-
valdsfyrirmæla, ef því er að
skipta … Í þessum ákærulið er ætl-
uðu broti ákærða ekki lýst og er
ákæruliðurinn því ekki í samræmi við
nefnt lagaákvæði og óhjákvæmilegt
að vísa honum frá dómi.“
Þessi afgreiðsla dómstóla á
ákærum í þessu máli hefur endurtek-
ið sig hvað eftir annað. Getur verið að
ákæruvaldið búi ekki yfir nægilegri
þekkingu til þess að ráða við mál í við-
skiptalífinu af þessari stærðargráðu?
Það er hægt að nefna fleiri dæmi úr
dómnum um hið sama, svo sem um-
fjöllun dómsins um greiðslur vegna
skemmtibáts á Flórída.
Umræður um stöðu ákæruvaldsins
að þessu leyti geta orðið töluverðar
þegar máli þessu er endanlega lokið.
Loks má gera ráð fyrir, að tölu-
verðar umræður eigi eftir að verða
um óskýr lagaákvæði í málum sem
þessum.
Þannig segir í niðurstöðu dómsins:
„Hér að framan voru rakin þau
ákvæði 104. gr. laga nr. 2/1995, sem
ákæruvaldið telur ákærða hafa brot-
ið. Í þeim ákvæðum er lagt bann við
tilteknum athöfnum hlutafélags en
ekki einstaklings … Samkvæmt
þessu er verulegur brestur á að refsi-
heimild 104. gr. sé svo skýr að hægt
sé að dæma einstakling á grundvelli
hennar. Af þessari ástæðu og með
vísan til 69. gr. stjórnarskrárinnar er
óhjákvæmilegt að vísa II. kafla ákær-
unnar, ákæruliðum 2–9 frá dómi.“
Í þessu tilviki hljóta að vakna
spurningar um vinnubrögð löggjaf-
ans sjálfs. Eru alþingismenn ekki
nógu vandvirkir í lagagerð sinni eða
láta þeir um of undan sjónarmiðum
alls kyns sérhagsmunahópa?
Hvað sem líður endanlegri dóms-
niðurstöðu í Hæstarétti eiga þessi
málefni öll eftir að koma til umræðu.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
„ÞETTA er ekki endanlegt að neinu leyti en það vekur at-
hygli að þarna er fallist á mjög alvarlegt brot sem var hluti
af upphaflegri kæru frá Jóni Gerald,“ segir Sigurður Tómas
Magnússon, settur saksóknari, um dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur í Baugsmálinu svonefnda. Sigurður segist ekki
hafa tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til
Hæstaréttar, né hvort kærð verði sú ákvörðun dómara að
vísa tíu ákæruliðum frá dómi.
„Þetta verður skoðað og tekin ákvörðun um það innan
þess frests sem um það gildir, þ.e. þrír
varðar frávísunarliðina,“ segir Sigurðu
ýmislegt í forsendum héraðsdóms kalla
Hæstaréttar. „Það eru þarna áleitnar s
sem erfitt er að fái ekki aðra úrlausn en
Spurður hvort viðunandi sé að Jón Á
skuli aðeins vera sakfelldur fyrir einn á
urður: „Ekki að mati ákæruvaldsins, ha
þeim öllum nema einum. En það er eitt
Settur saksóknari segir það vekja athygli að fallist sé á m
Áleitnar spurninga
Biðin Fjölmennt var í réttasal þegar dómur var kveðinn upp og mikil spenna. Hér sjást Brynjar Níelsso
STAÐFESTI Hæstiréttur dóm
héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra
Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrr-
verandi aðstoðarforstjóra Baugs,
mun það hafa áhrif á ýmis störf
þeirra þar sem stjórnarmenn eða
framkvæmdastjórar hlutafélaga
mega ekki hafa hlotið dóm fyrir
refsiverðan verknað í tengslum við
atvinnurekstur.
66. gr. hlutafélagalaga hljóðar
svo: „Stjórnarmenn eða fram-
kvæmdastjórar skulu vera lög-
ráða, fjár síns ráðandi og mega
ekki á síðustu þremur árum hafa í
tengslum við atvinnurekstur hlotið
dóm fyrir refsiverðan verknað
samkvæmt almennum hegningar-
lögum eða lögum um hlutafélög,
einkahlutafélög, bókhald, árs-
reikninga, gjaldþrot eða opinber
gjöld.“
Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs, segir ekki ljóst hvaða
áhrif þetta muni hafa. Lögin hafa
alla vega ekki nein áhrif þegar í
stað þar sem málinu verður áfrýj-
að. Hvað verður síðar kemur í ljós.
Verjandi Tryggva, Jakob R.
Möller, segist ekki vita til þess að
reynt hafi á þetta ákvæði hluta-
félagalaga. „En það myndi þýða
það að Tryggvi Jónsson þyrfti að
láta af ýmsum þeim störfum sem
hann gegnir núna.“
Þurfa þeir að
láta af störfum?
JÓN Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, sagðist í samtali við
fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær-
kvöldi sannfærður um að sér yrði
dæmt í hag í Hæstarétti. Spurður
hvort dómurinn hefði einhver
áhrif á stöðu hans innan Baugs
sagði Jón Ásgeir svo ekki vera.
„Það er enginn endanlegur
dómur kominn í þessu máli. Ég
er forstjóri Baugs og verð það
áfram og er með fullt umboð
stjórnar til að gegna því embætti.
Það breytist ekkert; það breytist
ekkert hjá mér, það breytist ekk-
ert hjá fyrirtækinu. Það er „bus-
iness as usual“,“ sagði Jón Ás-
geir.
Í samtali við fréttastofu RÚV
líkti Tryggvi Jónsson málinu við
kappleik. „Það má kannski segja
að þetta sé eins og kappleikur
sem er búinn að standa yfir í
mörg ár og hingað til höfum við
unnið alltaf glæsilega sigra. Núna
er hálfleikur og í fyrsta skipti er-
um við undir í hálfleik, en við
tökum þetta í seinni hálfleik.“
Breytist ekkert
hjá fyrirtækinu
Að óvörum Óhætt er að se
fyrrverandi aðstoðarforst