Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 33

Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 33 Eftir Andra Karl andri@mbl.is GESTUR Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir mikil vonbrigði fyrir mann sem telur sig vera saklausan, að fá sakfellingu – þó það sé aðeins í einum lið. Tekin hafi verið ákvörðun um það að reyna á hvort sakfellingin standist fyrir Hæstarétti. Jón Ásgeir var ákærður fyrir meiriháttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs, átt þátt í að búinn væri til tilhæfulaus kreditreikningur og hagað bókhaldi Baugs þannig að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Jóni Ásgeiri hafi verið kunnugt um að reikningurinn hafi verið rangur og tilhæfulaus og þar af leiðandi hafi tilkynning félagsins til Verðbréfa- þings Íslands verið röng. „Það liggur fyrir að Jón Ásgeir segist hafa gert samning við Jón Gerald um það sem kreditreikning- urinn vísar til. Dómurinn leggur hins vegar trúnað á ásakanir Jóns Geralds sem eru studdar af fram- burði samstarfskonu hans og taldar styðjast við gögn sem fundust á starfsstöð Jóns í Bandaríkjunum. Þetta er talið nægja til að sakfella Jón Ásgeir og hann er ósáttur við það og stendur fullkomlega við það að ekkert refsivert hafi átt sér stað. Af því leiðir að hann mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort sak- felling stenst varðandi þennan lið.“ Átti sér engan réttargrundvöll Spurður um hvort ekki megi nefna það einskonar sigur að Jón Ásgeir sé sýknaður af sjö ákærulið- um og hljóti aðeins þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm ítrekar Gest- ur að fyrir mann sem telur sig sak- lausan, sé sakfelling vonbrigði. „En ef menn eru að tala um það sem hefur verið kallað stærsta efna- hagsbrotamál Íslandssögunnar þá blasir það við að eftirtekjan hjá ákæruvaldinu er mjög rýr. Að und- anskilinni þessari leiðu undantekn- ingu staðfestir héraðsdómur það sem ég hef haldið fram allan tím- ann; að þetta mál á sér í raun engan réttargrundvöll,“ segir Gestur og áréttar að Jón Ásgeir hafi fengið á sig ákæru í alls 58 liðum og þetta sé í eina skiptið sem talinn hafi verið grundvöllur fyrir sakfellingu. Gestur bendir jafnframt á að tí- undi hluti af málskostnaði varnar- megin sé lagður á Jón Ásgeir og því 90% á ríkissjóð. „Og mér sýnist sem enn stærri hluti sakarkostn- aðar sé lagður á ríkissjóð þannig að það fer ekkert á milli mála að dóm- endur telja, að að yfirgnæfandi hluta sé þetta mál höfðað án til- efnis.“ „Eftirtekjan hjá ákæru- valdinu er mjög rýr“ Verjandi Jóns Ásgeirs segir ekki fara á milli mála að dóm- endur telji málið að yfirgnæfandi hluta höfðað án tilefnis „ÞETTA er bara sú niðurstaða sem ég bjóst við, rökstuddi það meðal annars í málflutningi að vísa ætti ákæruliðnum frá og það varð raunin,“ segir Brynjar Níelsson, lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers. „Þetta kom svo sem ekki á óvart, og engin önnur niðurstaða átti að koma til greina.“ Jón Gerald segist sjálfur vera afar ánægður með að ákærunni skuli hafa verið vísað frá. „Það er mjög alvarlegt að vera ákærður en það segir sig sjálft að það er ekki hægt að yfirheyra mann sem vitni og síðan ákæra sama mann fyrir það sem hann sagði. Það er brot á mannréttindum,“ segir Jón sem er jafnframt harðorður hvað varðar dóm Baugsmanna sem honum þykir mjög vægur. „Ég er til að mynda mjög ósáttur við að átjánda ákærulið skuli vera vísað frá,“ segir hann og vísar þar í ákæru vegna skemmtibátsins Thee Viking. Boðnar tvær milljónir fyrir að hætta með málið Jón Gerald vakti einnig athygli á því að í upphafi Baugsmálsins, þ.e. haustið 2002, hefðu honum verið boðnar tvær milljónir doll- ara af þáverandi forstjóra Kaup- þings ef hann hætti við mála- rekstur og segði málið vera misskilning. Jón segist hafa verið á leið úr landi þegar Sigurður Einarsson hringdi og gerði hon- um tilboð. Spurður út í hvort það hafi hvarflað að honum að þiggja tilboðið segir Jón: „Ég sagði við hann að þó það væru tíu milljónir dollara þá myndi ég ekki taka þá. Þetta snerist ekki lengur um aur- ana. Ég var kominn með alveg upp í kok af Jóni Ásgeiri og Co, þeirra vinnubrögðum og fram- komu gagnvart mér og minni fjöl- skyldu.“ Í viðtali við Kastljós Sjónvarps- ins í gær nefndi Jón Gerald einn- ig nafn Þorsteins Jónssonar, nýr- áðins stjórnarformanns Glitnis, sem hann sagði einnig hafa gert sér sams konar tilboð. Engin önnur niðurstaða átti að koma til greina Jón Gerald Sullenberger segist hafa fengið tilboð upp á tvær milljónir dollara fyrir að hætta við Baugsmálið skoðað, sérstaklega í þeim ákæruliðum þar sem hann er sýknaður en Tryggvi sakfelldur. Það verður skoðað hvað greinir þá svona á milli að mati dómsins,“ segir Sigurður Tómas. Tíu ákæruliðum var vísað frá dómi og þar af voru tveir vegna galla í ákæru, þ.e. ákærulið tíu og nítján. „Þetta var nýtt efni í nítjánda ákærulið og eitthvað sem ég hafði ekki hugmyndaflug að láta mér detta í hag að dómurinn myndi fetta fingur út í.“ sólarhringar hvað ur sem þykir annars a á endurskoðun spurningar í þessu n þessa.“ Ásgeir Jóhannesson ákærulið segir Sig- ann var jú ákærður í thvað sem verður mjög alvarlegt brot úr upphaflegri kæru ar í forsendum Morgunblaðið/RAX on, sérlegir aðstoðarmenn setts saksóknara og saksóknarinn Sigurður Tómas. TRYGGVI Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var sak- felldur í fjórum ákæruliðum og þar af einn í þremur þar sem bæði hann og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, voru ákærðir. Tryggvi var dæmdur til níu mán- aða fangelsisvistar, en refsingunni frestað. Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, segir sakfellinguna mikið áfall. „Það er auðvitað mikið áfall að vera sakfelldur en miðað við það sem upp var lagt, þá er þetta ekki mikið. Það verður að hafa í huga að refsingin er skilorðsbundin og einnig er hægt að líta á að héraðs- dómur leggur, í tilviki Tryggva, 80% af sakarkostnaði á ríkissjóð. Það þýðir, að að langmestu leyti telur héraðsdómur að ákæran hafi ekki verið réttmæt,“ segir Jakob sem kveðst bjartsýnn fyrir hönd skjólstæðings síns með að réttlætið nái fram að ganga fyrir Hæstarétti. Spurður út í þá ákæruliði sem Tryggvi var sakfelldur fyrir segir Jakob að í ákæruliðum fjórtán og sautján hafi verið um að ræða tæknileg bókhaldsbrot. „Þau leiða ekki til þess að niðurstöður bók- halds, eða ársreikninga félagsins hafi verið rangar. […] Það verður að hafa það í huga að þetta gerist fyrir sjö til átta árum og á þessum tíma voru vörslureikningar nýtt fyrirbrigði, að minnsta kosti í ís- lensku viðskiptalífi.“ Kredityfirlýsing byggð á misskilningi Í ákæruliðum fjórtán og sautján er um að ræða færslur á vörslu- reikningi Baugs hjá Kaupþingi í Lúxemborg og segir Jakob túlkun dómsins hafi verið á þá leið að færslurnar hafi ekki verið sala til Kaupþings heldur hafi féð verið fært inn á vörslureikning sem Baugur átti. „Óháð því hvort að þetta sé rétt eða rangt hjá dómnum þá var uppi óvissa á þessum tíma um hvernig ætti að fara með þetta. Niðurstaða dómsins er að þetta hafi verið rangt, og því hafi verið um brot á bókhaldslögum að ræða. Þetta er klárlega tæknilegt brot, þetta leiðir ekki til rangrar niður- stöðu og dómurinn segir sjálfur – í fjórtánda ákærulið – að ekki sé óeðlilegt að miða við að um skamm- tímafjárfestingu hafi verið að ræða, og að fenginni þeirri niðurstöðu, að það hafi verið heimilt að færa geng- ishækkun vegna Arcadia-bréfanna til tekna hjá félaginu í árslok 2000. Sambærileg niðurstaða er í ákæru- lið sautján.“ Þá segir Jakob að Tryggvi sé ekki sammála dómnum um að ekki hafi verið viðskipti á bakvið kred- itreikninginn frá Nordica en kred- ityfirlýsingin frá Færeyjum hafi verið byggð á misskilningi. „Það var leiðrétt innan ársins þannig að það leiddi ekki til neinna rang- færslna í reikningsskilum félags- ins.“ „Auðvitað mikið áfall að vera sakfelldur“ Baugsmálið hefur verið gífurlega erfitt fyrir málsaðila og niðurstaðan vissulega vonbrigði, segir verjandi Tryggva Morgunblaðið/ÞÖK egja að dómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni tjóra, hafi komið verjendum þeirra, Gesti Jónssyni og Jakobi Möller, á óvart.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.