Morgunblaðið - 04.05.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 04.05.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 35  Stórsýning Smáralind 5. maí laugardag 11-18 6. maí sunnudag 13-18 Tilboð á veiðivörum … Kastsvæði … Skotsvæði … Veiðiferðir … Spennandi fyrirlestrar Bjarnarhaus uppstoppaður á staðnum … Veiðibílar … Veiðifjórhjól … Veiðihappadrætti ÓMISSANDI FYRIR ALLA VEIÐIMENN 1. Vinningur „Veiði í Laxá á Ásum“ Frítt fyrir yngri en 14 ára í fylgd með fullorðunum … annars kr. 1000, kr. 850 öryrkjar og ellilífeyrisþegar ... stimpill gildir alla helgina … Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Málefni eldri borgara hafa verið í brennidepli fyrir alþingiskosning- arnar 12. maí. Allir flokkar hafa lát- ið þau mál til sín taka og vilja nú gera eitthvað fyrir aldr- aða. Á Alþingi hefur Samfylkingin látið þessi mál mest til sín taka og flutt til- lögur um úrbætur í málefnum eldri borgara mörg undanfarin ár. Jó- hanna Sigurðardóttir alþingismaður hefur á mörgum þingum flutt tillögu um afkomutryggingu aldraðra en markmið þeirrar tillögu var að tryggja öldruðum sómasamleg lífs- kjör. Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir hefur einnig látið málefni aldraðra sig mikið varða. Á Alþingi í haust flutti stjórnarandstaðan sam- eiginlega tillögu um endurbætur í málefnum eldri borgara. Stjórn- arandstaðan hyggst framkvæma þá tillögu ef ríkisstjórnin fellur og flokkar stjórnarandstöðunnar mynda ríkisstjórn. Lífeyrir almanna- trygginga allt of lágur Hvað er helst að í málefnum eldri borgara? Það má segja að það sé þrennt: 1) Lífeyrir aldraðra er allt of lágur og dugar ekki fyrir fram- færslukostnaði. 2) Miklar tekjuteng- ingar og skerðingar gera eldri borg- urum ókleift að fara út á vinnumarkaðinn og þær valda því að þeir eldri borgarar sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði fá lítið sem ekkert í lífeyri frá almannatryggingum vegna skerðinga og skatta. 3) Svo mikill skortur er á hjúkrunarrými fyrir aldraða að 400 eru á biðlista og mikill fjöldi eldri borgara er í tvíbýli eða margbýli á hjúkrunarheimilum sem er óásættanlegt. Frítekjumark verði 100 þúsund á mánuði frá 67 ára aldri Ríkisstjórnin hefur lítið tekið á lífeyrismálum aldraðra. Hún hækk- aði lífeyrinn um einhverja hung- urlús í fyrra þannig að hann er nú 126 þúsund krónur á mánuði hjá einstaklingi sem ekki hefur neitt úr lífeyrissjóði. Eftir skattlagningu eru 113 þúsund krónur eftir af þeirri smánarupphæð. Það lifir enginn sómasamlega af því. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands nema neysluútgjöld einstaklinga nú 210 þúsund krónum á mánuði fyrir skatta. Það vantar því um 100 þús- und krónur á mánuði upp á að smánarupphæð ríkisstjórnarinnar dugi til framfærslu. Stefna Samfylk- ingarinnar er sú að lífeyrir aldraðra verði ákveðinn í samræmi við fram- færslukostnað eins og hann er met- inn í neyslukönnun Hagstofunnar og að lífeyrir aldraðra hækki síðan reglulega samkvæmt könnun Hag- stofunnar. Samfylkingin vill að frí- tekjumark vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði verði hækkað í 100 þúsund krónur á mánuði fyrir alla ellilífeyrisþega frá 67 ára aldri og að skerðing vegna tekna maka verði felld niður að fullu. Samfylkingin mun leysa hjúkrunarvandann Samfylkingin ætlar að leysa hjúkrunarvandann þannig að allir eldri borgarar sem þurfa rými á hjúkrunarheimili geti fengið þar inni. Þetta vill Samfylkingin gera á 2 árum. Eldri borgar eiga að vera á einbýli á hjúkrunarheimilum, ef þeir vilja ekki vera með öðrum í her- bergi. Hjón eiga að sjálfsögðu að fá að vera saman á stofu á hjúkr- unarheimilum og dvalarheimilum eldri borgara. Allar tekjur Fram- kvæmdasjóðs aldraðra eiga að ganga til byggingar hjúkrunarheim- ila og stofnana fyrir aldraða. Sjóð- urinn á að skila aftur þeim þremur milljörðum sem teknar hafa verið úr sjóðnum til annarra þarfa und- anfarin ár. Skattur á tekjur úr líf- eyrissjóði á að vera að hámarki 10% en ekki tæp 36% eins og nú er. Skattleysismörkin þarf að hækka stórlega. Ef þau hefðu fylgt launa- vísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund. Það hefur haft mikla kjaraskerðingu í för með sér. Sam- fylkingin vill hækka skattleys- ismörkin til samræmis við launa- breytingar. Sérstakur umboðsmaður eldri borgara Samfylkingin vill að eldri borg- arar fái sérstakan málsvara innan stjórnsýslunnar. Sérstakur umboðs- maður aldraðra á að sinna réttinda- málum þeirra. Hér á landi hafa stjórnvöld verið fjandsamleg eldri borgurum til þessa. Á hinum Norð- urlöndunum eru stjórnvöld jákvæð í garð eldri borgara. Það er kominn tími til að hér verði breyting á. Samfylkingin vill bæta kjör eldri borgara myndarlega Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræð- ingur og skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. FRAMBOÐ eldri borgara og ör- yrkja er nýmæli á Íslandi. Sam- tökin eru ekki fjársterk vegna ný- samþykktra laga frá Alþingi í des. 2006, sem banna að aðrir en starfandi þinglokkar fái rík- isstyrk. Eru það al- ger nýmæli. Rökin eru fáránleg: að „lög þessi séu sett til að auka traust á stjórnmála- starfsemi og efla lýðræðið“. Eruð þið, kjósendur góðir, sammála svona gerræðisrökum? Betra hefði verið að sleppa svona bulli. En munið að allir flokkar á þingi sam- þykktu – til að halda í stólana, að hleypa engum öðrum að. Ef við erum heppin eldumst við. Enn heppnari er sá sem sleppur við (erfið) veikindi. En enginn sleppur við ellikvilla og þarf að leita þjón- ustu á öllum sviðum, fá lífeyri sem geri okkur kleift að lifa áhyggju- lausu lífi í „velferðarþjóðfélaginu“. Ætli nokkur trúi að Ísland sem er í 5. sæti yfir ríkustu þjóðir heims sé í u.þ.b. 20.–21. sæti í velferð- armálum? Allir vita að eldri borg- arar og öryrkjar hafa verið „breiðu bökin“ frá árinu 2000. Stjórnvöld fundu fólk sem borið gat bruðl stjórnvalda, s.s. Eftirlaunalögin – endalausa fjölgun sendiherra, fólks sem var svo lélegt í fyrri störfum að því var fundið „sendiherrastarf“. Stjórnvöld eyða að vild, bruðla á öllum sviðum; af hverju mótmælum við ekki? Svo mjög hafa kjör eldri borgara og öryrkja verið skert að stjórnvöld hafa skert kjör þeirra um 1 milljarð á ári og voru þó fyrri kjör alger smán. Eldri borgarar eru um 32 þús. manns. Af þeim hafa aðeins rúmlega 400 manns fullar „bætur“ (nettó u.þ.b. 113 þús. kr.), hinir lenda jafnvel í að „skulda ríkinu“, enda hafa „fræðingarnir“ sem TR fékk til að setja „skerðingarreglur“ unnið verk sín vel. Smátekjur verða „refsiverðar“; viðkomandi verður um áramót stórskuldugur ef tekjur verða 1 krónu meiri en skerðing- arákvæðin „heimila“. Ekki þýðir fyrir „hinn seka“ að greiða skatt af „aukakrónunni“ – nei, „hinn seki“ fær viðeigandi refsingu. Þetta atriði er bara eitt af mörgum, gersamlega forkastanlegum ákvæðunum og Sjálfstæðisflokknum dettur ekki í hug að breyta þessu. Vilt þú þessa stjórn áfram? Ald- urinn læðist að þér; allir geta lent í slysi, orðið veikir og þá kynnumst við frumskógum „bótanna“ og sjáum að við erum ekki „þjóðfélags- lega velkomið fólk“, enda „fyrir“ í „velferðinni“. Við verðum að verða alvöru vel- ferðarþjóðfélag. BEÖ vinnur ekki síður fyrir ungt fólk því að slys eða sjúkdómar gera ekki mannamun í aldri eða boð á undan sér. Ef þú vilt breyta óviðunandi „vel- ferðarkerfi“ á Íslandi kjóstu þá samtök okkar, „Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja“ (BEÖ). Styddu okkur ef þú getur – allt hjálpar. Okkur vantar sjálfboðaliða og/eða stuðningsaðila. Allt framlag er frábært því að ómældra starfa er þörf! Kosningarnar eru 12. maí og við treystum á þig/ykkur öll. Breytum Íslandi í velferðarríki á ný. „X-E“. Það verður að breyta Ís- landi í lýðveldi á ný. Eldri borgarar og öryrkjar berjist fyrir rétti sínum Eftir Arndísi H. Björnsdóttur Höfundur er formaður Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja. Eitt af því sem er hvað mikilvæg- ast hverju samfélagi eru góðar og greiðar samgöngur. Það er verkefni stjórnvalda að sjá til þess að íbúar komist leiðar sinnar á greið- an og öruggan hátt en um leið að lág- marka neikvæð um- hverfisáhrif sam- gangna. Viðfangsefnin í samgöngumálum eru ólík milli þétt- býlisins á höfuðborgarsvæðinu ann- ars vegar og í dreifðum byggðum landsins hins vegar. Engum dylst að víða um land er ástand samgöngu- mála hörmulegt og er líklega ekki á neina landshluta hallað þótt Vest- firðir og Norðausturland séu sér- staklega nefnd í því sambandi. Þar, og raunar allvíðar, er grunnþjón- ustan í samgöngumálum til hábor- innar skammar í okkar ríka sam- félagi. Vegakerfið er óburðugt og öryggi víða ábótavant. Það er óhjá- kvæmilegt að á næstu árum verði ráðist í gagngerar endurbætur á vegakerfinu, koma á bundnu slitlagi sem víðast, útrýma einbreiðum brúm og breikka og bæta stofnvega- kerfið hringinn í kringum landið. Þá teljum við í Vinstri grænum mikilvægt að koma á nýjan leik á strandsiglingum. Hin mikla umferð- araukning á vegum landsins hefur dregið úr umferðaröryggi og ljóst að vegakerfið er engan veginn undir það búið að taka við þeirri miklu við- bót, eftir að strandsiglingar voru lagðar af. Frá efnahags- og um- hverfissjónarmiði er því brýnt að koma þungaflutningum á nýjan leik yfir á sjó. Í allri umræðunni um eflingu sveitarstjórnarstigsins ber sam- göngumálin á góma. Það er eðlilegt. Ef sveitarfélög og landshlutar eiga að geta þjónað auknu hlutverki sínu og sinnt þjónustu við íbúana með sómasamlegum hætti verða sam- göngur á milli byggðarlaganna að vera í góðu horfi. Það er forsenda fyrir gróskumiklu mannlífi að fólk geti sótt þjónustu, menningu, skóla og atvinnu á greiðan og öruggan hátt. Stórbætt vegakerfi, með jarð- göngum þar sem það er nauðsyn- legt, á því að vera framarlega á dag- skrá næstu ríkisstjórnar. Á höfuðborgarsvæðinu eru úr- lausnarefnin í samgöngumálum önn- ur. Þar hefur umferðin aukist jafnt og þétt og bílaeign er orðin ein sú mesta í gervallri Evrópu. Umhverf- isáhrif umferðarinnar eru líka farin að valda íbúum tjóni, einkum vegna mikillar svifryksmengunar en einnig vegna hávaða- og sjónmengunar. Þessari þróun þarf að mæta með stóraukinni áherslu á almennings- samgöngur, bættar aðstæður gang- andi og hjólandi umferðar og auk- inni hlutdeild umhverfisvænna orkugjafa í samgöngum. Í sam- gönguáætlun þarf að horfa á alla þessa þætti samgöngumálanna í samhengi en ekki einblína á stór- karlaleg umferðarmannvirki í þétt- býli sem eingöngu munu auka um- ferðarhraða, mengun, greina að íbúahverfi og draga úr lífsgæðum. Aukin fjárfesting í samgöngu- málum, sem beinist að því að auka umferðaröryggi, stuðla að greiðum samgöngum milli byggðarlaga og styður um leið við markmið um sjálf- bæra þróun og skuldbindingar okk- ar um að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda, er skynsamleg. Betri samgöngur leiða af sér bættan hag byggða, atvinnulífs og einstaklinga. Betri samgöngur, bættur hagur Eftir Árna Þór Sigurðsson Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 2. sæti á lista Vinstri- grænna í Reykjavík-norður. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.